Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 36

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 36
^36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Kaupfélag Svalbarðseyrar: Allir aðilar vilja komast hjá uppboði „Það var einfaldlega veríð að reyna að finna einhveijar færar leiðir sem vit er í,“ sagði Tryggvi Stefánsson bóndi á Hallgilsstöð- jim og stjórnarformaður Kaup- félags Svalbarðseyrar í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá voru fjórir af átta ábyrgðarmönn- um kaupfélagsins nýkomnir úr Reykjavík þar sem þeir ræddu um ábyrgðir sínar sem eru á núvirði um 40 milljónir króna. Auk Tryggva, fóru þeir Karl Gunnlaugsson fýrrverandi kaupfé- lagsstjóri, Sveinn Sigurbjömsson í Artúni og Guðmundur Þórisson í Hléskógum suður og ræddu við Guð- jón B. Ólafsson forstjóra SÍS og Kjartan P. Kjartansson fjármála- stjóra SÍS. Þeir ræddu jafnframt við Geir Magnússon, Pétur Eiríksson og Guðjón Guðjónsson bankastjóra Samvinnubankans og fulltrúa Iðnað- arbankans þá Steingrím Eiríksson lögfræðing Iðnaðarbankans og Braga Hannesson bankastjóra. Tryggvi sagði að allir þessir menn hefðu verið sammála um að reyna að fínna skynsamlegan flöt á málinu án þess að til uppboðs á eignum ábyrgðarmannanna þurfí að koma til enda væri það ekki skynsamleg leið fyrir neinn aðilanna. „Menn voru sammála um að uppboð væri algjört neyðarúrræði. Fjarstæða væri að ganga þannig að okkur. Allir þessir menn voru mjög viðræðugóðir. Ljóst er að SÍS getur ekki leyst allan okk- ar vanda, en ég vænti þess að þeir muni veita okkur einhvers konar stuðning. Ef viðunandi tilboð fæst í eignir Samvinnubankans á Sval- barðseyri, ætlar bankinn að falla frá kröfum sínum á hendur okkur sem nema helmingi upphæðarinnar, en hingað til hefur bankanum ekki tek- ist að selja eignir sínar þar. Því erum við að athuga samningaleiðina við bankana á meðan ekkert gerist," sagði Tryggvi. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Frá fundi verkamannafélagsins Einingar á Akureyrí þar sem þeir Guðmundur J. Guðmundsson formaður VSÍ og Karvel Pálmason _______________ varaformaður höfðu framsögu. „Verkafólk tilbúíð í harðar aðgerðir“ — segir Sævar Frímannsson formaður Einingar „Það kom alveg ótvírætt í ljós hjá félagsmönnum að þeir vildu sýna samstöðu í komandi kjara- samningum og voru ekki tilbún- ir að bíða lengur með aðgerðir,“ sagði Sævar Frímannsson for- maður verkamannafélagsins Einingar á Akureyri í samtali við Morgunblaðið í gær. Hátt í tvö hundruð félagsmenn Tvennt á sjúkrahús TVENNT var flutt á Fjórð- ungssjúkrahús Akureyrar í gær eftir harðan árekstur er varð laust fyrir kl. 16.00 í Kaupvangsstræti. Bilarnir voru að mætast og sökum hálku rann sá bíllinn er var að koma ofan frá með fyrrgreindum afleið- ingum. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra er fluttir voru á FSA, en þau voru bæði úr sama bílnum. Flytja þurfti bílana burtu með kranabíl. Tveir aðrir minniháttar árekstrar urðu á Akureyri í gær auk þess sem keyrt var á tvo kyrrstæða bíla. Munir eftir Geir Þormar NÆSTA vor er fyrirhuguð sýning á verkum Geirs G. Þormars mynd- skurðarmeistara. Sýningin verður haldin á Akureyrí og leitar Úlla Árdal, dóttir Geirs, eftir upplýs- ingum um muni eftir föður sinn f eigu einstaklinga og félaga. Flesta munina smíðaði Geir og skar út á árunum 1930-1950, en hlutimir voru flestir seldir. Um er að ræða verðlaunagripi og verð- launabikara til íþróttafélaga, skart- gripaskrín, píska, blekstatív, pennastangir og fleira. Efniviðurinn er oftast tré en einnig hvaltennur og hreindýrshom. Geir var lengst af handavinnukennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar en hann kenndi einnig teikiíingu við Iðnskólann á Akureyri. Hann lést árið 1952. Þeir, sem eiga eða hafa umráð yfír gripum á væntanlega sýningu, eru beðnir að snúa sér til Úllu Árdal í síma 22600 (vinnusími) eða 23472 (heima). Einingar mættu á fund félagsins í fyrrakvöld sem haldinn var á Akureyri og höfðu þeir Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins og Kar- vel Pálmason varaformaður framsögu á fundinum. Margir fé- lagsmanna tóku til máls og urðu allfjörugar umræður á fundinum. „Berlega kom í ljós að fólkið vildi samning undir _ merki Verka- mannasambands íslands. Það vildi að sambandið beitti sér fyrir heild- arsamningi fyrir hönd alls verka- fólks í landinu enda hefur það sýnt sig að viðræður forsvars- manna í Einingu við atvinnurek- endur hér á Akureyri hafa engan árangur borið,“ sagði Sævar. Sævar sagði að byijað hefði verið að ræða við nokkra af stærstu atvinnurekendunum á Akureyri fyrir jól svo sem við Útgérðarfélag Akureyringa, nið- ursuðuverksmiðju K. Jónssonar og fleiri, án nokkurs árangurs. Hann sagðist ekki geta sagt til um að svo stöddu hvað bæri í milli við- semjenda. Málin væru mjög óljós og því væri það vilji manna að Verkamannasambandið reyndi að ná samningum fyrir þorra launa- fólks í landinu og sú er skoðun annarra aðildarfélaga Verka- mannasambandsins bæði á Norðurlandi eystra og vestra. Þeir Guðmundur J. og Karvel ferðast nú um landið til að kanna hugi manna í komandi kjarasamn- ingum. Á mánudaginn héldu þeir fund á Sauðárkróld með stjórnum aðildarfélaga VSÍ á Norðurlandi vestra. Á þriðjudaginn komu þeir til Akureyrar og héldu fund þá um daginn með stjórnum aðildar- félaga sambandsins á Norðurlandi eystra og síðan um kvöldið al- mennan félagsfund með félags- mönnum Einingar, sem er stærsta félagið á Norðurlandi hátt í 4.000 félagsmenn. I gær ætluðu formað- urinn og varaformaðurinn á Austfirðina, en þeirri ferð var fre- stað vegna veðurs og héldu þeir til Reykjavíkur. Eftir yfírreið þeirra um landið má búast við að kaliað verði til formannafundar þar sem bomar verða saman bæk- ur manna og kröfur verkamanna myndaðar. Sævar sagði að of snemmt væri að segja nokkuð til um stefnu sambandsins í komandi samning- um. „Eini möguleikinn til að missa ekki allt út í verðlagið væri að Verkamannasambandið semdi eitt og sér fyrir þá lægst launuðu þannig að þeir fengju meiri hækk- anir en aðrir. Mikill baráttuvilji kom fram á fundinum og get ég ekki séð annað en að afla verði verkfallsheimildar ef ekki dregur til tíðinda innan skamms," sagði Sævar. Hánn sagði að ekkert hefði verið rætt um á Þfundinum hversu langa vinnustöðvun menn væru tilbúnir í ef út í það færi. Mikið ber enn í milli — segir Jón Sjgurðar- son forsljóri Alafoss „Menn sitja og ræða, en óhætt er að segja að mikið berí á milli sérstaklega hvað varðar verð- hugmyndir okkar og Sovét- manna," sagði Jón Sigurðarson forstjórí Álafoss í samtali við Morgunblaðið i gær, en viðræður hófust í Moskvu sl. mánudag um ullarvö rusamninga Álafoss hf. og sovéska ríkisfyrirtækisins Razno. Vonast er til að samningarnir geti numið allt að 200 milljónum íslenskra króna. Jón sagði að tækniatriði samn- ingsins væru á hreinu. Magnið væri hinsvegar háð verði. Ná þyrfti ákveðnum verðgrunni áður en hægt væri að fara að ræða um hugsanlegt magn. „Við höfum lagt fram okkar röksemdir sem eru í meginatriðum þær að fyrir ullarvörur eins og okk- ar riáum við hærra verði í öðrum löndum þó vitanlega beri að taka tillit til þess mikla magns sem Sovét- menn venjulega kaupa. Þá höfum við upplýsingar úr alþjóðlegum hag- skýrslum um það hvaða verð Sovétmenn borga öðrum þjóðum og miðum við okkar vöru vitanlega við þær. En segja má að tiltölulega tíðindalaust sé á austurvígstöðvun- um enn sem komið er. Áframhald- andi fundahöld verða í dag í Moskvu." Jón sagðist ekki álíta að samningar væru í sjónmáli í vikunni miðað við gang máia nú þannig að samningamenn Áiafoss yrðu örugg- lega fram yfír helgi í Moskvu. Bílstjórafélag Akureyrar krefst lögbanns á Glæsibíla sf. Leigubflaakstur er vernduð starfs- grein á Akureyri — segir Ásgeir Pétur Asgeirsson héraðsdómari Bílstjórafélag Akureyrar hefur krafist þess að sett verði lögbann við akstrí nýstofnaðs fyrírtækis Glæsibíla sf., sem skráð er í Glæsi- bæjarhreppi, á félagssvæðinu BA sem er Akureyrarkaupstaður. Beiðnin tekur til fólksbifreiða allt að átta farþegum og sendiferða- bifreiða. Lögbannsbeiðnin barst bæjarfóg- etaembættinu þann 8. janúar sl. og krafan kynnt eigendum Glæsibfla sf. þann 12. janúar. Samkomulag varð á milli Bflstjórafélags Akureyrar og gerðarþola að bflstjórafélagið legði fram tryggingu að upphæð einni milljón króna í hugsanlegar skaða- bætur og málskostnað ef gerðin næði fram að ganga. Forsvarsmenn Glæsibíla sf. fengu einnar viku frest til að skila greinargerð og málflutn- ingur fór fram hjá bæjarfógetaemb- ættinu sl. þriðjudag. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari á Akureyri er dómari í máiinu og hefur allt að þijár vikur til að kveða úpp úrskurð. „Málið snýst um markaðshags- muni og ekkert annað," sagði Ásgeir Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Matthías Gestsson forsvars- maður Glæsibfla sf. hafði sótt um pláss hjá Bifreiðastöð Oddeyrar en fékk ekki enda mun ásókn vera mik- il í leigubílaakstur. Því stofnaði hann eigið fyrirtæki, Glæsibfla sf. ásamt Klængi Stefánssyni, og skráði það í Glæsibæjarhreppi. Ekki er vitað til að Klængur stundi akstur sinn á Akureyri. Hann stundar mest skóla- akstur á 45 manna rútu sinni, en Matthías mun hinsvegar stunda leigubflaakstur sinn á Akureyri og notar til þess sex manna bfl sinn Mitzubishi Spacewagon, sex manna bfl. Matthías bendir á að meðalaldur leigubflstjóra sé mjög hár og lítil endurnýjun á meðal þeirra.“ Ásgeir sagði að leigubflstjórar í Reykjavík mættu aka leigubílum fram að 75 ára aldri, en á Akureyri væru aldurstakmörk engin. Þeir mættu aka leigubílum á meðan þeir hefðu bflpróf. Bflstjórafélag Akur- eyrar telur að fólksflutningar og sendibifreiðaflutningar sé lögvem- dað starf innan Akureyrarkaupstað- ar og að hámark3Íbúafjöldi sé á hvern leigubíl sem er um það bil 600 manns. Tilhneigingin hefur verið sú að fækka leigubílum eftir því sem fjöidi einkabfla eykst. Ásgeir sagði að lög um leigubfla- akstur segðu til um að heimilt væri f reglugerðum að takmarka fjölda leigubfla í sveitarfélögum og sú leið hefði verið farin á Akureyri. „Leigu- bflaakstur er því vemduð starfsgrein, einokuð með öðrum orðum, og reglu- gerð er til um takmörkun leigubíla á svæðinu. Það er svo annað mál hvort þetta getur talist eðlilegt og í takt við tímann," sagði Ásgeir Pétur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.