Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 32

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Orkusala til Bretiands Þegar hugmyndum var hreyft í Bretlandi fyrir nokkrum mánuðum, um að kaupa rafoWcu frá Islandi um sæstreng, þótti mörgum hér þær vera nokkuð fjarstæðu- kenndar. Hugmyndir af þessu tagi hafa oft verið á döfinni á undanfömum áratugum en aldrei þótt raunhæfar. En tækninni fleygir fram og nú er ljóst, að tilefni er til að leggja bæði vinnu og fjár- magn í að kanna slíka raforkusölu frekar. Með fundi þeim, sem Frið- rik Sophusson, iðnaðarráð- herra, átti með Cecil Parkinson, orkuráðherra Breta, er þetta mál komið á nýtt stig. Parkinson er einn af áhrifamestu ráðherrum í brezku ríkisstjóminni og ná- inn samstarfsmaður Thatc- hers, forsætisráðherra. í viðræðum hans og íslenzka iðnaðarráðherrans kom fram, að Parkinson var kunnugur þessum hugmyndum og af- staða hans til þeirra er jákvæð. Hann skýrði iðnaðar- ráðherra frá því, að orkusala um sæstreng frá íslandi til Bretlands gæti fallið að áætl- unum og stefnu brezku ríkisstjómarinnar í orkumál- um. Það hefur því verulega þýðingu, að þessi ráðherra- fundur hefur farið fram og á eftir að ýta mjög á frekari athuganir. Til marks um þann áhuga, sem á þessu er í Bretlandi, má nefna, að eitt virtasta blað, sem gefíð er út þar í landi, vikuritið Economist, fjallaði sérstaklega um kaup á raforku frá Islandi fyrir nokkmm dögum. Blaðið sagði m.a.: „Framfarir í gerð rafstrengja hafa gert að verk- um, að neðansjávartenging milli íslands og Bretlands er nú fysilegur kostur, jafnvel þótt það tæki fímm ár að leggja hvem hinna fjögurra eða fimm rafstrengja, sem á þyrfti að halda. Svo langur framkvæmdatími mundi henta íslendingum. Þeir eiga við vinnuaflsskort að etja, en em tregir til að flytja inn erlenda verkamenn í því skyni að auka virkjunarhraðann — ekki sízt* frá sínum gamla erkióvini úr þorskastríðunum. íslendingar gætu hins vegar greitt fyrir þessum samning- um með því að kaupa virkjun- arbúnað. Raforkuframleiðsla með íslenzku vatnsafli er hin ódýrasta, sem völ er á í Evr- ópu. Um það bil tíundi hluti þeirrar orku, sem flutt yrði til Bretlands, mundi glatast á leiðinni, en þrátt fyrir það yrði íslenzka rafmagnið ódýr- ara en sú orka, sem fengist úr kjamorkuverinu Sizewell „B“ . • •“ I dag fer iðnaðarráðherra til Skotlands, þar sem hann mun eiga viðræður við þá aðila, sem hugsanlega yrðu kaupendur orku frá íslandi. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Friðrik Sophusson m.a.: „Auðvitað kann svo að fara, að þessar hugmyndir verði aldrei að vemleika, reynist aldrei hagkvæmur kostur. Við megum þó ekki varpa þeim fyrir róða nú. Nýjustu athuganir sýna, að þær geta verið raunhæfar og því er sjálfsagt, að ræða við alla, sem við sögu geta kom- ið.“ Orkusala um sæstreng til Bretlands er orðið annað og meira en lauslegar hugmynd- ir. Það er m.a. árangur af ferð Friðriks Sophussonar til Bretlands og starfí Ólafs Egilssonar, sendiherra í Lon- don, á undanfömum mánuð- um. Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkj- unar, tók þátt í viðræðunum við Parkinson enda mikið í húfí fyrir Landsvirkjun, sem innan tíðar kann að hafa umtalsverða ónotaða orku til ráðstöfunar, ef ekki tekst að semja um nýtt stóriðjufyrir- tæki í náinni framtíð. Reynslan sýnir, að það er erfíðara að fá alþjóðleg stór- fyrirtæki til samstarfs um byggingu stóriðjuvera hér en menn töldu í eina tíð. Þess vegna hlýtur útflutningur á raforku um sæstreng — og hugsanlega gervitungl síðar meir — að vera spennandi kostur fyrir okkur íslendinga. Kólaskagí og vígbún kapphlaupið á Norður eftir Benedikt Gröndal Fyrir fáum árum fluttu ísland og nokkur önnur ríki tillögu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna um takmörkun vígbúnaðar á höfunum. Meirihluti var fyrir til- lögunni, en risaveldin sýndu málinu engan áhuga. Þeim var þetta viðkvæmt hagsmunamál. Það er ekki tilviljun, að Atlants- hafsbandalagið er kennt við hafið. Að því standa nær eingöngu gaml- ar siglingaþjóðir, er hafa í margar aldir byggt tilveru sína á hafinu, sem tengir þær saman. Þær eru flotaveldi, þar er vamarstyrkur þeirra. Sovétríkin eru nú hið mikla stór- veldi meginlandsins — frá Atlants- hafi til Kyrrahafs. Þau hafa, eins og voldug ríki fastalandsins áður fyrr, komið sér upp flota til að verja sig gegn og sækja á móti flotaveldunum. Rauði flotinn hefur vaxið gífurlega á skömmum tíma og nú bætist það við, að kjarnorku- vopnum er komið fyrir í kafbátum, sem dyljast í hafinu. Ráðamenn Sovétríkjanna hafa nú tekið frumkvæði og bjóða sam- komulag um að minnka vígbúnað á Norðurhöfum. Ryzhkov forsæt- isráðherra nefnir sérstaklega hafíð milli Noregs og íslands. Þetta og fækkun kjamorkuvopna verða umræðuefni næstu mánaða og missera. Til að skilja þessa skák verður að skoða vandlega, hvaða menn eru á taflborðinu og hvar þeir standa. Hér verður fíallað um einn þátt, eitt landsvæði við norðanvert Atlantshaf, sem miklu skiptir, Kólaskaga. Grannland íslendinga Kólaskagi er norðvesturhorn Sovétríkjanna, hálfu stærri en ís- land að flatarmáli og hefur um milljón íbúa. Golfstraumurinn teygir sig norður með Noregi og tryggir Rússum þama íslausar hafnir. Þar hefur risið mesta byggð norðan við heimskautsbaug og er tæplega helmingur hennar í stórborginni Murmansk. Á Kóla- skaga eru ekki aðeins kaupskipa- hafnir og stórfelld útgerð fískiskipa, heldur hver flotahöfnin við aðra, flugvellir og herstöðvar á landi, svo að hvergi á jörðinni er annað eins víghreiður. Það hef- ur megináhrif á vamarmál um allt norðurhvel jarðar, en úrslita- áhrif á vamarmál íslands, svo að dæmi sé nefnt. Kólaskagi liggur að Barents- hafí, sem er innhaf úr Norður- Atlantshafí. Frá Reykjavík til Murmansk er álíka langt og til Helsinki eða Stuttgart, en þar sem hafíð tengir' lönd saman er þetta grannland íslendinga. Lítið sem ekkert samband hefur þó verið á milli, nema hvað sjómenn koma öðm hverju í hafnir. Sovésku sambandslýðveldin skiptast í sýslur eða oblast. Kóla- skagi er ein slík sýsla, kennd við höfuðborgina og heitir Murmansk Oblast. Svæðið afmarkast á þijá vegu af sjó, Barentshafí að norðan og Hvítahafí að austan og sunnan, en landamærum Noregs og Finn- lands að vestan. Stærðin er 144.900 ýerkílómetrar eða 45% meiri en ísland. Árið 1971 voru fbúar svæðisins taldir 815.000, én átta ámm síðar, 1979, vom þeir orðnir 965.000. Gefur þessi öra mannfíölgun til kynna, hversu gífurleg uppbygg- „Þar hefur risið mesta byggð norðan við heim- skautsbaug og er tæplega helmingur hennar í stórborginni Murmansk. Á Kóla- skaga eru ekki aðeins kaupskipahafnir og stórfelld útgerð fiski- skipa, heldur hver flotahöfnin við aðra, flugvellir og herstöðv- ar á landi, svo að hvergi á jörðinni er annað eins víghreiður. Það hefur megináhrif á varnar- mál um allt norðurhvel jarðar, en úrslitaáhrif á varnarmál Islands, svo að dæmi sé nefnt.“ ing hefur átt sér stað í allra síðustu tímum. Ekki er venja að telja her- menn með í íbúatölum, nema þar sem þeir eiga lögheimili, og varla hafa margir fjölskyldur sínar á skaganum. Má því sennilega bæta allt að 100.000 við tölumar. Heimskautabaugur liggur rétt við suðurströnd Kólaskaga, svo að hann er allur — vafalaust öll byggðin — norðan baugsins. Ligg- ur engin önnur byggð svo norðar- lega, sem kemst í hálfkvisti við þessa. Má nefna til samanburðar nyrsta hérað Noregs, Finnmerkur- fylki, sem er 48.649 ferkílómetrar og hefur 78.000 íbúa. Norðmenn kalla Hammerfest „nyrsta bæ jarðarinnar", en þar eru 7.500 íbú- ar. Kólaskagi er kominn undan jökli á ísöld eins og önnur norðurhéruð Skandinavíu. Þar eru klettaásar og einstök fjöll upp í 600 metra hæð, stöðuvötn mörg, skógar og túndra. Nokkur auðævi eru í jörðu, til dæmis hinar miklu kopamámur sunnan við Petchenga, sem hét Petsamo, áður en Rússar tóku það svæði af Finnum. Við Olenegorsk eru miklar jámnámur, og er hráef- nið flutt til stálbræðslu við Len- ingrad. Fleiri jarðefni er að fínna. Vatnsföll hafa verið virkjuð, en ekki í stómm stíl. Kjamorkuver við Murmansk sér fyrir þeirri miklu orku, sem svæðið þarf. Á norðurströnd Kólaskaga eru margar góðar hafnir, íslausar á vestursvæðinu næst norsku landa- mærunum. Þar em miklar kaup- skipahafnir og bækistöðvar hins risavaxna flota fiskiskipa, sem Sovétríkin hafa komið sér upp eft- ir ófriðinn. Af þeim málum er mikil saga, sem ekki verður rakin hér. En í þessum höfnum er hver flotastöðin á fætur annarri, saman taldar mesta flotabækistöð jarðar- innar. 22 herflugwellir Á Kólaskaga hafa verið gerðir hvorki meira né minna en 22 flug- vellir, meðalstórir eða stórir, og fyöldi minni flugbrauta. Þar em miklar stöðvar fyrir landher, loft- vamavirki og radarstöðvar. Em mestöll þessi mannvirki á vestur- hluta skagans og það em námum- ar einnig. Þar fyrir austan em tveir þriðju hlutar sRagans að mestu óbyggt land. Benedikt Gröndal. Helstu hernaðarmannvirki á Kóla Það er erfítt að gefa lesanda hugmynd um, hversu risavaxin og mörg hin hemaðarlegu mannvirki á Kólaskaga em, og kunna kort áð duga betur en orð. Þó verður að byija á eftirfarandi upptaln- ingu: 1) Tvær miklar stöðvar fyrir kjarnorkukafbáta með flug- skeyti með kjamorkuvopnum. 2) Tveir stórir flugvellir fyrir sprengjuflugvélar með kjarn- orkuvopn. 3) Tvær voldugar radarstöðv- ar. 4) Um 70 loftvamastöðvar með SAM-eldflaugum. 5) Ein stöð tii að skjóta frá skammdrægum eldflaugum með kjarnorkuvopn. 6) Sjö kafbátahafnir, 7) Níu meiriháttar búðir fyrir landher. 8) Tuttugu og tveir herflugvell- ir með a.m.k. 1600 metra brautum og sprengjuheldum flugskýlum. 9) Afján minni flugbrautir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.