Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Afvopnunarsáttmáli risaveldanna: Virtir sérfræðingar segja samninginn meingallaðan Ingvar Carlsson hvetur til frekari afvopnunar London, Stokkhólmi, Reuter. í SKÝRSLU 15 virtra sérfræðinga í vígbúnaðarmálum, sem birt var i gær segir að alvarlegir vankantar séu á samningi risaveldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkueldflauga á landi , sem þeir Ronald Reagan Bandarikjaforseti og MíkhaU S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi undirrítuðu í Washington í síðasta mánuði. Hvetja sér- fræðingarnir tíl þess að sáttmálinn verði tekinn til endurskoðunar í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem lögum samkvæmt þarf að stað- festa hann áður en hann tekur gildi. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í Stokkhólmu i gær að samningurínn værí ekki sérlega mikilvægur nema frekarí afvopnun- arsáttmálar yrðu undirrítaðir í kjölfar hans. í skýrslu sérfræðinganna 15 sem Bandaríkjaþings til að leiðrétta þá. birt var í lok þrigja daga ráðstefnu „Alþjóðlega öryggisráðsins" en svo nefnast samtök fyrrum háttsettra hermálasérfræðinga, stjórnmála- manna og fræðimanna, sagði að enginn þeirra væri ánægður með samninginn eins og hann hefði ver- ið undirritaður og væru gallarnir raunar það alvarlegir að full ástæða væri til að hvetja öldungadeild Skákmótið í Wijk aan Zee: Karpov og Andersson efstir KARPOV komst f gær upp að hlið Anderssons á stórmótinu i Wijk aan Zee í Hollandi. Karpov vann Ljubojevic á meðan Andersson gerði jafn- tefli við Híibner. Önnur úrslit í 10. umferð urðu þau að Hansen og Farago, Nik- olic og Sosonko, Agdestein og Van der Wiel, og Van der Sterr- en og Tal sömdu állir um jafntefli í sinum skákum. Piket vann skák sína við Georgiev. Staðan nú þegar þrjár um- ferðir eru eftir er sú að Karpov og Andersson eru efstir og jafnir með 7 vinninga. Næstir koma Farago og Georgiev með 5V2 vinning. I 5.-7. sæti eru Agde- stein, Tal og Höbner með 5 vinninga. í 8.-12. sæti eru Van der Wiel, Sosonko, Piket, Nikolic og Hansen með 4V2 vinning. Ljubojevic er í 13. sæti með 4 vinninga og Van der Sterren rek- ur iestina með 3 vinning. Á meðal þeirra sem tóku þátt í gerð skýrslunnar má nefna Richard Perle, fyrrum aðstoðarvarnarmála- ráðherra Bandarikjanna, og Joseph Luns, fyrrum framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. William van Cleave, bandarískur háskólakennari í herfræðum, sagði að í samningnum væri einungis kveðið á um bandariskir eftirlits- menn mættu rannsaka skotstaði þar sem Sovétmenn segðu að flaug- ar af gérðinni SS-20 væru tiltækar. Hins vegar Sovétmönnum væri í lófa lagið að koma fyrir langdræg- um eldflaugum af gerðinni SS-25, sem samningurinn tekur ekki til, á stöðum, sem ætlaðir væru meðal- drægu SS-20 flaugunum. Þar með gætu Sovétmenn komið ákveðnum skotstöðum undan eftirliti. „Að auki eru ljósmyndir sem Sovétmenn hafa komið á framfæri af SS-20 eld- flaugum greinilega falsaðar og enn er ekki fyllilega ljóst hversu margar flaugar þeir hafa tiltækar," sagði van Cleave. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í gær að afvopnunarsáttmálinn hefði harla litla þýðingu einn og sér og hvatti risaveldin til að ganga til frekari samninga um fækkun kjarnorku- vopna. A morgun hefst í Stokkhólmi fundur samstarfshóps sex þjóðar- leiðtoga þar sem rætt verður um næstu skref í afvopnunarmálum. Fundinn sitja Ingvar Carlsson, Rajiv Gandhi, forsætisraðherra Ind- lands, Andreas Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, Julius Nyerere, fyrrum forseti Tansaníu, Miguel de Ja Madrid, forseti Mexí- kó, og Dante Caputo, utanríkisráð- herra Argentínu í fjarveru Alfonsíns, forseta iandsins, sem neyddist til að hætta við að sækja fundinn vegna ótryggs ástands í Argentínu. I fréttatilkynninmgu sem Morg- unblaðinu hefur borist segir að samtök sem nefnast „Samtök þing- manna um alheimsátak", en forseti þeirra er Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, hafi átt frumkvæði að stofnun sam- starfshóps þjóðarleiðtoganna sex. I frétt Jíetfters-fréttastofunnar segir að þjóðarleiðtogarnir sex hyggist í dag, fimmtudag, birta yfirlýsingu þar sem hvatt verði til þess að allar kjarnorkutilraunir verði bannaðar auk þess sem lagt verði bann við tilraunum með varn- arbúnað gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Israel: Reuter ísraelskir hermenn á eftirlitsferð um mannlausar götur og lokaðar verslanir í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu i gær. Útgöngubanni var aflétt f eina klukkustund siðdegis i gær svo kon- ur gætu keypt nauðsynjavörur. Þrír palestínskir skæruliðar falla í bardaga við hermenn Hermenn slasa 52 Palestínumenn með bareflum Gaza, Sfdon, Líbanon. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn börðu 52 Palestfnumenn með bareflum í flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu á þriðjudagskvöld, skðmmu eftir að Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra fsraels, sagði að beitt yrði barsmiðum til að bæla niður óeirðir Araba, að sögn erindreka Sam- einuðu þjóðanna. Þá var greint þvf að þrír palestínskir skæruliðar hefðu fallið f bardaga við fsraelska hermenn skammt fyrír innan landamærí ísraels í gær, en Frelsissamtökum Palestínumanna, PLO, og ísraelum greinir á um hvort mannf all hef ði orðið f röðum ísraela. af við þá á stuttu færi," bætti tals- maðurinn við. Hann sagði að skæruliðarnir hefðu verið með sprengiefni og að enginn vafi væri á því að ætlun þeirra hefði verið að gera „grimmilega árás" á ísra- ela. Angela Williams, erindreki Sam- einuðu þjóðanna, sagði að heilsu- gæslumiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Jabalya-flóttamannabúðunum hefði fengið 52 menn til meðferðar vegna alvarlegra barsmíða á þriðju- dagskvöld og 5 þeirra hefðu þurft að fara á sjúkrahús. Steve Weiz- man, fréttaritari Reuters, sá ísra- elska hermenn beita kylfum, sparka í hurðir, draga unglinga út úr hús- unum og neyða þá til að fjarlægja götuhindranir í Kadurah-búðunum í Ramallah. Palestínumenn köstuðu steinum, kveiktu í hjólbörðum, lok- uðu götum og börðust við herjnenn og Jögreglumenn í þorpum og flóttamannabúðum í grennd við Jerúsalem og Ramallah í gær. Mahmoud al-Hassan, talsmaður Frelsissamtaka Palestínumanna, sagði í gær að palestínsku skærulið- arnir sem börðust við ísraelska hermenn hefðu látist í bardaganum. Þeim hefði tekist að komast í gegn- um gaddagirðingu óg inn á her- numda svæðið, en ísraelskir hermenn hefðu orðið þeirra varir og veitt þeim eftirför. Að sögn al- Hassans varð mikið mannfall í röðum ísraelanna. Talsmaður ísra- elsku stjórnarinnar sagði hins vegar að aðeins einn af þeim tíu ísraelsku hermönnum, sem tekið hefðu þátt í bardögunum, hefði særst. „Við hófum skothríð á þá og gerðum út Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu: Framhald viðræðna um hef ð- bundinn herafla í brennidepli Vln, Reuter. VIDRÆDUR á vettvangi Ráðstefnu um öryggi og samvinnu f Evrópu (CSCE.RÖSE) hefjast á ný á morgun, föstudag. Skili þessi lota viðræðnanna árangrí kann að fara svo að ríki austurs og vesturs nái samkomulagi um nýjar viðræður um fækkun hins hefðbundna herafla allt frá Atlantshafi til Úralfjalla. Agreining- ur um mannréttindamál kann þó að koma f veg fyrir tilætlaðan árangur. Fulltrúar 35 ríkja sitja Ráð- stefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu en ráðstefnan hefur tvívegis verið framlengd. Um- ræðuefnin eru einkum hernaðar- legur stöðugleiki, efnahagssam- vinna Evrópuríkja og mannréttindamál. Að undanförnu hafa fulltrúar Varsjárbandalagsins og Atlants- hafsbandalagsins rætt sín á milli um að hafnar verði nýjar viðræður um niðurskurð hins hefðbundna herafia allt frá Atlantshafi til Úralfjalla sem komið geti í stað MBFR-viðræðnanna um jafna og gágnkvæma fækkun herja sem staðið hafa yfir í tæp 15 ár og engum árangri skilað. NATO- ríkin gera það að skilyrði fyrir þessum nýju viðræðum að Ráð- stefna um öryggi og samvinnu í Evrópu skili einhverjum árangri °g leggja þau sem fyrr einkum áherslu á mannréttindabrot stjórnvalda í Sovétríkjunum. Dagskrá og fyrirkomulag nýju viðræðnanna hefur enn ekki verið ákveðið og sagði Stephen Ledog- ar, formaður sendinefndar Bandaríkjanna f síðustu viku, að enn væru ákveðin ágreiningsefni óleyst. Alvaralegasta deiluefnið varðar þá kröfu austantjaldsríkj- anna að viðræðurnar taki til vopna, sem geta bæði hýst hefð- bundnar sprengjuhleðslur og kjarnorkuhleðslur. NATO-ríki telja að einskorða beri viðræðurn- ar við hinn hefðbundna herafla. Þá hefur ekki enn náðst samstaða um hvað skilgreiningin „frá Atl- antshafi til Uralfjalla" merki í raun og enn er deilt um á hvaða stigi viðræðnanna eigi að hefja umræður um flugheri ríkjanna Ledogar kvaðst engu að síður bjartsýnn um að bráðlega yrðu þessu deilumál úr sögunni en til þess þyrfti að liggja fyrir áþreif- anlegur árangur af viðræðum á vettvangi RÖSE. Upphaflega var stefnt að því að ráðstefnunni Iyki í júlí á síðasta ári en nú er áform- að að slíta viðræðunum í apríl á þessu ári. Ráðgert er að 23 aðildarríki Varsjárbandalagsin og NATO taki þátt í viðræðum um fækkun her- afla allt frá Atlantshafi til Úral- fjalla. Full þörf er talin á nýjum umræðuvettvangi þar sem MBFR-viðræðurnar hafa engum árangri skilað. Á þeim vettvangi hefur verið rætt um niðurskurð herafla í Mið-Evrópu og engin niðurstaða fengist. Þá hefur það einnig spillt fyrir gangi viðræðn- anna að Frakkar, sem taka ekki þátt í sameiginlegum vörnum Atl- antshafsbandalagsins, neituðu strax í upphafi að taka þátt $ þeim. Með nýju viðræðurnum sem nefnast munu „Viðræður um stöð- ugleika á sviði hefðbundins herafla" vonast menn til að unnt verði að sniða helstu vankantana af MBFR-viðræðunum. Viðræð- urnar munu bæði taka til mun stærra landsvæðis auk þess sem Frakkar hyggjast taka þátt í þeim þar eð þær verða í beinu fram- haldi af RÖSE-viðræðunum. Sovétríkin: Þaggað nið- ur í heiðar- legum lög- reglu- foringja Moskvu. Reuter. PRA VDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins hefur sagt f rá þvf að dugmikill lögreglufor- ingi borinn röngum sðkum hafi veríð dæmdur f tveggja ára fang- elsi til þess að hann kæmi ekki upp um misferli opinberra'emb- ættismanna. Rannsókn á vegum eftírlitsnefndar miðstjórnarinn- ar leiddi f Ijós að starfsmenn leyniþjónustunnar KGB í Úkr- aínu og dómsmálayfirvöld og innanrfkisráðuneytið f Moskvu tóku hðndum saman um að þagga niður f manninum sem rannsak- aði stuld á eignum rikisins. ¦ A.V. Malísjev sem starfaði á vegr um innanríkisráðuneytisins sat inni í tvö ár sakaður ranglega um að hafa þegið mútur. Starfsmenn KGB í Odessa misþyrmdu honum að sögn og beittu hann sálrænum þvingun- um. Ekki er greint frá því í Prövdu hvers vegna svo mikilvægt var að þagga niður í Malísjev en ýmislegt þykir benda til að hann hafi komist á snoðir um misferli ýmissa opin- berra starfsmanna. Stjórnmálaskýrendur segja að málið gæti komið sér illa fyrir flokksformanninn í Úkraníu, Vlad- imír Sjernitskí, en hann á einnig sæti í Stjórnmálaráðinu. Hann er sá eini af núverandi valdamönnum landsins sem stóð í nánum tengslum við hinn látna leiðtoga, Leoníd Brez- hnev. Undanfarið hefur ýmislegt komið í dagsljósið sem varpar skugga.á minningu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.