Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 35

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 35 Fjórhjól hrella hesta og hestamenn FJÓRHJÓL voru á ferðinni eftir reiðstíg \ið Rauðavatn á mánudag og ollu hestamönnum nokkru hugarangri, því hestar geta auðveld- lega fælst við slíka umferð. ÖU umferð fjórhjóla í landi Reykjavíkur er bönnuð, samkvæmt nýrri lögreglusamþykkt, sem gefin var út þann 22. desember. Hestamaður, sem hafði samband við Morgunblaðið, sagði að Iitlu hefði mátt muna að hestur hans hefði fælst og hlaupið upp á Suður- landsveg, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, þegar tvö fjórhjól komu eftir reiðstígnum. Að sögn Ómars Smára Armannssonar, varð- stjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, er akstur fjórhjóla bannaður á þessu svæði, sem og annars staðar í landi Reykjavíkur. „Það er einnig ástæða til að benda fjórhjólamönnum, og öðrum sem aka torfærutækjum, á að Rauðhólasvæðið og Heiðmörk eru friðuð landsvæði, en þegar hafa ökumenn slíkra tækja unnið þar nokkur spjöll," sagði Ómar Smári. Hann sagði að verulega hefði dreg- ið úr umferð fjórhjóla og sér virtist sem margir hefðu misst áhugann á þessum leiktækjum. „Lögreglan þarf þó alltaf að hafa einhver af- skipti af fjórhjólum og vélhjólum, sem ekið er um gangstíga, til dæm- is í Breiðholti, en slíkur akstur er að sjálfsögðu bannaður," sagði hann. Úr umferðinni í Reykjavík Í9. janúar 1988 Árekstrar: 22. Radarmæling á Sætúni og Kleppsvegi leiddi til þriggja kæra fyrir hraðan akstur. Hraðast var ekið með 91 km/klst. hraða. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita. 4 ökumenn kærðir. Stöðvunarskylda við gatnamót. 1 ökumaður kærður. Klippt voru númer af 4 bifreiðum vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar. Vegna rangstöðu voru 4 bifreiðir fjarlægðar með krana. í þriðjudagsumferðinni fannst einn réttindalaus ökumaður. Samtals: 30 kærur fyrir umferðarlagabrot. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir Listamennirnir sem standa að Gallerí Gijóti, ásamt hundinum Trítlu. F.v.: Kristín Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Gallerísins, Páll Guðmundsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Magnús Tómasson og Orn Þorsteinsson. Fyrir framan sitja hinir nýju meðlimir Gallerisins; Gestur og Rúna. Gestur o g Rúna í Gallerí grjót ÞEIR listamenn sem standa að Gallerf grjóti á Skólavörðustfg, hafa boðið listamönnunum Gesti og Rúnu að bætast f hópinn. Verða þau kynnt á sýningu sem er að hefjast f Gallerfinu en þar er sýnd fslensk nútimalist. Hjónin Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir hafa lengi unnið saman að leirmunagerð. Ser Gestur um form og glerunga en Rúna um skreytingu. Þau hafa í sameiningu unnið að skreytingu ýmissa opinberra bygginga, má þar nefna áhorfendastúku íþróttavallar- ins í Laugardal og nýbyggingar við Hásselbý-höll í Svíþjóð. Þau vinna nú að skreytingu Fiskmarkaðsins í Hafnarfirði. Bæði hafa þau haldið einkasýningar og tekið þátt í fyölda samsýninga, innanlands sem utan. Enn gjöfult á ioðnumiðiimim MIKIL loðnuveiði var enn á miðunum síðasta sólarhring- inn en þá tilkynntu 27 skip um afla, samtals 20.100 toiih. í gærdag, fram til klukkan 15.00, bættust svo við átta skip með samtals 5.420 tonn. Prá því í fyrrakvöld og þar til um miðjan dag í gær tilkynntu eftirfarandi skip um afla: Magnús NK 530 til Reyðarfjarðar, Svanur RE 710 til Grindavíkur, Keflvík- ingur IÍE 530 til Seyðisfjarðar, Gísli Ámi RE G50 til Hornafjarð- ar, Gígja VE 750 til Vestmanna- eyja, Sigurður RE 1.400 til Vestmannaeyja, Guðrún Þorkelsj- dóttir SU_ 700 til Eskifjarðar, Húnaröst ÁR 620 óákveðið, Guð- mundur Ólafur ÓF 600 til Eski- fjarðar, Helga 2 RE 530 til Eskifjarðar, Víkingur AK 1.200 til Akraness, Fífíll GK 640 til Seyðisfjarðar, Bjami Ólafsson AK 750 til Seyðisfjaðrar, Dagfari ÞH 400 til Seyðisfjarðar, Júpíter RE 800 til Eskifjarðar, Guðmundur VE 900 til Vestmannaeyja og Þórður Jónasson EA 200 til Seyð- isfjarðar. Leiðrétting FYRIRSÖGN greinar sr. Árelíusar Níelssonar í þættinum „Við gluggann“ í blaðinu sl. þriðjudag misritaðist því miður. Hún átti að vera: „Vaknið — vakið“. — Biðst blaðið velvirðingar á þessum mis- tökum. INNLEN'T „Gula línan“ I Turninum Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Tuminn á Lækjartorgi verði fluttur í Mæðragarðinn. í fréttinni sagði að Ferðaskrifastofa ríkisins hefði rekið upplýsingaþjónustu í Tuminum undanfarin ár. Því er við að bæta, að 13. nóvember sfðastlið- inn tók Gula línan til starfa í Tuminum, en það fyrirtæki veitir upplýsingar um vörur og þjónustu. Útvarp Rót byrjar á sunnudagimn? Klukkustundin kostar 500 krónur Borgaraflokkurinn meðal stjórnmálasamtaka sem verða með þætti á stöðinni ÚTVARP Rót hefur göngu sína sunnudaginn 24. janúar næstkom- andi klukkan eitt eftir hádegi. Meðal þeirra sem verða með fasta þætti f Útvarpi Rót eru nokkrir stjórnmálaflokkar og samtök, t.d. Borgaraflokkurinn, Alþýðubandalagið, Kvennalistinn, Flokk- ur mannsins, Samband ungra jafnaðarmanna og Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins, auk ýmissa félagasamtaka og einstaklinga. Þeir sem verða með þætti á stöðinni greiða 500 krónur fyrir hveija klukkustund. Útvarp Rót sendir út á FM 106,8. Hér á eftir fer listi yfír þá sem verða með fasta þætti í Utvarpi Rót: Dagskrá Esperantosambands- ins. Vikulega á mán. ld. 18.00— 18.25. Blandaður þáttur, m.a. fréttir úr hreyfingunni hérlendis og um heim allan og þýddar frétt- ir úr erl. blöðum sem gefin eru út á esperanto. Vikulega á fim. kl. 20.30—21.20. Esperantokennsla (kennslubækur eru til) og síðan blandað efni á esperanto og fslensku. Drekar og smáfuglar. í umsjá íslénsku friðamefndarinnar. Vikulega á mán. kl. 18.30—18.55. Blandað innlent og þýtt erlent efni frá friðarsamtökum og þjóð- frelsishreyfingum og fréttir. Rauðhetta. í umsjá Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins. Hálfsmánaðarlega á þri. kl. 18.00—18.50: Býijar f 1. viku. í Miðnesheiðinni. í umsjá Sam- taka herstöðvaandstæðinga. Hálfsmánaðarlega á þri. kl. 18. 00—18.50. Byijar í 2. viku. 1. þáttur verður um sögu baráttunn- ar og baráttuna nú. Elds er þörf. í umsjá Vinstris- ós- íalista. Vikulega á mið. kl. 18.00—18.50. Um allt milli himins og jarðar og það sem er efst á baugi. Kvennaútvarpið. í umsjá Sam- taka um kvennaathvarf. Kvenna- ráðgjafarinnar, íslensk/lesbíska, Kvennalistans, Veru, Kvenrétt- indafélagsins og Menningar og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Vikulega á fim. kl 18.00—18.50. Hvað er á seyði? Vikulega á fös. kl. 18.00—18.50. Kynnt dag- skrá Útvarps Rótar næstu viku og „fundir og mannfagnaðir" þ.e. fundir, sýningar, skemmtanir o. þ.h. Léttur blandaður þáttur. Poppmessa f G-dúr. Tónlistar- þáttur í umsjá Jens Kr. Guð- mundssonar. Vikulega á lau. kl. 13.00—13.50. Ýmis popptónlist leikin og um hana fjallað. Af vettvangi baráttunnar. Vikulega á lau. kl. 14.00—15.50. Rifjað upp eitthvert gamalt bar- áttumál eða -aðgerð. Fjallað um einhveija yfirstandandi baráttu og það sem fyrir dyrum stendur. Opið til umsóknar að koma efni á framfæri. Um Rómönsku Ameríku í um- sjá Mið-Ameríkunefndarinnar. Vikulega á lau. kl. 16.00—16.25. Frásagnir, umræður, fréttir og S-Amerísk tónlist. Útvarp námsmanna. í umsjá Stúdentaráðs, SÍNE og BÍSN. Vikulega á lau. kl. 16.30—17.50. Margvíslegt efni. Leiklist. í _ umsjá bókmennta- og listahóps Útvarps Rótar. Mán- aðarlega á lau. kl. 18.00—18.50. Fyrsti þáttur í 1. viku. Breytt viðhorf. í umsjá Sjálfs- bjargar landssambands fatlaðra. Mánaðarlega á lau: kl. 18.00— 18.50. Fyrsti þáttur í 2. viku. Búseti. í umsjá samnefndra samtaka. Mánaðarlega á lau. kl. 18.00—18.50. Fyrsti þáttur í 3. viku. Þáttur í umsjá Vinstrisósialista. Mánaðarlega á lau. kl. 18.00— 18.50. Fyrsti þáttur í 4. viku. Samtök kvenna á vinnumark- aði. í umsjá samnefndra samtaka. Vikulega á sun. kl. 13.00—13.25. Fjallað um ýmis mál sem varða konur á vinnumarkaði. Fréttapottur. í umsjá frétta- hóps Útvarps Rótar. Vikulega á sun. kl. 13.30—15.20. Blandaður fréttaþáttur með fréttalestri, fréttaskýringum og umræðum. Mergur málsins. I umsjá ýmissa aðila. Opið til umsóknar. Vikulega á sun. kl. 15.30—16.50. Eitthvert mál tekið fyrir og því gerð góð skil. Fyrsti þáttur um Utvarp á íslandi í 62 ár. Á mannlegu nótunum. í umsjá Flokks mannsins. Vikulega á sun. kl. 17.00—17.50. Fjölbreytileg dagskrá. Þáttur í umsjá Bókmennta- og listahóps Útvarps Rótar. Vikulega á sun. kl. 17.00-17.50. Margví- slegt efni. Fyrsti þáttur með Birgittu Jónsdóttur. Tónafljót. f umsjá tónlistarhóps Útvarps Rótar. Alla daga kl. 19. 00—19.25. Alls konar tónlist. Bamatímar. í umsjá dagskrár- hóps um-bamaefni á Útvarpi Rót. Alla daga kl. 19.30—19.55. Ekki er víst að bamatímar hefjist strax. Opið til umsóknar að annast ein- staka þætti. Á sunnudögum sjá Þór og Gunnlaugur um sunnudag til sælu. Unglingaþættir. I umsjón dag- skrárhóps um unglingaþætti á Útvarpi Rót. Alla daga kl. 20. 00—20.25. 1. viku annast riokkrir nemendur úr Austurbæjarskóla. Fellaskóla og Grundaskóla á Akranesi þáttinn. Mjög fjölbreyti- legt efni. Opið til umsóknar að annast einstaka þætti. Opið. Á mán. kl. 20.30—20.55. Opið til umsóknar að fá stöku þætti. Þáttur í umsjá Önnu Kristjáns- dóttur. Aðra hveija viku á mán. lcl. 21.00—21.50. Fyrsti þáttur fiallar um uppboð. Framhaldssaga eftir Eyvind Eiríksson. Á mán., þri., mið. og fim. kl. 22.00-22.25. Úr ritgerðasafni. Á mán., þri. ogmið. kl. 22.30—22.55.1. viku. Alþýðubandalagið. Á mán., þri. ogmið. kl. 22.30—22.55. 2. viku. Hrinur. Tónlistarþáttur í umsjá Halldórs Carlssonar. Vikulega á þri. kl. 20.30-21.50. Samband ungra jafnaðar- manna. . í umsjá samnefndra samtaka. Vikulega á mið. kl. 20. 30-20.55. Náttúrufræði. í umsjá Einars Þorleifssonar og Erps Snæs Hans- en. Aðra hveija viku á mið. kl. 21.00—21.50. Um náttúrufræði íslands. Fyrsti þáttur í 1. viku. Borgaraflokkurinn. í umsjá samnefnds flokks. Aðra hveija viku á mið. kl. 21.00—21.50. Fyrsti þáttur í 2. viku. Þáttur í umsjá Samtakanna v ’78. Vikulega á fím. kl. 21.30- 21.55. Við og umhverfið. í umsjá dag- skrárhóps um umhverfismál á útvarpi Rót. Vikulega á fim. kl. 22.30-22.55. Tóniistarþáttur í umsjá Guð- mundar R. Guðmundssonar. Vikulega á fös. kl. 20.30—20.55. Ræðuhomið. í umsjá ýmissra manna. Vikulega á föst. kl. 21.00—ca. 22. Opið að skrá sig á mælendaskrá og tala um hvað sem er í ca. 10 mín. hver. Kvöldvaktin. í umsjá ýmissa manna. Vikulega á föst. um kl. 22 og fram eftir kvöldi. Umræð- ur, spjall og síminn opinn. Síbyljan. Vikulega á lau. kl. 20.30 og frameftir kvöldi. Ertu nokkuð leið/ur á síbylju? Blandað- ur þáttur. Frá vímu til veruleika. Til skipt- is í umsjá Vímulausrar æsku og Krýsuvíkursamtakanna. Vikulega á sun. kl. 20.30—20.55. Fyrsti þáttur frá Vímulausri æsku. Aus. í umsjá Alþjóðlegra ung- mennaskipta. Vikulega á sun. kl. 21.00-21.25. Hugrækt og jógaiðkun. Á sun. kl. 21.30-r-22.20. Lífsvemd. í umsjá Huldu Jens- dóttur. Vikulega á sun. kl. 22.30-22.55. Sofðu rótt. í umsjá bókmennta- og listahóps Útvarps Rótar. Alla daga í dagskrárlok, eða kl. 23.00. Draugasögur o.þ.h. fyrir háttinn. --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------’---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.