Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 30

Morgunblaðið - 21.01.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Sovétríkin: Sagt frá óeirðum í þrælkunarbóðum Moskvu, Reuter. ÓEIRÐIR hafa tvisvar sinnum brotist út í sovéskum þrælkunar- búðum fyrir unga sakamenn á siðustu fimm árum og f síðara Kína: Bankarán í Peking Reuter. TVEIR menn vopnaðir hnífum drápu tvo starfsmenn i banka i norðurhluta Peking f fyrri viku og höfðu siðan á braut með sér nokkur hundruð þúsund júön. Eitt júan jafngildir um tiu islenskum krónum. Eftirlit f kinverskum bönkum er mjög litið samanborið við það sem gerist viðast hvar á Vesturlöndum. Mennimir tveir komu að útibúi Iðnaðar- og verzlunarbankans í Pek- ing og stóðu tveir starfsmenn við dymar í þeirri trú að þeir væm ör- yggisverðir. Ræningjamir höfðu síðan engar vöflur á, heldur stungu mennina tvo til bana og ruddust inn í bankann og létu greipar sópa. Opinberar heimiidir hafa ekki staðfest fréttina, en starfsmaður við aðalbanka Iðnaðar- og verzlunar- banka Peking sagði fréttamönnum, að rétt væri með farið. Kínversk blöð segja ekki slíkar fréttir, fyrr en ód- æðismennimir hafa náðst. Eftir því sem fram kemur virðist nú á allra vömm í Peking að ránið hafi verið framið og lögreglan hafí ekki enn náð illvirkjunum. skiptið skutu verðir úr vélbyssum að föngunum, samkvæmt grein i tímaritinu Ogonjok sem birt var um síðustu helgi. Talið er að þetta sé i fyrsta skiptið sem sovéskur fjölmiðill segir frá óeirðum í þrælkunarbúðum, og f greininni er dregin upp ófögur mynd af lffi unglinganna í þrælkunarbúð- í greininni segir að óeirðir hafi brotist út í september árið 1983 eft- ir að nýr yfirmaður hafi gefið fyrirmæli um að fimm fangar yrðu settir í einangran fyrir að hafa neit- að að klæðast réttum fangabúning- um. Fangamir hafi náð miklum hluta búðanna á sitt vald, lagt eld að refsiklefum, þvottahúsi, verslun, baðhúsi og skóla búðanna, og á meðan hafi 132 þeirra skorið gat á vírgirðingu og strokið. I greininni segir einnig að óeirðir hafi brotist út í þrælkunarbúðunum í júní árið 1986 og þá hafi fangar ráðist inn í refsiklefa og leyst 18 fanga úr haldi. Síðan hafi þeir ráð- ist á bækistöðvar fangavarða með steinum og bareflum, og verðir hafi skotið viðvömnarskotum upp í loftið til að koma í veg fyrir ijöldaóeirðir. „Um leið hófu verðir í varðtumunum skothríð úr léttum vélbyssum," segir í greininni. Ekki er sagt hvort ein- hverjir hafi látist. Ennfremur er haft eftir yfirsál- fræðingi búðanna að eiturlyfjafíkn og samkynhneigð séu mjög algeng meðal fanganna. Sovéskir embættis- menn segja nú að aðeins sé hægt að ná árangri í baráttunni við glæpi, eiturlyfjasýki og samkynhneigð þeg- ar ekki sé bannað að tala um þessi mál, eins og gert hafi verið til þessa. Reuter Franz Jósef Strauss fékk hjartanlegar viðtökur hjá Pik Botha utanrikisráðherra Suður-Afríku. Strauss hefur ekki látið uppiskátt hver tilgangur heimsóknarinnar er. Suður-Afríka: Getgátur um tilgang heimsóknar Strauss HSfðaborg. Reuter. FRANZ Jósef Strauss leiðtogi kristilegra sósíalista f Bæjaralandi hóf í gær 10 daga heimsókn sína til Suður-Afríku, Mozambique og Namibíu. Stjóra hvfta minnihlutans f Suður-Afríku tók á móti Strauss með mikilli viðhöfn. Ferð Strauss þykir nokkuð leyndar- dómsfull og er ekki ljóst hver tilgangur hennar er. ísraelskir sendimenn fá fararleyfi til Moskvu Moskvu, Reuter. SOVÉTMENN hafa ákveðið að heimila ísraelskum sendimönn- um að halda til f Moskvu og verður þetta fyrsta heimsókn embættismanna frá ísrael til Sovétríkjanna í rúma tvo ára- tugi. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanrikis- ráðuneytisins, sagði á blaða- mannafundi í Moskvu f gær að Sovétstjómin hefði ekki ii hyggju að taka að nýju upp stjóramála- samskipti við ísraela en þeim slitu Kremlverjar árið 1967. Að sögn Gerasímovs féllust ráða- menn í Sovétríkjunum á heimsókn ísraelsku sendimannanna eftir við- ræður fulltrúa ríkjanna í Helsinki á þriðjudag. Gerasimov sagði Sovét- menn liafa komið á framfæri harðorðum mótmælum vegna fram- ferðis ísraelskra hermanna á herteknu svæðunum að undanfömu og Iiefðu stjómvöld í ísrael verið sökuð um að bijóta gegn grandvall- arréttindum Palestínumanna sem búa á þessum svæðum. „Varðandi stjómmálasamskipti ríkjanna komu fulltrúar okkar þeim sjónarmiðum til skila að ekki kæmi til greina að endumýja þau fyrr en lausn hefði fundist á deilumálum þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs," sagði sovéski talsmaðurinn. Bætti hann við að Sovétmenn vildu að skipulögð yrði ráðstefna til að ræða leiðir til að koma á varanlegum friði á þessu svæði og kvað nauðsynlegt að fulltrúar ísraels og Frelsissam- taka Palestínu tækju þátt í þeim viðræðum. í máli Gerasímovs kom fram að til- gangur farar fsraelskra sendimanna til Sovétríkjanna væri sá að kynna sér starfsemi sendiráðs Hollands í Moskvu, sem hefur annast málefni ísraela í Sovétríkjunum undanfarin tuttugu ár. „Við emm hæstánægðir með að herra Strauss skuli sjá sér fært að heimsækja ekki einungis Suð- ur-Afríku heldur einnig suðurhluta Afríku,“ sagði Pik Botha utanrík- isráðherra við fréttamenn á flugvellinum í Höfðaborg. Þessi orð em túlkuð á þann veg að Strauss muni með heimsókn sinni til Suður-Afríku og Mozambique reyna að bæta samskipti ríkjanna. Marxistar í Mozambique saka stjómina í Pretóríu um að kynda undir borgarastyijöld í landinu með stuðningi sínum við hægri sinnaða uppreisnarmenn en þessu neitar stjómin í Pretoríu. Strauss er þekktur sem slyngur málamiðl- ari á átakasvæðum. Heima fyrir hefur hann barist gegn refsiað- gerðum vegna kynþáttastefnu stjómvalda í Suður-Afríku. Sjálfur segist Strauss hafa verið sendur til að átta sig á stöðunni fyrir hönd vestur-þýsku stjómarinnar og gefa Helmut Kohl kanslara ráð varðandi stefnuna gagnvart Suð- ur-Afríku. Kohl sagði aðspurður um til- gang ferðar Strauss að honum væri ætlað að „lægja öldumar í hafrótinu í Suður-Afríku“. Margir vestur-þýskir stjómmálamenn, jafnvel stjómarliðar, hafa gagn- rýnt dagskrá heimsóknarinnar og segja Strauss eyða allt of miklum tíma með leiðtogum hvíta minni- hlutans í stað þess að ræða við leiðtoga svertingja. ERLENT Ðanmörk: Nýnazistar koma fram í dagsljósið Bjóða fram I s veítar stj órnakosní ngnnum 1989 Árósum. Frá Vffe Dreesen, Reportage-gruppen. DANSKIR nýnazistar hafa nú ákveðið að koma fram á hinum pólitíska vettvangi — í fyrsta sinn frá þvi að hernámi Þjóðverja iauk. Þjóðemissósíalistahreyfingin £ Danmörku, sem fram að þessu hefur látið oér nægja að líma auglýsingaplaköt aín yfir plaköt annarra flokka, hefur tilkynnt, að Iiún muni bjóða fram £ Hveitarstjómakosningunum á næsta ári. Sterkasta vígi nýnazis- tanna cr £ Álaborg, en stuðningsmenn þeirra er einnig að finna f Kaupmannahöfn, auk þess sem víst þykir, að hreyfingin muni láta sérstaklega til sín taka £ ákveðnum útborgum höfuðstaðar- ins £ kosningabaráttunni. Það er engin tilviijun, að nýnaz- istar telja það heppilegt einmitt nú að koma fram í dagsljósið. Vaxandi óánægja með Ijórflokka- stjóm Poul Schliiters hefur gert vart við sig í borgararflokkunum, og telja margir, að stjómin hafí teygt sig of langt í áttina til stefnu Jafnaðarmannaflokksins, t.d. í fjárlaga-samkomulaginu, sem gert var skömmu fyrir jól. Nýnaz- istar vonast til að græða á að vera herskárri í stefnumálum sínum en Framfaraflokkurinn, sem verið hefur yst til hægri í dönskum stjómmálum. Þess vegna er það heldur engin tilvilj- un, að nýnazistahreyfingin hefur kosið að gera málefni flóttamanna að höfuðstefnuskrármáli sínu fyr- ir sveitarstjómakosningamar 1989. Stefna hreyfingarinnar £ þvf efni er í stuttu máli sú, að „hinir svokölluðu flóttamenn" skuli reknir úr landi. Nýnazistamir hafa boðað, að í stárfí sínu að sveitarstjómamálum, muni þeir kappkosta að koma í veg fyrir, að ílóttamenn verði teknir inn í danskt samfélag. Að sögn aðalrit- ara hreyfingarinnar, Jorgens Nielsens rafvirkja, er núverandi stefna í málefnum flóttamann- anna „vottur um sjúkleika í stjómmálum landsins". Grænir nazistar Nýnazistamir era ekki einir um að fiska í graggugu vatni. Fyrir þingkosningamar í september tal- aði Mogens Glistrap, stofnandi Framfaraflokksins, oft um flótta- menn og innflytjendur, sem „auka lcyn sitt eins og rottur". En hinir flokkamir vildu ekki gera málefni flóttamanna að kosningamáli, og Pia Kjærsgaard, hin nýja sterka kona Eramfaraflókksins, sá svo um, að flokkurinn kæmi hvergi nærri öfgafyllstu stefnumálum Glistmps — í því skyni að ’nalda ásjónu flokksins „hreinni" og sanna, að þar færi þinglegur og ábyrgur flokkur. Það er einmitt þessi hófsemisstefna Framfara- flokksins, sem gefíð hefur dönsku nazistunum von um að klófesta atkvæði óánægðra hægrimanna. Auk flóttamannamálsins hefur hreyfingin kosið að gera umhverf- isvemd að öðm aðalstefnumáli sínu. „Við eram hinir sönnu græn- ingjar, eins og kunnugt er,“ segir Jergen Nielsen, og skírskotar þá m.a. til þess, að dýravemdunarlög vora með því fyrsta, sem nazistar komu fram í Þýskalandi, eftir að þeir komust þar í stjómaraðstöðu. „Foringi" nýnazistanna, Povl Heinrich Riis-Knudsen, viður- kennir opinskátt, að hugsjóna- grundvöllur hrejrfingarinnar sé sóttur í rit Adolfs Hitlers, Mein Kampf. í viðtali við Berlingske Tidende neitaði hann hins vegar með öllu, að sex milljónum gyð- inga hefði verið útrýmt í seinni heimsstyijöldinni. „Við höfum ekki geð í okkur til að vera að þrátta um sagnfræði. Það er út í bláinn £ kosningabaráttu vegna s veitarsijómakosninga. “ Þó að dönsku nýnazistunum þyki sem þeir hafí nú nægan meðvind til að bjóða fram og taka þátt í opinberri kosningabaráttu, er hreyfing þeirra enn mjög lokuð og fylgi hennar bundið við nokkur hundruð manns á landsvísu. Puk- ursháttur hrejrfíngarinnar hefur £ för með sér, að erfítt er að gera sér nákvæma grein fyrir fjölda fylgismanna hennar, en virkir fé- lagar er taldir á bilinu 50 til 300 talsins. TF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.