Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Hafið frítt með strætisvögnum G.T. hringdi: „Komið hefur fram í fréttum í Morgunblaðinu að farþegum með Strætisvögnum Reykjavíkur hef- ur fækkað verulega að undanf- ömu. Er þessi þróun rakin til fjölgunar einkabifreiða. Það segir sig sjálft að rekstur allra þessara einkabifreiða kostar mikið fé. Fyrir nokkru var sú hugmynd sett fram í grein sem birtist í Velvakanda að far með strætis- vögnum verði ókeypis. í fyrstu þótti mér þetta ekki góð hugmynd en eftir að hafa hugsað hana bet- ur tel ég að slíkt fyrirkomulag gæti orðið til góðs. Það myndi draga úr umferðarþunganum og spara stórfé í rekstri einkabíla. Þá er líklegt að draga myndi úr umferðarslysum ef fleiri ferðuðust með strætisvögnum. Borgaryfir- völd ættu að taka þetta mál til athugunar." Gleraugu Kvenmannsgleraugu í svörtu hulstri með rauðu fóðri töpuðust á gamlárskvöld, sennilega í leigubíl frá Kögurseli að Vestur- götu. Vinsamlegast skilist til lögreglunnar eða hringið í síma 37396. Æfingajakki Grænn æfíngatjakki var tekinn í misgripum í Laugardagshöll 27. desmenber. Sá sem jakkann tók er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 71811 eða skila jakkanum í Laugardalshöllina. Silfurpöng Silfurhárspöng tapaðist í Selja- hverfí í desember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 73483. Við erum ræfladýrkendur Kæri Velvakandi. Já, nú eru jólin liðin. Þegar þessi skrifari átti leið um bæinn, uppúr hádegi á jóladag, voru bílastæðin við kirkjurnar að fyllast og fólkið streymdi að. Islendingar voru sem sé að gjalda guði það sem guðs var og mundu svo fæstir sjást aftur í kirkju fyrr en á upprisunni. Þess á milli trúa þeir á stokka og steina, álfa og drauga. Um 10—20% af þjóðinni — kommarnir — hafa þó talið sig trúlausa, en trúa þó jafn staðfastlega að fyrir austan járntjald fari nú Eyjólfur að hressast. Þeir eru nú sumir líka farnir að sækja kirkju á stórhá- tíðum, til þeák að hafa vaðið fyrir neðan sig, og víst var það öllu harðsnúnara, gamla kommaiiðið, sem beið í Alþingishúsinu meðan þjónustað var yfír öðrum þingmönn- um við þingsetningar, en þeir prúðbúnu stofukommar, sem nú láta lesa sér pistilinn af stólnum og nenna ekki lengur að standa í byltingunni. En þegar þessi guðrækna og hamingjusama þjóð var búin að ljúka skyldum sínum við æðri mátt- arvöld þennan jóladag, hófst gleð- skapurinn svo myndarlega, að lögreglan hefur varla kynnst öðru eins. Svo segja fjölmiðlar okkur og ber öllum saman. Viðtal var í sjónvarpsfréttatíma 27. desember við lögregluvarð- stjóra, sem hafði orðið að senda menn sína vítt og breitt um bæinn á friðarhátíðinni — til þess að stilla til friðar. Allar fangageymslur fyllt- ust og menn voru ekki bara óðir af áfengi, heldur stóð þjóðin líka ódrukkin í limlestingum, barsmíð- um, árásum á fólk, rúðubrotum, þjófnaði - og þeir, sem ekki voru til annars nýtir — á gægjum. Fréttaspyrillinn var forviða og áttaði sig ekki á hamingju þessa fólks, en langþreyttur varðstjórinn reyndi að bera í bætifláka fyrir- landa sína, kenndi um streitu, taugaspennu, miklu álagi og öllu því, sem íslendingar státa sig mest af, en sagði loks allan sannleikann, sem sé, að íslendingar væru ræfla- dýrkendur. Undirritaður tekur undir þau orð og telur að það höfum við lengi verið, kannske alltaf. Um ástæður fyrir því má e.t.v. fjalla síðar, en óhætt er að segja, að Is- lendingar eru agalaus þjóð, sem að auki hafa lengi lifað við þá blekk- ingu að þeir séu betri en aðrir. Nú var varðstjórinn ekki að ólundast út af einföldum áflogum eins og t.d. landlegumanna út af stelpum. Þau tíðkast allstaðar í dýraríkinu. Það sem tekur á lang- lundargeð hans og er að eyðileggja móral manna hans er að þurfa stöð- ugt að standa í því að beijast við sömu ofbeldismennina og skemmd- arvargana, sem ekki er fyrr búið að taka úr umferð en þeir eru aftur komnir út og teknir til við fyrri iðju. Nú mætti við una, ef þeir létu duga að beija hver á öðrum, en það er öðru nær. Það er friðsamt fólk oe Ágæti Velvakandi. Sorgarfréttir rétt fyrir jól um andlát tveggja ungmenna minna okkur á að við búum í harðbýlu og óvægnu landi. Á hveijum vetri verða slys af sama toga og undir- strikar það nauðsyn þess að við íslendingar förum ekki út í vetrar- ferðir, jafnvel um þjóðvegina, öðru vísi en vel búnir. Bæði verður ferða- fólk að vera vel búið hlífðarfatnaði og svo verður farartækið að vera eins vel búið og kostur er. Það er einmitt bíllinn sem oft lætur fyrst undan og þá reyna menn að kom- ast til byggða af eigin rammleik. Þetta eru mínar hugleiðingar þegar eigur þess, sem ekki fær að vera í friði. Þeir sem eru saklausir barðir, stungnir eða drepnir hljóta hér litla samúð, en óbótamennirnir ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorizt. Dómstólarnir eyða tíma sínum og peningum skattborgarana í reiptog um hvort refsing skuli standa mánuðinum lengur eða skemur, þegar engum dettur í hug að fangamir muni afplána nema brot af þeirri fangavist, sem þeim er svo ákveðin. Og sú vist er engan veginn upp á vatn og brauð, enda væri það ekki sæmandi afkomend- um skálda, sem kveða sig út úr tugthúsum. Ofbeldismenn, skemmdarvargar og eiturlyijasalar eiga hér samúð almennings, sem rís þeim upp til varnar strax og stuggað er við þeim. Jafnvel virtir menn fullyrða í blöðunum, að Krist- ur mundi vilja tæma tugthúsin um jólin — og kannske það hafí ein- mitt verið gert um þessi jól. Tumi ég les að verið sé að selja á íslensk- an markað bíla sem vitað er að eru ekki í fullkomnu lagi, meira að segja hættulegir að sögn verksmiðjanna. Ég veit reyndar ekki mikið um tæknilega hluti en ég get ímyndað mér að í heitari og þurrari löndum séu bílar sem lent hafa í flóðum ekki eins hættulegir og hér. í þessu sambandi er ég auðvitað fyrst og fremst að hugsa um mannslíf en um leið verður þetta þjóðfélagsleg- spuming, nj.a. það að þjóð sem býr á nyrstu nöf hugsi um þær aðstæð- ur sem hún býr við og lagi sig að þeim í hvívetna. Sigrún Árnadóttir Fólk verður að vera vel búið í vetrarferðir Heill heimur ævintýra í Florida skín sólin allt árið - og þangað fljúga Flugleiðir þrisvar í viku, beint flug til Orlando. Veðursældin í Florida er aðeins eitt af því sem er einstakt. Þar geturðu iðkað íþróttir, notið skemmtanalífs og kynnst óviðjafnanlegri ævintýraveröld: Disney World, Sea World og Cypress Gardens eru staðir sem seint gleymcist. Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða ferðaskrifstofur og fáið nánari upplýsingar. Upplýsingasími: 25 100 FLUGLEIÐIR -fyrirþíg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.