Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 21 Opið bréf tíl 63 alþingismanna og 133 lækna: Um kostí og galla auk- innar áfengisneyslu eftirlngvar Asmundsson Kostir áfengis eru flestum kunn- ir. Áfengið losar um hömlur og slær á feimni. Drukkið í hófi getur það: 1. breytt fundi í fagnað, 2. aukið kynni, 3. eytt tortryggni, 4. stuðlað að sáttum, 5. eflt viðskipti og fleira mætti telja. Ókostirnir segja strax til sín ef drukkið er meira en þarf til að losa um hömlurnar. Þá breytir áfengið skapi manna til hins verra, gerir þá niðurdregna. Drukkið f óhófi veldur það margvíslegum óskunda: 1. sljóvgar tilfinningar, 2. eykur kæruleysi, 3. minnkar umhyggju og virðingu manna fyrir sjálfum sér og öðr- 4. veldur hugarróti, 5. magnar kvíða, 6. minnkar lífsgleði, 7. spillir störfum, 8. fjölgar slysum, og áfram mætti telja. Áfengi er vanabindandi eins og önnur deyfilyf og leiðir verulegan hluta neytenda sinna fyrr eða síðar til sjúkdómsins alkóhólisma. Auk þess er talið að margir aðrir sjúk- dómar stafi að miklu leyti af neyslu þess. Langvarandi áfengisneysla í stórum skömmtum veldur m.a.: 1. alkóhólisma, 2. mörgum öðrum sjúkdómum, 3. aukinni lausung, 4. fjölda sjálfsvíga, 5. mörgum annars konar dauðs- föllum og örkumlum. Vegna þess hve áfengisdrykkja er orðin mikil og almenn með þjóð- inni má telja víst að aukin neysla hefði einkum neikvæðar afleiðing- ar, m.a. þær sem hér hafa verið taldar. Miðað við tölfræðilegar rann- sóknir á áfengisneyslu annarra þjóða fyrir og eftir bjórbann, eru yfirgnæfandi líkur á þvi að bjór- neysla íslendinga myndi auka verulega þá áfengisdrykkju sem fyrir er með þjóðinni.' Til þess að hamla gegn drykkju- skap er tæplega hægt að gera annað en að miðla upplýsingum um eðli og skaðsemi áfengis. Beita Nyrmetsölubíll 2X2l tveggja er byggt fyrir erfiðar að- stæður. Auk þess er hann á heilsárshjólbörð um. Excel er gerður til að endast, viðhaldið er í lágmarki og þú getur verið áhyggju- laus í 5 ár. Excel er búinn kraftmikiili 1,5 lítra vél með yfirliggjandi knastás, 4 og 5 gíra bein- skiptingu, eða þriggja stiga sjálfskiptingu. Eldsneytiseyðslan er því með minnsta móti, en krafturinn nægur. Giæsileiki Hyundai Excel felst ekki ein- göngu í útlitinu (sem reyndar er ítölsk hönnun), þvíþaðerstaðreyndað staðalbúnaður Hyundai erímörgumtilvikum aukabúnaður hjá öðrum. Settu þig strax í samband við söluaðila Hyundai Excel á íslandi Svein Egilsson hf., í Framtíð við Skeiftina. Síminner (91) 685100. ATH. Það verður opið í Framtíð laugar- dag og sunnudag. HYunoni j Bíll fyr ir skynsamt fólk. Ingvar Ásmundsson „Miðad við tölfræðileg- ar rannsóknir á áfeng- isneyslu annarra þjóða fyrir og eftir bjórbann, eru yfirgnæfandi líkur á þvi að bjórneysla ís- lendinga myndi auka verulega þá áf engis- drykkju sem fyrir er með þjóðinni." verður áróðri sem dregur fram úr skúmaskotunum skuggahliðar Bakkusar og víkur til hliðar fals- hugmyndum um glasaglaum og glitrandi veigar, löngu eftir að veislu er lokið. í glímunni við Bakk- us á 'hálum isnum er staðan svo slæm að tæplega er hægt að von- ast til þess að þjóðin fóti sig í bráð. Von um viðspyrnu við þessum vá- gesti held ég að helst gæti fengist með almennri þekkingu á eðli til- finningalífs og áhrifum áfengis á það. Þessa von byggi ég einkum á þeirri staðreynd að munurinn á virkum alkóhólista og óvirkum er einkum sá að hinn síðarnefndi býr yfir þekkingu sem í flestum tilvik- um er ekki í fórum þess fyrrnefnda. Þessi þekking er þess eðlis að hún á erindi til allra. Umfang hennar er ekki meira en það að henni mætti greiðlega koma til .skila í skólum landsins. TiUaga: Hliðstæðri þekkingu og nú er miðlað til alkóhólista verði miðlað til allrar þjóðarinnar, m.a. í skólum landsins og fjöl- miðlum ríkisins. Ákvörðun um að heimila sölu á áfengum bjór verði frestað þar til árangur af þessu fræðsluátaki kæmi i Jjós. Náist sú viðspyrna gegn Bakk- usi sem að er stefnt með tillög- unni er minni ábyrgðarhluti að leyfa sðlu áfengs öls í landinu. Höfundur er akólastjórí Iðnakól- aaa iReykjavík. Málfrejrj- ur funda ÞRIÐJA ráð málfreyja á íslandi heldur 14. fund sinn laugardag- inn 23. janúar nk. í Kristalsal Hótel Loftleiða. ITC-deildin Melkorka sér um fundinn. Meðal efnis á fundinum er fræðsla um staðgreiðslukerfi skatta og líkamsbeitingu. Fundur- inn sem verður settur kl. 11.00 er opinn gestum. Skráning hefst kl. 9.30. ITC-hreyfingin þjálfar fólk í al- mennum tjáskiptum, fundarsköp- um, ræðuflutningi og að vinna skipulega, sem gerir það hæfara til að takast á við nútíma þjóðfélag, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.