Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 13

Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 13 Deilt um aðgang að læknaskýrslum: * Urskurði um innsetningarbeiðni ríkisendurskoðanda frestað ÚRSKURÐI varðandi innsetningarbeiðni ríkisendurskoðanda um aðgang að læknaskýsrslum heilsugæslustöðvarinnar i Árbæ hefur verið frestað þar til i næstu viku að beiðni lögmanns heilsugæslu- stöðvarinnar. Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar hefur neitað bæði tryggingalæknum og fulltrúum rikisendurskoðanda um aðgang að skýrslunum og í framhaldi af þvi fór ríkisendurskoðandi fram á fógetaaðstoð til að sjá skýrslumar. Málið er þvi í biðstöðu, en Ijóst er að talsverð harka hefur nú færst í þessa deilu, sem snýst um rétt Tryggingarstofnunar ríkisins til að fá aðgang að læknaskýrslum annars vegar og siðareglur lækna og læknalaga um þagnarskyldu hins vegar. Upphaf þessa máls má rekja til þess að Tryggingastofnun ríkisins óskaði eftir aðgangi að lækna- skýrslum í heilsugæslustöðinni í Árbæ, en samkvæmt samningi við hagsmunasamtök lækna er stofn- uninni heimilt að fá aðgang að slíkum skýrslum. Yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ neitaði hins vegar læknum Tryggingar- stofnunar um aðgang að þessum gögnum og vísaði þar til ákvæða í siðareglum lækna og læknalögum um þagnarskyldu. I framhaldi af því vísaði Tryggingarstofnun mál- inu til embættis ríkisendurskoð- anda, sem einnig var neitað um aðgang að læknaskýrslunum. Lög- maður ríkisendurskoðanda fór þá fram á fógetaúrskurð um aðgang að gögnum læknanna, en málinu var frestað að beiðni lögmanns læk- namiðstöðvarinnar vegna anna. „Við ákváðum að láta reyna á hvort lög um ríkisendurskoðun væru það sterk að fógeti myndi úrskurða okkur innsetningu í gögn- in, en því var frestað þar til í næstu viku að beiðni lögmanns heilsu- gæslustöðvarinnar," sagði Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Tryggingarstofnun hefði síðan í haust verið að bera saman greiðslur til lækna og læknaskýrsl- ur og í þeim samanburði hefði ýmislegt komið fram sem gæfi ástæðu til að kanna þessi mál bet- ur. Hins vegar hefði það verið tilviljun, en ekki vegna ákveðina grunsemda um misferli, að þessi læknastöð hefði orðið fyrir valinu nú. Aðspurður sagði Halldór að dæmi væru um að greiðslur Tryggingar- stofnunar til lækna færu yfir 800 þúsund krónur á mánuði. „Með því að nefna þessa tölu er ég ekkert að fullyrða að eitthvað sé athuga- vert við viðkomandi reikninga, en við viljum bara fá að sjá á hveiju þessir útreikningar eru byggðir," sagði ríkisendurskoðandi. I yfirlýsingu frá Félagi íslenskra heimilislækna vegna umræðu í fjöl- miðlum um þessi mál segir meðal annars að hér sé um að ræða tvö óskyld mál, annars vegar meint Laganemar svara spurning- um um staðgreiðslu skatta Lögfræðiaðstoð Orators, fé- lags laganema, verður með sérstakt kvöld helgað lögfræði- legri ráðgjöf um staðgreiðslu- kerfi skatta í kvöld, 21. janúar, kl. 19.30-22.00. Fulltrúi frá staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra verður laganem- um til aðstoðar. Fólk er hvatt til að hringja í síma 11012 og not- færa sér þessa þjónustu og jafn- framt minnt á að hún er ókeypis eins og raunar öll önnur lögfræði- leg ráðgjöf sem laganemar veita í gegnum Lögfræðiaðstoð Orat- ors. Siglufjörður: Ekki hægt að lenda á vellinum vegna sandleysis ÓFÆRT hefur verið flugleiðis til Siglufjarðar að undanförnu og er hálku meðal annars um að kenna. En ekki er hægt að lenda ef einhver vindur er auk hálku. Undanfarin ár hefur verið gripið til þess ráðs að bera sand úr fjö- runni á völlinn en flugmálayfir- völd hafa nú lýst hann of leirkenndan og smákornóttan til að hann veiti nægilegt viðnám. Sand af réttri kornastærð er ekki að fá á Siglufirði og er flutningskostnaður talinn of hár til að hann fáist fluttur til bæjar- ins. Engin aðstaða er til sandburðar á flugvellinum á SigluQrði að mati Rúnars Sigmundssonar umdæmis- stjóra Flugumsjónar á Norðurlandi. Hann sagði að sá sandur sem hefði verið tekinn úr sjónum væri fínn leirblandinn sandur sem þeir teldu ólöglegan. „Þegar hann var notaður barst kvörtun frá einum flug- rekstraraðilanum um að þetta væri málamyndasandburður, hann veitti ekkert viðnám." Rúnar sagði þetta meðal annars spumingu um kostnað uppá tugi þúsunda. Einnig hefði vindur á flug- brautina verið óhagstæður. En fyrst og fremst þyrfti öryggi að vera tryggt, á meðan hægt væri að fljúga misferli lækna við reikningsgerð o hins vegar gildi ákvæða siðaregln lækna og læknalaga um þagnai skyldu. Enginn ágreiningur sé ur nauðsyn þess að hafa ákvæði ur eftirlit með reikningsgerð lækní Ágreiningurinn snúist um aðfer við eftirlitið, það er hvort heimil sé að afhenda lækni, sem ekki hef ur með meðferð sjúklings að gera gögn er sjúklinginn varða, þega hvorki liggur fyrir dómsúrskurðui eða lagaákvæði þar um. Læknar smaninganefnd heilsugæslulækns hafi hreyft öðrum hugmyndum um eftirlit en ekki hlotið neinar undir- tektir hjá Tryggingastofnun. Því sé nauðsynlegt að fá úrskurð hæsta- réttar í þessu máli, segir í yfirlýs- ingu heimilislækna. 27-50% VERÐ- LÆKKUN Á MÚDELUM! Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið REVELL-módel á stórlækkuðu verði. Takmarkað magn. Póstsendum. , , ..... ________________________________Verð aður kr.___Verð nu kr. Chevrolet Scottsdale m/mótorhjóll. Wlllys Jeep (Golden Eagle) Cutty Sark s1önvöW pLOöWöW öfi PioiveeR HUÓMTÆKI til Sauðárskróks og fært væri á milli staða teldi Flugumsjón það nægilegt. Ef ófært yrði landleiðina yrði líklega reynt að rífa svellið upp með hefli. Ingvar Hreinsson umsjónarmað- ur flugvallarins á Siglufirði sagði að ekki mætti mikið út af bera til að ófært yrði flugleiðina. Líkur væru á að það tækist að rífa upp svellið á vellinum en lítið þyrfti til að hann yrði ófær á nýjan leik, að völdum vinda eða hálku. Ingvar taldi kostnaðinn við að fara um langan veg til að ná í sand orðinn fullmikinn, því sandurinn dygði ef til vill aðeins í eina lendingu. Arnarflug heldur uppí áætlunar- flugi til Siglufjarðar og sagði Ámi Ingvarsson framkvæmdastjóri Am- arflugs Innanlands hf. að þetta ástand hefði stórskaðað áætlunar- flug félagsins. Félagið ætti Twin Otter vél sem gæti lent við léleg skilyrði en yfirleitt væri óhagkvæmt að þurfa að senda hana. „Algert ófremdarástand ríkir á Siglufirði hvað varðar lendingar," sagði Ámi. „Hvorki er fyrir hendi viðunandi tækjabúnaður eða sandur og það er ekkert einskorðað við Siglufjörð. Sandur er ekki til á Siglufirði en það er vissulega hægt að flytja hann þangað." ÞEGAR ÞIG VANTAR FATASKÁP SE EKKIMÁ K0STA MIKIÐ þá eigum við mikið úrval af fataskápum sem eru ódýrir, fallegir og auðveldir í uppsetningu. ■ Tegund: COMBIII Breidd:100cm Hæð: 171 cm. VERÐ 8.570.- Tegund: EASY Breidd: 150 cm Hæð: 197 cm. VERÐ 19.260. □ BILDSHOFÐA 20-112 REYKJAVIK - 91 -681199 og 681410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.