Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAMÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1988 45 Svart-hvítur draumur: GOD minn góður Nú nýveriö kom út platan GOÐ meo hljómsveitinni Svarthvítum draumi. Hér er á ferðinni prýðileg skífa, sem ég hika ekki við að gefa fjórar og hálfa stjörnu. Það virðist sem nýbylgjutóniist sé f sókn hér- lendis — Sykurmolarnir og Blelku bastarnir eru prýðileg daami — og Svarthvftur draumur er einn ágæt- asti fulftrúi þessarar framsóknar. Hvers vegna þessi þróun á sér stað nú hefur gagnrýnandi reyndar ekki glögga hugmynd um; ef til vill eru menn einfaldlega orðnir þreyttir á „þægilegri tónlist" sem siglt hefur í kjölfarið á frelsi í útvarpsmálum. Eriendis hefur þungarokki vaxið fisk- ur um hrygg, en síðan Drýsill leið hefur þess ekki gætt hér (ég hef reyndar heyrt prufuupptöku með hljómsveit, sem kallast Exist, sem er í þyngri kantinum og lofar mjög góðu og gott betur). Staðreyndin er þó sú að Svart- hvítur draumur er búinn að gefa út plötu og lítið þýðir að fást um hvers- vegna platan er eins og hún er: Mögnuð. Ekki er hægt að segja að sveitin sé undir áhrifum frá einhverjum sér- stökum, þetta er þeirra eigin músík. Rétt er þó að geta þess að tónlistin á meira skylt við pönkið en nýbylgju og í þessu samhengi er um hrós að ræða. Það er feykimikil kraftur á plötunni og keyrslan taumlaus og ekki laust við að sum lögin nálgist brotajárnsrokkið (Thrash). Það er hins vegar engin regla, því í „Engum ævintýrum" kemur allt í einu harm- onikku-kafli til þess að impra á . sjómannslífinu. I „Zaragoza Pa- nama" er ekki minni uppákoma þegar þessi fíni homaflokkur kemur eins og skrattinn úr sauöarleggnum. Bassinn er tvímælalaust hið leið- andi hljóðfæri sveitarinnar og Gunnar Hjálmarsson, sem einnig syngur, höndlar hann mjög skemmtilega. Það er mikið vanaverk að láta bassa vera svona framarlega án þess að glata annað hvort þeim grunni, sem hann á að vera, eða það komi niður á rokkelementinu í tón- listinni. Hvorugt gerist á þessari plötu og er það vel. Söngurinn hjá Gunnari er mjög sérstæður og hæfir músíkinni sem flís við rass. Textarnir eru svo sérkapítuli. Einir og sér væru þeir ekkert sérstakir, en sungnir með lögunum eru þeir fyrsta flokks. Eftirminnilegustu lögin á plötunni er „Mónakó", „Helmút á mótor- hjóli", „Engin ævintýri", „Ég dansa við lik" og „Sýrubælið brennur" en í því segir frá örlögum 10 hippa. Það er ófögur lýsing. 10 hippar hverfa eins og negrastrákar 4*á hæli, 2 hanga á Mokka 3 frömdu sjálfsmorð, 1 skrifar á Mogga . upprisnir, fundnir í Hollívúdd. Þessi plata á ekki eftir að heyrast á tónlistarstöðvunum, svo það þarf að gera sér ferð í næstu plötubúð eftir henni. Sú ferð er þó vel þess virði því platan sannar að það er fleira og betra til á íslandi en Módel og Qaui. Andrés Magnússon Afmæliskveðja: Tveir bastar; Hic et ubique? Ljósmynd/BS Jassrokkblús í kvöld gefst mönnum kostur á að hlýða á blús, framúrstefnujass eða rokk á Hótel Borg eða f tón- leikastaðnum nýja Lækjartungl. I Hótel Borg verða sveitirnar Súld og Centaur, en jasssveitin Súld hefur ekki haldið tónleika síöan sveitin gerði garðinn frægan í Montreal síðasta sumar. Centaur hefur aftur á móti staðið fyrir vel- sóttum blúskvöldum á Borginni í sumar og haust. í Lækjartungii verða fyrstu rokk- tónleikar sem þar hafa verið haldnir, en Lækjartungl er þar sem Nýja bíó var. Þar ku vera hljóðkerfi í sérflokki og tónleikar Bastanna verða frumraun þess hljóðkerfis, en ætlunin er að halda tónleika í Lækjartungli sem tíðast. Kjartan Guðnason formaður SÍBS Vinur minn og samstarfsmaður um áratugi Kjartan Guðnason formaður SIBS er 75 ára í dag. Kjartan er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og því fj'ölda Reyk- víkinga að góðu kunnur. Kynni okkar Kjartans hófust árið 1948, þegar hann varð fyrir því óláni að veikjast af berklum. Vegna breyttra meðferðarmöguleika varð sjúkrahúsvist Kjartans tiltölulega stutt en þó nógu löng til þess að vekja áhuga hans á starfsemi SÍBS og þörfinni fyrir öfluga félagsstarf- semi til þess að tryggja árangur af því starfi, sem þá var nýlega hafið. í stjórn SÍBS hefur Kjartan verið samfellt frá 1956 og formaður frá því að Þórður heitinn Benediktsson lét af því starfi árið 1974. Þótt aðalstarf Kjartans nafi lengst af verið deildarstjórastaða hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, þá átti hann þó jafnan tíma aflögu fyrir féiaga sína í SÍBS. Þar var lfka sannarlega þörf fyrir mann, sem vissi allt um réttindi bótaþega og var jafnan reiðubúinn til þess að upplýsa og leysa vandamál þess stóra láglauna- hóps, sem varð að lifa á tryggingun- um einum saman að hælisvist lokinni. Margur er sá sjúklingurinn, sem hefur komið léttari í skapi frá Kjart- ani eftir að hafa fengið upplýstan rétt, sem hann átti en hafði ekki gert sér grein fyrir. Svo sem verða hlaut, þá hefur Kjartan gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir SÍBS. Fyrir utan að vera formaður samtakanna, þá hefur hann verið ýmist aðal- eða varamaður 5 stjórn Reykjalundar. Hann var stjórnar- formaður Múlalundar á árunum 1957—1962 og hafði eftirlit með' því merka fyrirtæki um árabil eftir það. Kjartan er nú stjórnarfbrmaður Múlabæjar, Dagvistunar aldraðra og öryrkja, sem rekin er af þremur aðilum, SÍBS, Samtökum aldraðra og Rauða krossinum. Dagvistunin, sem er til húsa í húsnæði SÍBS, þar sem vinnustofa Múlalundar var áð- ur, hefur getið sér hið besta orð og fyrir nokkru fært út starfsemina með opnun Hlíðarbæjar, þar sem Alzheimerssjúkir eru í dagvistun. Kjartan hefur því lítið slakað á klónni þótt árin færist yfir hann. Þó mun hann hafa ætlað að hætta störfum hjá Tryggingastofnuninni, en ráðamönnum þar mun hafa þótt nokkurs virði að njóta enn um sinn reynslu hans og þekkingar á við- kvæmum samskiptum einstaklinga og stofnunar og því samist svo um, að Kjartan ynni þar hálfan daginn. Við Kjartan höfum um lengri tíma verið fulltrúar SÍBS hjá Nor- rænu berklavarnasamtökunum. Þau samtök voru stofnuð á Reykja- lundi árið 1948. Þessi samtök hafa komið saman annaðhvert ár. Skoð- að stofnanir hver hjá öðrum, fræðst um nýjungar og reynt að hagnýta þekkingu og reynslu hvers annars. Því er ekki að neita, að á þessum vettvangi töldum við okkur gefa miðlað þeim frændum okkar þekk- ingu er þeim mætti að haldi koma, og jafnvíst er það, að við hðfum mikið af þeim lært. Kjartan hefur alla tíð>erið ein- lægur félagshyggjumaður og valið sér störf í samræmi við þá stað- reynd. í ávarpi, er hann ritaði í tímarit SÍBS fyrir löngu síðan, seg- ir hann m.a.: „Það voru einmitt þeir berkla- sjúku sjálfir, sem sáu svo alltof oft dauðann berja að dyrum að nauð- synjalausu, þar sem hægt hefði verið að tefja að minnsta kosti fyr- ir komu hans, ef lífskjör hefðu verið betri, vinnuskilyrði betri, með öðr- um orðum betra samfélag. Við slíkar aðstæður sprettur óskin um samhjálp, ekki aðeins samhjálp hinna berklasjúku, heldur einnig samhjálp allra sjúkra og samhjálp samfélagsins." Kjartan getur nú á 75. ára af- mælinu litið yfir farinn veg og notið þeirrar afmælisgjafar, sem betri er öðrum gjöfum, að starf hans hafi borið árangur. Við hjónin þökkum þeim Jónu og Kjartani fyrir löng og góð kynni, fýrir fjölmargar ánægjulegar sam- verustundir og vonum, að þau eigi góð ár framundan. Kjartan og Jóna taka á móti gestum í Dentalia, félagsheimili tannlækna, Síðumúla 35, kl. 17—19 í dag. Oddur Ólafsson #\^ð# MILTFYRIRBARNIÐ MÝKINGAREFNI Milt fyrír barnið mýkingarefni er sérstaklega ætlað til mýk- ingar á barnafatnaði og á fatnaði annarra sem eru með viðkvæma húð. Tauið verður dúnmjýkt og ertir ekki húðina. VBkvæm húð og Milt fyrír barniö eiga svo sannarlega samleið. ¦ar Jk 3\ IMPI »onn»<*norsioto I.M^^I FRIGG ¦ ¦ mitt'fyrirtanú&' SAPUflERÐIN Lyngáá ) Garðabæ, sími 65)822 SPiLADU MEÐ éééé Fylgstu með árangri og styrkleika liðanna. Þannig stendurðu velaðvígi. ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldarvinningslíkur. Hægteraðspáíl&ikirmsimleiðisoggœida fyrirmeðkreditkorti. Þessiþjónustaerveitt aila fösfudagafrátó 9ö0til17.-00oglaugardaga „. MkL&ÖOtöjSm $íminner6883S2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.