Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Getum jafnvel lækkað út- söluverð ýsu í næstu viku - segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri VERÐLAGSSTOFNUN hefur beðið fískmarkaðina í Njarðvík, Hafn- arfirði og Reykjavik um tölvuútskriftir á ýsukaupum fisksölufyrir- tækjanna Sæbjargar og Toppfisks á mörkuðunum í nóvember og desember. Stofnunin heimilaði 15% hækkun á útsöluverði ýsu í jan- uarbyrjun vegna upplýsinga frá fisksölum um miklar hækkanir á ýsuverði á mörkuðunum í nóvember og desember en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur ýsuverðið ekki hækkað á mðrk- uðunum þessa mánuði. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði að útsöluverð ýsu yrði jaf nvel lækkað í næstu viku. Gíeorg Ólafsson, verðlagsstjóri, uðunum í janúar var ekki tekin inn sagði að Verðlagsstofhun hefði fyrst í gær beðið fiskmarkaðina að gefa sér upp það verð sem fisksalar hefðu verið að kaupá ýsuna á f nóvember og desember. „Við mun- um eiga viðræður við þá fisksala sem létu okkur hafa innkaupsnótur frá fiskmörkuðunum í nóvember og desember en við báðum fiskmarkað- ina um tölvuútskrift af ýsukaupum þeirra þessa tvo mánuð," sagði Georg. „Hækkun' ýsuverðs á mörk- i útreikninga Verðlagsstofnunar. Hún heimilaði hækkun á ýsuverðinu 3. eða 4. janúar en Verðlagsráð staðfesti hækkunina 11. janúar. Það má deila um það hvort það hafi verið eðlilegt að við fengum upplýsingar um fiskverðið á mörk- uðunum frá fisksölunum sjálfum. Við munum hugsanlega kalla sam- an Verðlagsráð til að fjalla um málið og ég reikna með því að við getum jafhvel lækkað útsöluverð ýsu í næstu viku," sagði Georg. Guðmundur Óskarsson, fisksali í Sæbjörgu, sagði að Sæbjörg keypti 85 til 90% á fiskmörkuðunum af þeirri ýsu sem hún seldi í físk- búðunum. „í nóvember og desember keyptum við ýsuna aðallega á físk- markaðinum í Hafnarfírði og Faxamarkaði en minna á Fiskmark- aði Suðurnesja. Það er alltaf bátafískur á fískmörkuðiinum og við kaupum helst ekki togarafísk. Þess vegna erum við fyrir ofan meðalverðið á mörkuðunum. Ég gæti trúað að við höfum keypt 60 til 90 tonn af físki á mánuði á fisk- mörkuðunum frá því í haust en um 80% af þeim fiski sem við seljum" í fiskbúðunum er ýsa," s'agði Guð- mundur Óskarsson. Á Faxamarkaði í nóvember og desember voru seld 95,3 tonn af ýsu á 52,18 króna meðalverði og fisksalar keyptu 45,3% af henni, VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggi á veöutspá kl. 16.15 I geer) VEÐURHORFUR í DAG, 21.01.88 YFIRLIT kl. 16.15 í 0»r: Búíst er vifi stormi á Vestfjarðamiöum, Austfjaiðamiðum, Norðurdjúpi og Austurdjúpi. Um 600 km austur af Langanesi er 968 mb lægð sem þokast norður en hœgfara 982 mb laegfi um 300 km vestur af Snæfellsnesi er farin að grynnast. Frost verður áfram um mestallt land. SPÁ: Norðan- og norðaustanétt, v/ða stinningskaldi eða allhvasst og snjókoma efia él norfianlands, en kaldi og yfirleitt úrkomulaust um landifi sunnanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORRJR A FÖSTUDAG OQ LAUGARDAG: Norðlæg átt og frost um-land allt. Dálítil ól vlfi norðurströndina, en annars úrkomulaust og víða lóttskýjað. ¦A Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f * r * Slydda / * / # # * * * * * Snjókoma » * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ' , ' Súld OO Mistur —L Skafrenningur [7 Þrumuveður \ '«f w ? ¥¦ ^í VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:001 'gærað ísl. tíma hht vaöur Akureyrf +8 anjoéf Rayklavfk +4 •kflao Pargwi 7 alakýjað Halslnki 1 aúld JanMayan +16 akafranningur Kaupmannah. 2 þokumóða Naraaaraauaq +19 Wttakýjað Nuuk +18 skýjað Oaló 3 rlgnlngogtúld Stokkhólmur 2 þokumóoa Þórahöfn 4 rlgnlng Aloarva 14 léttakýiað Amatardam 6 rlgnlng Aþana 11 rígnlng Barcalona 13 þokumóð* Bartln 2 þokumóða Chioago 2 akýjað Fanayjar 10 þokumóða Frankhjrt 2 þokumoða GHaagow 6 •kúr Hamborg 1 þokumóða LasPalmas 18 skýjað Umdon 7 •kúr LosAngeles 6 halðakfrt Lúxamborg 2 þoka Madríd 6 akýjað Malaga 13 hálfskýjaö Malloroa 16 léttskýjað Montreal 3 alakýjað NmtYork vantar Paría 7 skýjafl Róm 13 þokumoða Vfn 1 þokumöea Waahlngton 3 rignlng Wmnipeg vantar Valaneta 16 I4ttaký|aé; ^ 43,2 tonn á 54,66 króna meðal- verði. Á sama tímabili voru seld á fískmarkaðinum í Hafnarfírði 296,0 tonn af ýsu á 54,52 króna meðal- verði og keyptu físksalar 19,9% af henni,59 tonn á 60,60 króna meðal- verði. í nóvember og desember voru seld 295,8 tonn af ýsu á Fiskmark- aði Suðurnesja á 54,65 króna meðalverði og keyptu físksalar 5,4% af henni, 16,0 tonn á 56,04 króna meðalverði. Alls voru því seld 687,1 tonn af ýsu á fiskmörkuðunum í nóvember og desember og var með- alverð hennar 53,78 krónur. Fisk- salarkeyptu 17,2% af ýsunni, 118,2 tonn á 57,10 króna meðalverði en með því að notast m.a. við upplýs- ingar fisksalanna reiknaði Verð- lagsstofnun út að meðalverðið á fiskmörkuðunum í nóvember og desember væri um 70 krónur. Þeg- ar stofnunin reiknaði út hækkun á útsöluverði ýsu í janúarbyrjun reiknaði hún hins vegar með 67,81 krónu innkaupsverði hennar til þess ¦að hækkunin yrði ekki eins mikil á útsöluverðinu, að sögn Guðmundar Sigurðssonar deildarstjóra hjá Verðlagsstofnun. Guðmundur sagði að Verðlags- stofnun hefði eingöngu fengið nótur hjá fisksölunum frá fiskmörkuðun- um í Hafnarfírði og Njarðvík þegar hún reiknaði út verðhækkunina á mörkuðunum í nóvember og desem- ber. Fisksalar keyptu hins vegar á Faxamarkaði 57,6%, eða 43,2 tonn, af þeim 118,2 tonnum af ýsu sem þeir keyptu á fiskmörkuðunum í nóvember og desember. Meðalverð ýsu á Faxamarkaði í nóvember og desember var hins vegar 54,66 krónur en 60,60 krónur á fískmark- aðinum í Hafnarfírði og 56,04 krónur á fískmarkaðinum í Njarðvík, eins og áður sagði. Bjarni Thors, framkvæmdastjóri Faxamarkaðar, sagði að Verðlags- stofnun hefði í gær beðið markaðinn um útskrift á ýsukaupum fisksölu- fyrirtækjanna Sæbjargar og Toppfísks í nóvember og desember. „Menn frá Toppfiski og Sæbjörgu hafa mætt á hvert einasta uppboð hjá okkur og trúlega keypt meiri- hlutann af þeirri ýsu sem við seljum til fisksala," sagði Bjarni. '•'¦'¦ ¦'-'¦' ' ¦ ' W.^ »! -" Ólaf í Garðastovu Rætt um leigu á færeyskum togara FÆREYSKA Dagblaðið skýrði frá þvf í þessari viku, að íslenzka úthafsveiðifélagið væri að ganga frá samningum um leigu á fær- eyska frystitogaranum Ólafi í Garðastovu. Ætlunin væri að nota hann við að taka afla af bandariskum skipum í þarlendri fiskveiðilög- sögu og vinna hann um borð. Jón Kristinsson, talsmaður félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að málið væri ekki enn komið í þann farveg að hann vildi tjá sig um það. Færeyska Dagblaðið segir að sem áætlaður er um tvö ár. Ætlun- miklar líkur séu á því að samningar um leigu Ólafs f Garðastovu náist. Skipið hefur að undanförnu legið við bryggju og nauðungaruppboð á næstu grösum. Náist samningar munu íslendingar greiða vexti og afborganir af skipinu leigutímann, in er að helmingur áhafhar verði færeyskur og hinn helmingurinn íslenzkur. Ekki er ljóst hvenær skip- ið verður afhent íslendingum, en sagt að það verði í síðasta lagi fyr- ir 1. júlí á þessu ári. hagstæðara ríkinu en það sem nú- verandi samningar við Samvinnu- tryggingar um sömu viðskipti eru byggðir á. „Það munar sennilega broti úr prósenti," sagði Ásgeir. Almenn bifreiðatryggingaiðgjöld fyrir ánð 1988 liggja enn ekki fyr- ir en útreikningar tiiboðanna byggjast á óbreyttum stöðlum frá yfirstandandi tryggingaári. Sam- kvæmtþeirri áætlun nemur heildar- samningsupphæðin 35-40 milljón- um króna en nam í fyrra um.það Bjóða lægst í tryggingar ríkisbifreiða: Bjóða 70% afslátt af grunniðgjaldi Innkaupastofnun rikisins bárust tilboð frá fjórum tryggingafélög- um f ábyrgðartryggingar um það bil 1000 ökutækja í eigu ríkisins. Tilboð voru opnuð í gær. „Það er ekki búið að fara nákvæmlega ofan í þetta en Samvinnutryggingar virðast vera með lægstu töluna," sagði Ásgeir Jóhannesson forstjóri Innkaupastofnunar. „Samvinnu- tryggingar bjóða um það bil 70% afslátt af grunniðgjaldi þannig að það þýðir liklega heildarafslátt sem nemur um það bil 25 miujónum króna frá áætluðum grunniðgjöldum." Þetta tilboð er talið vera örlítið - bil 30 milljónum. Hækkunina má að verulegu leyti rekja til fjölgunar í bflaflota ríkisins að sögn Ásgeirs Jóhannessonar. Auk Samvinnutrygginga gerðu Almennar tryggingar, Sjóvá og Brunabótafélagið tilboð. Ásgeir sagði að ekki væri enn búið að fara svo nákvæmlega í tilboðin að hann gæti gert nákvæman samanburð á tilboðum þeirra og sanwinnutrygg- inga, þó væri ljóst að tilboð Samvinnutrygginga væri, hagstæð- ast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.