Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 27
MORGU NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 27 Bretar banna bólstrunar- svamp vegna eiturgufa Svipaðar reglur í undirbúningi á Norðurlöndum SKÖMMU eftir áramót bönnuðu Bretar notkun algengustu teg- unda polyuretansvamps í húsgagnagerð. Slikan svamp er að finna í mörgum gerðum bólstraðra húsgagna. Samkvæmt fréttum í blaðinu The Times kemur bannið í kjölfar herferðar slökkviliðs- manna og almennings en talið að þar í landi megi rekja '/2- 2/s hluta þeirra 6-800 dauðsfalla, sem verða þar i eldsvoðum á ári hveiju, til eiturgufa, kolsýrings og blásýru, sem myndast við bruna þessara efna. Svampur af þessari gerð er mikið notaður hérlendis og er að finna í mörgum gerðum innlendra jafnt og innfluttra húsagagna. Engar reglur eða staðlar mæla fyrir um hvernig þessum málum skuli varið hérlendis. Eftir gildistöku reglnanna er einungis leyfð í Bretlandi ný teg- und „tregtendranlegs“ svamps sem framleiðsla er nýhafin á ytra. Svampur eins og sá sem Bretar hafa nú bannað er mikið notaður í framleiðslu húsgaga hér á landi og er auk þess að finna í miklu af þeim innfluttu húsgögnum sem hér eru á markaði. Engar reglur eða opinberir staðlar eru til hér- lendis um meðferð efna sem þessara. Hins vegar er nú unnið að því á Norðurlöndunum, að sögn Bergsteins Gizurarsonar bruna- málastjóra að undirbúa hliðstæðar reglur og Bretar hafa sett og má búast við að þegar þær liggi fyrir verði þær staðfærðar og veitt lagagildi hérlendis. „Við höfum fylgst vel með þessu máli og ég tel að þetta sé það sem koma skal hérlendis en stofnunin er fá- liðuð og setning reglna sem þessara krefst mikils undirbún- ings. Við verðum að láta okkur nægja að fylgjast vel með því sem nágrannaþjóðimar aðhafast og nýta þeirra undirbúningsvinnu í okkar þágu,“ sagði Bergsteinn Gizurarson brunamálstjóri. „Breytingar í þessa átt þýða einhveijar fjárfestingar fyrir okk- ur en ekki ýkja miklar, aðalmálið er hvort okkar viðskiptaaðilar geti séð okkur fyrir þessu nýja hráefni. Um er að ræða efni senr hafa verið að ryðja sér til rúms á undanfömum ámm, en við getum væntanlega framleitt þessa teg- und ef við fáum aðgang að hráefninu. sagði Halldór Snæland forstjóri hjá Pétri Snæland h/f, sem framleiðir 90% af þeim svampi sem framleiddur er hér- lendis. Fyrirtæki hans hefur enn ekki framleitt þessa ákveðnu gerð af „tregtendranlegum, eftirgefan- legum polyuretan svampi". „Það er mikið af hættulegum efnum á markaði og eðlilegt að reynt sé að byrgja bmnnina en það er hægt að gera með ýmsu móti. Til skamms tíma snemst umræð- ur á Norðurlöndum um að klæða svampinn með eldheldu áklæði en eftir þessu að dæma virðist málið hafa tekið nýja stefnu.Ég býst við að þetta geti þýtt í kringum 15- 20% verðhækkun á svampi frá okkur," sagði Halldór, „þessi hráefni em dýrari og við þurfum að gera ákveðnar breytingar á tækjabúnaði okkar. Hingað til hefur nánast eingöngu verið not- aður innlendur svampur við framleiðslu á húsgögnum hérlend- is. „Með því að halda aftur af verð- hækkunum hefur tekist að halda innflutningi í skeQum. Hins vegar getur bann sem þetta vissulega opnað dymar fyrir innfluttan svamp þar sem stórar erlendar verksmiðjur með margþætta framleiðslu eiga væntanlega auð- veldara með að aðlagast breyting- um af þessu tagi og gætu verið ódýrari, bæði vegna flutnings- kostnaðar og hagkvæmari magninnkaupa, sagði Halldór Snæland." íslendingar í Líbanon: Ræddu tvívegis við Gemayel forseta MICROSOFT HUGBÚNAÐUR Morgunblaðið/Sverrir Róbert Amfinnsson í hlutverki Max i „Heimkomunni". Sýningum á Heimkomunni fer fækkandi SÝNINGUM P-leikhópsins á „Heimkomunni" eftir Harold Pinter í Gamla Bíói lýkur í næstu viku og eru aðeins 6 sýningar eftir. Síðasta sýningin verður 28. janúar en leikritið var frumsýnt þann 6. janúar. í „Heimkomunni" segir frá bræðrunum Sam og Max og sonum Max, Lenna Jóa og Tedda. Fjallar leikritið um viðbrögð þeirra er Teddi kemur heim frá Bandaríkjunum með eiginkonu sína, Rut. Leikarar í sýningunni eru Rúrik Haraldsson, Róbert Amfinnsson, Hjalti Rögnvaldsson, Halldór Bjömsson, Hákon Waage og Ragn- heiður Elva Amardóttir. ÞEIR Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans, og Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf., hafa dvalist i kristna hluta Líbanons undanfarna daga. Hafa þeir meðal annars tvívegis rætt við Amin Gemayel, forseta Líbanons. Ferð þeirra til landsins tengist því, að Valur hefur tekið að sér að vera ræðismaður Líbanons á Islandi. MENNT ER MÁTTUR Ræðismaður íslands í Líbanon er Francois Jabre, sem er áhrifa- maður í viðskiptalífi landsins og býr í kristna hluta þess. Þrátt fyrir styijaldarástand í landinu og tölu- verða óvissu um stjóm innanlands- mála, hafa stjómvöld í Beirút lagt höfuðkapp á að rækta tengsl við önnur ríki og halda úti utanríkis- þjónustu, starfrækja Líbanir 60 sendiráð í jafnmörgum löndum og eiga kjörræðismenn um heim allan. Valur Valsson tók nýlega að sér að sinna starfi kjörræðismanns fyr- ir Líbanon hér á landi. Af því tilefni tók hann sér ferð á hendur til lands- ins. Þegar á reyndi tókst Morgun- blaðinu ekki að hafa símasamband við Líbanon en unnt er að skiptast á orðsendingum við ræðismann ís- lands á telex. í kristna hluta landsins, þar sem forsetinn hefur aðsetur en hann er af kristnum trú- flokki Maróníta, hafa ekki verið veruleg vandræði vegna hemaðará- taka síðan í febrúar 1987. Ein helsta leiðin til að komast til þessa hluta landsins er að fara um Kýp- ur, til dæmis fljúga þangað og fara síðan með skipi til hafnarborgar fyrir norðan Beirút. Sveitir PLO eða stuðningsmenn þeirra hafa ráðið svæðinu umhverfis alþjóðaflugvöll- inn í Beirút. Kristnir menn hafa verið með það á döfinni að heija alþjóðlegt flug frá herflugvelli í þeim hluta landsins, sem þeir ráða, og hafa íslenskir aðilar komið þar við sögu. Úr þeim áformum hefur ekkert orðið. GP SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 VATNS- MIÐSTÖÐVAR Afkastamlklar Henta vel í flutningabíla sendibíla og vinnuvélar. Byrjendanámskeið á PC tölvur Kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast hinum frábæru kostum PC- tölvanna, hvort heldur sem er, í leik eða starfi. Leiðbeinandi DAGSKRÁ * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WordPerfect. * Töflureiknirinn Multiplan. * Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson tölvnnarfræðingur. '—oUsg; rrrrim TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartýni 28. Tími: 26. og 28. janúar og 2. og 4. febrúar kl. 20-23 Upplýsingar og inn- ritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.