Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 29

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 29 Haiti: Asakanir um víð- tæk kosningasvik Port-au-Prince. Reuter. EINN af sigurstranglegustu fram- bjóðendunum f forsetakosningun- um á Haiti, Gerard Philippe- Auguste, hefur sagt að hann muni gera opinberar sannanir fyrir svikum f kosningunum á sunnu- daginn var verði hann ekki útnefndur sigurvegari. Hann hef- ur lofað sáttfúsri stjórn komist hann til valda. Philippe-Auguste sakar helsta keppinaut sinn Leslie Manigat um að hafa stundað kosningasvik. Mani- gat neitar öllum slíkum ásökunum. Enn hafa engar tölur um úrslit verið birtar og er ekki búist við þeim fyrr en eftir viku en erlendir stjórnarer- indrekar í landinu og aðrir sem með kosningunum fylgdust segja þær með öllu ómarktækar. Nægi að benda á að einungis 10% atkvæðis- bærra manna hafí tekið þátt í kosningunni. Einn stjómarerindreki kallaði kosningamar „ótrúlegan skopleik". Stjómvöld í Kanada sem ásamt með Bandaríkjastjóm hafa veitt fé til aðstoðar Haitibúum segja að þau taki ekki mark á kosningunum og samskiptin við núverandi herstjóm verði endurskoðuð. Bandaríkjamenn segjast munu starfa með hvaða stjóm sem ofan á verður en frekari Qárhagsleg aðstoð sé algerlega úti- lokuð uns lýðræði komist á. í Miami í Bandaríkjunum hefur verið réttað í máli tveggja útlægra Haitibúa gegn fyrrum einræðisherra í landinu, Jean-Claude Duvalier. Málið var höfðað fyrir hönd þjóðar Haiti. og voru henni dæmdar 500 milljónir dala í skaðabætur fyrir að hafa verið mergsogjn af einræðis- herranum og flölskyldu hans. Dómari í málinu úrskurðaði einnig að allt það þýfi sem einhvem tíma yrði gert upptækt úr hirslum Duvaliers yrði sett í sjóð til styrktar hinni fátæku þjóð. SÉRTILBOÐ + TOLLALÆKKUN Nú er tíminn til að fó sér FRYSTISKÁP. Electrolux Úrval af útlitsgölluðum H]l á frábœru verði. frystiskápum DÆMI: Frystiskápur H155 - 270 L 53.510.- afsláttur v. útlitsgalla 10.230.- tollalœkkun 3.500.- 39.780,- Nú 35.802.- stgr. Elie Wiesel (lengst til vinstri) friðarverðlaunahafi setur ráðstefnu 75 nóbelsverðlaunahafa um vandamálin sem steðja að mannkyninu. Næstir honum sitja Laurence Klein hagfræðingur og Jean Dausset handhafi nóbelsverðlauna í læknisfræði. Nóbelsverðlaunahafar þinga í París: Erum farþegar í lest sem stefnir fram af gjárbarmi - segir Elie Wiesel París. Reuter. SJÖTÍU og fimm af helstu vísindamönnum, mannvinum, rit- höfundum og hagfræðingum heims — allt nóbelsverðlaunahaf- ar — hittust í París á þriðjudag til að ráðgast um helstu vanda- mál þessa heims er 21. öldin nálgast. Gestgjafar í París eru þeir Elie Wiesel handhafí friðarverðlauna Nóbels árið 1986 og Francois Mitt- erand Frakklandsforseti. í ræðu við setningu raðstefnunnar í Elysee- höll sagði Mitterand meðal annars: „Tuttugusta öldin hefur verið und- arleg og oft á tíðum hræðileg. Hún gat af sér Auschwitz, brúnstakka og gróðureyðingu en einnig pens- illín, ferðir út í geiminn og grænu byltinguna. Morgundagurinn verð- ur æ ólíkari gærdeginum vegna þess að stærstu ákvarðanir eru smátt og smátt teknar í rannsókn- arstofum vísindanna en ekki meðal stjómmálamanna." Elie Wiesel sagði þegar hann útskýrði viðfangsefni ráðstefnunn- ar: „Við erum öll farþegar í lest sem stefnir fram af gjárbarmi. Við get- um ekki skipt um lest svo eina ráðið er að stöðva hana." Kork*o*Plast GÓLFFLÍSAR STÓRK0STLEG VERDLÆKKUN HÖFUM LÆKKAÐ VERÐ Á ÖLLUM| ELDRI BIRGÐUM KORKOPLAST GÓLF-; FLÍSA OG ANNARA WICANDERS KORKVARA TIL SAMRÆMIS VIÐ NÝJU TOLLALÖGIN. litið inn og kaupið ódýrt. Pi Þmj&jRjN'SSQftl Ármúla 16 — Reykjavlk RUT MEÐ NA‘ Stærð: Efni: 150x195 Fura BORÐUM OG DYNUM Staðgreitt: Lánakjörmeðvöxtum Kr.41.760,- Kr. 5.000,-út og Ca. kr. 4.300,- í 10 mánuði GRENSASVEGI 3 SIMI 681144. SANDRA MEÐ NÁTTBORÐUM OG DÝNUM Stærð: Efni: Staðgreitt: Lánakjörmeðvöxtum: 150x195 Beyki Kr. 69.000,- 7.500,- útog Ca. kr. 7.550,- í 10 mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.