Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 25

Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 25 Freyr Þórarinsson „Mér þykja hins vegar vinnubrögð við gerð þessa fyrsta fréttabréfs afar gagnrýniverð og ekki til þess fallin að menn taki mikið mark á boðskapnum.“ sem fjallað er um samband milli vímuefnaneyslu unglinga og þess hve oft þeir eyða tómstundum með foreldrum sínum. Þessu fylgja tvö línurit sem eiga að sýna niðurstöður úr könnunum um þessi efni. Það er skemmst frá því að segja að þessi línurit hljóta í besta falli að vera slík oftúlkun á niðurstöðum að stappar nærri fölsun. Öll hin margvíslegu tengsl sem þar koma fram eru nefnilega fullkomlega beinar línur og þannig niðurstöður fást ekki í félagsfræðilegum könn- unum. Til viðbótar kemur að lárétti kvarðinn á þessum tveimur línurit- um er „kvalitatívur" en ekki „kvantitatívur" og það er ekki til siðs að sýna þannig niðurstöður með línutengslum, enda gefur það lesanda villandi hugmyndir um tölu- leg tengsl milli hinna mældu stærða. Miklu algengara og heiðar- legra er til dæmis að setja svona niðurstöður fram með súluritum. Þriðja dæmið tek ég af blaðsíðum 9 til 11, þar sem fjallað er um rann- sóknir landlæknisembættisins á lækningu psoriasis-sjúklinga með böðum í Bláa lóninu í Svartsengi. Ekki vil ég hætta mér langt út í það mál, en óneitanlega dettur leik- manni helst í hug að lækningamátt- ur lónsins sé sömu gerðar og sá kraftur sem stafar af dýrlinga- myndum og vígðu vatni. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar dregur landlæknir saman með svofelldum hætti: „Ljóst var af niðurstöðum rann- sóknarinnar að jákvæð fylgni er milli fjölda baða, heildarbaðtíma í klukkustundum og árangurs af böð- unum.“ Og svo: „Styðurþessi fylgni tilgátu um að áhrif séu í beinu hlut- falli við fjölda baða, en er hins vegar ekki tölfræðilega marktæk.“ Ef fylgnin er ekki marktæk hvemig styður hún þá tilgátuna? Var í al- vöru prófuð tilgáta um línulegt samband eða eru það bara skáldleg tilþrif að tala um að „áhrif séu í beinu hlutfalli"? Væri réttara að segja að núll-tilgátu um engan árangur verði ekki hafnað á grund- velli þessara gagna? Hér læt ég staðar numið, þótt sitthvað fleira megi tína til. Það er ekki samboðið virðingu landlæknis og embættis hans að bjóða almenn- ingi upp á svona óvísindalegt bull. Höfundur erjarðeðlisfræðingur. Fyrir skömmu héldu fimm ungir piltar hlutaveltu í Breiðholtinu í Reykjavík og gáfu ágóðann, 4.050 krónur, til Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík. Piltarnir heita, talið frá vinstri: Finnur Trausti Finnbogason, Kjartan Sverrisson, Arnar Steinn Friðbjarnarson, Sig- urvin Friðbjarnarson og Kári Sverrisson. Með þeim á myndinni er Ingvar Valdimarsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, sem tók við gjöfinni. Skrifstofutæknir Athyglisvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. I náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Ncmendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Næsta námskeið hefst 2. febrúar. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 TÖLVU F RÆÐSLAN Borgartúni 28 Hvað scgja þau um námskeiðið. % ýáSt Sólveig Krístjánsdóttir: Sídastliðinn vetur var ég við nám hjáTölvufræðslunni. Þessi tími er ógleymanlegur bæði vegna þeinrar þekkingar, sem ég hlaut og kemur mér mjög til góða þar sem ég starfa nú, svo og vegna andans sem þama rikti. Þetta borgaði sig. Sigríður Þórisdóttir: Mér hefur nýst námið vel. Ég er öruggari i starfi og m.a. feng- ið stöðuhækkun. Víðtæk kynn- ing á tölvum og tölvuvinnslu i þessu námi hefur reynst mér mjög vel. Maður kynnist þeim fjöimörgu notkunarmöguleikum sem tölvan hefur upp á að bjóða. Þetta nám hvetur mann einnig til að kanna þessa möguleika ogfærasérþáinyt. • sjjS’At, Jóhann B. Ólafsson: Ég var verkamaður áður en ég fór i skrifstofutækninámiö hjá Tötvufræðslunni. Ég bjóst ekki við að læra mikið á svo skömm- um tíma, en annaðhvort var það að ég er svona gáfaöur, eða þá að kennslan var svona góð (sem ég tel nú að frekar hafi verið), að nú er ég allavega orðinn að- stoðarframkvæmdarstjóri hjá íslenskum tækjum. Ég vinn svo til eingöngu á tölvur, en tölvur voru hlutir sem ég þekkti ekkert inná áður en ég fór i námið. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar cr hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn cr ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska SKEIFUNNI 15 SIMI 91-691600, 691610 Verð staðgr. 572.000 með ryðvörn. Átfa öra ryðvarnaróbyrgð Allar gerðir til afgreiðslu strax. Sýningarbllar í Volvosal. Opið íVolvosal mán. -fös. 9-18 laugardaga 10-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.