Morgunblaðið - 21.01.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.01.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Ráðstefnan um sjávarspendýr hefst í dag: Ráðstefnustað haldið leyndum í lengstu lög RÁÐSTEFNA 7 þjóða um nýtingu sjávarspendýra, stjóraun veiða á þeim og hugsanlega samvinnu þjóða, sem veiða hval og sel, hefst í Reykjavík í dag. Mikil leynd hvílir yfir ráðstefnunni og í öryggisskyni verður fundarstaður ekki gefinn upp fyrr en um hálfri stundu fyrir upphaf hans. Endanleg daksrá ráðstefnunnar verður heldur ekki gefin upp fyrr en við upphaf henn- ar. Þá verður ráðstefnan lokuð öðrum en sendinefndum þátttökuþjóðanna. Ráðstefnan hefst klukkan 9 árdegis með setningu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs- ráðherra. Að henni lokinni verður ráðstefnunni lokað og flutt framsöguerindi um stöðu mála. Síðdegis munu starfs- hópar fjalla um ákveðna þætti veiðistjómunar, rannsókna og hugsanlegrar samvinnu svo dæmi séu nefnd. Á föstudags- morgun skila starfshópar áliti og niðurstöður þeirra verða svo ræddar fram eftir degi. Helztu viðfangsefni ráðstefnunnar verða núverandi fyrirkomulag á stjómun veiða hvala og sela, vísindarannsóknir og veiðar í vísindaskyni, kynning á málstað hval- og selveiðiþjóða og hugs- anlegt samstarf þeirra. Þátttak- endur verða frá Noregi, Færeyjum, Sovétríkjunum, Jap- an og Kanada auk íslands. Áheymarfulltrúar verða frá Grænlandi. Fulltrúar frá Suð- ur-Kóreu og Alaska-Eskimóum hafa afboðað komu sína. Samkvæmt samtölum Morg- unblaðsins við ráðstefnufulltrúa telja menn ráðstefnu þessa fyrsta skrefíð á leið hvalveiði- þjóða til aukinnar samvinnu, meðal annars á kynningu á málstað sínum. Þeir búast ekki við ákveðinni niðurstöðu af ráð- stefnunni, heldur að menn stilli strengi sína saman og frekari fundahöld eða ráðstefnur geti síðan leitt til ákveðinnar niður- stöðu. í gærkvöldi snæddu ráð- stefnugestir kvöldverð í boði Steingríms Hermannssonar, ut- anríkisráðherra. Ráðstefnunni lýkur á morgun með boði sjáv- arútvegsráðherra. Paul Watson: 200 íslendingar hafa geng- ið til liðs við Sea Shepherd PAUL Watson, fyrrverandi formaður Sea Shepherd sam- takanna, sem er væntanlegur til landsins í dag, ætlar að krefja íslensk stjórnvöld afsökunar á þeim staðhæfingum að Sea Shepherd séru hryðjuverkasamtöku. Telur hann jafnvel koma til greina að höfða meiðyrðamál á hendur íslenskum stjóravöldum. Þetta kom fram í viðtali sem kanadiska CKVU-sjónvarpssstöðin átti við Watson 15. jan- úar sl. vegna ferðar hans til íslands. Watson sagðist koma hingað til lands til að hitta þá 200 íslendinga sem hefðu gengið til liðs við Sea Shepherd samtökin eftir að þau sökktu tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn. „Samtökin hafa ávallt tekið ábyrgð á gerðum sínum og við erum reiðubúin að taka afleið- ingum þeirra," sagði Paul Watson þegar hann var spurður hveiju hann ætti von á við kom- una til íslands, í ljósi þess að samtökin hefðu lýst yfír ábyrgð á því að tveimur hvalveiðiskipum var sökkt í Reykjavíkurhöfn í nóvembermánuði 1986. Watson taldi að miðað við ummæli sem höfð hefðu verið eftir íslenska dómsmálaráðherranum væru ekki uppi neinar ráðagerðir um að handtaka hann við komuna. Watson taldi það þó koma til greina að hann yrði handtekinn og yfírheyrður en taldi það vera vandkvæðum bundið fyrir íslensk stjómvöld að hafa hann í haldi. Þau hefðu vitað í rúmt ár hvemig hægt væri að komast í samband við samtökin en ekki lagt fram neinar kærur eða kall- að menn til yfírheyrslna. Það hefðu yfírvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada ekki heldur gert. Watson sagði ástæðu þess vera að hvalveiðar íslendinga væru brot á alþjóðlegum ákvörð- unum. Hann líkti Islendingum við sjóræningja og taldi veiðam- ar vera mjög niðurlægjandi fyrir þjóðina. „Eftir að við sökktum skipunum á íslandi höfum við fengið 200 manns til liðs við okkur þar. Ég fer til íslands til að tala til þeirra." Paul Watson var næst spurður hveiju sætti að hann hefði tafíð það svo lengi að fara til íslands fyrst hann væri reiðubúinn að taka afleiðingunum. Watson sagðist hafa staðið í bréfaskrift- um til íslenskra stjómvalda allt síðastliðið ár til þess að fá upp- lýsingar um ásakanir á hendur samtökunum en aldrei verið svarað. „Fyrst íslensk stjómvöld virðast ekki ætla að leggja fram neinar kærur verð ég að fara þangað og stilla þeim upp við vegg. Ég vil að þau biðjist afsök- unar á þeim staðhæfíngum að við séum hiyðjuverkasamtök þar sem engin hryðjuverkasamtök í heimi nota sömu vinnubrögð og við. Við meiðum ekki fólk. Við tökum ábyrgð á gerðum okkar og erum reiðubúin að taka af- leiðingunum," sagði Watson. Hann væri jafnvel reiðubúinn að höfða meiðyrðamál á hendur íslenskum stjómvöldum til að krefja þau afsökunar. Tímasetningu fararinnar sagði hann vera ákveðna með það fyrir augum að hún skarað- ist á við tímasetningu „leyni- fundar“ sem íslendingar hefðu boðað til. Dagskrá þessa fundar og staðsetning væru leyndarmál en tilgangurinn væri sá að setja á laggimar valkost við Alþjóða hvalveiðiráðið. Einungis hval- veiðiþjóðum hefði því verið boðið til fundarins og ættu Sovétríkin, Noregur, Japan, Færeyjar, ís- land og Kanada fulltrúa á fundinum. Ástæða þess að Kanadamenn sæktu fundinn sagði Watson vera að þeir hefðu sagt sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu árið 1981 þar sem þeim hefði ekki verið leyft að hefja hvalveiðar á ný. Þeir vonuðust nú til þess að slíkt leyfí fengist með tilstuðlan þessara nýju samtaka. Hvalveiðar hefðu dregist sam- an um 90% síðustu tíu árin, sagði Watson aðspurður, og taldi hann það vera vemdunarsamtökum að þakka. Japanir hefðu þó í byijun janúarmánaðar sent hvalveiðiskip til Suðurheims- skautsins til að veiða 350 hrefnur, íslendingar ætluðu að veiða 200 hvali á þessu ári og einnig væm hvalveiðar að hefj- ast við Azor-eyjar. Norðmenn stunduðu hvalveiðar undan strandlengju sinni og Sovétmenn ætluðu að veiða um 200 hvali sem nota ætti í minkafóður í Síberíu. Lögreg’lan gætir ör- yggis ráðstefnugesta „LÖGREGLAN mun að sjálf- sögðu hafa eftirlit vegna ráðstefnu hvalveiðiþjóðanna, en ég get auðvitað ekki gefið upp hvemig þvi eftirliti verður háttað," sagði Böðvar Braga- son, lögreglustjóri í Reykjavík, þegar hann var inntur eftir því hvort lögreglan væri með sér- stakan viðbúnað vegna ráð- stefnunnar. Böðvar sagði að hugsanlegt væri að lögreglan hefði stöðuga gæslu við hótelið þar sem ráð- stefnugestir búa. „Það er hins vegar ekki það klókasta að láta uppi hvar og hvemig gæslu er háttað," sagði hann. „Lögreglan fylgist með því að enginn óvið- komandi sé að þvælast 1 kringum ráðstefnugestina. Þegar slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar höf- um við verið með eftirlit og sama er uppi á teningnum nú,“ sagði hann. „Það skiptir engu hvaða mál er verið að fíalla um á ráð- stefnum, heldur gætum við öryggis allra gesta." Morgunblaöið/Emilía Á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld verða haldnir í Háskólabíói siðustu tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands á fyrra misseri. Þessi mynd var tekin af stjómandan- um Guido Ajmone-Marsan og sellóleikaranum Ralph Kirshbaum sem leikur einleik með hljómsveitinni, á æfingu i gær. Fyrstu tónleikar siðara misseris verða 4. febrúar og stendur endurnýjun áskriftar- korta nú yfir i Gimli við Lækjargötu. Raf orkunotkun jókst um 7,5% ALMENN raforkunotkun jókst á síðasta ári um 7,5% frá árinu 1986, og er það mun meiri aukning á raforkunotkun en oftast hefur ver- ið siðastliðin tiu ár. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu Orkustofn- unar um raforkuvinnslu og raforkunotkun á árinu 1987. Raforkuvinnsla á árinu 1987 var 4.153 GWh (1 GWh jafngildir 1 milljón kílówattstunda) og hafði aukist um 2,3% frá árinu 1986. Er það talsvert minni minni aukning en á milli áranna 1985 og 86 var aukningin 5,7%. Megnið af raf- magninu kemur úr vatnsorku, 3.915 GWh, en 234 GWh kemur úr jarðvarma og 4 GWh úr elds- neyti. Raforkunotkunin, að orkutapi meðtöldu, skiptist þannig að til stór- iðju fer rúmur helmingur, eða 2.164 GWh og 1.989 GWh fer til almennr- ar notkunar. Almenn raforkunotk- un jókst um 3,9%, en þess ber þó að gæta að notkun, sérstaklega húshitun, er háð útihitastigi, sem er síbreytilegt frá ári til árs. Þegar búið er að leiðrétta tölur með tilliti til veðurfarsins sem á síðasta ári var hlýrra en undanfarin ár, kemur í ljós að almenn raforkunotkun hef- ur aukist um 7,5% frá árinu á undan. Þetta er mun meiri aukning er verið hefur sl. tíu ár, ef breyting- in’ milli áranna 1981 og 1982 er undanskilin en raforkuskortur árin 1980 og 1981 hafði áhrif á vöxt notkunar á þeim árum. í frétt Orku- stofnunar kemur fram að þessi mikla aukning á almennri raforku- notkun endurspeglar þróun efna- hagslífs hér á landi undanfarin ár, jafnframt sem gera má ráð fyrir að lækkun raforkuverðs skipti tals- verðu máli. Raforkunotkunin á síðasta ári reyndist 20 GWh meiri á síðasta ári en gert var ráð fyrir í raforku- spá orkuspámefndar sem út kom á árinu 1985, og hafa tölur þá verið leiðréttar með tilliti til áhrifa hita- stigs. Niðurskurði á fram- lögum til Listskreyt- ingasjóðs mótmælt Listskreytingasj óður varð átund- an, segir menntamálaráðherra Listskreytingasjóður íslands fékk úthlutað 5 milljónum króna á fjárlögum fyrir árið 1988, en hefði átt að fá samkvæmt lögum um sjóðinn tæpar 19 miUjónir króna. Stjórn Sambands íslenskra mynd- listarmanna hefur lýst yfir furðu sinni á meðferð fjárveitinganefndar og Alþingis á lögum um Listskreytingasjóð og mótmælir harðlega niðurskurði á fjárframlögum til í yfirlýsingu Sambands íslenskra myndlistarmanna kemur m.a. fram að í lögum um Listskreytingasjóð sé kveðið á um að markmið sjóðsins sé að fegra opinberar byggingar með listaverkum. Tekjur sjóðsins eru árlegt framlag ríkisins sem „...nemur 1% álagi á samanlagðar fíárveitingar ríkissjóðs í A-hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem ríkissjóður stendur að einn eða með öðrum..." Af fylgisskjölum fjárlaga megi ráða að fíárveitingar til opinberra bygginga á árinu 1988 séu áætlað- ar 1.890 milljónir króna og ætti því fjárframlög til sjóðsins samkvæmt því að nema 18,9 milljónum króna. Samkvæmt fíárlögunum fær sjóð- urinn nú tæpleg 1/4 hluta þess íjármagns, eða 5 milljónir króna. Að lokum segir:„Stjóm Sam- bands íslenskra myndlistarmanna telur þennan stórfellda niðurskurð aðför að hagsmunum myndlistar- manna og ekki síður aðför að því menningarframtaki sem lög um Listskreytingasjóð ríkisins eru. Listskreytingasjóði ríkisins er með slíku smánarframlagi gert ókleift að sinna því hlutverki sem sjóðnum er ætlað.“ Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sú upphæð sem runnið hefur til sjóðsins sam- kvæmt fjárlögum hafí sjaldnast náð því marki sem lögin um Listskreyt- ingasjóð segja til um. Allflestir menningarliðir fjárlagafrumvarps- ins hefðu hækkað, en Listskreyt- ingasjóður hafi orðið útundan af einhveijum ástæðum. „Fjárlögin eru nú samþykkt og afgreidd og engin fyrirsjáanleg breyting verður á þeim á þessu ári,“ sagði ráðherrann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.