Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 15
t,t f T«nt/fT-rrtJ-Tí'\» MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 K r 15 okkur í spor þess sem er fatlaður. Auðvitað er ekki gerlegt fyrir ófatl- aða að skilja til fullnustu, hvernig það er að vera bundinn slíkum fjötr- um að hvorki líkami eða sál láti að stjórn. Aftur á móti er mögulegt fýrir okkur að skilja að það er ekki eðl- is- heldur eingöngu stigsmunur á okkur ófötluðum og þeim sem fatl- aðir eru. Að við verðum að koma fram við fatlaða eins og við viljum láta koma fram við okkur, af virð- ingu fyrir okkur sem manneskjum. Hollt er að minnast þess að við eigum öll á hættu að fatlast, likam- lega og/eða andlega og ef okkur endist aldur, eigum við flest eftir að þurfa að verða öðrum háð að meira eða minna leyti. Hver er þá munur á fötluðum og ófötluðum? Við höfum öll sömu grundvallar- þarfir, til fæðu, klæða og húsa- skjóls, þörfína fyrir mannleg samskipti, fyrir ást og umhyggju bæði sem veitendur og þiggjendur. Fatlað fólk er jafn margbreytilegt að gerð eins og við sem teljumst ófðtluð og því hentar þeim mismun- andi Kfsform f sama mæli og okkur. Aftur á móti þurfa fatlaðir aðstoð okkar hinna, þjóðfélagsins, til þess að geta lifað lífinu að sínu skapi, þrátt fyrir fötlunina. Það er einmitt þetta sem mark- miðsgrein laga um málefni fatlaðra miðar að, þegar talað er um „að tryggja fötluðum jafnrétti og sam- bærileg lífskjör við aðra þjóðfélags- þegna". Við verðum því að fara að hugsa dæmið upp á nýtt og byrja að laga þjóðfélagið að þörfum allra þegna, ekki bara þeirra sem eru „ungir, hraustir og fallegir". Ég þykist þess fullviss að meiri vilji væri fyrir hendi til slíkra breytinga ef okkur tekst að minnast þess í hvert sinn sem fatlaðir eiga í hlut að „ég-gæti verið þú" eða að „barn- ið þitt gæti verið barnið mitt". Hvernig viljnm við hafa þjóð- félagið og viðhorfin þá? Höfundar er félagaráðgjafi. UTSALA UTSALA Skólavörðustíg 17a, sími 25115 Akranes: Fundað um atvinnumál Atvinnuástand á Akranesi stendur ekki traustum fótuin þessa dagana og óvfst er hver þróunin verður á næstu dögum. Tvö af frystihúsunum hafa verið lokuð f um mánaðartfma og svo bættist við lokun saumastofu Hen- nes hf. rétt fyrir áramótin, nú sfðast lokaði Veitíngahúsið Still- holt og við það misstu nokkrir starfsmenn atvinnu. Bæjarstjórn Akraness er mjög uggandi um stöðu þessara mála og nú um sfðustu helgi var haldinn fundur með þingmðnnum kjördæm- isins svo og forráðamönnum at- vinnufyrirtækjanna. í þréfi bæjarstjórnar til þing- mannanna vegna fundarins kemur fram að frá því á haustdögum hafi fiskvinnsla víða um land átt í veru- legum rekstrarserfiðleikum. Þrjú af stærstu fyrirtækjun í fiskvinnslunni á Akranesi stöðvuðust eitt af öðru, það fyrsta um 11. desember, sem er óvenju snemmt en á undanförnum árum hafa þessi sömu fyrirtæki lok- að í lok desember og byrjun janúar vegna frídaga sjómanna. Til viðbótar bætist nú saumastofa Hennes hf. en þar hafa unnið um 30 konur. Nú er útlit fyrir að tvö af frystihúsunum muni ekki verða opnuð að nýju að svo stöddu og þarf ekki að fara mörgum orðum um hve alvarleg áhrif það hefur á efnahag bæjarins og bæjarbúa svo og allt mannlíf á Akranesi. Vissulega er útlitið dökkt í at- vinnumálurium, sagði Guðjón Guðmundsson bæjarfulltrúi á Akra- nesi þegar Morgunblaðið ræddi við hann um fundinn með þingmönnun- um. Forráðamenn atvinnufyrirtækj- anna kynntu þeim atvinnuástandið og stöðu sinna fyrirtækja og málin voru rædd vítt og breitt. Þingmenn- irnir voru að sjálfsögðu ekki með neinar lausnir á vandanum, en sýndu þessu vandamáli mikinn áhuga. Þeir Iofuðu að kynna málið fyrir ráða- mönnum og fyrr en það hefur verið gert getum við varla vænst niður- stöðu. Við getum ekkert annað gert en vonað það besta, sagði Guðjón að lokum. - JG HÆKKUN WGJAUM TIL LÍFEYMSSJÓM Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iögjöld til lífeyrissjóöa í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiöa 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989 a) Starfsmenn: 4% b) iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 173V3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 Vz klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Hluti Hluti starfsmanna: atvinnurekenda 1987 1,0% '.', 1,5% 1988 2,0% 3,0% 1989 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. byggingamanna • Dagsbrúnar og Framsóknar • Félags garðyrkjumanna • framreiöslumanna • málm- og skipasmiða • matreiðslumanna • rafiðnaðarmanna • Sóknar • Lsj. verksmiðjufólks • Lsj Lsj. Vesturlands • Lsj Lsj. Bolungarvíkur • Lsj Lsj. Vestfirðinga • Lsj Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj Lsj. trésmiða á Akureyri Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga verkalýðsfélaga á Suðurlandi verkalýðsfélaga á Suðurnesjum verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.