Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 + t Eiginmaður minn, EYÞÓR BOLLASON, áðurtil heimilisá Helgamagrastrœti 12, Akureyri, andaöist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. janúar. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Fjórðungssjúkra- hús Akureyrar. Guðrún Stefánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANSBORG iÓNSDÓTTIR frá Einarslóni, Snæfellsnesi, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 19. janúar. Huldfs Annelsdóttir, Ásgerður Annelsdóttir, Anna Annelsdóttir, Þorkell Guðmundsson, Guðjón Matthfasson, Björk Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín og móöir okkar, GRÓA HELGADÓTTIR, andaðist í Landakotsspítala 13. þ.m. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug. Guðmundur Guðmundarson, Helga S. Guðmundsdóttir, Guðmundur Steinn Guðmundsson, Sigurður Ingi Guðmundsson. t Faðir okkar, EGGERT BRANDSSON frá Önundarhorni, Eyjafjöllum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. janúar. Börn, tengdabörn og bamabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGMUNDUR JÓNSSON verkamaður, Hörgatúni 11, Garðabæ, veröur jarðsunginn frá Garðakirkju, Garöabæ, föstudaginn 22. janúar kl. 14.00. Álfheiður Björnsdóttir, Gréta Þ. Sigmundsdóttir, Kristján Norðman, Jóhanna S. Sigmundsdóttir, Eirfkur Hjaltason, Bima 1. Sigmundsdóttir, Kolbrún S. Sigmundsdóttir, Jón Torfason, Kristján P. Sigmundsson, Oddf ríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabamabarn. t Móðir okkar, ÓLÍNA JÓHANNSDÓTTIR, Melabraut 39, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag íslands. Aðalbjörg Zóphoníasdóttir, Páll Zóphoníasson. t Útför móður okkar, GUÐBJARGAR DAVÍÐSDÓTTUR frá Ytri-Brekkum, Langanesi, s fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda. Sæmundur Sæmundsson, Sigrún Davíðs. þegar knattspyrnudeildin verður 20 ára á þessu ári og Glímufélagið Armann 100 ára viljum við þakka honum ánægjulegt samstarf og hvatningu gegnum árin. Við strák- arnir viljum votta konu hans og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Kveðja, knattspyrnudeild Armanns, Gunnar Guðjónsson. Það var erfitt fyrir okkur, starfs- fólk Gunnars Eggertssonar hf., að koma í vinnu þann 12. janúar sl. og frétta að forstjóri okkar, Gunnar Eggertsson, væri látinn. Hann var á meðal okkar daginn áður hress og kátur og þegar við kvöddum hann að kvöldi hefði engum okkar dottið í hug að við sæjum hann ekki aftur. Við vissum öll að hann hafði átt við veikindi að stríða á liðnum árum og meðal annars farið í árangursríka hjartaaðgerð til Bandaríkjanna árið 1984, en hann var búinn að vera svo lífsglaður og ánægður á liðnum vikum að á þessu áttum við síst von. Gunnar Eggertsson var einstak- ur maður og að mörgu leyti sérstak- ur. Flest okkar höfðum unnið hjá t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÚSSANA KETILSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Rútuferðir frá Hópferðamiðstöðinni Bíldshöfða kl. 8.00 f.h. sama dag. Börn, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabörn. honum árum saman. Ástæðan er einfaldlega sú að betri yfirmann er varla hægt að fá. Yfirmann! Það er varla hægt að stoppa þar því hann var miklu meira. Hann var líka góður félagi og tók mikinn þátt í öllu sem starfsfólk hans tók sér fyrir hendur hvort sem var í leik eða starfi. Árshátíðin á síðasta ári er okkur öllum mjög minnisstæð og sýnir vel rausnarskap Gunnars gagnvart starfsfólki sínu, en þá bauð hann okkur öllum ásamt mök- um kvöldverð og gistingu á Hótel Örk í Hveragerði. Þrátt fyrir að Gunnar gengi ekki heill til skógar sl. ár þá var starfs- orka hans og ósérhlífni oft á tíðum ótrúleg. Það var ekki einungis að hann stjórnaði Gunnari Eggertssyni hf. með myndarskap heldur tók hann líka stóran þáttí rekstri Ban- ana hf. og Bananasölunnar hf. Hann var einnig mjög virkur í fé- lagsmálum. Gunnar var tvíkvæntur en fyrri konu sína missti hann árið 1969. Nokkrum árum síðar giftist hann yndislegri konu, Valdísi Halldórs- dóttur, sem er gjaldkeri hér hjá fyrirtækinu. Þau voru einstaklega samhent hjón og miklir félagar. Það var unun að sjá hversu mikils þau mátu hvort annað. Bæði höfðu þau mikinn áhuga á lax- og silungsveiði og eyddu stórum hluta af sumrun- um við þá tómstundaiðju og var oft gaman að hlusta á þau segja frá þessum ferðum enda bæði gædd góðum frásagnarhæfileika. Gunn- ars verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann. Persónuleiki hans var svo sterkur að enginn er eftir ósnortinn. Við samstarfsmenn hans munum minnast hans sem mann- vins og verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir. Við söknum hans öll. Elsku Valdís, Kristján, Georg, Guðrún Edda, Þórdís, Ingibjörg, Linda Bára og aðrir vandamenn. Við óskum þess af öllu hjarta að góður guð gefi ykkur öllum styrk í náinni framtíð. Með þér leið mín lá um liljum skrýdda grund já, þér muna má ég marga glaða stund; Þú ert horfinn heim ég hvorki græt né styn, en aldrei hef ég átt né eignast betri vin. (K.N. Júlíus.) Starfsfólk Gunnars Eggertssonar hf. í Kristilegum skólasamtökum eru starfandi samfélags- og Biblíuleshópar sem hittast vikulega til að fræðast og ræða saman. Þessi mynd er af samfélagshópnum í Menntaskólanum í Reykjavík. 50 manns á námskeiði Kristilegra skólasamtaka HIÐ ÁRLEGA nýjársnámskeið Kristilegra skólasamtaka var haldið í Ölveri í Borgarfirði skömmu eftir áramótin. Komu tæplega 50 manns á mótið, sem má kallast nokkuð gott þar sem frekar fáliðað hefur verið á fundum hjá þeim það sem af er vetrar. Námskeiðið stóð frá föstudegi og fram á sunnudag. Jóhannes Ingibjartsson hönnuð- ur frá Akranesi, Skúli Svavars- son kristniboði og Guðni Gunnarsson skólaprestur voru með fyrirlestra og hugleiðingar fyrir mótsgesti. Þeir sem sóttu mótið voru á aldrinum 16 til 20 ára. Markmiðið með mótshaldi af þessu tagi er að gera félaga Kristi- legra skólasamtaka betur meðvit- aða um innihald og grundvöll kristinnar trúar til þess að geta komið skilaboðum um kristindóm- inn til félaga sinna í orði og verki. Hvernig Kristur sjálfur umgekkst t PÁLL ingibergsson fyrrverandi skipstjóri frá Vestmannaeyjum, siðast búsettur i Hraunbæ 162, Reykjavík, . verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 22. kl. 15.00. Maren Guðjónsdóttir Reynir Pálsson, Sigríður Björnsdóttir og bamabörn. januar t JÓHANNES JENSSON, Kaplaskjólsvegi 9, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. janúar kl. 13.30. Atli Geir Jóhannesson, Birgir Rafn Jóhannesson, Ellen G. Stefánsdóttir, Berglind Birgisdóttir, Kristín Þór, Arnaldur Þór, Margrét Jensdóttir, Sigfús Örn. fólk og vann það fyrir Guð. Þannig ættu þeir, sem hafa sótt námskeið af þessu tagi, að vera betur undirbúnir til að vera í trúar- vörn og jafnframt trúarsókn. Lægð hefur verið í fundasókn í vetur hjá Kristilegum skólasamtök- um. FÚndir eru haldnir á Amt- mannsstíg 2b í Reykjavík á laugardagskvöldum kl. 20.30. Síðasti fundurinn í janúar, þann 30., fjallar um efnið: „Deyja Kristi- leg skólasamtök út?" Það er e.t.v. ekki óeðlilegt að þeir, sem eru í forsvari fyrir KSS, séu að velta þessu fyrir sér. Á þessum fundi verður spurt hvort það sé púkó að vera í KSS og hvað þurfi að gera til að fá fólk til að koma og hlusta á Guðs orð? Umsjón irieð þessum fundi hefur samfélagshópurinn úr Menntaskólanum í Reykjavík. Kristileg skólasamtök hafa tvo ' starfsmenn á launum, skólaprest og skrifstofumann, sem jafnframt hefur umsjón með samfélagshópum í KSS. Er í gangi happdrætti til að fjármagna starf þeirra og verður dregið í því 25. janúar. Báðir þess- ir starfsmenn eru launaðir af frjáls- , um framlögum félaga í Kristilegum skólasamtökum og Kristilegu stúd- entafélagi. Því er líklegt, að ef stórfelld fækkun verður í KSS, þá þurfi að segja a.m.k. öðrum starfs- manninum upp. Kristileg skölasamtök eru fyrir alla þá sem eru orðnir 15 ára og eldri og eru allir alltaf velkomnir. >»t __ _D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.