Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 5

Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 5 Akranes: Unnið að slitum útgerðar og endurskipuagningu frystihúsa 160 manns á atvinnuleysisskrá Víkingur byggir í Fossvogi BORGARRÁÐ hefur heimilað Knattspyrnufélaginu Víking að reisa 1.400 fermetra hús við veili félagsins í Fossvogsdal. Áætlaður byggingakostnaður er 40 miiyónir króna og standa vonir til að hægt verði að taka hluta hússins í notkun í sumar. Víkingur hefur á undanfömum árum verið að koma sér upp að- stöðu í Fossvogsdal og hafa verið gerðir þar knattspymu- og tennis- vellir. Að sögn Jóns Kr. Valdi- marssonar formanns bygginga- nefndar Víkings verður vallarhúsið á tveimur hæðum, kjallari og hæð, 700 fermetrar hvor hæð. Á efri hæð verða böð og búningsklefar sem eiga að þjóna tveimur grasvöllum sem félagið hefur í Fossvogsdal en þar er einnig fyrirhugað að koma upp keppnisvelli. Vestast á svæðinu em fjórir tennisvellir, sem njóta mikilla vinsælda að sögn Jóns enda skýlt í dalnum og veður- sæld. Þá er gert ráð fyrir kaffí- teríu og setustofu á jarðhæð og í kjallara verður aðstaða fyrir deildir félagsins, salur fyrir leik- fími- og þrekæfíngar minni hópa, búningsklefar og böð ásamt geymslum. VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins mun í dag halda fyrsta fund sinn um nýtt fiskverð, sem taka á gildi 1. febrúar næstkomandi. Núgildandi lágmarksverð á físki tók gildi hinn 16. nóvember síðast- Morgunblaðið/Börkur Nýja Víkingssvæðið austast í Fossvogsdal. í framtíðinni er fyrirhugað að byggja íþróttahús við vallarhúsið og nýta þá búningsklefa sem þar verða. „Við ætlum ekki að byggja allt á einu ári en draumurinn er að geta hafíð framkvæmdir sem fyrst," sagði Jón. Víkingar ætla að leika heimaleiki sína í 1. deild- inni í knattspymu í sumar á vellinum í Fossvogi. Félagssvæði Víkings í Foss- vogsdal fullnægir ekki þörfum félagsins og verða æfíngavellir við félagsheimilið í Hæðargarði áfram í notkun. Þar mun fyrst og fremst fara fram þjálfun yngri flokkanna og knattspymuskóla. Halldór Guðmundsson arkitekt á Teiknistofunni Armúla 6, teikn- ar vallarhúsið í Fossvogi en Gísli Halldórsson arkitekt á sömu stofu, skipulagði íþróttasvæðið. liðinn, og var gidlistími þá ákveðinn til 31. janúar. Ekki er búist við að ákvörðun um almennt fískverð verði tekin á fundi Verðlagsráðs í dag, en auk umræðna þar að lútandi verður nýtt rækjuverð til umfjöllun- ar í fundinum. UM 160 manns hafa verið á at- vinnuleysisskrá á Akranesi að undanfömu, aðallega vegna lok- unar tveggja frystihúsa. Frysti- húsin á Akranesi lokuðu fyrir jól vegna hráefnisskorts og hafa tvö þeirra, Heimaskagi og Haföra, ekki enn hafið rekstur aftur. Breytingar á eignaraðild og end- urskipulagning rekstrar hefur átt þátt í að húsin hafa ekki opn- að. Gísli Gislason bæjarstjóri telur að Heimaskagi opni ein- hvera næstu daga en að lengra verði í að Haföra hefji frystingu. Haföm og Heimaskagi hafa m.a. unnið afla af togurum Krossvíkur. Togarar félagsins lönduðu í síðustu viku en allur aflinn fór í gáma til útflutnings. Krossvík er í eigu þess- arra tveggja frystihúsa og Haraldar Böðvarssonar og co, og er nú unnið að slitum útgerðarfélagsins, en ætlunin að Haföm eignist annan togarann og Heimaskagi hinn. Har- aldur Sturlaugsson framkvæmda- stjóri HB sagði að unnið væri að þessu máli og bjóst við niðurstöðu fljótlega. Haföm skipti um eigendur um áramótin. Samkomulag varð á milli fyrri eigenda fyrirtækisins og manns sem keypti það í sumar, að kaupin gengju til baka. Haföm hef- ur ekki opnað eftir áramót og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins em eigendur þess að leita fyrir sér með sölu eða meðeigendum sem gætu lagt fram viðbótar hluta- fé. Frystihúsið Heimaskagi er í eigu Síldar- og fískimjölsverksmiðju Akraness hf. Eigendur fyrirtækj- anna em Haraldur Böðvarsson og co, Akraneskaupstaður, Olís og fleiri aðilar. Fyrir dymm stendur endurskipulagning fyrirtækisins og hefur það ekki hafíð starfsemi eftir áramótin. Gísli Gíslason bæjarstjóri kvaðst þó eiga von á að það tæki físk við næstu löndun togara Krossvíkur. Hann sagði að nauð- synlegt væri að auka hlutafé í SFA og sagði ljóst að skipta þyrfti fyrir- tækinu upp í fjárhagslega sjálf- stæðar einingar, til dæmis um fiskimjölsverksmiðjuna, fískverk- unina og útgerðina. Akraneskaupstaður hefur verið að selja eignarhluta sína í ýmsum fyrirtækjum í bænum. Gísli sagði að hlutur bæjarins í Heimaskaga hefði ekki verið auglýstur til sölu en svo virtist sem einhveijir hefðu áhuga á kaupum hans, án þess að formleg tilboð hefðu borist. Bærinn tæki fullan þátt í endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. Haraldur Sturlaugsson sagði að með þeim skipulagsbreytingum sem unnið væri að í fyrirtækjunum væri verið að reyna að fínna hagkvæm- ustu lausnimar í rekstri þeirra. Full nauðsyn væri á því við þær aðstæður sem atvinnugreinin byggi nú við. Hann sagði einnig að kom- inn væri tími til að stjómvöld vöknuðu og áttuðu sig á stöðunni. Gísli sagði að 120 starfsmenn fiskvinnslufyrirtækjanna væru at- vinnulausir, 30 hefðu misst vinnuna vegna lokunar saumastofunnar Hennes og 10 væru atvinnulausir vegna annarra hluta. Hann sagði að fulltrúár bæjarstjómar og iðnr- áðgjafí Vesturlands væru nú að reyna að koma húsi Hennes aftur í rekstur. Húsið væm alltof gott til að láta það standa autt og væm þeir í sambandi við aðila vegna þess. Bjóst hann við að ekki yrði nákvæmlega sama starfsemi í hús- inu og áður. Kærðu Dan- ann fyrir rang- ar sakargiftir TVEIR íslenskir karlmenn, sem danskur sjómaður kærði fyrir likamsárás og nauðgun, lögðu í gær fram kæru á hendur honum fyrir rangar sakargiftir. Mönn- unum tveimur hefur verið sleppt úr haldi. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær sagði Daninn að hann hefði hitt mennina á veitingahúsi aðfaranótt mánudagsins og farið með þeim heim. Þar hefðu þeir ráð- ist á sig og misnotað kynferðislega. Rannsóknarlögregla ríksins yfír- heyrði mennina og á þriðjudags- kvöld var þeim sleppt úr haldi. í gær lögðu þeir fram kæm á hendur Dananum fyrir rangar sakargiftir. Daninn er farinn af landi brott, en málið er enn í rannsókn og er mjög óljóst. Fundað um fiskverð VIÐ HLUSTUM ÁÞIG! KASKÓ heldur forystu sinni á sviði óbundinna sparifjárreikninga og býður einn mesta sveigjan- leika í verðtryggðum sparnaði sem völ er á. Við hlustum á allar ábendingar sem koma að gagni, þess vegna er KASKÓ-reikningurinn eins og sniðinn fyrir þig. ■I KASKÓ-öryggislykill sparifjáreigenda V/CRZUJNRRBRNKINN -uúutun Mteð fién, f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.