Morgunblaðið - 21.01.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 21.01.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1988 Jafnrétti og virðing Kynning á málefnum fatlaðs fólks eftirLáru Björnsdóttur Undanfama áratugi hefur eitt af höfuðmarkmiðum fatlaðra og þeirra sem vinna að hagsmunum þeirra, hvort sem það eru nánustu aðstandendur, vinir eða fagfólk, að kynna málstað þeirra almenningi og stjómvöldum. Að svipta hulunni af lífí fatlaðra og með því leitast við að ryðja þeim braut út úr ein- angrun á stofnunum inn í þjóð- félagið sem fullgildum þjóðfélags- þegnum, þrátt fyrir fötlun þeirra og hver sem hún er. Fatlaðir sjálfír og foreidrar fatl- aðra hafa riðið á vaðið og sagt frá- lífi sínu og því, hvemig er að lifa með afleiðingum fötlunar í þjóð- félagi þar sem lögð er áhersla á að allir séu sjálfbjarga og ekki upp á aðra komnir og þar sem æska og „fegurð" líkamans eru svo í hávegum höfð sem raun ber vitni. Það segir sig sjálft að það hefur oft ekki verið sársauka- eða áreynslulaust fyrir fatlaða og/eða aðstandendur þeirra að deila reynslu sinni og þjáningu með okk- ur hinum, sem virðumst svo oft full fordóma og skilningsleysis gagnvart þeim sem fatlaðir eru. Þó hafa þeir valið þennan kost, fullviss- ir þess, að það væri ein af leiðunum til jafnréttis og betri lífskjara fyrir fatlað fólk. Mörg okkar sem höfum gert það að lífsstarfi að vinna með og fyrir fatlaða höfum „einnig talið nauðsynlegt og rétt að „opna" stofnanir, sem þeim eru ætlaðar, og kynna starf það og líf sem þar er lifað, í þeirri von að það yki skiln- ing og eyddi fordómum í garð þeirra sem þar dvelja. Ég hef vissulega verið í hópi þeirra sem þannig hafa viljað starfa. Því var það með nokkurri gleði að ég opnaði Morgunblaðið einn sunnudag á liðinni jólaföstu og sá að þar var fjallað um Kópavogs- hæli, stofnun, sem ég hef sjálf unnið á og bundist heimilisfólki þar sterk- um tilfínningaböndum. Yfirskriftin lofaði líka góðu: „Fordómaleysi og góð aðhlynning fá miklu áorkað." En við lestur „Mistök sem þessi verða að f lokkast undir mannieg mistök og verða auðvitað ekki sem slík aftur tekin. En það verður að leiðrétta þann misskilning, sem greinarskrif sem þessi geta valdið, að það sé á þennan veg sem kynna eigi líf og aðstæður fatlaðs fólks. Einnig, og ekki síður, verður að benda á að sú mynd sem birtist af umræddum einstaklingum í um- ræddri grein er engan veginn sú eina eða „rétta“.“ Lára Björnsdóttir greinarinnar breyttist gleði mín fljótt í reiði og sorg. Reiði yfir því virðingarleysi sem því fatlaða fólki sem íjallað var um í greininni var sýnt og því réttleysi sem það býr við og þarna birtist. Sorg yfir því, hversu stutt við í okkar þjóðfélagi erum á veg komin í að líta á alla fatlaða sem fyrst og fremst manneskjur og með- höndla þá samkvæmt því. í stað þess einblínum við á fötlunina eða öllu heldur afleiðingar hennar. Mannleg mistök Ekki efa ég að aðstandendum greinarinnar hefur gengið gott eitt til með skrifunum. Sennilega haft í huga þau markmið sem ég tíun- daði áður, að auka skilning og eyða fordómum. En útkoman er þannig að ekki verður við unað. I greininni er brotin þagnar- og trúnaðarskylda sem allir eru bundnir af sem vinna eða hafa unnið á heilbrigðisstofnun- um (og reyndar öðrum stofnunum líka) við þá sem þar dvelja og þeim falið að annast. Þeim mun alvar- legra er málið, þar sem í hlut eiga einstaklingar sem ekki eru megnug- ir að svara fyrir sig eða hafa aðstöðu til sjálfír að reka mál sín fyrir dómstólum eða á annan hátt að gæta réttar síns. Auk þess, og það sem ef til vill er hálfu verra, að fjallað er um líf og fötlun þess- ara einstaklinga á þann veg að það er vísast til þess að auka á fordóma og hræðslu við fatlaða, sérstaklega þá sem við köllum vangefna. Þar er einblínt á afmarkaða og (oftast) neikvæða þætti í fötlun ein- staklinganna í stað þess að lýsa þeim sem manneskjum. Sérhvert þeirra hefur auðvitað sinn sérstæða persónuleika, rétt eins og við hin, en auk þess þurfa þau að lifa við fjötra fötlunar, sem eðlilega hafa í för með sér margs konar afleiðing- ar fyrir þau og umhverfi þeirra. Vissulega er þörf á þeirri ábend- ingu í greininni að betri aðbúnaður og fleira starfsfólk til umönnunar og þjálfunar geti gert gæfumuninn í lífi þessa fólks. En það er engin þörf á yfirlýsingum um orsök fötl- unar eða jafnvel sjúkdómslýsingum, sem fyrir utan að þær virðast oft orka tvímælis eru skýlaust brot á þagnarskyldunni. Né heldur er þörf á yfírlýsingum um útlit, hegðun og geðslag einstaklinganna eins og það birtist einum eða tveimur utanað- komandi. Mistök sem þessi verða að flokk- ast undir mannleg mistök og verða auðvitað ekki sem slík aftur tekin. En það verður að leiðrétta þann misskilning, sem greinarskrif sem þessi geta valdið, að það sé á þenn- an veg sem kynna eigi líf og aðstæður fatlaðs fólks. Einnig, og ekki síður, verður að benda á að sú mynd sem birtist af umræddum einstaklingum í umræddri grein er engan veginn sú eina eða „rétta“. I fyrsta lagi er líf og atferli sér- hvers einstaklings, fatlaðs og ófatlaðs, svo margslungið, að því verða ekki gerð skil í stuttri blaða- grein. í öðru lagi leyfist engum nema einstaklingnum sjálfum að gera tilraun til þess konar umfjöll- unar á opinberum vettvangi. Jafnvel foreldrar og aðrir nánustu aðstandendur • eru siðferðilegum takmörkunum háðir, þegar verið er að fjalla um einkalíf fullorðins fólks, sem ekki getur „talað“ máli sínu sjálft. Virðing og-jafnrétti Það eru vitanlega margar leiðir að því marki að fatlaðir nái raun- verulegu jafnrétti við ófatlaða. Leiðin að því marki er sennilega bæði löng og ströng. Ein af leiðun- um til þess að auka skilning á lífskjörum og aðstæðum fatlaðra er kynning, sem felur í sér hvatn- ingu til „okkar hinna“ að setja ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA Dömupeysur - herrapeysur Allt að 40% afsláttur Acryl-garn 25% afsláttur barnapeysur Verslunin er opin daglega frá kl. 9-18 Laugardaginn 23/1 frá kl. 10-16 y JL PRJÓNASTOFAN Udunru Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.