Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 44

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Lost Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Blátt áfram Ljósmynd/BS Tónleikahald er óAum aft taka við sér eftir áramótaslen, í byrjun mánaðarins háldu þrjár norft- lenskar rokksveitir tónleika á Akureyri og um miftjan mánuftinn héldu ein reykvísk og ein keflvísk sveit tónleika í Reykjavfk. Akureyrsku sveitirnar voru Parr- ak, Nautsauga og Lost. Parrak ættu menn aft kannast við, enda átti sveitin lög á Snarlspólunni fyrri undir nafninu Parror og hólt tón- leika í Duus í Reykjavík meft fleiri Snarlsveitum í kjölfar þess. Nauts- auga og Lost hafa öllu minna verið á ferðinni en fregnir herma að það standi þó til bóta, því Lostmenn séu aö huga að plötugerð og þá í samvinnu vift Hilmar Örn Hilmars- son sem er nú í hljóðveri að vinna Tönleikahald norðan heiða og sunnan Nautsauga Morgunblaðið/Guðmundur Svansson plötu með Megasi. í Casablanca í Reykjavík héldu sveitirnar Blátt áfram og Ofris tón- leika. Ofris er sveit úr Keflavík sem er að hefja feril sinn, en Blátt áfram hefur haldið fjölda tónleika frá því sveitin kom fyrst fram á Rykkrokk- tónleikunum við Fellaskóla síðasta sumar. Heimildamaður rokksíð- unnar hermdi að Blátt áfram hefði staðið sig vonum framar þetta kvöld og hefði verið áberandi betri en á síðustu tónleikum sveitarinn- ar stuttu fyrir áramót. Útsetningar væru margar breyttar og kæmu betur út, auk þess sem sveitin hefði náð þokkalega saman. Ofris er á nokkuð annarri línu en Blátt áfram og tónlistin öll lóttari. Eins og er er ekkert sem skilur Ofris frá tugum annarra sveita, það skortir nokkuð á frumleika, en það er ekki vert að dæma sveitina of hart, enda er ekki mikill grunnur til þess eftir eina tónleika. Ofris Ljósmynd/BS Parrak Morgunblaðlð/Guðmundur Svansson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.