Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOIMTUDAGUR 21. JANUAR 1988 Fjármálaráðherra um skattkerfisbreytinguna: „Róm var ekki byggð á einum degi..." Skattkerfisbreytingin sem kom til framkvæmda eftir ára- mótin hefur verið mjög umdeild og umtöluð, bæði vegna veru- legra verðhækkana á matvörum, og vegna þess að Iækkanir vegna niðurfellingar tolla hafa ekki skilað sér enn eins og búist haf ði verið við. Kaupmenn hafa einnig legið undir ásökunum um að nýta sér verðbreytingarnar. Þessar verðhækkanir hafa m.a. orðið til þess að ýta enn frekar undir spár um hðrð átök á vinnu- markaði innan skamms. Morgun- blaðið ræddi við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra um þessi mál og f er samtalið hér á eftir. í viðtalinu segir fjármálaráðherra fyrst að ljóst sé að verðlækkanir á vömm hafi ekki gengið eftir eins og til var ætlast, enn sem komið er og verðhækkanir séu oft ekki í neinu samræmi við kerfísbreyting- una. Hann viðurkennir að efla þurfi Verðlagsstofnun og stingur meðal annars úpp á að skylda verslanir til að tilkynna og rökstyðja allar verðbreytingar. Auk þess hefur hann böðað hert skattaeftirlit með ýmsum ráðum, t.d. lögskyldu um innsiglaða verzlunarkassa, sérstak- ar eftirlitssveitir til að fylgjast með söluskattsuppgjöri og skilum. Síðan rekur hann rök fyrir nauðsyn skatt- kerfisbreytinganna og segir að í gagnrýni á hana hafi tekjujafnandi aðgerðir, svo sem barnabætur og tryggingabætur, verið verulega vanmetnar. Hann segir síðan að í komandi kjarasamningum verði ekkert svigrúm fyrir kaupmáttar- aukningu upp allan launastigann. Hins vegar þurfi að leiðrétta kjör fiskvinnslufólks og ef slíkir samn- ingar verða tryggðir sé ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðir til að bæta starfskjör fiskvinnslunnar. Hann segir síðan að stórfelld gengisfelling komi ekki til greina þar sem mark- mið ríkisstjórnarinnar sé fyrst og fremst að ná niður verðbólgu en sættast verði á verulegan viðskipta- halla á þessu ári til að ná því markmiði. Verðlagsáhrif koma ekki strax fram Um verulega hækkun verðlags samkvæmt framfærsluvísitölu í kjölfar skattkerfísbreytinganna eft- ir áramótin sagði fíármálaráðherra: „Við vissum það alla tíð að verð- lagsáhrif þessara kerfisbreytinga kæmu ekki öll fram á fyrsta degi heldur þyrftu þau sinn tíma að kom- ast til skila. Hinsvegar er ljóst af mörgum dæmum að í mörgum greinum hafa verðlækkanir ekki gengið eftir. Við sögðum að heildar- áhrifin á hag heimilanna að teknu tilliti til verðbreytinga ættu að vera að framfærsluvísitala hækkaði ekki og því til viðbótar að tekjujöfuna- raðgerðirnar, barnabætur, barna- bótaauki og hækkun lífeyris- greiðslna, þýddu að hagur fjölskyldna með meiri en meðal- framfærslubyrði myndi beinlínis batna. Við mat á verðhækkunaráhrifum var gengið út frá því sem forsendu að smásöluálagning ætti að lækka þegar grunnverðið lækkaði, til dæmis fyrir áhrif niðurgreiðslna ekki síður en tollkerfisbreytinga. Nú.hafa komið upp mörg dæmi þar sem verðhækkanir eru ekki í neinu samræmi við kerfísbreytinguna. Prægasta dæmið er fiskurinn. Þar gerðist það að Verðlagstofnun heimiiaði 15% verðhækkun á fiski og tók trúanleg dæmi fiskkaup- manna um hækkanir á fiskmörkuð- um. Skuldinni var siðan skellt á kerfisbreytinguna þrátt fyrir að nið- urgreiðslur áttu að tryggja að ekki yrði nema 10% verðhækkun á mest- öllum neyslufiski. Ef það nú kemur á daginn að þessi hækkun hafi ver- ið byggð á fölskum forsendum, m.a. vegna þess að verðþróun á fiskmörkuðum hafi verið önnur og verð þar mun lægra, þá sýnir það að eftirlits er þörf og því eftirliti er ábótavant. Það var 8% hækkun á búvöru 1. des., sem enginn mót- mælti. Það er að mælast í vísi- tölunni núna. Þannig má nefna dæmi um fjölmargar verðhækkanir sem koma kerfisbreytingunni ekk- ert við. Verslanir tilkynni verðbreytingar Ríkistjórnin brást við með því að krefjast þess af verðlagsráði að það tryggði í reynd að verðbreytingar gengju í gegn á réttum forsendum. Þar með að ekki yrði heimiluð hækkun álagningar þar sem álagn- ing er bundin og að álagning lækkaði í krónutölu þar sem álagn- ingarstofninn lækkar. Þetta virðist ekki ætla að verða nóg. Núna fara að birtast fyrstu opinberu verð- kannanir í samanburði við þá verðtöku sem fór fram fyrir breyt- ingar og þegar einhver heildarmynd er komin af því gæti staðan augljós- lega orðið sú að það þurfi að grípa til harðari aðgerða. Þesar aðgerðir gætu m.a. falið það í sér að verslun- um verði gert skylt að tilkynna verðbreytingar og rökstyðja. Þá ULTRA GLOSS Ekkert venjulegt bílabón viLTg^|heldur glerhörð lakkbrynja! % VEIST ÞÚ MUNINN? ULTRA QLOSS er eini bón- gljáinn, fáanlegur á islenskum bensinsölum, sem þolir þvott með tjörueyði. Þar með rætist draumur bónara, um að glans og glæsilegt Útlit geti enst mánuö- um saman. Utsölustaðir: CSSOJ stöövarnar. væri hægt að athuga hvert tilvik fyrir sig og bregðast við því. Hvers vegna birtir ekki Verðlagsstofn- un, t.d. víkulega, rétt fyrir helgarinnkaupin, hvaða stór- markaðir eru með Iægsta verðið og hverjir með hæsta? Það mundi virkja samkeppnina. Það gæti einnig orðið til að greiða fyrir þessu að færa söluskattsupp- gjör frá 25. þessa mánaðar og næsta mánaðar fram yfir mánaða- mót til að samræma það uppgjöri á krítarkortaviðskiptum. Eða að falla frá viðurlögum í þetta skipti vegna frestunar á söluskattskilum fram yfir 2. feb. Ýmsir kaupmenn hafa vakið athygli á því að þetta valdi þeim verulegum kostnaði og kortafyrirtækin og bankakerfið taka þarna vaxtahagnað til sín sem hætta er á að kaupmenn velti út í verðlagið. Hér geta upphæðirnar numið tugum milljóna. Ég hef rætt þetta við verðlags- stjóra og við bíðum átekta með ákvörðun í þessu efni til að sjá fyrstu staðfestu verðkannanirnar." Skattkerfisbreyting skálkaskjól Um mistök í framkvæmd þessara skattbreytinga sagði fjármálaráð- herra: „Þegar spurt er hvers vegna þessar breytingar ganga ekki eftir eins og þær áttu að gera verður að taka tillit til þess að þær voru ekki afgreiddar frá Alþingi fyrr en 6. janúar. Sú staðreynd að ekki tókst að afgreiða þessi lög fyrir jól, svo hægt væri að undirbúa og kynna breytinguna betur, er partur af skýringunni. En í mörgum tilfell- um er ljóst að verið er að nota skattkerfisbreytinguna sem skálka- skjól fyrir verðbreytingar sem annaðhvort eru órökstuddar eða stafa af allt öðrum ástæðum. Ef tekið er aftur dæmi af fískinum virðist hafa verið tekið inn í rök- stuðning fyrir verðhækkun, tíma- bilið frá 2. til 11. janúar þegar verð er í hámarki vegna fiskskorts. Ég og viðskiptaráðherra vorum gagnrýndir fyrir að segja frá því opinberlega að óráðlegt væri að lækka söluskattsálagninguna úr 25% í 22% vegna þess að slík breyt- ing myndi trúlega ekki skila sér til almennings. Ýmsir hafa 'haft uppi stór orð um það að þarna væri ver- ið að vekja upp grunsemdir í garð heillar stéttar Ef þessi mál komast ekki í eðlilegt horf á næstunni sýn- ist mér að verið sé í raun og veru að staðfesta þessar grunsemdir." Pyrra eftirlit óframkvæmanlegt Um harða gagnrýni margra á söluskattinn sjálfan, sérstaklega á matvælin, sagði fjármálaráðherra: „Rökin fyrir því að þessi matar- skattur sé svona ósanngjarn eru m.a. þau að engin skattsvik hafi verið f smásöluverslun að því er varðar matarviðskipti vegna þess að það var enginn skattur á mat- væli. Þessir menn ættu að fletta upp í skattsvikaskýrslunni og ræða við þá sem áttu að annast fram: kvæmd og innheimtu söluskatts. í venjulegri verslun var varningur uppi f hillum sem ýmist bar engan skatt, 10% skatt eða 25% skatt. Þetta var gert upp samkvæmt áætl- unaraðferðum miðað við innkaup verslana. Þær áætlanir buðu upp á hverskonar viljandi eða óviljandi ónákvæmni. Þetta fól f sér þrenns konar áætlunaraðferðir með 7 að- ferðum að uppgjöri og raunverulegt eftirlit var óframkvæmanlegt. ' í öðru lagi má spyrja hverjum það væri í hag að matvæli séu und- anþegin söluskatti. Ef gengið er út frá þvf sem gefnu að matarinnkaup fari eftir efhahag, þá halda menn sig betur í mat og drykk með rýmri efnum. Og undanþágan frá sölu- skatti var þá ekki hvað sfst þeim f hag. Auðvitað er sitthvað til í því að hlutfallslega séu matarútgjöld láglaunafjölskyldu meiri en annara þótt það sé ekki einhlítt. En það sem hér er verið að gera er að fella niður undanþágur til þess að skapa forsendur fyrir virku skatteftirliti og bættum skattskilum. Sá tekju- auki sem það skilar er allur greiddur út fyrst og fremst til þess að bæta hag fjölskyldna sem tilheyra lágum tekjuhópum eða fjölskyldum með mikla framfærslubyrði. Þetta hefur verið vanrækt í umræðunni og menn gera sér enga grein fyrir því hve þessi útborgun á barnabótum og barnabótaauka er mikil, né held- ur taka menn tillit til þess hve skattfrelsismörkin eru há i stað- greiðsluskattinum. Skattfrelsismörk hjóna með 2 börn, að teknu tilliti til persónu- afsláttar og barnabóta eru t.d. 103 þús. á mán. eða tæplega 1,2 milljónir á ári. Barnabætur og barnabótaauki tíl einstæðs for- eldrís með 2 börn, þ.e. annað undir 7 ára, nema 210 þús. á árí. Barnabætur og barnabóta- auki eru greidd út ársfjórðungs- lega. Menn berí þetta saman við áætlaða hækkun á útgjöldum 4ra manna fjölskyldu vegna matar- kaupa upp á 1800 kr. á mán. eða 20 þús. á árí. Það er ljóst að fjöl- skyldur með verulega fram- færslubyrði vegna barna fara ekki illa út úr þessarí brey tingu. Ég ætla ekki að fullyrða að ekki fyrirfinnist hópar sem hugsanlega hafi ekki bætt hag sinn á breyting- unni. Þar er fyrst og fremst um að ræða tekjulága einstaklinga eða fjolskyldur sem ekki hafa börn á framfæri. Það er talsvert um hjón og einstaklinga sem hafa lágar tekj- ur en búa þó sem betur fer í eigin húsnæði og hafa létta framfærslu- byrði vegna matvæla. Ég er ekki að segja að þetta kerfi sé alfullkom- ið til tekjujöfnunar. Ég fullyrði hinsvegar að þessi leið hefur miklu meiri tekjujafhandi áhrif en umræð- an um svokallaðan matarskatt hefur nokkurntímann beint athygl- inni að. Afnám matarskatts yrðitiltjóns Eg hef nokkrum sinnum nefnt nið- urstöðuna úr þeirri einu könnun sem.mér vitanlega hefur farið fram á málinu í heild. Svíar hafa, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, undan- þágulausan virðisaukaskatt í einu þrepi. í Svíþjóð er skatturinn 23,5%. Þar hafði þvf verið haldið fram að undanþága frá virðisaukaskatti væri ráðstöfun sem gæti komið lág- tekjufólki til góða. Um þetta gáfu þeir út mjög ýtarlega rannsókn sem hét: Eigum við að afnema matar- skattinn. Niðurstöðurnar eru mjög ótvfræðar. Þeir segja að lækkaður virðisaukaskattur, sem kæmi í stað niðurgreiðslna á matvælum, myndi hafa f fðr með sér breytta skiptingu á ráðstöfunartekjum, barnmörgum fjölskyldum og lág- launafjðlskyldum tíl tjóns. Þeir leggja áherslu á að ef þess- um þörfum yrði sinnt með götum í kerfínu, leiði það til svo stórkost- legra vandkvæða við framkvæmd og innheimtu, möguleika á undan- drætti og tekjurýrnunar, að þeir gætu ekki staðið við þessar tekju- jafnandi aðgerðir. Auk þess hefðu þeir þá þurft að hækka álagningu í virðissauka- skatti á aðrar vörur yfír 30%. Auðvitað kann að vera munur á sænska kerfinu og því kerfi sem við höfum smíðað okkur núna. á fyrsta stigi, en mér þykir sennilegt að niðurstöðurnar yrðu mjög svip- aðar ef þetta yrði gert upp hér. Það- er að vísu margt ólíkt, m.a. er skatt- byrði einstaklinga hér miklum mun lægri en í Svíþjóð. Þeir eru hæstir allra OECD þjóða með 52% af þjóð- artekjum sem tekið er í sköttum til opinbera geirans, meðan ís- land er í 15. sæti af þessum 17 þjóðum með 29%." Aðstæður óvenju- lega snúnar Um verðlagsþróun framundan og möguleika á kjarasamningum sem tryggðu hjöðnun verðbólgu sagði Jón Baldvin: „Ég er sannfærður um það, að takist samstaða á vinnumarkaðnum um að fara skynsamlega leið í kjarasamningunum og stjórnvöld standa við sinn hlut, þá getum við undið ofan af þessu þensluástandi og náð árangri með hjöðnun verð- bólgu þegar líða tekur á þetta ár. En núna, í þessum tímapunkti, eru aðstæður óvenjulega snúnar. Þetta er að verða eins og röksemdafærsl- an um hvort er á undan, hænan eða eggið, í þessum hring hver eigi að hafa frumkvæðið. Eftirspurnar- þenslan að undanförnu hefur verið hóflaus og það endurspeglast í tölum sem ekki verða véfengdar um allt að 40% kaupmáttaraukn- ingu að meðaltali á 2 árum. Það þýðir að kaupmáttarstigið er mjög hátt og sýnir að kostnaðarhækkan- ir hér innanlands hafa orðið mun meiri en í nokkrum samkeppnis- löndum. Það þýðir einnig að launakostnaður hefur farið mjög vaxandi og hefur hækkað meira en annarsstaðar. Afleiðingarnar sjáum við í viðskiptahallanum því veruleg- ur hluti hans endurspeglar aðeins neyslu. Ríkisstjórnin hefur óneitanlega tekið á ýmsum þattum til að stöðva þetta neysluæði. Hún hefur gert hreint fyrir sfnum dyrum þótt áhrif- in komi ekki öll strax fram. Hefðum við sætt okkur við fjárlagahalla upp á 8 milljarða eins og stefndi í, þýddi það að hér væri stjórnlaus óðaverð- bólga því þessir peningar hefðu annaðhvort verið búnir til í Seðla- banka eða fengnir með stórfelldum erlendum lánum og verkað sem olía á eldinn. Á hinn bóginn hefur verið gífur- legt fjárfestingaræði og forsendur fyrir áframhaldi þess eru löngu brostnar. Við stöndum frammi fyrir þeim forsendum fískveiðistefnu að við munum hafa minni tekjum úr að spila, og við höfum spennt bog- ann svo hátt að útflutningsgrein- arnar eru komnar í vandræði. Þar breytir ekki hvort þar á meiri sök, lækkun dollars eða hóflausar fjár- festingar svo menn standa frammi fyrir tilfínnanlegum fjármagns- kostnaði. Sameiginlegar ákvarð- anir nauðsynlegar Við þessar kringumstæður þýðir ekki að tala um einhverja meðaltals- kaupmáttarsprengingu. Kaupmátt- urinn er meiri en þjóðartekjurnar rísa undir. Og það þarf að bæta starfskjör útflutningsgreinanna, þó sérstaklega fiskvinnslunnar, og leiðrétta kjör fiskverkafólksins og nokkurra annara hópa sem voru hlunnfamir í launaskriði undan- genginna missera. Þess vegna höfum við sagt að það sé þýðingar- laust fyrir ríkisstjórnina að rjúfa vítahringinn með því að grípa til efnahagsráðstafana, meðan ekki er vitað hvað geríst i kjarasamn- ingum. Það verður að taka þessar ákvarðanir sameiginlega um hvað hægt sé að standa und- ir mikilli leiðréttingu til hinna lægstlaunuðu og hvað þurfi þá að gera til þess að lagfæra stárfs- kjör sérstaklega fiskiðnaðarins þannig að þessar ákvarðanir sam- ræmist verðlagsmarkmiðum svo búið verði að ná verðbólgu verulega niður þegar líða tekur á árið. Leiðin til þess er að mínu mati að tryggja fiskvinnslufólkinu leið- réttingar á kjörun. Það þýðir kostnaðarauka fyrir fískvinnsluna. Ríkisstjórnin getur þá til dæmis greitt fyrir því með endurgreiðslu á uppsöfhuðum söluskattí, sem er raunar á lokastigi, framlengingu á skuldabreytingum hjá fískvinnsl- unni svo eitthvað sé nefnd. En ríkÍMHíjórnin byrjar ekki á þessu nema hafa fyrir þvi vissu að þess- ar ráðstafanir leiði ekki til kaupgjaldssprengingar yfir alla línuna." Enginn kostur að auka meðalkaupmáttinn Spurningu um hvort Iaunþegar muni sætta sig almennt við að að- eins verði samið um launahækkanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.