Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 22

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Antik Rýmingarsala Allt á að seljast. Húsgögn, speglar, lampar, málverk, postulín, kristall, nýr sængur- fatnaður, gjafavörur. Antikmunir, Grettisgötu 16, sími 24544. Opið frá kl. 12-18 virka daga. Laugardaga frá kl. 12-16. c 'tt' í C ' S m r yU' - 8 é Pú fyftir olnbogunum ró- lega upp og f ærir hend- umaruppogaftur. SiSan sveifUr þú höndun- um rólega fyrsl !i! vinstri ogstðan tilhægn. f f P i í 4 ± >á spennir þu greipar á Loks stigur þú oðrum fœri hnakfca og íætit hökuna fram.kreppiröfcklanflog ról«saa4brjósli hallarbolnumrólegayfir fótww. Við byrjum hvern dag i„ heilsumánuðinum “ með laufíéttum morg- unteygjum i Krínglunni kl. 9.30 undir stjórn Janusar Guðlaugsson- ar iþróttakennara. Þú getur gert þessar æf- ingar hér í Krínglunni með okkur eða hvar sem er. Þær eru sér- staklega ætlaðar vinnandi fólki: í búð- inni, frystihúsinu, í eldhúsinu, við tölvuna, rítvélina eða núna meðan þúlest Mogg- ann. Munið að gera þessar æfingar rólega og anda eðlilega á meðan. Dagskráin á „heilstutorgum “ Kringlunnar í dag, fimmtudag 21. janúar, er þannig að öðru leyti og munu þá eftir- taldir aðilar kynna starfsemi sina: KL 10-12: fólag ísl. snyrtlfræðlnga KI.1S-17: Féfag ísl. nuddara Kl. 16-17: DansstúdióDísu Kl. 15-18: Vlnnueftlrílt riklslns Kl. 14-19: HaUbrigðlseftlrllt Reykjavlkur og Hollustuvernd Kl. 14-18: ísl. tannfrmðlngar og Tannlæknafélag íslands Kl. 15-18: Landlæknisembættlð Kl. 15-18: Félagisl. melnatækna Kl. 15-19: Ljósmæðrafélag íslands Komdu viö og fáöu ráö og upplýsingar hjá scrfrctðingum um JiETRI HEiLSUÁ NÝJU ART' á „heilsutorgum" Kringlunnar. Starfsfólk Kringlunnar AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Gaddafi Ben Ali Chadli Stjórnvöld í Túnis tvístíg- andi vegna hugmynda um meiri samvinnu Maghreb Ýms teikn sjást nú á lofti um að vaxandi barátta sé yfirvofandi í Mag-hreb-ríkjum Norður-Afríku, þ.e. Túnis, Líbýu, Alsír og Marokkó. Sú barátta virðist einkum felast i því að fyrmefndu ríkin þijú geri með sér hálfgildings ríkjasamning, en láti Ma- rokkó róa. Þetta er einkum að frumkvæði Chadlis, forseta. Forystumenn Marokkós og Alsír sækjast þó báðir eftir eins kon- ar forystuhlutverki Maghrebs. Útlit er fyrir að togstreitan milli þeirra færist enn í aukana. Túnisar hafa litið svo á, að þeir ættu fremur samleið með Marokkó en Alsír, og því getur þetta orðið hið flóknasta mál. að er athyglisvert að Líbýu- menn hafa reynt að mæla til vináttu við Túnisa og Alsírmenn upp á síðkastið. Líbýumönnum er áfram um að gleyma Chad-ófam- aðinum og telja nú ráð að rækta hinn arabíska frændgarð á nýjan leik. Sá hængur er á því að enginn þjóðhöfðingja ofangreindra rílq'a er fjálgur aðdáandi Moammars Gaddafís. Nema síður væri. En lönd eins og Alsír og Túnis eiga ekki hægt um vik, vegna legu sinnar. Túnisar reyndu lengi vel að sýna umburðarlyndi. En sam- skiptin kólnuðu og síðan var á þau klippt þegar Gaddafí rak fyrir- varalaust úr landi þijátíu þúsund túniska verlcamenn árið 1985 og látið var hjá liða að greiða mönn- unum laun sem þeir áttu inni. Túnisar lokuðu landamærunum og flugsamgöngur milli landanna lögðust af. Gjörð Gaddafís mælt- ist svo illa fyrir hjá túnískum ráðamönnum og almenningi, að margir álitu að ekki myndi gróa um heilt. Túnískur almenningur er vestrænt þenkjandi og hófsam- ari en margar aðrar arabaþjóðir og auk þess að fordæma hryðju- verk Líbýumanna víða um heim tóku Túnisar óstinnt upp stöðuga gagmýni Gaddafis á Bandaríkin og Vesturlönd. Eftir árás Banda- ríkjamanna á Líbýu í apríl 1986 féllust Túnisar ekki á að fordæma Bandaríkjastjóm. Opinberlega var árásin „hörmuð", en annað var ekki sagt. Líbýumenn hótuðu Túnisum illu, en létu við það sitja. Eftir að Bourguiba var settur af hefur orðið breyting á ýmsum sviðum i Túnis. Nýr forseti, Zine Ben Ali, hafði gert sér grein fyrir því að efnahag8líf landsins var í rúst eftir stjómleysisár. Zine Ben Ali greindi löndum sínum og frá því að ekki dygði að hjakka í jrfír- lýsingum um lýðræði, prentfrelsi og stjómarskrárbreytingar, né heldur hiykki það nema skammt að hafa uppi skrúðyrði um félags- legar umbætur. Hann benti á að forgangsverkefni yrði að ná tök- um á efnahagsmálunum fyrst og fremst, jafnvel þótt það yrði á kostnað málefna sem Túnisar hafa vanizt að hafí forgang. En forsetanum var einnig um- hugað um að bæta með einhveiju móti sambúðina við grannríkin. Ben Ali kveðst vera raunsær og það hljóti hver maður að sjá að samskipti við grannríki verði að vera í viðunandi horfí. Því mun forsetinn hafa metið það svo að það væri Túnisum hagstætt að taka vel vinartilburðum Gaddafis. Og hefur enda borið þann árang- ur, að 70 þúsund verkamenn hafa fengið loforð um vinnu í Líbýu. Gaddafí hefur og heitið að greiða verkamönnunum, sem hann rak fyrirvaralaust úr landi, skaðabæt- ur. Þetta kemur öllum vel og minnkar hættu á miklu atvinnu- leysi í landinu í kjölfar efnahagsr- áðstafana stjómarinnar. Þó að Ben Ali hafí ákveðið að opna aftur dymar yfír til Líbýu er hann enn sagður á báðum átt- um hvað snertir tillögu ,Chadlis forseta Alsír um „Mikla Maghreb" og má enda sjá á þeirri hugmynd ýmsa vankanta fyrir Túnisa. Fjarri fer því að Chadli sé sátt- ur við Gaddafí, frekar en aðrir. En hann hefur mikla og sterka andúð á Marokkó og sú andúð er raunar landlæg f Alsír. Ástæðum- ar eru ýmsar, en fyrst og síðast snýst málið um valdabaráttu og hugmyndafræðilegan ágreining sem er ekki nýr af nálinni. Chadli hefur fengið Túnis og Máritaníu til að gera þríhliða vináttusamn- ing en sóttist ekki eftir að Líbýa væri með. Á hinn bóginn hentar það Alsír- stjóm að ýmsu leyti að hafa eðlileg skipti við Líbýu og Chadli telur að staða Gaddafís hafí veikst svo mjög, að hann muni upp frá þessu geta orðið viðráðanlegur í samvinnu. En tortryggnin er mikil á alla kanta. Og Túnisar em á varð- bergi gagnvart Alsírmönnum ekkert síður en Ubýu. Árið 1975, þegar Gaddafí skipulagði uppreist við landamærabæinn Gafsa, sá hann uppreisnarmönnum fyrir vopnum, en Alsírmenn léðu þeim land til þjálfunar. Að vísu var Alsír þá undir stjóm Houri Bo- umedienne. Túnisar eiga örðugt með að gleyma þessu. Chadli er að dómi Túnisa — og fleiri — áreiðanlegri — og að vísu mun litlausari — en fyrirrennari hans og hann hefur gert átak -í efnahagsmálum, sem lofa ber. Chadli nýtur ekki almannahylli en hann er praktískur og metnað- arfullur og vill veg Alsír meiri á vettvangi alþjóðamála. Hann hef- ur líka sýnt að hann er ekki jafn fjandsamlegur útlendingum og ráðamennn hafa verið þar á bæ. Ben Ali hefur að sögn reynt að bera sáttarorð milli Alsír og Marokkó, því að hann segir það ekki Túnisum í hag, að Marokkó einangrist; verði Marokkó skilið eftir úti í kuldanum kynnu Túnis- ar að verða upp á náð og miskunn Alsírmanna komnir og það óttast þeir svo í aðra röndina. Túnisar kysu allra helzt að Vestur-Evrópuþjóðir kæmu þeim til bjargar, til dæmis með því að veita framleiðsluvörum þeirra greiðari aðgang inn á markaði Evrópubandalagsins. En sem stendur eru ýmsar hindranir þar í vegi og ekki breytinga að vænta í bili. Þá er þess að geta að farið er að örla á gremju hjá mörgum Túnisum vegna gagnrýni vest- rænna ríkja á þá, eftir að þeir ehdumýjuðu stjómmálasambahd- ið við IJbýu. Túnisar era dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna og segja að engin breyting verði á því. Þeir segjast ekki kæra sig um afskiptasemi utanaðkomandi þjóða, þó svo að vinir eigi í hlut. Bandaríkjamenn hafa her- stöðvar í Túnis, eins og kunnugt er, og þeir hafa veitt Túnisum aliveralega aðstoð til að þeir gætu varizt yfirgangi Líbýumanna. Bandaríkjamenn láta sem þeir séu í vafa um heilindi Túnisa og hafa jafnvel gefið í skyn, að þeir kynnu að draga úr hemaðaraðstoðinni. Ekki er trúlegt að þeir geri aí- vöra úr því. Það skiptir Banda- rikjamenn án efa ekki minna máli en Túnisá sjálfa að hafa að- stöðu á þessu svæði þó svo að Bandaríkjamenn sjái ekki lengur í Gaddafí þann ógnvald og áður og valdajafnvægið hafí því breytzt. Bandaríkjamenn ættu að skilja þörf Maghreb-ríkjanna fyrir að halda ftiðinn. Og því er tæpt að trúa að Bandaríkjamenn láti Túnis róa. (Heimild: Economist, o.fl.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.