Morgunblaðið - 21.01.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.01.1988, Qupperneq 38
MÓRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 á8 Betur má ef duga skal Reynolds í einu skásta atriði Löggu til leigu. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN: Lögga til leigu — Rent-a-cop Leikstjóri: Jerry London. Framleiðandi: Raymond Wagner. Handrit: Dennis Schryak og Michael Blodgett. Kvikmynda- tökustjóri: Giuseppe Rotunno. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalleikendur: Burt Reynolds, Liza Minelli, James Remar, Ricli- ard Masur, Dionne Warwick, ^alphn P. Ryan. Kings Road Ent- ertainment 1988. Öðru vísi mér áður brá geta þau bæði hugsað með sér, Reynolds og Minelli. Reynolds er ekki nema svip- ur hjá sjón, þó svo hann eigi þokkalega kafla er hann kominn víðsfjarri þeirri lífsglöðu, kraft- miklu ímynd sem skóp honum stórstjömustöðu fyrir svo örstuttu síðan, að manni finnst. Það þjakar eitthvað karlangann. Sjálfsagt fall- andi gengi á vinsældalista kvik- myndahúsgesta, eins hefur hann lítið getað leikið um langt skeið vegna heilsubrests, og þá em bragðdaufar myndir sem Lögga til leigu ekki rétti afréttarinn. Og ekki bætir meðleikari á borð við Minelli uppá sakimar. Hún er flinkur söngvari og dansari en það hefur aldrei þótt sópa að henni sem kvik- myndaleikara nema Cabaret, þar sem mest reyndi á fyrrgreinda hæfileika. Arthur átti vinsældir sínar Dudley Moore að þakka og fyndnu handriti. Síðustu árin hefur Minelli átt við meiriháttar eitur- lyfjavandamál að stríða (sem hún er víst blessunarlega komin yfir), og lítið sem ekkert getað komið fram opinberlega. Það er ekki til að bæta úr skák. Hún er stirð og óömgg og ofleikur þar að auki af slíkri bíræfni að engu er líkara en hún álíti sig á hápunkti jarðar og geti leyft sér allt. Öðm nær. Hún er engin Goldie Hawn. Það vekur því furðu manns hversvegna í ósköpunum þessar krambúlemðu stjömur völdu sér ekki traustari fararskjóta á áveðrasamri leið uppá tindinn og það sem kemur kannski enn meira á óvart er að nokkur hafí getað látið sér í hug koma að leiða hesta þeirra saman. Hingað til hefur ekki fengist góð reynsla af því að láta haltan leiða blindan. Annars fer Lögga til leigu sóma- samlega af stað og heldur dampi framundir hlé. Þetta er rútínu lögguþriller sem gerist á næðings- sömum götum Chicago-borgar. Reynolds leikur harðsvíraðan leyni- lögreglumann sem ásamt fleirum missir tökin á stórtæku uppljóstmn- armáli og hirðir pokann sinn, gmnaður um samstarf við bófana. Mellan Minelli flækist inní málið og reynist eina haldreipi Reynolds við lausn þess. Þó svo að handrit Löggu til leigu reynist ekki sú stoð sem það hefði þurft að vera til að hressa uppá feril Reynolds, og Minelli, þá em prýðilegir sprettir á milli og einum forvitnilegum karakter er skotið inní myndina; dansara, sem James Remar (48 Hours, The Cotton Club) túlkar af kunnum djöfulskap. Hann hefði betur mátt koma meira inní myndina. Þá er atriðið inní stór- markaðnum ágætt og fyndið, þegar Reynolds má þola kvabb deildar- stjórans, niðurlægður í jólasveins- búningi. Margt annað er þokkalega gert á milli þess sem myndin sekk- ur niður í meðalmennskuna. Lögga til leigu sannar það enn eina ferðina að jafnvel fæmstu sjónvarpsmynda- leikstjórar eiga í hinum mestu erfiðleikum með kvikmyndina. Lon- don hefur gert margt feykigott fyrir sjónvarp; m.a. þættina Chiefs, Ellis Island og Shogun, hér missir hann af lestinni með stjömumar í farangrinum. Tíu ára afmælis Fjölbrauta- skóla Vesturlands minnst Akranesi Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi brautskráði 30 nem- endur 19. desember sl. Flestir hinna brautskráðu eru stúdentar frá ýmsum námsbrautum eða alls sautján. Sex útskrifuðust af tæknisviði, tveir með verslunar- próf, fjórir eftir bóklega hlutann í sjúkraliðanámi og einn á verk- menntabraut. Við skólaslitin var þess minnst að liðin era tíu ár frá því skólinn var stofnsettur og var í tilefni þess- ara tímamóta boðið til samkomunn- ar ýmsum góðum gestum. Fyrmm skólameistari skólans Ólafur Ás- geirsson þjóðskalavörður flutti ræðu um aðdraganda að stofnun .skólans og fyrstu ár hans. í máli Ólafs kom fram að skólinn hefur vaxið skjótar en flestir höfðu gert sér í hugarlund. Skólinn hefur átt því láni að fagna að til hans hefur ráðist hæft kennaralið sem í starfi sínu hefur skapað nemendum hin bestu menntunarskilyrði. Áður en skólinn var stofnaður mátti rekja brottflutning margra fjölskyldna á Akranesi til þess að ungmenni þurftu að sækja sér framhalds- menntun í önnur byggðalög. í dag stunda um 200 utanbæjamemendur nám við skólann. Ólafur rakti ýms- ar spaugilegar hliðar á stofnun skólans og taldi marga ekki hafa verið bjartsýna fyrir hönd fram- haldsskóla á Akranesi. Annað hefði komið á daginn. Auk Ólafs tóku til máls við at- höfnina Bjamfríður Leósdóttir kennari, Jón Böðvarsson fyrmm skólameistari í Keflavík, sem færði skólanum gjöf frá Fjölbrautaskóla Suðumesja í Keflavík. Jón Hálf- dánarson formaður skólanefndar skólans flutti ágæta hugvekju. Þá flutti einn af nýútskrifuðum nem- endum ávarp og svo að lokum tálaði Þórir Ólafsson skólameistari sem flutti skólaslitaræðuna og afhenti nemendum prófskírteini. Hæstu einkunn á stúdentsprófi náði Anna Helgadóttir á náttúmfræðibraut. Einnig náði Bryndís Ingvarsdóttir á málabraut mjög góðum námsár- angri. Hlutu þau bæði ásamt nokkmm fleirum viðurkenningar frá skólanum. Á þeim tíu ámm sem skólinn Karlmannaföt, verð frá kr. 2.995,- Terylenebuxur, kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,-og 1.795,- Gallabuxur nýkomnar, kr. 795,- og 850,- Peysuro.fi. ódýrt. Andrés I Skólavörðustíg 22, sími 18250. HRAOLESTRARNAMSKEIÐ Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðjudaginn 2. febrúar nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn og læra árangursríkar aðferðir í námstækni, skaltu skrá þig strax á námskeiðið. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 611096. HRAÐLESTRARSKÓLINN hefur starfað hafa 740 nemendur lokið þaðan burtfararprófum á yfír 30 námsbrautum, þar af em rösk- lega 250 með stúdentspróf. Á síðasta ári gerðu nær öll sveitarfé- lögin á Vesturlandi með sér samkomulag um rekstur skólans og þá var nafni hans breytt í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Álls stunda um 470 nemendur nám við skólann sjálfan og liðlega 60 nem- endur em í öldungadeild. Þá starf- rækir skólinn nú í fyrsta sinn öldungadeild I Borgamesi og stunda þar um 40 nemendur nám. Þá er kennsla á 1. stigs vélstjóranámi í Ólafsvík og Stykkishólmi. Auk þess em starfræktar framhaldsdeildir við skólana í Stykkishólmi og Laug- um í Dalasýslu. Því má láta nærri að nemendur skólans á nýhafinni vorönn séu um 650 talsins. í tilefni þessara merku tímamóta barst skólanum fjöldi góðra gjafa frá ýmsum velunnumm bæði fyrir- tækjum og félagasamtökum. Á þeim lista er ýmislegt sem kemur skólanum vel að notum í daglegum störfum hans. Brýnustu fram- kvæmdir við skólann í dag er bygging mötuneytis og stjómunar- aðstöðu og standa vonir til að þær framkvæmdir hefjist sem fyrst. —JG hagstæð magninnkaup: 15 til 40% verðlækkun á 26 vörutegundum. DISKLINGAR „BULK“ 25 stk. í pk. 5Vt’ DS DD áður 63,- pr. stk. nú 49,- pr. stk. CIS DISKLINGAR CIS SV4' DS DD 10 stk. í plastkassa áður 124,- pr. stk. nú 93,- pr. stk. CIS 5Vt" HD 10 stk. í plastkassa áður 304,- nú 221pr. stk. CIS 3%" DS 10 stk. í kassa, áður 320,- pr. stk. nú 229 pr. stk. Hallarmúla 2, S 83211 U D D Djúpt, þaegilegt og afslappandi nudd. Gott fyrir þá, sem hafa slæmt bak, vöðvabólgu eða gegn stressi o.fl. Hringið og fáið upplýsingar í síma 17923 frá kl. 16.30-18.30. ÞORRABLOT FELAGSINS verður haldið í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnar- firði, laugardaginn 23. janúar kl. 19. Miðasala í Skútunni föstud. 22. janúar frá kl. 17-19. Mætum sem flest. Stjómin. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir 1 gömlum íslenskum orðskviðum segir: — Hugurinn ræður hálfum sigri. Hugurinn minnir á, en hönd og tunga framkvæmir. — — orð til umhugsunar — Þessum gullkomum er fylgt úr hlaði með mjög fljótlegum fiskrétti ágætum fyrir fólk sem er í tíma- kreppu og peningaþröng. Þetta er Reykt ýsa í grænmetis rjómasósu 600 g reykt ýsa, 2 msk. smjörlíki, 1 paprika, græn eða gul, 2 msk. söxuð púrra, 3 msk. hveiti, 1 bikar kaffiijómi (1 bolli), 3/4—1 bolli mjólk, 3 egg, harðsoðin. 1. Reykta ýsan er skorin niður í bita og soðin í vatni í 10 mínútur. Suðan tekur talsvert af saltinu úr fiskinum. 2. Gul paprika á vel við þessa sósu, hún er sætari en sú græna. Paprikan er skorin í sundur, fræ og himnur fjarlægðar, hún er söxuð smátt. 3. Smjörlíkið er brætt í potti. Söxuð paprikan og púrra em síðan látin krauma í feitinni við vægan hita þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. Þá er hveitinu hrært út í og sósan jöfnuð með kaffírjómanum og mjólk- inni eða undanrennu. Sósuna má hafa fremur þykka. 4. Fiskurinn er tekinn upp úr soðinu og hlutaður í litla bita. Hann er sett- ur í sósuna og soðinn með henni við vægan hita í 5 mínútur. 5. Reykta ýsan í sósunni er sett á pönnu eða disk. Harðsoðnu eggin em skorin í báta og þeim síðan rað- að ofan á fiskinn á disknum. Áætlið ■/2 egg á mann. Ágætt er að bera rúgbrauð fram með þessum rétti. Þennan rétt má einnig bera fram á annan hátt, bæði bakaðan í ofni og sem fyllingu í pönnukökur. 1. Ofnréttur: Setja má eggin niðurskorin beint út í sósuna með fiskinum. Einnig er hægt að láta jafninginn með fiski og eggjum í eldfast fat og strá síðan brauðmylsnu yfir ásamt nokkmm smjörflísum og brúna síðan undir grilli í nokkrar mínútur áður en rétt- urinn er borinn fram. 2. Fylling í pönnukökur. Hér fylgir uppskrift af mjög auðveld- um pönnukökum fyrir fyllingar: 1 bolli hveiti, 1 egg, 1 bolli mjólk, 1 msk. bráðið smjör. 1. Allt þeytt saman. Pönnukökur em bakaðar á léttsmurðri pönnu- kökupönnu, 2 msk. í pönnuköku, og er hún aðeins bökuð á annarri hlið- inni. Pönnukökumar eiga að verða 11-12 stk. 2. Fylling er sett inn í hveija pönnu- köku, þeim er rúllað upp, þær settar í eldfast fát með samskeytum niður. 3. Setja má 2—3 msk. af fisk-sós- unni yfir pönnukökumar og síðan brauðmylsnu og smjörflís. Fylltar pönnukökumar bakaðar í meðal- heitum ofni í 15 mínútur. pl°ötvö*p PIOIMEER HUÓMTÆKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.