Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 9

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 9 Eigendur Spariskírteina Ríkisjóðs athugið! Einingabréf Kaupþings hafa nú þegar sannað ótvírætt gildi sitt og stöðugleika sem arðbær fjárfesting. Við bendum eigend- um Spariskírteina Ríkissjóðs á að við tökum spariskírteini sem greiðslu fyrir önnur verðbréf. Með því að fjárfesta í Einingabréfum tryggirðu þér hámarksávöxtun, lágmarks- áhættu og að auki er féð ætíð laust til útborgunar. Einingabréf Kaupbings hf. eru öryggissióður binn og binna um ókomin ár. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 21. JANÚAR EININGABRÉF1 2.581,- EININGABRÉF 2 1.506,- EININGABRÉF 3 1.615,- LÍFEYFISBRÉF 1.298,- SS85-1 11.484,- SÍS85-1 19.484,- LIND86-1 10.975,- KÓP. 11.125,- f f KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar ■ simi 68 69 88 Olafur Ragnar Grímsson: . . .óþarfi að taka mikið mark á því þó að Hvatarkerlingin völva Vikunnar telji. Deilt við völvuna Um áramót gefa þeir, sem segjast sjá inn í framtíðina, gjarnan út yfirlýsingar um það er þeir telja að gerist á komandi mánuðum. Um nokkurt árabil hefur völva Vikunnar verið at- kvæðamikil í kringum áramótin. Allt frá örófi alda hafa mennirnir verið forvitnir, þegar þeir heyra minnst á völvur og margir leggja við hlustir í návist þeirra. Hitt leggja þó færri í vana sinn að reyna að grafa undan trúverð- ugleika völva, ef þær spá ekki eins og þeim líkar. Þó eru til fornar sögur um höfðingja, sem létu gera þá höfðinu styttri er spáðu þeim í óhag, og hitt er einnig þekkt úr sög- unni, að lítilmótlegir spámenn og marklausar völvur hafi beinlínis talað eins og valdsmenn vildu. Nú hefur það gerst, að formaður íslensks stjórnmálaflokks hefur vænt völvu Vikunnar um flokkspólitíska afstöðu. Er litið á þennan sérkennilega pólitíska atburð í Stak- steinum í dag. Dauft yfir Alþýðubanda- laginu í spá sinni fyrir árið 1988 kemst völva Vik- unnar þannig að orði um ríkisstjómina: „Ég vil bara segja ykkur það strax, svo ég byiji á rétt- um enda, að um leið og þessi ríkisstjóm tók við völdum sá ég fyrir mér einhveija þá sterkustu rQdsstjóm, sem hér hef- ur setið, sennilega allt frá árinu 1944. Ekki aðeins af þvi að hún hefur svo mikinn meirihluta á þingi, held- ur einnig þrátt fyrir þennan meirihluta, sem gefur henni möguleika á að vera hvort tveggja i senn, stjóm og stjómar- andstaða. Þingmenn geta þannig skipst í tvo eða fleiri hópa, meðan umrseður um mikilvœg mál standa yfir og gefa stjóminni þannig visst aðhald inn- anfrá, úr röðum stuðn- ingsmanna. Stjórnarand- staðan er þvi að vissu leyti óvirkari en áður var . . . Ég sé einnig fyrir mér aukna tiltrú fólks á Þor- steini Pálssyni og mun það verða staðfest i skoð- anakönnun er líður neer vordögum. — Ráðherrar hans, þeir Birgir ísleifur og Friðrik Sophusson, sem munu verða farsælir í störfum, eiga ekki sist þátt í þvi að styrkja stöðu forsætisráðherra og flokks hans i heild.“ Þegar völva Vikunnar kemur að stjómarand- stöðunni segir hún: „Alþýðubandalagið verð- ur með daufasta móti þetta árið. Formaður flokksins [Ólafur R. Grimsson] mun þó gera tilraunir til að blása lífi í glæðumar og m.a. með þvi að friðmælast við svo kallað flokkseigenda- félag, sem fór út í kuldann með formanns- kjörinu. Út á við nær málefna- kynning flokksins ekki eyrum fólksins. Skoðana- kannanir munu sýna áframhaldandi fylgis- hrun hjá flokknum, og inikill skoðanaágreining- ur mun verða áberandi þjá þingmönnum flokks- ins á Alþingi, er nær dregur þingslitum í vor.“ Völvan í Hvöt? Það er rétt þjá völv- unni og hefur þegar komið fram, að Ólafur Ragnar Grimsson hefur reynt að blása i glæðum- ar hjá Alþýðubandalag- inu, á hinn bóginn hefur það ekki skilað flokknum auknum vinsældum hjá kjósendum, enn sem komið er að minnsta kosti. Hefur Ólafur grip- ið til ýmissa ráða til að draga að sér athygii, meðal annars stigið upp á goskassa í Miklagarði og útmálað vonsku ríkis- stjómarinnar fyrir áheyrendum. í sjón- varpsdeilu við Þorstein Pálsson á dögunum gaf Ólafur til kynna, að það væri jafnvel sælla hlut- skipti að vera atvinnu- laus Hollendingur en þurfa að vinna myrkr- anna á milli fyrir viður- væri sinu hér á landi undir vondri ríkisstjóm. Hefur ekki í annan tima verið tekið þannig til orða um atvinnuleysi í íslenskum stjómmálaum- ræðum og má þvi segja, að Ólafur sé maður nýs tíma að þessu leyti. Það er hann einnig, þegar Vikan leitar lyá honum álits á spá völvunnar. Ólafur Ragnar Grimsson gerir sér litið fyrir og segir völvuna marklausa, hún sé líklega i Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík! í samtali við Vikuna sagði Ólafun „Það er greinilegt að völva Vikunnar hefur rugiast nokkuð i ríminu og ofmetnast vegna vel- gengni sinnar hvað spána fyrir nýliðið ár snertir. Og það bendir allt til þess að hún hafl á nýliðnu ári gengið i sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt vegna þess að hug- myndir hennar um Sjálf- stæðisflokkinn, bæði formann hans, ráðherra og ríkisstjóra hans, em svo úr takti við raun- veruleikann að þær geta aðeins átt heima i þeim mektarklúbbi i sjálfstæð- iskvennafélaginu Hvöt. Það er þess vegna óþarfi að taka mikið mark á þvi þó að Hvatar- kerlingin, völva Vikunn- ar, tejji að þessi ríkis- stjóm sé sterkasta ríkisstjóm sem verið hef- ur á íslandi og Þorsteinn Pálsson vinsælasti og traustasti leiðtogi þjóðar- innar og Friðrik Sophus- son og Birgir ísleifur giæsilegustu ráðherram- ir . . . Þvi tökum við á þvi með mildi og fyrirgefn- ingu i Alþýðubandalag- inu að völvan skuli ekki hafa gefið sér tima til að kynna sér hvað er i rauninni að gerast, en spáin ber þess glögg merid.“ Eklti fer á milli mála, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur hina megnustu fyrirlitningu á völvu Vikunnar vegna þess hveraig hún vogaði sér að tala um Alþýðu- bandalagið, Völvan getur á hinn bóginn huggað sig við það, að Ólafur ætlar að sýna henni mildi og fyrirgefningu en ekki þá hörku, sem voldugir menn fyrr á öldum, sýndu þeim, er spáðu þeim í óhag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.