Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.01.1988, Blaðsíða 55
■ GUÐJÓN Þórðarson, þjálf- ari KA í knattspymu, hefur verið á loðnubátnum Höfrungi AK frá því í haust. Það má því segja að störfín séu margvísleg sein íslensk- ir 1. deildarþjálfarar taka sér fyrir hendur. Guðjón var sem kunnugt er þjálfari Skagamanna á síðasta keppnistímbili. Guðjón Þórðarson. ■ HORSE Heese sem þjálfaði 2. deildarliðið Viktoira Aschaffen- biirg í þýsku knattspymunni og var rekinn þaðan í mars í fyrra hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Möltu. Heese, sem lék áður með HSV og Eintracht Frankfurt, gerði tveggja ára samning við knatt- spymusamband Möltu. Hann tekur við landsliðinu af búlgarska þjálfar- anum Gentscho Dobrev sem hefur verið með liðið í eitt ár. ■ JONAS Them sænski lands- liðsmaðurinn sem leikið hefur með Malmö FF gerði í gær sex mánaða samning við svissneska 1. deildar- liðið Zíirich. Hann mun leika með ZUrich í úrslitakeppni um 1. deild- arsæti, en liðinu hefur ekki gengið vel í vetur. Jonas Them er sterkur miðvallarleikmaður. UAÐALFUNDUR Knattspyrnu- félags ÍA var haldinn fyrir skömmu og kom þar fram að starfsemi fé- lagsins á árinu var bæði mikil og árangursrík. Þar ber hæst að félag- ið tók við rekstri íþróttavallarins á Akranesi og þá var hafin stórfelld uppbygging á grasvöllum svo og var lokið við að byggja glæsilega félagsaðstöðu. Félagið hafði ellefu keppnisflokka á sínum snærum. Fjórir íslands- meistaratitlar unnust. Samkvæmt reikningum félagsins hefur rekstur þess kostað tæpar 8,7 milljónir króna á þessu ári. Rekstrarhagnað- ur varð á árinu um 105 þúsund krónur. Eignir félagsins margföl- duðust á árinu og eru nú taldar nema 10,6 milljónum króna. Eign- imar tólffölduðust frá fyrra ári. Stjóm félagsins var endurkjörin en hana skipa Hörður Pálsson form- aður, Ólafur Grétar Ólafsson varaformaður, Þorgeir Jósefsson, Einar Guðleifsson, Aki Jónsson og Halldór Jónsson. ■ NORÐURLANDAMÓTIÐ [ meistaraflokki karla J körfuknatt- leik varður haldið á íslandi í apríl á næsta ári. Til að sjá um undirbún- ing þessa móts hefur KKÍ leitað til þeirra Guðmundar Þorsteinssonr, Gunnar Gunnarsson, Kristins Stefánssonar, Birgis A. Birgis og Ólafs Thorlacius. Þeir sáu um skipulagningu á C-riðli Evrópu- keppninnar sem haldin var hér á landi 1985 og þóttist takast vel. j i . / tmVn » i r -> ■ r~ c | • • , , r , , \ > r 1 r - r ,.T ' \ l ' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988 KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM Reynt að fa tvo heimaleiki næsta haust „VIÐ stefndum að tveimur heimaleikjum í haust og eftir fyrstu viðræður er draumurinn ekki fjarlægur. Sovétmenn eru tilbúnir að leika á Laugardals- velli 31. ágúst og við erum að reyna að fá Austurríkismenn til að koma hálfum mánuði síðar,“ sagði Gylfi Þórðarson, formaður landsliðsnefndar KSÍ, við Morgunblaðið f gær- kvöldi. Gylfí er ásamt Ellert B. Schram, formanni KSÍ, og Sigi Held, landsliðsþjálfara, á fundi í Vín í Austurríki með fulltrúum þeirra þjóða, er leika í sarha riðli í undan- keppni HM, en reynt verður að ná samkomulagi um leikdagana um helgina. „Sovétmenn buðust til að koma í haust og það virðist ætla að ganga upp, en við höfum ekki náð sam- komulagi um seinni leikinn. Við þvertókum fyrir að leika aftur í Simferopol, en lögðum til að leikið yrði í Moskvu 4. október 1989, en til vara í lok maí eða byijun júní sama ár. Haustið fellur ekki vel í Sovétmennina, en þeir hafa ekki afskrifað vorleik 1989,“ sagði Gylfi. Gylfi var bjartsýnn á að samningar tækjust um helgina, en greinilega yrði erfiðast að eiga við Tyrkina. „Það tók sjö tíma að raða niður leikjunum í undankeppni Evrópu- keppninnar fyrir tveimur árum, en hér hafa viðræður gengið betur. Reyndar hefur enginn fengið neitt út úr Tyrkjunum, en ef ekki næst samkomulag um leikdaga getur þurft að vísa málinu til UEFA," sagði Gylfi. STORMOT IÞROTTAFRETTAMANNA Sigrar KR fjórða árið í röð? STÓRMÓT fþróttafrétta- manna í innanhúsknatt- spyrnu er í dag í íþróttahús- inu á Akranesi. Þar mæta til leiks sterkuustu liö landsins, auk liðs íþróttaf réttamanna. etta er í fjórða skiptið sem mótið er haldið, en KR-ingar hafa ávallt sigrað. Þeir unnu því bikarinn til eignar, en Heildversl- un Björgvins Schram gefur nýjan farandbikar sem leikið verður um í dag. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin á Akranesi, en fyrsta árið var keppnin á Selfossi. Þetta mót er stór þáttur í undir- búning liðanna fyrir íslandsmótið í innanhúsknattspymu sem haldið verður í lok janúar. Liðunum er skipt í tvo riðla. í A-riðli leika Fram, IA, IBK og KA, en í B-riðli leika Valur, KR, Þor og lið Samtaka íþróttafrétta- manna. Mótið hefst kl. 13.00 með keppni í riðlum, en tvö efstu liðin í hvor- um riðli komast í úrslit. Miðaverð er kr. 200 fyrir fullorðna og kr. 50 fyrir börn. HANDBOLTI Afmælismót KA um helgina Afmælismót KA í handknattleik verður haldið um helgina, í tilefni 60 ára afmælis félagsins sem var í gær. Liðin sem taka þátt eru Þór, Breiðablik og landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, auk gestgjafanna. Mótið hefst kl. 13.00 í dag í íþróttahöllinni og fara fram fjórir leikir í dag. Mótinu verður svo fram haldið kl. 14.00 á morgun, en þá eru tveir leikir á dagskrá. Æfinga- leikur í Höllinni ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, sem fer til Svíþjóðar á morgun til að taka þátt í heimsbikar- keppninni, leikur æfinga- leik við b-liðið í Höllinni í dag og hefst leikurinn klukkan 14. KNATTSPYRNA / SVISS Sœvar Jonsson, heldur utan ó midvikudag til að leika með svissneska liðinu Solothum. Sævar stefnir á l.deild ÆT Eg fer til Sviss á miðvikudag- inn, en æfingar hjá Solóthurn hefjast 18. janúar. Síðan verður farið í æfinga- og keppnisferð í byijun febrúar og keppnin hefst á ný í mars,“ sagði Sævar Jóns- son, landsliðsmaður í knatt- spymu, við Morgunblaðið f gærkvöldi. Sævar gerði sem kunnugt er samning við 2. deildarliðið Solot- hurn út yfirstandandi keppn- istímabil, en því lýkur í byijun júní. „Ég er mjög spenntur fyrir því að leika með liði í 1. deild í Sviss og set stefnuna á það,“ sagði Sævar. „Aðalatriðið er samt að standa sig vel með Solothum, en við byijum á leik í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar gegn áhuga- mannaliði," bætti hann við. Fari svo að Sævar komi aftur heim í sumar verður hann ekki löglegur fyrr en í byijun júlí. HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD Grótta sigraði Grótta sigraði Ármann með 28 mörkum gegn 21 í 2. deild karla á íslandsmótinu í handknatt- leik í gærkvöldi. Grótta hafði yfír í hálfleik 14:11. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Seltjamamesi. Halldór Ingólfsson var markahæst- ur í liði Gróttu með 9 mörk og Davíð Gíslason gerði 7. Björgvin Barðdal var markahæstur Ármenn- inga með 10 mörk Haukur Harlds- son kom næstur með 4 mörk. Einn leikur fer fram í 2. deild karla á morgun, sunnudag. Þá leika UMFA og HK að Varmá kl. 14.00.' í 1. deild kyenna verða fjórir leikir um helgina. í dag leika Stjaman og Valur í Digranesi kl. 14.00. Á morgin, sunnudag, leika Þróttur og Fram kl. 14.00 í Laugardalshöll og strax að honum loknum leika KR og FH. Haukar og Víkingur leika í Hafnarfirði kl. 14:00. Staðan í 2. deild Grótta * Ármann 28 : 21 Fj. lelkja u J T Mörk Stlgl ÍBV 9 8 1 0 244: 186 17 HK 9 6 1 2 212! 193 13 Grótte 9 5 2 2 252: 220 12 Njarðvik 9 5 0 4 224: 220 10 Reynir 9 5 0 4 203: 202 10 Haukar 9 4 1 4 217:203 9 Selfoss 8 3 1 4 167:201 7 Ármann 9 2 1 6 188: 213 6 1 Fytkir 9 1 1 7 196: 234 3 Afturelding 8 1 0 7 166: 189 2 FRJÁLSAR Stjörnu- hlaup FH Stjömuhlaup FH fer fram f Hafnarfírði í dag. Hlaupið hefst kl. Tl.OO og verður hlaupinn Álftaneshringur, 8 km í karlalfokki og eldri flokki karla (35 ára og eld- ir), og 4 km í öðmm flokkum. Rásmarkið verður við líkamsrækt- arstöðina Hress við Reykjanes- braut. Skráning fer fram fyrir hlaupið. SPAÐU / L/ÐÍN OG SP/LAÐU MEÐ Hægt erað spá í leikina slmleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veittalla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Leikir 9. janúar 1988 1 x 2 1 Blackburn - Portsmouth 2 Derby - Chelsea 3 Huddersfleld - Man. City 4 Leeds-Aston Villa 5 Newcastle - Crystat Palace 6 Oldham -Tottenham 7 Reading - Southampton 8 Sheff. Wed. - Everton 9 Stoke - Liverpool 10 Svindon - Norwich 11 Watford - Hull 12 West Ham - Charlton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.