Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra: Hækkun á skattleysis- mörkum kemur til greina - ef kjarasamningar fela í sér að hægt sé að ná tökum á verðbólgunni ÞORSTEINN Pálsson, forsætís- ráðherra, segist vera orðinn óþreyjufullur að bíða eftir að verkalýðshreyfing og vinnuveit- endur komi sér að samninga- borðinu, þar eigi þessir aðilar að Keflavíkurflugvöllur: Mengnnarmál- in verða könn- uð til hlítar Keflavik. ÍTARLEGAR rannsóknir eru fyrirhugaðar á Keflavíkurflug- velli og nágrenni hans þar sem kanna á niður í kjðlinn alla hugs- anlega þættí sem tengjast mengun. Fengnir hafa verið sér- fræðingar frá bandariska fyrir- tækinu R.E. Wright Associates. Viðræður hafa staðið yfir um nokkra hríð um íslenska aðild að þessu verki og eru þær að komast á lokastig. Kostnaður við verkið verður greiddur af Bandaríkja- mönnum og er vonast til að það hefjist í vor. Verkefni þetta er umfangsmikið og kostnaður talinn geta skipt tugum milljóna. Magnús Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sagði í gær að upphaf þessa máls hefði verið að merki um efnið triklóretylen hefði fundist í einu vantsbóli varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þótti rétt að loka því. Sérfræðingar frá Banda- ríkjunum voru kallaðir til að kanna öll vatnsból á svæði varnarliðsins én efnið greindist einungis í þessu eina vatnsbóli. „Þegar Heilbrigðiseftirlit Suður- nesja frétti um þessa mengun á svæði varnarliðsins voru tekin sýni til efnagreiningar úr vatnsbólum Njarðvíkinga og Keflvíkinga. I þeim fannst engin mengun, en nýlega hefur fundist vottur af fyrrgreíndu efni í aðalvatnsbóli Njarðvíkinga, en í litlu magni og langt undir hættumörkum. Við efnagreiningar í tengslum við olíulekann fannst þetta efni í öðru vatnsbóli á svæði varnarliðsins og hefur því nú einnig verið lokað." Magnús sagði enn- fremur að þessi mengunarvottur sýndi hversu brýnt væri að vatns- bólin yrðu flutt á öruggari stað. BB I 1 ¦ " I ...M Morgunblaðið/Björn Blöndal Unnið við mengunarrannsóknir á svæði varnarliðsins. vera núna og það sé ekki verj- andi að gerð kjarasamninga dragist mikið lengur, en á síðasta ríkisstjórnarfundi var staðan í efnahags- og kjaramálum rædd ítarlega. Hann sagði og að það kæmi vel tíl greina aðbæta stöðu hinna lægst launuðu með skatta- tílhliðrunum og jafnvel hækkun skattleysismarka, gangi samn- ingar nægilega í þá átt að ná tökum á verðbólgunni. „Ríkisstjórnin hefur sagt að hún útiloki það ekki að koma með ein- hverjum hætti inn í lokastöðu samningaviðræðna," sagði Þor- steinn aðspurður um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til skattfríðinda til handa fiskvinnslufólki, en Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, segir í Morgun- blaðinu að það sé vænleg leið til þess að bæta kjör fiskvinnslufólks. „Það byggist hins vegar alveg á niðurstöðu samninga hvað hægt er að gera í þessu efni og fer eftir því á hve lágum nótum menn eru tala. Markmið þessarar ríkisstjórnar er að ná niður verðbólgu og hún fer ekki að spila upp samninga með skattbreytingum, sem ganga ekki nægjanlega langt í átt til þess að lækka verðbólgu. Ef við sjáum hins vegar verulega raunhæf skref í þá átt, getum við alveg hugsað okkur að bæta stöðu þeirra sem lægst hafa launin með skattatilhliðrunum og hugsanlega með hækkun á skattleysismörkum, en það fer mjög eftir efni þeirra samninga sem eru á.döfinni og slíkt er ekki hægt að gera nema menn séu að ná verulega rniklum árangri í að ná niður verð- bólgu," sagði Þorsteinn ennfremur. Hann sagði ekki ljóst hvort þær hugmyndir sem menn hafa um gerð kjarasamninga á Vestfjörðum opni möguleika á skattatilhliðrunum, það v'æri ekki hægt að meta á þessu ' stigi. Aðspurður um afstöðu ríkis- stjómarinnar til samninga til skamms tíma, sagði Þorsteinn að hún færi algerlega eftir því hvað slíkir samningar fælu í sér. 9,6 milljón- ir boðnar í Arvakur TILBOÐ i vitaskipið Árvakur voru opnuð hjá Innkaupa- stofnun ríkisins í gær. Tvö tilboð bárust og nam hið hærra 9,6 milljónum króna. Hærra tilboðið er frá Dýpkun- arfélaginu hf. á Siglufirði en einnig barst tilboð frá nokkrum einstaklingum í Reykjavík og Kópavogi að upphæð 4,6 millj- ónir. Ákvörðun um sölu skipsins liggur ekki fyrir og á eftir að meta hvort tilboðin þykja viðun- andi. 9 sækja um hæstarétt NÍU umsækjendur eru um embætti hæstaréttardómara, en umsóknar- frestur rann út þann 16. janúar. Magnús Þ. Torfason lét af embættí dómara við réttínn um áramótin. Umsækjendurnir níu eru: Bene- dikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður, Gísli G. ísleifsson, deildarstjóri, Hjörtur Torfason, hrl., Jóhann H. Níelsson, hrl., Jóhannes L.L. Helga- son, hrl., Jón Oddsson, hrl., Sigurð- ur Helgason, sýslumaður, Skúli J. Pálmason, hrl., og Sveinn Snorra- son, hrl. Forsetí Islands veitir embætti hæstaréttardómara að fenginni umsögn dómsmálaráðherra. Sama verð fyrir satt- fisk og á síðasta ári Samið um sðlu til Portúgal og Vestur-Þýzkalands Sölusamband fslenzkra fisk- framleiðenda hefur nú gengið frá samningum um sölu á salt- fiski tíl Portúgal fyrir þetta ár og sölu á söltuðum ufsaflökum tíl Vestur-Þýzkalands. Samið var um sama verð og í fyrra. Samn- ingar að þessu sinni voru erfiðir og segir Björgvin Jónsson, einn samninganefndarmanna og framkvæmdastjóri Glettíngs í Þorlákshöfn, að samningar um þetta hefðu aldrei náðst, hefðu islenzkir framleiðendur ekki komið fram sem ein heild. Staða saltfiskverkunar væri erfið vegna aukins framboðs frá öðr- um þjóðum og slæmrar rekstrar- stöðu. Gerður var rammasamningur við Portúgali um sölu saltfisks á þessu ári og er hann með svipuðu sniði og samningur síðasta árs, en þá voru seldar 37.000 lestir af ýmsum saltfiskafurðum til Portúgal. Nú var gengið endanlega frá verði og öðr- um skilmálum á afhendingu á um Sókn hefur gert kjara- samninga við ríki og borg Starfsmannafélagið Sókn hefur gert kjarasamninga við ríkisvald- ið og Reykjavikurborg, sem gilda tíl næstu áramóta, og verður samningurinn borinn upp á almennum félagsfundi í Sóknarhúsinu í kvöld. Samningar Sóknar voru lausir um áramót og er félagið fyrst verkalýðsfélaga til þess að gera kjarasamninga. Sókn hefur um þrjú þúsund félaga innan sinna vébanda og hafa um tvö þúsund þeirra atkvæðisrétt á f undinum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, form- aður Sóknar, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki upplýsa um inni- hald samninganna fyrr en að loknum félagsfundinum, en sagði að þeir fælu í sér samræmingu kjara Sóknarfélaga við kjör félaga í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, sem er með gildandi kjara- samninga til áramóta 1988/89 og sams konar endurskoðunarákvæði væru í samningnum og í samningi BSRB. „Ég heid að við sem stöndum fremst í víglínunni séum aldrei full- komlega ánægð rneð kjarasamn- inga, en við erum ánægð með þann árangur sem hefur náðst fyrir það fólk sem hefur dregist aftur úr. Fólk í okkar félagi hefur unnið við hliðina á BSRB félögum, sem hafa verið að hækka stöðugt í launum að undanförnu, og það var mjög brýnt að leiðrétta það," sagði Þór- unn. Hún sagðist ekki óttast það að ríða á vaðið hvað gerð kjarasamn- inga snerti, enda tækju kjör Sóknarfélaga fyrst og fremst mið af kjörum BSRB félaga. „Það verð- ur Ifka einhvern tíma að taka áhættu. Ég veit ekki hvort félagar okkar græða meira á því að bíða eftir hugsanlegu verkfalli, sem verður ef tl vil! einhvem tíma í mars eða apríl," sagði Þórunn. Hún sagði að kaupmátturinn hefði verið að rýrna óðfluga og fólk ætti ekk- ert í handraðanum til þess að mæta þeim hækkunum sem á því dyndu. Að sögn Jóns G. Kristjánssonar, starfsmannastjóra Reykjavíkur- borgar, felur samningur Sóknar í sér 5% hækkun frá gildistöku og 2% áfangahækkun 1. júlí, auk launaflokkshækkunar eins starfs- heitis og endurskoðunarákvæðis hækki laun BSRB félaga. Um væri að ræða samræmingu á kjörum félaga Sóknar við kjör félaga innan BSRB. 15.000 lestum. Með þessum samn- ingi og samningum, sem áður hafa verið gerðir á Spáni og í Grikk- landi, er búið að ganga frá endan- legum samningum um sölu á um 20.000 lestum af saltfiski af fram- leiðslu þessa árs. Ennfremur hefur SÍF gengið frá samningi á söltuðum ufsaflökum til Vestur-Þýzkalands. Gerður var rammasamningur um sölu á 3.000 lestum af framleiðslu þessa árs, en til samanburðar má geta þess að á síðasta ári keyptu Þjóðveijar 2.600 lestir af söltuðum ufsaflökum héð- an. Formlega var gengið frá afhendingarskilmálum og verði á 1.800 lestum af vertíðarframleiðsl- unni og er verð óbreytt frá síðasta samningi. Björgvin Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að í Portúgal væru nú tveir litlir saltfiskfarmar frá Noregi óseldir, töluverðar birgð- ir af saltfiski væru í Portúgal, en svo hefði ekki verið áður á þessum tíma, framleiðsluaukning og vax- andi brigðir væru í Kanada og nokkrar birgðir í Danmörku. „Við náum samningum vegna þess að framleiðendur koma fram í samein- ingu og standa við gerða samninga. Aðrar þjóðir standa ekki saman og ná ekki sama árangri. Þýzkaland er gott dæmi um þetta. Fyrir 6 árum hættu þeir að kaupa ufsafiök- in af okkur að mestu. Nú biðja þeir okkur um samninga vegna áreiðanleika okkar í viðskiptunum," sagði Björgvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.