Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK 12. tbl. 76. árg._____________________________________LAUGARDAGUR 16. JANIJAR 1988___________________________________Prentsmiðja Morgfunblaðsins Suður-Kórea: Hóta að hefna hryðjuverksins Seoul, Reutcr. STJÓRNVÖLD i Suður-Kóreu hótuðu í gær Norður-Kóreumönnum hefndum en þá háfði kona, sem grunuð var um að hafa komið fyr- ir sprengjum í suður-kóreskri farþegaþotu, komið fram i sjónvarpi og játað á sig verknaðinn. Kvaðst hún vera útsendari kommúnista- stjórnarinnar í Norður-Kóreu og bera ásamt öðrum manni ábyrgð á dauða 115 manna, farþega og áhafnar flugvélarinnar. Kim Hyon-hui, sem er 26 ára gömul, sagðist hafa komið tveimur sprengjum fyrir í flugvélinni og farið eftir beinum fyrirskipunum Kims Jong-il, sonar og líklegs arf- taka Kims Il-sung, leiðtoga Norð- ur-Kóreu. Hefði það meðal annars verið tilgangurinn með hryðjuverk- inu að hræða aðrar þjóðir frá því að taka þátt í Ólympíuleikunum í Seoul í september. Suður-Kóreustjóm skipaði í gær heraum, sem telur 600.000 manns, að vera á varðbergi og Lee Woong- hee innanríkisráðherra sagði í yfirlýsingu, að Norður-Kóreustjóm slyppi „ekki við refsingu vegna þessa grimmilega verknaðar“. Kim Hyon-hui sagði á frétta- mannafundi, sem var sjónvarpað, að hún ætti skilið „að deyja hundr- að sinnum. Ég veit, að ég get ekki sefað sorg þeirra, sem eiga um sárt að binda, en ég vil, áður en ég dey, segja allan sannleikann um þennan hræðilega glæp.“ Suður-kóreskir leyniþjónustu- menn segja, að konan og karlmað- ur, sem með henni var, hafi farið um borð í þotuna í Bagdad og frá borði í Abu Dhabi eftir að hafa komið sprengjunum fyrir. Létust þau vera feðgin og báru fölsuð, japönsk vegabréf. Nokkmm stund- um síðar hvarf þotan yfir Anda- man-hafí undan Burmaströndum og hafa engin lík fundist. Hryðju- verkamennimir vom handteknir tveimur dögum síðar í Bahrain en tóku þá inn blásýmhylki, sem falin vom í vindlingapakka. Lést karl- maðurinn af eitrinu en konan hélt lífí. Bandaríkin: Reuter Viðskiptavinir í sjónvarpstækjaverslun í Seoul fylgjast með fréttamannafundinum þar sem Kim Hyon- hui, 26 ára gömul kona, kvaðst vera útsendari Norður-Kóreu og hafa deytt 115 manns um borð í suður-kóreskri farþegaþotu að fyrirskipun Kim Jong-il, sonar norður-kóreska leiðtogans. Verulega dró úr við- skiptahalla í nóvember Gengi dollarans hækkaði í kjölfarið og uppgangur á verðbréfamörkuðum Noregur: Ræða deiluna um Barents- haf í Moskvu GRO Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, hefur þegið boð um að heimsækja Sov- étmenn og vonast til, að það geti stuðlað að lausn deilu Norð- manna og Sovétmanna um Barentshaf. Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, kom í fýrradag til Óslóar í.þriggja daga heimsókn og vom hin svokölluðu gráu svæði í .Barentshafi fyrsta málið á dag- skrá í viðræðum hans og Bmndt- lands. Varð enginn árangur af þeim en Bmndtland kvaðst vonast til að betur gengi í Moskvu; Ríkin hafa deilt um Barentshaf í 13 ár en skammt frá er helsta flotastöð Sov- étmanna í Murmansk og talið er, að þar megi finna olíu- og gaslindir. Eins og kunnugt er kynnti Ryzh- kov í gær tillögur Sovétmanna um að banna öll hemaðammsvif í norð- urhöfum en þeim hefur verið fálega tekið á Vesturlöndum og af tals- mönnum NATO. í viðtali, sem Morgunblaðið átti við Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra, sagði hann, að vert væri að skoða þessar tillögur en þær mættu þó ekki verða til að veikja samstöðu NATO-ríkjanna. Sjá forystugrein í miðopnu og viðtalið við Steingrím á bls. 28. Washington, London. Reuter. HALLINN á viðskiptum Bandaríkjanna við útlönd var verulega minni í nóvember en í október, 13,22 milljarðar dollara á móti 17,63 mill- jörðum. Þá var einnig frá því skýrt, að heildsöluverð hefði lækkað í desember um 0,3% og urðu þessar fréttir til þess að dollarinn hækkaði verulega í verði og sömu sögu er að segja af hlutabréfum í Wall Street og kauphöllum í Evrópu. Hafði almennt verið búist við, að hallinn yrði ekki minni en 15 milljarðar dollara í nóvember en nú er ljóst, að útflutningur hefur aukist meira en talið var og innflutningur minnkað. Segja má, að fjármálamarkaðirn- ir hafí verið hálflamaðir meðan beðið var eftir fréttum af viðskipta- hallanum en þegar þær bárust var þeim tekið með miklum fögnuði. „Verðið rýkur upp, þetta eru ein- staklega góðar fréttir," sagði verðbréfasali í New York en í Wall Street hækkaði Dow Jones-vísitalan um 50 stig fyrsta stundarfjórðung- inn eftir að tíðindin bárust. Veruleg hækkun varð einnig í evrópskum kauphöllum og dollarinn hækkaði um rúmlega 3% gagnvart helstu gjaldmiðlunum. Pyrir Ronald Reagan forseta og Reuter Brotlent við brautarenda Stundum er sagt, að fall sé fararheill en það átti ekki við í gær þegar flugvél af gerðinni Falcon 20 hrapaði rétt eftir flugtak i Lugano i Sviss. Brotnaði hún í tvennt við brautarendaiin en tveir flugmenn, sem voru einir um borð, sluppu með minniháttar meiðsli. ríkisstjómina voru fréttimar kær- komnar og sagði talsmaður við- skiptaráðuneytisins, að þótt tölur eins mánaðar segðu ekki alla sög- una, benti hallinn í nóvember til, að methallinn í október hefði aðeins verið frávik frá þeirri þróun, sem nú ætti sér stað. Útflutningurinn ykist stöðugt og því lítil ástæða fyrir þingið að samþykkja lög um vemdaraðgerðir. Það var fleira, sem gladdi banda- ríska frammámenn í gær, en þá var frá því skýrt, að verðbólgan hefði ekkert aukist í desember þrátt fyrir aukna framleiðslu og að heildsölu- verð lækkaði í mánuðinum um 0,3%. Var heildsöluverðið næstum því það saraa og í desember árið 1985. í nóvember jókst hagnaðurinn af útflutningi landbúnaðarvara mjög verulega, úr 698,1 milljón dollara í október í 954,2, og hallinn í viðskiptunum við Japan var 4,85 milljarðar á móti 5,86 í október. Sambærilegar tölur fyrir Vestur- Evrópu eru 2,41 milljarður á móti 3,00 í október. Um miðjan dag í gær fengust 1,67 vestur-þýsk mörk fyrir doll- arann og 129,90 japönsk jen. Var eftirspumin eftir dollurum svo mik- il um tíma í gær, að erfitt var að finna seljendur. Svíþjóð: Víðtæk verk- föll eftir helgi Stokkhólmi. Reuter. HORFUR eru á, að verkfallsað- gerðir skrifstofufólks hjá einka- fyrirtækjum muni valda sænsku efnahags- og atvinnulífi veruleg- um vandræðum í næstu viku. Krefst það meiri launahækkana en nemur verðbólgunni þrátt fyr- ir ákall stjórnvalda um hófsemi. Efnahagssérfræðingar segjast óttast, að launadeilan geti orðið harðvítug og gert að engu þann orðstír, sem farið hefur af Svíum fyrir stöðugleika á vinnumarkaðin- að leggja niður vinnu og er talið að starfsemi stórfyrirtækja eins og Volvos, Asea og Electrolux mun lamast á fáum dögum. Skrifstofumenn hjá hinu opinber; gera sig einnig líklega til að fara verkfall og krefjast 10% launahækk unar þótt stjómin dragi mörkin vk 5%, sem er það sama og verðbólgar á síðasta ári. Þá hafa flugfreyjui og flugþjónar hjá SAS boðað verk fall frá oer með nk. miðvikudeei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.