Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 20

Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Hvað er íslensk myndlist virt upp á marga fiska? eftir Guðnýju Magnúsdóttur Eitt af helstu verkum ríkis- stjómar er að semja fjárlög og efni þeirra ávallt ástæða mikilla umræðna sem eðlilegt er, enda snertir efni þeirra okkur öll. Menn- ingarþáttur laganna er þó sá hluti þeirra sem ævinlega virðist fá hvað minnsta athygli stjómmála- manna og málefni myndlistar- manna þó mest fyrir borð borin. I þessum hluta laganna virðist ávallt vera hægt að skerða fram- lög til sjóða sem ætlað er að styrkja listir og menningu. Langar mig að nefna Listskreytingasjóð ríkisins sérstaklega. Markmið hans er að fegra opinberar bygg- ingar með listaverkum. Framlag til hans á fjárlögum þessa árs er 5 milljónir króna. Væri farið að lögum sjóðsins ætti hann að ráð- stafa 18,9 milljónum á þessu ári. í lögum um Listskreytingasjóð ríkisins nr. 34 frá 1982 segir í 3. gr.: „Tekjur sjóðsins eru: 1. Árlegt framlag ríkisins. Framlagið nemur 1% álagi á samanlagðar fjárveit- ingar ríkissjóðs í A-hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem ríkissjóður stendur að einn eða með öðrum (sveitarfélögum o.s.frv.)." í 4. gr. sömu laga segir einnig: „Framlag ríkissjóðs skv. 1. tl. 3. gr. skal vera sériiður á fjárlögum og ákvarðast í samráði við bygging- ardeild menntamálaráðuneytisins og Qárlaga og hagsýslustofnun." Samkvæmt §árlögum eru áætlað- ar fjárveitingar til opinberra bygginga á árinu 1988 samtals 1890 milljónir króna. Ber því að skila tæpum 19 milljónum króna til Listskreytingasjóðs, en ekki 5 milljónum eins og alþingi hefur nú samþykkt samkvæmt tilögum ríkisstjómarinnar. Þessi skerðing á framlögum til sjóðsins er óviðun- andi og hlýtur að vekja menn til umhugsunar um hvemig ætlast sé til að sjóðurinn nái markmiðum sínum. ■ Mér er spum, til hvers er verið að setja lög ef alþingi og ríkis- stjóm beita sér fýrir að þau séu sniðgengin ár eftir ár? Ber ríkis- sljóm Islands ekki að fara að lögum. Annar þáttur fjárlaga sem lýtur beint að myndlistinni í landinu, og verður að teljast til háborinnar skammar þeirra er að fjárlögum stóðu, er fjárveiting til Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Að sambandinu standa 5 félög starfandi myndlistarmanna með um 250 félagsmenn og hvert um sig stendur fyrir öflugri starfsemi. Má þar t.d. nefna að á síðasta ári stóð Grafíkfélagið fyrir mjög um- fangsmikilli alþjóðlegri sýningu og ráðstefnu. Myndhöggvarafélagið stendur að rekstri vinnustofa á Korpúlfs- stöðum, Félag íslenskra myndlist- armanna, FIM, hóf að nýju starfrækslu á sýningarsal. Auk þessa standa félögin að sýningum hér á landi og erlendis og útgáfu- starfsemi, svo eitthvað sé nefnt. Félögin reka sameiginlega skrif- stofu með upplýsingastarfsemi sem bæði safna og miðia upplýs- ingum um vinnu og verk myndlist- armanna. Samband íslenskra $ öö PIOIMEER ÚTVÖRP myndlistarmanna stendur einnig fyrir þingUm og ráðstefnum um málefni myndlistarmanna. Þessi vinna er unnin af félögum SÍM í sjálfboðastarfi. Ég vil leggja áherslu á að starfsemi félaganna, og SÍM, er mikilvægur tengiliður íslenskrar myndlistar við aðrar þjóðir eigi síður en okkar eigin og því ein af forsendum þess að við getum talist til menningarþjóða. Þó myndlistarmenn hafi ítrekað farið á fund fjárveitinganefndar á liðnum árum er skilningur nefnd- armanna á þessu framlagi til menningar þjóðarinnar lítill og mat á öflugri starfsemi myndlist- arfélaganna í landinu metin á 1 milljón króna. Er það stefna fjár- málaráðherra að halda niðri myndlistarstarfsemi í velferðarrík- inu íslandi, eins og hann sjálfur vill nefna það? Myndlistarmenn hafa aldrei lát- ið sitt eftir liggja til að efla menninguna í landinu. Hingað til hafa þeir lagt endurgjaldslaust fram verk sín og ómælda vinnu til að kynna íslenska myndlist er- lendis og efla listalíf í landinu. Það er löngu tímabært að ríkisvaldið skilji þessar staðreyndir og komi til móts við kröfur myndlistar- manna um bætt kjör og aðstöðu til starfsemi sinnar. Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Guðný Magnúsdóttir Hyundai ExceL meðfimm Hyundai er í dag einn mest vaxandi bíla- á íslenskum markaði með 5 ára ábyrgð. framleiðandi heims og selur nú bíla í 65 Hyundai (borið fram hondæ), er bíll íyrir þjóðlöndum. Hyundai Excel hefur verið skynsamt fólk sem vill eiga vel hannaðan, mest seldi, innflutti bíllinn, bæði í Bandaríkj- þægilegan, öruggan og endingargóðan bíl, unum og Kanada, síðustu 18 mánuði*. Þenn- án þess að þurfa að kosta allt of miklu tiL an árangur má þakka þeirri einföldu stað- Excel kostar frá 428 þúsund krónum og reynd að Excel er rétt byggður og rétt verð- er betur búinn en gengur og gerist með bíla lagður. Eirinig hefur verið séð til þess að bíl- í sama flokki. arnir séu aðlagaðir viðkomandi markaði, t.d. Hyundai Excel er sterkbyggður og hann- eru allir bílarnir sem seldir eru hér á landi aður til að þola rysjótt verðurfar og misgóða búnir styrktu rafkerfi og með sérstakri vegi. Hann er með framhjóladrifi og sjálf- ryðvörn. Auk þess er Excel fyrsti bíllinn stæðri fjöðrun á hverju hjóli, sem hvoru •WARDS AUTOMATIVE REPORTS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.