Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 18

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Fyrst og* fremst skemmtileg tónlist ... Jazzkvartettinn Súld með frum- samið efni á tónleikum í kvöld Jazzkvartettinn Súld. Orðið súld hljómar hálf drunga- lega þegar það heyrist í veðurfrétt- unum, en það er mun æsilegra að heyra Súld nefnda í jazzfréttunum. Þeir, sem fylgjast með síðamefndu fréttunum, vita að Súld er nafnið á jazzhljómsveit og það engri venju- legri grúppu. Þeir láta nefnilega ekki staðar numið við gömlu lumm- umar í þeirri grein, heldur flytja fmmsamið efni. í kvöld halda þeir tónleika á Hótel Borg kl. 21.30. Blúsbandið Centaur spilar á undan. Súld er kvartett og þar er leikið á fiðlu, hljómborð og flautu, tromm- ur og bassa. Pólski fíðluleikarinn Szymon Kuran stiýkur fiðluna en annars spilar hann í Sinfóníuhljóm- sveitinni okkar og fæst auk þess við tónsmíðar. Szymon á að baki hefðbundið tónlistamám, en jazzinn hefur alltaf laðað hann og lokkað, svo þessi tegund spilamennsku er engin ný bóla hjá honum. Láms H. Grímsson spilar á hljómborð og flautu. Hann spilaði einu sinni með hljómsveitinni Eik, sem geymist í minni þeirra, er hafa áhuga á fram- sækinni dægurlagatónlist. Sú hljómsveit hraktist undan diskóinu og leystist upp. Láms hélt í tónsmíðanám til Hollands og er þar enn með annan fótinn, gott að vera tónskáld í því landi, en kemur heim stöku sinnum, meðal annars til að spila með Súld. Á Musica Nova tón- leikum um daginn átti hann verk, svo það nýfluttasta sé nefnt. Trommuleikarinn er Steingrímur Guðmundsson, saug trommukjuða í stað snuðs, því faðir hans er Guð- mundur Steingrímsson trommuleik- ari, sem kenndi syni sínum í upphafi, reyndi annars að koma honum á önnur hljóðfæri, en allt kom fyrir ekki. Trommur skyldu það vera. Steingrímur var ekki alls kostar ánægður með það sem var að gerast í jazzheiminum hér, svo hann ákvað að víkka hljómdeildar- hringinn, var í fimm ár í Svíþjóð, lærði meðal annars hjá Pétri Ost- lund, vann þar, en fór svo til Bandaríkjanna, eftir að hafa kynnst indverskum tabla-trommuleikara, sem kenndi á þær í San Fransisco. í tvö ár spilaði Steingrímur ein- göngu á slíkar trommur þar, en fór svo til New York í það sem á ensku kallast experimental free-style jazz, lærði og vann þar i þijú ár, en kom heim fyrir rúmu ári. Hann spilar í danshljómsveitum, kennir og ekki sízt, þá spilar hann með Súld. Þegar heim kom vildi Steingrím- ur gjaman koma saman jazzhljóm- sveit, sem spilaði frumsamda tónlist, hafði kynnst Szymoni áður og vissi um jazzáhuga hans og frétti svo af ungum og efnilegum bassaleikara, nýkomnum úr námi í Bandaríkjunum. Sá er Stefán Ing- ólfsson, sem upphaflega ætlaði að verða óskilgreind poppstjama, en losaði sig svo við draumórana og ákvað að læra á hljóðfæri af al- vöru, var í tónlistarskóla FÍH hér heima, en vildi komast í harðara nám og fór þá til Bandarílganna. Eftir því sem hann lærði meira beindist metnaðurinn í aðrar áttir, var svosem aldrei ýkja hrifínn af poppinu hvort eð var .. . Sagan segir að nafnið Súld hafi komið til þegar þeir Steingrímur og Stefán vom einu sinni að keyra Skúlagötuna, hlustandi á veður- fréttimar, sem auðvitað eru sjaldan fluttar án þess að orðið súld komi fyrir. .. svo Súld skyldi það vera. En Skúlagatan varð um fleira af- drifarík í ævi hljómsveitarinnar því það var í Rozý við Skúlagötuna, sem hljómsveitin kom fram fyrst. Tríóið varð svo kvartett þegar Tryggvi Hiibner bættist í hópinn, síðan kom Lárus H. Grímsson en Tryggvi hætti. Hugmyndin að baki hljómsveit- inni var strax að flytja fmmsamda tónlist og Súld hefur haldið sig við þá stefnu. Það liggur kannski beint við að spyija hvort hér séu nægi- lega margir, sem hafa áhuga á siíkri tónlist, en það skiptir kannski ekki öllu máli, því hljómsveitin spil- ar víðar. Síðastliðið sumar tóku þeir þátt í jazzhátíð í Montreal. Ekki ónýtt að spila þar fyrir um 20 þúsund manns og fá dúndur við- tökur. Utanlandsferð í sumar í undirbúningi. Súld kom fram í beinni útsend- ingu sjónvarpsins frá tónleikum til styrktar tónlistarhúsinu um daginn, flutti þar lag eftir Szymon. Hvað hefur hann að segja um lagið og tilurð þess? „Ég skrifa lögin mín fremur ná- kvæmlega niður, utan einleikshlut- ana, sem hver og einn spinnur fyrir sig. Þemað og titillinn að því lagi er fenginn úr pólskum þjóðlögum, sem ég er nokkuð upptekinn af. Hrynjandin í því er flókin, því hver spilar í sínum takti, en taktur og taktbreytingar er nokkuð sem mér er hugleikið, því hann er mjög mikil- vægur í pólskum þjóðlögum. Sama er reyndar í íslenzkum þjóðlögum. Svo vildi ég gera líflegt og kröft- ugt lag, með mörgum litum, sem við getum náð svo vel, þökk sé hljómborðinu hans Lárusar." Annars semja þeir allir fyrir kvartettinn. Lárus á þó enn sem komið er ekkert laga þeirra, en það stendur til bóta. Kvartettinn er hæstánægður með að hafa tæki- færi til að spila þessa tegund tónlistar. Stefán hefur orð á að það sé gott að fá tækifæri til að spila eitthvað annað en gamla jazzstand- arda, þó svo að þeir standi alltaf fyrir sínu. Lárus bætir við að í Evrópu og á Norðurlöndum sé allt morandi í framúrstefnu jazzi. Annars standi útvarpsstöðvamar góðum smekk fyrir þrifum. Þar sé mest spilað sama draslið daginn út og daginn inn. Önnur tónlist heyrist í hæsta lagi á fáránlegum tímum, þegar örugglega er enginn að hlusta. Og upp úr þessu taka þeir félagar smá rispu um hagsmunapólitíkina í þeim bransa, tengsl útgefanda og út- varpsstöðva, enda rakið að mikið spiluð plata er ókeypis auglýsing. Og alltaf séu dæmi um að þeir sem skrifi um plötur í blöðin séu tengd- ir plötufyrirtækjum. Þessi vafa- sömu tengsl þekkist bæði hér og annars staðar. Látum þessi mál liggja milli hluta, hvað segja Súldarar um tón- listina sína? Stefán: „Ég hlusta mikið á jazz og er því örugglega undir sterkum áhrifum þaðan, en vil setja mitt mark á tónlistina, svo ég læt ekki staðar numið við spilamennskuna. Nú, en við spilum á jazztónleikum, svo það hlýtur að vera jazz, sem við spilum.“ Szymon: „Ég held og vona að það sé sveifla í okkar tónlist og þess vegna hlýtur hún að flokkast sem jazz. í sinfóníuhljómsveitinni spila ég oft samtímatónlist og eins og vill vera, þá er hún misjöfn. Sumt er þar bæði leiðinlegt og dautt og sama á við um dægurlögin. Spilamennskan hér er mín viðleitni til að gera eitthvað sjálfur. Mér finnst gaman að spila, gaman að semja... og hér er vettvangur til að gera hvort tveggja." Steingrímur: „Það er náttúruleg- ur hlutur fyrir mig að taka upp þráðinn með Súld, því ég hef hrærst í þessari tegund tónlistar síðan 1976, fyrst í Svíþjóð, þá Banda- ríkjunum og síðan hér.“ Stefán: „Við erum opnir fyrir öllu. Ég hef látið poppið fara í taug- amar á mér í mörg ár, hér er tækifæri til að gera eitthvað ann- að.“ Steingrímur: „Má ekki bara láta áheyrendum eftir að skilgreina tón- listina?" Lárus: „Jú, en það er kannski viss hætta að tala um jazz, því hér er samasemmerki milli jazz og bebop. Það skemmtilega er að þó einhver okkar komi með hljóma og laglínur, þá leyfíst hveijum að setja sitt form á það sem hann spilar. Ég þarf til dæmis ekki að vera að eltast við að nota hljóðgervilinn á - hefðbundinn hátt.“ Niðurstaðan er að það sé engin ástæða til að vera hræddur við að nota orðið jazz um tónlist Súldar, svo lengi sem menn hafi í huga að jazz er víðáttumikið hugtak. Og ekkert erfitt að vinna saman, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ykkar? Szymon: „Alls ekki. Ólíkur bak- grunnur er einmitt til bóta. Og ef samvinnan er treg, þá er það ekki vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, heldur vegna þess að hver heldur í sitt. Það er jákvætt að deila og finna svo leið út úr vand- ræðunum." Hvemig er ykkur tekið hér? Þeir eru bjartsýnir á móttökum- ar, verkefnin hafa tilhneigingu til að koma í bylgjum. Þeir hafa starf- að í eitt og hálft ár, síðan í júní hafa þeir mest æft, em í upptökum þessa vikuna, svo tónleikamir á Borginni. En aftur um hvers konar tónlist þeir spili. . . Szymon: „Ég vil fyrst og fremst að tónlist okkar sé lífleg og skemmtileg. Hugmyndin er ekki bara að spila fyrir hvem annan og dást að hver öðmm, heldur að skemmta fólki. Þess vegna er kannski hættulegt að tala of mikið um að tónlistin, sem við spilum, sé eitthvað nýstárleg og óvenju- leg...“ Stefán: ekki einhver þraut- leiðinlegur dmslujazz..." Szymon: „Nei, því þó við tökum spilamennskuna af fúlustu alvöm, þá flytjum við ekki dauðalvarlega tónlist." Stefán: „Við ætlum okkur að hafa gaman af og skemmta öðmm í leiðinni..." ... Svo þeir sem vilja láta skemmtast með góðri spilamennsku og líflegri, jazzkyns skemmtitónlist, geta leitað á tónleika Súldar í kvöld, það fer ekki á milli mála... TEXTI: Sigrún Daviðsdóttir MYND: RAX T ollskýr slugerð Innflytjendur Ef þið viljið spara tíma og fyrirhöfn og fá útbúnar villulausar tollskýrslur, þá ættuð þið að hafa sam- band við okkur. Við prentum tollsjcýrslur með forritinu TOLLARI ’88. Þið komið með frumgögnin, þ.e. tollmerktan erlend- an reikning ásamt farmbréfi, EFTA-skírteini o.fl. Við gerum tollskýrslu og sjáum ennfremur um að útbúa verðreikning ef óskað er og við skilum skýrslunni til Tollstjóraembættisins daginn eftir að þið komið og samdægurs ef þið komið fyrir hádegi. Nýtið ykkur nýjustu tölvutækni Nánari upplýsingar I símum 687590 og 686790 Veítð _ Borgartúni 28 Tölvufræðslan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.