Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / BADMINTON Jólamót í badminton Stúlkurnar sem kepptu til úrslita í einliðaleik telpna. Frá vinstri: Sigríður Geirsdóttir UMSB og Agústa Andrésdóttir f A. Núna rétt fyrir jólin hélt Tenn- is- og badmintonfélag Reykja- víkur jólamót unglinga í badminton í hinum glæsilegu húsakynnum TBR við Gnoðarvog, en í þeim eru samtals 17 badmintonvellir og að- staða öll mjög glæsileg. Jólamótið er eitt hið stærsta sem haldið er á ári hverju innan badmintoníþróttar- innar og nú mættu rúmlega 100 keppendur frá 6 félögum; TBR, ÍA, Víkingi, UFHÖ, TBA og UMSB. Mótið tókst í alla staði mjög vel, ■ ' ánægja og baráttugleði skein úr hveiju andliti og voru leikirnir, margir hveijir, æsispennandi og stórskemmtilegir. Þetta mót var enn til að undirstrika það hversu mikil gróska er innan þessarar íþróttar hér á landi, enda er badmin- ton ein allra skemmtilegasta íþrótt sem hægt er að stunda. Urslit móts- ins urðu eftirfarandi, en alls var keppt í fjórum aldursflokkum. Hnokkar—tátur í einliðaleik í hnokkaflokki var þátt- takendafjöldi mestur og var alls 31 skráður til keppni. Breiddin í þess- um flokki er mjög mikil og líklega hefur keppni hvergi^ verið jafn hörð og í þessum flokki. í undanúrslitum sigraði Jóhannes Harðarson, ÍA, Njörð Ludvigsson, TBR, 11:3, 11:6 og ívar Gíslason, TBR, sigraði Tóm: as Garðsson, Víkingi, 11:4, 11:8. f úrslitaleiknum sýndi ívar mikið ör- yggi og yfirvegun og sigraði 11:6, 11:5. í úrslitum í einliðaleik í tátuflokki voru þær Brynja Steinsen, TBR, og Drífa Harðardóttir, ÍA. Þær sigr- uðu báðar sína undanúrslitaleiki mjög öruggiega og voru auk Valdís- ar Jónsdóttur, Víkingi, í nokkrum sérflokki. Úrslitaleikurinn endaði síðan með nokkuð öruggum sigri Brynju, 11:5, 11:6. Úrslitaleikurinn í tvíliðaleik hnokka var einn af þeim skemmtilegustu í mótinu, en þar mættust annars vegar Hjalti Harðarson og ívar Gíslason og hins vegar Róbert Guð- mundsson og Njörður Ludvigsson, allir úr TBR. Hæfnin og krafturinn sem strákamir sýndu í þessum leik var oft á tíðum hreint ótrúlegur og er langt síðan maður hefur séð jafn skemmtileg tilþrif í þessum flokki. Leiknum lyktaði með sigri Róberts og Njarðar, eftir að upphækkun hafði verið nauðsynleg í báðum lot- um, 17:15 og 18:16. Brynja Steins- én, sigurvegarinn í einliðaleik tátna, var aftur á ferðinni í tvíliðaleik, þar sem hún sigraði ásamt Valdísi Jóns- dóttur, Víkingi. Þær sigruðu Skagastúlkumar Bimu Guðbjarts- Aþessu móti vakti frammi- staða ívars Gíslasonar, TBR, í einliðaleik mikla athygli en hann hefur tekið stórstígum framförum í vetur og er nú greinilega sterk- asti hnokkaflokksspilarinn. Við rákumst á ívar þar sem hann var að fylgjast með félögum sínum í keppni. Við ákváðum að ræða við hnokkann. — Hvenær byijaðir þú að æfa? „Þegar ég var 9 ára bauð TBR öll- um jafnöldrum mínum í Langholts- skóla í ókeypis æfíngatíma heilt keppnistímabil og gaf okkur einnig spaða. Þannig byijaði ég að spila badminton og hef ekki séð eftir því að byija í þessari skemmtilegu íþrótt." — Hvað æfír þú oft? „5 sinnum í viku og þá aðallega dóttur og Drífu Harðardóttur í úrslitaleik, 15:8 og 15:7. Brynja setti síðan punktinn yfír i-ið með sigri í tvenndarleik og varð þannig þrefaldur sigurvegari á mótinu. I tvenndarleiknum sigraði hún ásamt Nirði Ludvigssyni Víkingsparið Valdísi Jónsdóttur og Tómas Garðarssson, 15:4 og 15:8. Svelnar — meyjar Þátttaka í þessum flokki var ekki eins mikil og oft áður, sérstaklega í sveinaflokki, þar sem aðeins 12 keppendur voru skráðir til leiks. Gunnar Petersen, TBR, var hinn öruggi sigurvegari í einliðaleik sveina. Hann fór gegnum mótið án þess að tapa lotu og vann úrslita- leikinn gegn Kristjáni Daníelssyni, TBR, sem ekki náði að sýna sínar bestu hliðar, mjög örugglega, 11:0 og 11:2. Þess mágeta að aðalkeppi- nautur Gunnars í þessum flokki, Jón Birgisson, UMSB, mætti ekki til leiks og auðveldaði það Gunnari sigurinn. í einliðaleik mættust TBR-stúlkum- hjá Jóhanni Kjartanssyni, sem er alveg æðislegur þjálfari." — Hvernig er með aðrar íþróttir? „Nei, að minnsta kosti stunda ég þær ekki stíft. Badminton er svo skemmtilegt og tímafrekt að ég hef engan tíma aflögu fyrir aðrar íþróttir. Aður en ég byijaði að æfa badminton eins mikið og núna þá var ég í sundi, körfubolta og júdó.“ (ívar er sonur hins landsþekkta jú- dómanns Gísla Þorsteinssonar.) — Er mikill áhugi á badmintoni í Langholtsskóla? „Já, mjög mikill, sérstaklega í mínum bekk en þar æfa allir strák- amir badminton og margar af stelpunum." — Ertu ánægður með árangurinn á mótinu? „Já, í einliðaleiknum var ég mjög ánægður með árangurinn en í ar Anna Steinsen og Áslaug Jónsdóttir í úrslitum eins og sVo oft áður, en þær hafa haft nokkra yfírburði í þessum flokki og yfír- leitt alltaf leikið til úrslita. Eftir langa og stranga viðureign tókst Önnu að knýja fram nauman sigur, 11:4, 5:11 og 11:9, en þó ekki fýrr en eftir oddalotu. Gunnar Petersen vann sitt annað gull þegar hann sigraði ásamt Hall- dóri Viktorssyni, TBR, í tvíliðaleik. Þeir sigruðu þá Kristján Daníelsson og Skúla Sigurðsson, TBR, ömgg- lega í úrslitum, 15:6 og 15:1. Þær Áslaug og Anna, sem kepptu til úrslita í einliðaleik meyja samein- uðu krafta sína í tvíliðaleiknum og þá stóðst þeim enginn snúninginn. Þær unnu sannfærandi sigur í úr- slitaleiknum gegn Guðlaugu Júlíus- dóttur og Aðalheiði Pálsdóttur, TBR, 15:1, 15:5, og fengu aðeins á sig 7 stig samtals á öllu mótinu. Áslaug og Gunnar Petersen sigmðu síðan í tvenndarleik og var þetta þriðja gull Gunnars í keppninni. í úrslitum sigmðu þau Halldór Vikt- tvíliðaleiknum hefði okkur kannski getað gengið betur en ég sætti mig alveg við annað sætið þar.“ Þeir sem sjá um framkvæmd allra ungiingamóta á vegum TBR em meðlimir hins svokallaða unglinga- ráðs TBR. Þessi vinna er sjálf- boðavinna og samanstendur ráðið af núverandi og fyrrverandi ungl- ingaleikmönnum félagsins. Við náðum tali af Guðmundi Bjarnasyni formanni unglingaráðsins en hann er einnig einn af unglingaþjálfumm félagsins. — Guðmundur, er mikil gróska í unglingastarfi TRB? „Með tilkomu hins nýja 12 valla húss sem tilbúið var í febrúar sl. jókst eðlilega afkastageta félagsins hvað varðar unglingastarf verulega og er unglingastarf liklega hvergi jafn umfangsmikið eins og hér. Nú orsson og Önnu Steinsen, TBR, í geysilega jöfnum leik, þar sem bæði þurfti oddatölu og upphækkun til að knýja fram sigur. Drengir — telpur í einliðaleik drengja vom úrslitin talin nokkuð ömgg, en í þessum -flokki hefur Óli Ziemsen nokkuð mikla yfírburði. Hann er talinn eitt mesta efni sem fram hefur komið í íþróttinni í langan tíma og hefur t.d. ekki tapað einliðaleik í ungl- ingamóti í tæplega 4 ár. Úrslitin vom líka alveg eftir bókinni, Óli keppti til úrslita gegn Birgi Birgis- syni, UMSB, sem talinn er næst- sterkastur í flokknum, og sigraði ömgglega, 15:4 og 15:5. Borgnesingar settu sterkan svip á telpnaflokkinn í þessu móti og í einliðaleik telpna varð sigurvegar- inn einmitt frá UMSB. Sigríður Geirsdóttir sigraði þar eins og oft áður, en til úrslita lék hún gegn Ágústu Andrésdóttur, ÍA, og sigr- aði, 11:7, 7:11 og 11:5. I tvíliðaleik telpna vom Borgnesing- ar aftur á ferðinni. Þar sigraði- 'Sigríður ásamt Heidi Johansen í sviptingamiklum úrslitaleik gegn Sigrúnu Erlendsdóttur, TBR, og Sigríði Bjamadóttur, UMSB, 15:3, 2:15 og 15:1. er t.d. öllum nemendum í 9 ára bekk bæði Voga- og Langholtsskóla gefinn kostur á ókeypis tíma og leiðsögn einu sinni í viku, auk þess sem þeim er gefínn spaði.“ — Er mikil vinna sem fylgir fram- kvæmd svona móts? „Já, mikil vinna er samfara þessum mótum en duglegar hendur vinna létt verk og ávallt fínnst gott fólk sem reiðubúið er að fórna tíma sínum í þessi störf þrátt fyrir að þau séu ólaunuð.“ — Er mikið um áhorfendur á þess- um mótum? „Nei, ekki er hægt að segja það. Áhorfendur mættu vera miklu fleiri, bæði foreldrar og leikmenn sem gengnir eru upp úr unglingaflokk- unum. Ég er alveg viss um að allir geta lært mikið af leikgleði og sam- heldni þessara ungu leikmanna." Óli Ziemsen mætti til leiks ásamt Siguijóni Þórhallssyni, TBR, í tvíliðaleikskeppninni og léku þeir til úrslita gegn Birgi Birgissyni og Borgari Axelssyni, UMSB. Þessi tvö lið höfðu mæst tvisvar áður í móti í vetur og fyrir þennan leik höfðu þau unnið sitt hvom sigurinn. í þetta skipti lenti sigurinn Óla og Sigutjóns megin en þeir sigruðu eftir jafna keppni, 18:15 og 15:7. Óla mistókst að vinna þrefaldan sigur í mótinu þegar hann tapaði úrslitaleik tvenndarleikskeppninnar ásamt Sigrúnu Erlendsdóttur. Óli verður seint talinn sterkur tvennd- arleiksspilari og þrátt fýrir góðan leik Sigrúnar töpuðu þau illa fyrir hinu sterka Borgamespari, Birgi Birgissyni og Sigríði Geirsdóttur, sem vann þama sinn þriðja sigur í mótinu. Birgir og Sigríður yfirspil- uðu TBR-parið og unnu mjög örugglega, 15:9 og 15:3. Piltar - stúlkur í piltaflokknum vantaði marga af sterkustu keppendunum, en þeir mættu ekki til leiks af ýmsum or- sökum. Þannig hijáðist Njáll Eysteinsson, sem talinn er sterkast- ur í þessum flokki, • af augnsjúk- dómi, og alla keppendur frá KR, sem em fjölmennir í þessum flokki, vantaði. Þetta allt auðveldaði Jóni Ziemsen, TBR, sigurinn í einliða- leik, þar sem hann sigraði frekar óvænt Karl Viðarsson, IA, 15:7 og 15:7. Bima Petersen, TBR, sigraði enn einu sinni í einliðaleik stúlkna, en hún hefur unnið öll mótin í einliða- leik það sem af er keppnistímabil- inu. Núna sigraði hún Hafdísi Böðvarsdóttur, IA, í úrslitum, 11:2 og 11:8. Skúli Þórðarson, TBR, kom inn í tvíliðaleikinn ásamt -Jóni Zi- emsen, í staðinn fyrir Njál Eysteins- son, sem, eins og áður sagði, gat ekki keppt. Skúli kom, sá og sigr- aði, þeytti „stick-smössum“ um allan völl með spaðann örlítið skakkan og vissu andstæðingar þeirra, þeir Finnur Guðmundsson, UMSB, og Karl Viðarsson, ÍA, ekk- ert hvaðan á þá stóð veðrið og lauk leiknum með sigri TBR-inganna, 15:5 og 15:8. Skagastúlkurnar Berta Finnboga- dóttir og Vilborg Viðarsdóttir sigmðu ömgglega í tvíliðaleik stúlkna, en þær léku gegn Ásdísi Dan Þórisdóttur, TBR, og Birnu Petersen, TBR, í úrslitum. Leiknum lyktaði svo eins og áður sagði með afgerandi sigri ÍA-stúlknanna, 15:4 og 15:10. Úrslltallðin í tvenndarleik sveina og meyja. Frá vinstri: Gunnar Petersen, Áslaug Jónsdóttir, Anna Steinsen og Halldór Viktorsson. Öll em þau úr TBR. Þalr kepptu til úrslita í tvíliðaleik hnokka. Frá vinstri: Njörður Ludvigsson, Róbert Guðmundsson, Hjalti Harðarson og ívar Gíslason, allir úr TBR. Badminton svo skemmtilegt að ég hef ekki tíma aflögu fyrir aðrar íþróttir - sagði Ivar Gíslason, TBR, sem vakti mikla athygli í einliðaleiknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.