Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 43
MORGI ‘NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 43 Minning: ' Gróa Helgadóttir Fædd 17. apríl 1917 Dáin 13. janúar 1988 í gær var gerð útför Gróu Helgadóttur, eiginkonu Guðmundar Guðmundarsonar forstjóra á Lyng- haga 22 hér í borg. Útförin fór fram í kyrrþey að beiðni hennar. Með Gróu hvarf á braut hugljúf og elsku- leg kona, sem er harmdauði öllum, sem kynntust henni. Gróa fæddist á ísafirði 17. apríl 1917, yngsta bam hjónanna Helga Eiríkssonar frá Karlskála við Reyð- arfjörð og Sesselju Ámadóttur Þorsteinssonar prests á Káifatjöm. Þau Helgi og Sesselja eignuðust 7 böm, 6 dætur- og einn son. Þau komust öll til fullorðinsára þótt þau séu nú látin nema elsta systirin, Ingibjörg Helgadóttir í Stykkis- hólmi nær 87 ára að aldri, ekkja Sigurðar Ágústssonar útgerðar- og alþingismanns. Bemskuheimili Gróu var einstak- lega viðkunnanlegt, húsbóndinn gæflyndur og gamansamur en hús- freyjan skaplétt og hláturmild. Helgi nam bakaraiðn fyrir aldamót- in í Bemhöftsbakaríi þegar sjá þurfti þilskipaflotanum fyrir skon- roki og rúgbrauði og var slíkt ærin vinna. Helgi stundaði fyrst iðn sína í Keflavík, ísafirði og Stykkishólmi en afraksturinn varð oft endaslepp- ur eins og vertíðirnar. Því flutti íjölskyldan öll, að Ingibjörgu frá- taldri, til Reykjavíkur á kreppuár- unum eftir fyrra heimsstríðið. Þar vegnaði þeim vel. Dætumar fengu allar ágæta menntun og urðu hinar mestu dugnaðarkonur. Sonurinn Eiríkur varð rafvirki og settist að í Stykkishólmi en dætumar giftust hér syðra. Á unglingsámnum fékkst Gróa við ýmislegt eins og ungt fólk gerir meðan það leitar eftir fótfestu í lífinu. Meðal annars lauk hún námi í píanóleik í Tónlistarskólanum. En þá brá ský fyrir sólu um stundar- sakir er hún veiktist hastarlega og varð að leggjast inn á spítala í tvö skipti um nokkurra mánaða skeið í hvort sinn. Hún fékk sæmilegan bata eftir þessi veikindi en í veikind- unum kynntist hún mannsefninu sínu, Guðmundi Guðmundarsyni, og bjuggu þau í ástríku hjónabandi í 43 ár. Guðmundur er sonur Guðmundar Guðmundssonar, sem lengi var kenndur við Heklu á Eyrarbakka og síðar við verslunina Höfn á Sel- fossi og Ragnheiðar Lámsdóttur Blöndal. Báðar ættir Guðmundar em vel þekktar, föðurættin einkum um Suðurland en móðurættin um allt land. Þau Guðmundur og Gróa eignuð- ust 3 böm, Helgu Sesselju, Guðmund Stein raftæknifræðing og Sigurð Inga, fulltrúa í fyrirtæki fjöl- skyldunnar þar sem Helga vinnur einnig. Helga var um mörg ár gift á Spáni og em þrjú dótturbörn þeirra Gróu og Guðmundar búsett þar sem stendur. Önnur dótturdótt- irin Katla María dvaldi hér í sumarleyfi sínu til að vera ömmu sinni til hugarhægðar, og hin, Sess- elja Helga, kom hingað í miðju skammdeginu til að geta verið hjá ömmu sinni um jól og nýár. Dóttur- sonurinn, Enrique Sigurður er hagfræðinemi við háskólann í Barc- elóna. Eitt barn Helgu er hér heima, og Guðmundur Steinn og kona hans, Maria Teresa Marti, eiga 3 böm, en Sigurður Ingi og hans kona, Ólöf Skúladóttir, eiga 2 böm. Alls em því bamabömin 10. Þau Guðmundur og Gróa byggðu sér þægilegan sumarbústað í Mos- fellssveit og hefur landið umhverfis hann og gróðurhúsið verið unaðs- reitur allrar fjölskyldunnar í 35 ár, og mun Gróu hvergi hafa fallið betur að dvelja en þar. Eitt var það umfram annað, sem maður tók eftir í fari Gróu, að mik- ið yndi hún hafði af bóklestri. Hún var sílesandi er tími gafst til og var því margfróð. En að eðlisfari var hún mjög háttprúð og svo hjálpsöm að af bar, hógvær og af hjarta lítillát eins og einhvers staðar er skrifað. Hákon Bjarnason Lokakallið fáum við öll fyrr eða síðar á lífsleiðinni. Spumingin er aðeins hvenær kallið kemur. Margir hafa vart hafíð ferðalagið þegar því lýkur en aðrir eiga fyrir höndum langa ferð. Gógó, eins og hún var ætíð nefnd meðal vina, hreppti langa og gæfuríka ferð. Vissulega rigndi hjá henni eins og hjá flestum öðmm en oftast var sól. Við bræðumir vomm svo lánsam- ir að njóta sólarinnar í kringum Gógó öll sumur í æsku og er það samdóma álit okkar, að þeir sem átt hafa Gógó að ferðafélaga geti ekki kvartað yfír félagsskapnum. Staðreyndin er sú að öllum leið vel í návist Gógóar. Það má þakka léttri lund hennar og yfírburða kýmnigáfu. Það var sama hvort hún eða ein- hver annar sagði brandarann jafnvel þó að hann væri á hennar kostnað, alltaf hló Gógó jafn inni- lega. Þar var engin pólitísk ritskoð- un á ferð heldur skynsöm og glögg kona laus við alla yfírborðs- mennsku. Við frændsystkinin er ólumst upp í Mosfellssveit yfír sum- artímann heilluðumst af þessum eiginleikum Gógóar og ekki veikti það stöðu hennar, að sælgætislager heimilisins var stærri á Háeyri en almennt tíðkast og ekki sparaður fremur en góða skapið. Þegar litið C“ er um öxl fer ekki á milli mála, að heimili Guðmundar og Gógóar var það hláturmildasta sem við kynnt,- umst í æsku. Kýmnin á því heimili var oftast á kostnað heimilisfólksins sjálfs. Allir hlógu og gerðu grín hver að öðrum án þess að nokkur fyrtist. Slíkur var kærleikurinn hjá hinu glaðlynda og háværa heimilis— fólki á Háeyri. Með þetta í huga, ásamt hlýlegum móttökum Guð- mundar og Gógóar þegar mann bar að garði, er ekkert skrítið þó oft hafí verið staldrað við á þeim bæ. Gógó eins og margar mæður þess tíma var miðpunktur heimilisins. Þær voru á vakt allan sólarhringinn tilbúnar að leysa öll mál, metta alla munna og hugga þegar þess þurfti með. Það var ófölsk öryggiskennd að vita af þessum mæðrum í kall- færi í hvetjum bústað ef eitthvað bjátaði a. Gógó fékk sinn skammt af þeim uppákomum og leysti öll vandamál með bros á vör. Um leið og við kveðjum Gógó vinkonu okkar og þökkum allt og allt, viljum við vitna í er við heyrð- um móður okkar lýsa henni eitt sinn fyrir fólki er ekki þekkti hana: „Gógó er yndisleg kona og aldrei hef ég heyrt hana hallmæla nein- um.“ Megi góður guð blessa minningu Gógóar, svo og íjölskyldu hennar og styrkja þau í söknuði þeirra. Guðmundur og Kjartan Hjörtína G. Jóns- dóttir - Minning Fædd 20. október 1900 Dáin 6. janúar 1988 Amma mín, Hjörtína Guðrún Jónsdóttir, frá Efra-Skarði í Svínadal, fæddist í Hrappsey alda- mótaárið og var því komin á sitt 88. aldursár þegar hún lést nú í ársbyrjun. Hún var dóttir Jóns Jónssonar vinnumanns og Kristínar Tómas- dóttur, sem var annáluð tóvinnu- kona. Jón mun hafa fæðst í Seli í Miklholtshreppi, en bjó síðar á norð- anverðu Snæfellsnesi og í Breiða- fjarðareyjum. Kristín fæddist í Steinadal á Ströndum, en missti föður sinn ung og fór eftir það í vinnumennsku víða, m.a. á Kleifum í Gilsfírði. Leiðir þeirra Jóns og Kristínar lágu saman í Hrappsey, þar sem þau voru í vinnumennsku. Jón var ógiftur og bamlaus, en Kristín var þá orðin ekkja og átti þijá syni. Valdimar og Steingrím átti hún með Samúel Guðmundssyni frá Brekku í Gilsfírði. Kristín giftist Kristjáni Halldórssyni vinnumanni og áttu þau saman soninn Guðna. Kristján drukknaði árið 1896. Sex vikna gamalli var Hjörtínu komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Eggert Thorberg Gíslasyni og Þuríði Jónsdóttur í Fremri-Langey. Faðir Hjörtínu var vel kunnugur fólkinu I Fremri-Langey. Hann hafði verið þar vinnumaður um langt skeið og treysti Eggert og Þuríði best fyrir einkabami sínu. Eggert var stöndugur bóndi. Hann var bókhneigður og kenndi bömum og Jóni hefur þótt vænlegt að koma baminu í fóstur hjá hon- um. Hálfsystir Jóns, Margrét Guð- mundsdóttir í Rifgirðingum, vildi taka bamið að sér, en Jón ljáði ekki mals á því. Þau Jón og Kristín giftust ekki, en bjuggu saman í Þurrabúð um skeið. Hjörtína ólst því upp hjá hjónun- um í Fremri-Langey. Börn þeirra Eggerts og Þuríðar vom flest upp komin, en þrjú voru þó ófermd. Hjörtína varð snemma dugleg til vinnu. Jafnframt lærði hún lestur, skrift og dálítið í reikningi og las landafræði, íslandssögu og biblíu- sögur hjá fóstra sínum. Kverið varð hún að læra utanbókar eins og aðr- ir. Eggert leyfði engan slæpingja- hátt við námið og vei þeim sem ekki kunni lexíumar sínar. Þannig ólst Hjörtína upp við tals- verðan aga bæði í námi og starfí. En hún fékk nóg að borða og fólkið í Fremri-Langey reyndist henni vel. Oft fann hún sárt fyrir því að hún var ekki bam þeirra hjóna, einkum þegar bamaböm þeirra komu í heimsókn. Henni þótti mjög miður að foreldrar hennar voru ógiftir, enda var henni stundum strítt á því. Hjörtína hafði aldrei náið sam- band við móður sína, þótt henni þætti afar vænt um hana. Faðir hennar kom hins vegar oft f Fremri-Langey og hún hændist mjög að honum. Hann borgaði með henni meðan hann lifði, en hann lést úr lungnabólgu þegar Hjörtína var á tíunda ári. Henni þótti mikil eftirsjá að föður sínum. Móðir hennar fékk að vera í Fremri-Langey vetur eftir að Jón dó, þar til Steingrímur sonur henn- ar tók hana að sér. Steingrímur var þá orðinn bóndi í Miklagarði í Saurbæ og veitti móður sinni heim- ili þar til hún lést árið 1948,94 ára. Hjörtína fermdist í Dagverðar- neskirkju þegar- hún var þrettán ára. Veturinn 1916—1917 fór hún í Hvítárvallaskóla hjá Hans Grön- feldt og frú. Skóla þennan kallaði hún „Rjómaskólann". Þar lærði hún að strokka smjör og þess háttar og undi sér vel. En hún hafði lofað að koma aft- ur til Fremri-Langeyj ar að vori og við það stóð hún. Tveimur árum síðar fór hún til móður sinnar og Steingríms að Miklagarði og var þar í too vetur. Að því loknu lá leið- in til Reykjavíkur og lauk þá samskiptum hennar við móður sína. Hjörtína var í vinnumennsku á ýmsum heimilum í Reykjavík á þriðja áratugnum og var eftirsótt vinnukona. Þá kom það fyrir að hún réðist í kaupavinnu í sveit á sumr- in, þar á meðal á Melum í Melasveit hjá fóstursystur sinni Helgu Egg- ertsdóttur. Hjörtína var á Melum haustið 1928 þegar þess var farið á leit við hana, að hún færi sem ráðskona hjá ungum bónda á Efra- Skarði í Svínadal, Ólafí Magnús- syni. Hún játti því og lagði þar með grunninn að ævistarfi sínu. Þau Olafur felldu nefnilega hugi saman þá um veturinn og um haustið 1929 létu þau pússa sig saman í Reykjavík. Þau hjónin hófu búskap í gamla bænum að Efra-Skarði. Móðir Ól- afs, Sigríður, var þá enn á lífí. Ekki leið á löngu áður en fjölgaði á heimilinu og alls urðu bömin fimm, Þorgerður, Sigríður, Jóna Kristín, Magnús og Selma. Bömin fæddust öll í gamla bænum, en árið 1947 flutti fjölskyldan í nýtt timburhús og þar var heimili þeirra síðan. A óvitaárum mínum veitti ég ömmu minni ekki mikla athygli. En þegar ég komst til nokkurs þroska fór ekki hjá því að ég skynj- aði mikilleik þessarar lágvöxnu og lítillátu konu. Hún fæddist inn í frumstætt bændasamfélag aldamótanna, en kvaddi okkur á tölvuöld. Hún öðlað- ist mikla lífsreynslu á langri ævi og miðlaði óspart af reynslu sinni. Hún var ekki alltaf sólarmegin í lífinu, en kunni að gleðjast og gleðja aðra. Eins og títt er um konur af henn- ar kynslóð fólst hennar ævistarf í uppeldi bama og bústörfum bæði innan húss og utan. Henni auðnað- ist ekki að vera samskiptum við foreldra sína í æsku og þótti það auðvitað miður. Heimilið í Fremri- Langey var mjög fiölmennt og ekki gafst alltaf tími til þess að sýna litlu stúlkubami þá hlýju sem þurfti. En alla þá ástúð og hlýju, sem hún fór á mis við í æsku, veitti hún manni sínum og bömum. Hún eign- aðist 19 bamaböm og 17 barna- bamaböm og ekki fómm við varhluta af einlægri blíðu hennar. Hún vissi hvers virði það var böm- um að eiga ömggt heimili og njóta ástar foreldra sinna og umhyggju. Amma var glaðlynd manneskja, ríkulega gáfum gædd og kunni að meta söng og lestur góðra bóka. Vænst þótti henni um bækur, sem höfðu að geyma þjóðlegan fróðleik af ýmsu tagi. Hún tók virkan þátt í starfí kvenfélagsins Lilju á Hval- fiarðarströnd og varð heiðursfélagi þess. Eg kom stundum í litlu stofuna til ömmu og þáði af henni kaffí og með því. Forvitni mín varð þá ein- att til þess að að ég fékk að ferðast með henni vestur til Breiðafjarðar æskuáranna. Þá sagði hún mér frá föður sínum, sem var harðduglegur maður og bamelskur, en dálítið sérsinna, eins og hún sagði. Ég fékk að kynnast móður hennar og erfíðri lífsbaráttu hennar. Hún sagði mér frá heimilislífinu í Fremri-Langey, atvinnuháttum, menningarlífínu í baðstofunni, jóla- siðum, sorgarstundum og gleði- stundum. Stundum brá fyrir sorgarglampa í augum hennar þegar hún sagði frá, en oftast var hún þó kímin og alltaf held ég að hún hafí notið þessara stunda. Mér sjálfum voru þessar sam- vemstundir ómetanlegar. Mér var unun að því að sitja hjá henni og heyra hana segja frá. Hún var mér tengiliður við liðna tíð og kenndi mér að skilja hana sjálfa og það þjóðfélag sem mótaði hana og henn- ar kynslóð. Við amma áttum rhargt órætt. En þótt hún hafí ávallt verið heilsu- hraust varð ekki hjá því komist að Elli kerling gerðist uppivöðslusöm. Amma varð þó þeirrar gæfu aðnjót- andi, að vera sjálfbjarga nánast fram á síðasta dag og halda fullri meðvitund fram á síðustu stund. Ég heimsótti hana síðast milli jóla og nýárs og enda þótt hún ætti þá við talsverðan lasleika að stríða var ekki við annað komandi en að hita kaffí og færa mér með því. Þegar ég kvaddi hana þennan dag virtist hún sannfærð um að þetta yrðu okkar síðustu fundir. Sú varð líka raunin. Á gamlársdag hélt ég utan til náms. Sama dag var hún flutt á sjúkrahús og fáein- um dögum síðar var hún öll. Ég hefði svo gjaman vilja eiga þessa indælu konu að dálítið leng- ur. Missir minn og allra hennar ástvina er mikill, en mestur er þó missir afa, sem hefur horft á eftir ástríkri eiginkonu ogtraustum vini. Nú er ekki annað eftir en björt og fögur minningin og ég mun ætíð minnast ömmu með þakklæti. Góðlegt og glaðlegt andlit hennar mun ávallt standa mér fyrir hug- skotssjónum. Megi hún hvfla í friði. Garðar Guðjónsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við gxeinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á þvi vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvik'udagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sáímur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.