Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1988 Antik Rýmingarsala Allt á að seljast. Húsgögn, speglar, lampar, málverk, postulín, kristall, nýr sængur- fatnaður, gjafavörur. Antikmunir, Grettisgötu 16, sími 24544. Opið frá kl. 12-18 virka daga. Laugardaga frá kl. 12-16. „Heilsumánuður" í Kringlunni Þú íyftir olnbogunum fó- legauppogfærir hend- umaruppogaftur. Sioan svetflarþú höndun- uro rólega fyrtí tit vinstri ogsióantilrœgrí. Þá spenriir þú jrtápar á hnakka og fasf ir hökuna rótegaaobrjósti. toka aliguf þúfiírum færi fram. kreppir okktanrt og haliartMlnumrótegayfir fótirm. Við byrjum hvern dag í „heilsumánuðinum " meðlaufíéttum morg- unteygjum ÍKringtunni kl. 9.30 undirstjórn Janusar Guðtaugsson- ar iþróttakennara. Þú geturgertþessaræf- ingarhéríKringlunni með okkur eða hvar sem er. Þær eru sér- staklegaættaðar vinnandifólki: ibúð- innir frystihúsinu, í eldhúsinu, við töivuna, ritvéflna eða núna meðan þú lest Mogg- ann. Munið að gera þessar æfingar rólega og anda eðlilega á meðan. Dagskráin á „ heilstutorgum " Kringlunnar ídag, fímmtudag 21. jantiar, erþannig að öðru leyti og munu þá eftír- tafdíraðilarkynnastarfsemisína: Kl. tO-12: Félag ísl. snyrtlfræðlnga Kf. 15-17: félag ísl. nuddara Kl. 16-17: Dansstúdíó Ðísu Kl. 15-18: Vinnueftirllt ríklslns Kl. 14-19: Heilbrigðiseftirlit fleykjavikurog Halfustuvernd Kl. 14-18: tsl. tannfræðingarog Tannlieknafélag fslands Kl. 15-18: Landlæknisembættið Kl. 15-18: Félag íst. meinatækna Kl. 15-19: LJósmæðrafélag íslands Komdu við ogfáouráð og upplýsingar hjá sérfraöingum um „BETRIHEILSUÁ NÝJVARV'á ..heiisutorgum" Kringtunnar. Starfsfólk Kringlunnar AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Gaddafi Ben Ali Chadli Stjórnvöld í Túnis tvístíg- andi vegna hugmynda um meiri samvinnu Maghreb Ýms teikn sjást nú á lofti um að vaxandi barátta sé yfirvofandi í Maghreb-ríkjum Norður-Afríku, þ.e. Túnis, Líbýu, Alsír og Marokkó. Sú barátta virðist einkum felast í því að fyrrnefndu ríkin þrjú geri með sér háifgildings ríkjasamning, en láti Ma- rokkó róa. Þetta er einkum að frumkvæði Chadlis, forseta. Forystumenn Marokkós og Alsír sækjast þó báðir eftir eins kon- ar forystuhlutverki Maghrebs. Utlit er fyrir að togstreitan milli þeirra færist enn í aukana. Túnisar hafa litið svo á, að þeir ættu fremur samleið með Marokkó en Aisír, og því getur þetta orðið hið flóknasta mál. Það er athyglisvert að Líbýu- menn hafa reynt að mæla til vináttu við Túnisa og Alsírmenn upp á síðkastið. Líbýumönnum er áfram um að gleyma Chad-ófarn- aðinum og telja nú ráð að rækta hinn arabíska frændgarð á nýjan leik. Sá hængur er á því að enginn þjóðhöfðingja ofangreindra ríkja er fjálgur aðdáandi Moammars Gaddafís. Nema síður væri. En lönd eins og Alsír og Túnis eiga ekki hægt um vik, vegna legu sinnar. Túnisar reyndu lengi vel að sýna umburðarlyndi. En sam- skiptin kólnuðu og síðan var á þau klippt þegar Gaddafi rak fyrir- varalaust úr landi þrjátíu þúsund túniska vericamenn árið 1985 og látið var hjá líða að greiða mönn- unum laun sem þeir áttu inni. Túnisar lokuðu landamærunum og flugsamgöngur milli landanna lögðust af. Gjörð Gaddafis mælt- ist svo illa fyrir hja túnískum ráðamönnum og almenningi, að margir álitu að ekki myndi gróa um heilt. Túnískur almenningur er vestrænt þenkjandi og hófsam- ari en margar aðrar arabaþjóðir og auk þess að fordæma hryðju- verk Líbýumanna víða um heim tóku Túnisar óstinnt upp stöðuga gagnrýni Gaddafis á Bandaríkin og Vesturiönd. Eftir árás Banda- ríkjamanna á Líbýu í apríl 1986 féllust Túnisar ekki á að fordæma Bandaríkjastjórn. Opinberlega var árásin „hörmuð", en annað var ekki sagt. Líbýumenn hótuðu Túnisum illu, en létu við það sitja. Eftir að Bourguiba var settur af hefur orðið breyting á ýmsum sviðum í Túnis. Nýr forseti, Zine Ben Ali, hafði gert sér grein fyrir því að efnahagslíf landsins var í rúst eftir stjórnleysisár. Zine Ben Ali greindi löndum sínum og frá þvf að ekki dygði að hjakka í yflr- lýsingum um lýðræði, prentfrelsi og stjórnarskrárbreytingar, né heldur hrykki það nema skammt að hafa uppi skrúðyrði um félags- legar umbætur. Hann benti á að forgangsverkefni yrði að ná tðk- um á efnahagsmálunum fyrst og fremst, jafnvel þótt það yrði á kostnað málefna sem Túnisar hafa vanizt að hafi forgang. En forsetanum var einnig um- hugað ura að bæta með einhverju móti sambúðina við grannríkin. Ben Ali kveðst vera raunsær og það hljóti hver maður að sjá að samskipti við grannríki verði að vera í viðunandi horfi. Því mun forsetinn hafa metið það svo að það væri Túnisum hagstætt að taka vel vinartilburðum Gaddafis. Og hefur enda borið þann árang- ur, að 70 þúsund verkamenn hafa fengið loforð um vinnu í Líbýu. Gaddafi hefur og heitið að greiða verkamönnunum, sem hann rak fyrirvaralaust úr landi, skaðabæt- ur. Þetta kemur öllum vel og minnkar hættu á miklu atvinnu- leysi í landinu í kjölfar efnahagsr- áðstafana stjórnarinnar. Þ6 að Ben Ali hafi ákveðið að opna aftur dyrnar yfir til Líbýu er hann enn sagður á báðum átt- um hvað snertir tillögu |Chadlis forseta Alsír um „Mikla Maghreb" og má enda sjá á þeirri hugmynd ýmsa vankanta fyrir Túnisa. Fjarri fer því að Chadli sé sátt- ur við Gaddafi, frekar en aðrir. En hann hefur mikla og sterka andúð á Marokkó og sú andúð er raunar landlæg í Alsír. Ástæðurn- ar eru ýmsar, en fyrst og síðast snýst málið um valdabaráttu og hugmyndafræðilegan ágrgining sem er ekki nýr af nálinni. Chadli hefur fengið Túnis og Máritaníu til að gera þríhliða vináttusamn- ing en sóttist ekki eftir að Líbýa væú með. Á hinn bóginn hentar það Alsír- stjóm að ýmsu leyti að hafa eðlileg skipti við Líbýu og Chadli telur að staða Gaddafis hafi veikst svo mjög, að hann muni upp frá þessu geta orðið viðráðanlegur í 8amvinnu. En tortryggnin er mikil á alla kanta. Og Túnisar eru á varð- bergi gagnvart Alsírmönnum ekkert síður en Líbýu. Árið 1975, þegar Gaddafi skipulagði uppreist við landamærabæinn Gafsa, sá hann uppreisnarmónnum fyrir vopnum, en Alsírmenn léðu þeim land til þjálfunar. Að vísu var Alsír þá undir stjórn Houri Bo- umedienne. Túnisar eiga örðugt með að gleyma þessu. Chadli er að dómi Túnisa — og fleiri — áreiðanlegri — og að vísu mun litlausari — en fyrirrennari hans og hann hefur gert átak -í efnahagsmálum, sem lofa ber. Chadli nýtur ekki almannahylli en hann er praktískur og metnað- arfullur og vill veg Alsír meiri á vettvangi alþjóðamála. Hann hef- ur líka sýnt að hann er ekki jafn fjandsamlegur útlendingum og ráðamennn hafa verið þar á bæ. Ben Ali hefur að sögn reynt að bera sáttarorð milli Alsír og Marokkó, því að hann segir það ekki Túnisum í hag, að Marokkó einangrist; verði Marokkó skilið eftir úti í kuldanum kynnu Túnis- ar að verða upp á náð og miskunn Alsírmanna komnir og það óttast þeir svo í aðra röndina. Túnisar kysu allra helzt að Vestur-Evrópuþjóðir kæmu þeim til bjargar, til dæmis með því að veita framleiðsluvörum þeirra greiðari aðgang inn á markaði Evrópubandalagsins. En sem stendur eru ýmsar hindranir þar í vegi og ekki breytinga að vænta í bili. Þá er þess að geta að farið er að örla á gremju hjá mörgum Túnisum vegna gagnrýni vest- rænna ríkja á þá, eftir að þeir ehdurnýjuðu stjórnmálasambahd- ið við Líbýu. Túnisar eru dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna og segja að engin breyting verði á því. Þeir segjast ekki kæra sig 'um afskiptasemi utanaðkomandi þjóða, þó svo að vinir eigi í hlut. Bandaríkjamenn hafa her- stöðvar í Túnis, eins og kunnugt er, og þeir hafa veitt Túnisum allverulega aðstoð til að þeir gætu varizt yfirgangi Líbýumanna. Bandaríkjamenn láta sem þeir séu í vafa um heilindi Túnisa og hafa jafnvel gefið í skyn, að þeir kynnu að draga úr hemaðaraðstoðinni. Ekki er trúlegt að þeir geri al- vöru úr því. Það skiptir Banda- ríkjamenn án efa ekki minna máli en Túnisa' sjálfa að hafa að- stöðu á þessu svæði þó svo að Bandaríkjamenn sjái ekki lengur f Gaddafi þann ógnvald og áður og valdajafnvægið hafi því breytzt. Bandaríkjamenn ættu að skilja þörf Maghreb-ríkjanna fyrir að halda friðinn. Og því er tæpt að trúa að Bandaríkjamenn láti Túnis róa. (Heimild: Economist, o.fl.) i i. i & í. ',
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.