Morgunblaðið - 18.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1988, Blaðsíða 1
LEIKHORNIÐ Penna- vinir Einar Snorrason, Krossholti 1, 230 KEFLAVÍK Einar vill eignast pennavini á aldrinum átta til tólf ára. Áhugamál: íþróttir. íris Björk Marteinsdóttir, Einholti 8E, 603 AKUREYRI íris Björk vill eignast penna- vini, bæði stelpur og stráka, á aldrinum 10-12 ára. Hver er fyrstur? * I þennan leik þarf tómt tvinnakefli fyrir hvern kepp- anda. Auk keflis þarf hver keppandi bandspotta. Böndin eiga að vera jafnlöng fyrir alla. Keppnin er í því fólgin að vera fyrstur að vefj a band- m' inuuppákeflið. Hvaða hlutir eru þetta? Einn þátttakandi velur nokkra hluti sem hinir mega ekki sjá. Síðan eiga aðrir í hópnum að reyna að finna út, með bundið fyrir augun, hvaða hlutir þetta eru. jeimlUsfan^. S&'* Morsynbiaðim, Aðalstraetí 6 101 ^oykjavfk Einar Snorrason, Krossholti 1, Keflavík, sendi þessa mynd. Mikil breyting „Farðu, þú ert svo leiðinleg að það er ekki hægt að leika við þig.“ Lára hljóp í burtu með grátstafinn í kverkunum. „Allar þessar montnu stelpur eru eins,“ kveinaði Lára. Lára var 11 ára og enginn vildi vera vinur hennar. Það var eiginlega vegna þess að í 8 ára bekk komu 3 ráðríkar stelpur í bekkinn. Þær hétu Svanráður, Eva og Ragga. Ragga var foringi í félagi stelpnanna í bekknum, sem allar fengu að vera í nema Lára og Elsa því að þessum þremur monthönum fannst þær ljótar og leiðinlegar. Fé- lagið hét Bleikar pæjur. Pabbi sagði alltaf við Láru að hún yrði að bíða þar til að einhver vildi leika við hana. En Lára hafði beðið nógu lengi og einn dag kom ný stelpa í bekkinn sem hét Marín. Hún settist hjá Láru og spurði strax hvort hún vildi verða vinkona hennar því hún þekkti engan hér. Lára vildi endilega vera vinkona hennar og strax í fyrstu frímó sagði hún henni allt um Bleiku pæjurnar, Svanráði, Evu, Röggu og um sig og Elsu. Ekki leið á löngu þar til Ragga kom og skipaði Láru að fara því hún vildi fá að tala við Marín undir fjögur augu. Lára hljóp grátandi í burtu. Eftir 5 mínútur kom Marín hlaupandi og sagði: „Þú raukst bara í burtu, hvað er að?“ Lára leit upp og stamaði: „Við sem vorum næstum orðn- ar vinkonur." Lára komst ekki lengra því gráturinn kæfði hana. „Hvað áttu við,“ svaraði Marín eins og hún kæmi af fjöllum. „Nú fórstu ekki í félagið?“ svaraði Lára hissa. „Nei, ekki vegna þess að annars mátti ég ekki tala né leika við þig. Og þessi Ragga vagga getur bara átt sig og sínar vinkonur.“ Lára undraðist að Marín væri að segja satt og spurði því hvað hún meinti. „Nú, bara stofna nýtt félag, bara svona,“ sagði Marín í essinu sínu. Láru fannst þetta sniðugt, en svolítið galið. Hún enn óviss og sagði að allar stelpumar væm í Bleiku pæjunum. Marín hló og sagði að hún sjálf, Lára og Elsa væm ekki í neinu félagi og félagið ætti að heita LAMAEL. Lára spurði hvers vegna Lamael. „Nú, Lára, Marín og Elsa, fyrstu tveir stafimir í nöfnun- um vom teknir og þá kemur út Lamael. Stelpumar töluðu um þetta fram og aftur þar til það var hringt inn. Þær ákváðu að láta Elsu vita um þetta í næstu frímó. Lára gat lítið fest hugann við reikninginn vegna þess að hún hlakkaði svo til og þó kveið hún fyrir viðbrögðum Röggu, Svanráðar og Evu. Eftir rúman hálfan mánuð vom allar stelpumar komnar yfir í Lamael nema Svanráð, Eva og Ragga. Þessar þijár vom öskuvondar. Þegar Lára gekk ein heim kom Svanráð til hennar og spurði: „Má ég vera með?“ Lára sá að hún var ekki lengur í Bleiku pæjunum og sagði því já. Næsta dag gerð- ist nokkuð mjög óvænt því Eva vildi líka vera með og var Ragga ein alveg þar til í 9. bekk. Endir Ása Marín Hafsteinsdóttir, 11 ára, Fjóluhvammi 13, Hafuarfirði, samdi þessa sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.