Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 29 Haiti: Asakanir um víð- tæk kosningasvik Port-au-Prince. Reuter. EINN af sigurstranglegustu fram- bjóðendunum f forsetakosningun- um á Haiti, Gerard Philippe- Auguste, hefur sagt að hann muni gera opinberar sannanir fyrir svikum f kosningunum á sunnu- daginn var verði hann ekki útnefndur sigurvegari. Hann hef- ur lofað sáttfúsri stjórn komist hann til valda. Philippe-Auguste sakar helsta keppinaut sinn Leslie Manigat um að hafa stundað kosningasvik. Mani- gat neitar öllum slíkum ásökunum. Enn hafa engar tölur um úrslit verið birtar og er ekki búist við þeim fyrr en eftir viku en erlendir stjórnarer- indrekar í landinu og aðrir sem með kosningunum fylgdust segja þær með öllu ómarktækar. Nægi að benda á að einungis 10% atkvæðis- bærra manna hafí tekið þátt í kosningunni. Einn stjómarerindreki kallaði kosningamar „ótrúlegan skopleik". Stjómvöld í Kanada sem ásamt með Bandaríkjastjóm hafa veitt fé til aðstoðar Haitibúum segja að þau taki ekki mark á kosningunum og samskiptin við núverandi herstjóm verði endurskoðuð. Bandaríkjamenn segjast munu starfa með hvaða stjóm sem ofan á verður en frekari Qárhagsleg aðstoð sé algerlega úti- lokuð uns lýðræði komist á. í Miami í Bandaríkjunum hefur verið réttað í máli tveggja útlægra Haitibúa gegn fyrrum einræðisherra í landinu, Jean-Claude Duvalier. Málið var höfðað fyrir hönd þjóðar Haiti. og voru henni dæmdar 500 milljónir dala í skaðabætur fyrir að hafa verið mergsogjn af einræðis- herranum og flölskyldu hans. Dómari í málinu úrskurðaði einnig að allt það þýfi sem einhvem tíma yrði gert upptækt úr hirslum Duvaliers yrði sett í sjóð til styrktar hinni fátæku þjóð. SÉRTILBOÐ + TOLLALÆKKUN Nú er tíminn til að fó sér FRYSTISKÁP. Electrolux Úrval af útlitsgölluðum H]l á frábœru verði. frystiskápum DÆMI: Frystiskápur H155 - 270 L 53.510.- afsláttur v. útlitsgalla 10.230.- tollalœkkun 3.500.- 39.780,- Nú 35.802.- stgr. Elie Wiesel (lengst til vinstri) friðarverðlaunahafi setur ráðstefnu 75 nóbelsverðlaunahafa um vandamálin sem steðja að mannkyninu. Næstir honum sitja Laurence Klein hagfræðingur og Jean Dausset handhafi nóbelsverðlauna í læknisfræði. Nóbelsverðlaunahafar þinga í París: Erum farþegar í lest sem stefnir fram af gjárbarmi - segir Elie Wiesel París. Reuter. SJÖTÍU og fimm af helstu vísindamönnum, mannvinum, rit- höfundum og hagfræðingum heims — allt nóbelsverðlaunahaf- ar — hittust í París á þriðjudag til að ráðgast um helstu vanda- mál þessa heims er 21. öldin nálgast. Gestgjafar í París eru þeir Elie Wiesel handhafí friðarverðlauna Nóbels árið 1986 og Francois Mitt- erand Frakklandsforseti. í ræðu við setningu raðstefnunnar í Elysee- höll sagði Mitterand meðal annars: „Tuttugusta öldin hefur verið und- arleg og oft á tíðum hræðileg. Hún gat af sér Auschwitz, brúnstakka og gróðureyðingu en einnig pens- illín, ferðir út í geiminn og grænu byltinguna. Morgundagurinn verð- ur æ ólíkari gærdeginum vegna þess að stærstu ákvarðanir eru smátt og smátt teknar í rannsókn- arstofum vísindanna en ekki meðal stjómmálamanna." Elie Wiesel sagði þegar hann útskýrði viðfangsefni ráðstefnunn- ar: „Við erum öll farþegar í lest sem stefnir fram af gjárbarmi. Við get- um ekki skipt um lest svo eina ráðið er að stöðva hana." Kork*o*Plast GÓLFFLÍSAR STÓRK0STLEG VERDLÆKKUN HÖFUM LÆKKAÐ VERÐ Á ÖLLUM| ELDRI BIRGÐUM KORKOPLAST GÓLF-; FLÍSA OG ANNARA WICANDERS KORKVARA TIL SAMRÆMIS VIÐ NÝJU TOLLALÖGIN. litið inn og kaupið ódýrt. Pi Þmj&jRjN'SSQftl Ármúla 16 — Reykjavlk RUT MEÐ NA‘ Stærð: Efni: 150x195 Fura BORÐUM OG DYNUM Staðgreitt: Lánakjörmeðvöxtum Kr.41.760,- Kr. 5.000,-út og Ca. kr. 4.300,- í 10 mánuði GRENSASVEGI 3 SIMI 681144. SANDRA MEÐ NÁTTBORÐUM OG DÝNUM Stærð: Efni: Staðgreitt: Lánakjörmeðvöxtum: 150x195 Beyki Kr. 69.000,- 7.500,- útog Ca. kr. 7.550,- í 10 mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.