Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 + r JdU*.. S> 1985 Universal Pross Syndicate 5-9 ,/Faröu céríar <k tjófíx aburen pó -Paerð baKverk." Ast er... v ... að eiga frum- kvæðið. TM R»g. U.S. Pat 0«.— •« rightt íMmd * 1987 Lo» Ang*M Tirrx» Syndtcl. *.i i.í <k_f_J3.-* /í. _ 4" I Éjr veit að maðurínn minn verður myrtur, en ég spyr: Verð ég sýknuð? Er ekki enn búið að þróa svo þessi blóm að hægt sé að f á blóm sem þolir hirðu- Ieysi? HÖGNI HREKKVÍSI " v/ig> köllum hann HÁLeöG-" Heimkoman: Magnþrung- ið verk Til Velvakanda. Ég fór eitt kvöldið í Gamla bíó, þar sem Pé-Leikhópurinn sýnir hið magnþrungna verk Harold Pinter, Heimkomuna, undir leikstjórn Andrésar Sigurvinssoriar. Er skemmst frá því að segja að hér er á ferð afbragðs sýning, sú besta sem ég hef séð í íslensku léikhúsi í haa herrans tíð. Þarna fer allt saman, örugg og kunnáttusamleg leikstjórn, úrvalsleikarar, marg- slungið verk og öguð vinnubrögð. Og þó það komi engum á óvart að Róbert Arnfinnsson og félagar fari á kostum á sviðinu er ansi blóðugt að hæfileikar þeirra skuli ekki hafa verið nýttir betur á undanförnum árum, því þegar þeir fá loks verð- ugt viðfangsefni að glíma við sýna þeir á sér nýjar og óvæntar hliðar. Ég hlakka til að sjá fleiri verk undir stjórn Andrésar Sigurvinsson- ar. Með uppfærslu Heimkomunnar hefur hann svo sannarlega sýnt hvers hann er megnugur. Þetta er sýning sem markar tímamót í íslensku leikhúslífi. Ég vona að sem flestir leikhúsunnendur geti séð þessar frábæru sýningu. Verst hvað þær eru fáar. Hulda Runólfsdóttir Léleg sjónvarpsdagskrá Til Velvakanda. Mitt heimili er eitt af þeim sem telja sig ekki hafa efni á að borga fyrir afnot af bæði ríkissjónvarpinu og Stöð 2 auk kaupa á afruglara, sem er mjög dýr að mínu mati. Okkur brá hressilega við að fá síðasta reikninginn frá ríkisútvarp- inu og sáum þá gífurlegu hækkun sem þar kemur fram. Nú dynja yfir okkur hækkanir úr öllum átt- um. Astæðan fyrir bréfi mínu er sú að mér finnst dagskrá sjónvarpsins með nokkrum undantekningum orðin svo leiðinleg, að það kemur oft fyrir að við látum okkur nægja fréttir. Framhaldsþættir eru fremur lélegir yfirleitt, t.d. nýi þýski leyni- lögregluþátturinn sem kom í stað Derreks. Var ekkert til skárra? Eins er ég mjög ósátt við að sjá fólk á ferð og flugi að baki frétta- þula ásamt stöflum af kössum og öðru drasli meðan fréttir eru flutt- ar. Kunni betur við að sjá vegg á bakvið. En fyrir alla muní, hressið upp á dagskrána þannig að við sem heima sitjum flest kvöld og förum lítið út um helgar getum hlakkað til að slappa af fyrir framan sjón- varpið og haft gaman af því sem er á boðstólnum í það minnsta fjóra daga vikunnar. Og hafið endilega góðar kvikmyndir um helgar. Ef auglýsendur komast að raun um að horft er á ríkissjónvarpið í aukn- um mæli mun það auka áhuga þeirra að auglýsa í því. Það ætti að geta mætt kostnaði við að flytja skemmtilegra efni. 5757-9293 Víkverji skrifar Islendingar eru sérstök happ- drættisþjóð. Líklegast er engin önnur þjóð jafnvirk í happdrættum, enda voru Islendingar og eru veiði- mannaþjóð og á tímum kvóta og takmarkana á hinum ýmsu sviðum eru minni líkur á skyndigróða en áður. Þá fylla happdrættin þessa eyðu, sem myndast og flestallir spila í þeim. Nú um áramótin hækkaði end- urnýjunarverð í stóru happdrættun- um. Þá vildi svo undarlega til að vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,25% í kjölfarið. Þótt happdrættin geti verið góð og mál- staðurinn, sem þau styrkja, til þjóðþrifa getur ekki verið eðlilegt, að spilafíkn landsmanna hafi þau áhrif að vísitölur, sem aftur hafa áhrif á lánskjör og fleira í þjóð- félaginu, hækki. Víkverji las einhver staðar að hækkunin, sem happdrættin yllu skipti tugum millj- óna í húsnæðiskerfinu og aukinn kostnaður atvinnuveganna skipti mjðg hundruð milljónum. Þetta er hlutur, sem alls ekki getur talizt eðlilegur. XXX Víkverji hefur nokkrum sinnum að undanförnu minnst á orð- skrípið snjóstormur, sem riðið hefur húsum í fjölmiðlum, sérstaklega á öldum ljósvakans. Nú hefur Thor Vilhjálmsson rithöfundur í morg- unpistli sínum á rás 2 tekið undir gagnrýni Víkverja og á hann þakk- ir skyldar. Víkverja finnst hann hafa talað fyrir daufum eyrum og því fagnar hann liðsinni Thors. Eins og hann benti á í pistli sínum eru óteljandi orð til í íslenzku, sem tákna það, sem þessi vitlausa þýð- ing merkir. Algengasta orðið þar er bylur. Einnig á Bergljót Ingólfsdóttir þakkir skyldar fyrir grein sína í Morgunblaðinu 14. janúar síðastlið- inn, þar sem hún ræðir notkun þessa orðskrípis og tilgreinir dæmi um notkun þess í fjölmiðlum. Von- andi hefur þetta orð nú endanlega verið kveðið niður. XXX Menn, sem selja veiðileyfi í lax- veiðiám landsins eru nú í óða önn að skipuleggja sumarið, selja veiðileyfi og virðist svo sem tölu- verð hækkun sé á leyfunum frá í . fyrra. í helztu ánum eru ávallt út- lendingar, sem kaupa bezta tímann, og greiða þeir fyrir stangirnar I dollurum. En þar sem gengi Banda- ríkjadollara hefur rýrnað óvenju- lega frá því í fyrra fá þessir aðilar rétt eins og útflutningsverzlunin færri krónur fyrir hvern dollar. Flestum ber saman um að boginn í dollaraverði á hverja stöng sé að fullu spenntur og ekki sé unnt að hækka það frá því sem ákveðið hafði verið. En til þess að endar nái saman virðist fátt eitt til ráða annað en hækka stangarverð til íslendinga. Þannig hækkar kostn- aður landans við stangveiði vegna falls dollarans og er hann þó ærinn fyrir. í þessu efhi má því segja að gengisþróun dollarans hafi slæm áhrif á pyngju íslenzkra laxveiði- manna. XXX Tolla- og söluskattsbreytingar um áramótin háfa haft ýmisleg áhrif á verðlag í þjóðfélaginu. Með- al þeirra var að símtæki áttu að lækka um 45% og hefur þessi lækk- un þegar komið fram hjá nokkrum einkafyrirtækjum. En hið ríkis- rekna fyrirtæki Póstur og simi sér ekki ástæðu til þess að lækka símtæki sín, nema að litlu leyti miðað við þessa hækkun og í frétt- um kemur fram að birgðir stofnun- arinnar séu svo miklar að tollalækkunin hafi ekki áhrif þar á bæ fyrr en síðar. Eftir þessa yfirlýsingu hljóta menn að forðast viðskipti við ríkis- fyrirtækið. Hverjum dettur í hug að kaupa af þeim símtæki, þar sem yfirlýst er að bráðlega muni, þ.e.a.s. þegar birgðirnar eru þrotnar, símtæki þar lækka. Sá, sem ætlar að kaupa síma hjá Pósti og síma, hlýtur að bíða eftir lækkuninni eða hreinlega hætta við og kaupa af þeim einkaaðilum, sem þegar hafa lækkað verðið. Hér er enn eitt dæm- ið um stirðbusaleg verzlunarvið- skipti, sem sýna að ríkisfyrirtækið er enn ekki komið úr einokunarstell- ingunum og heldur að það komist upp með slíka viðskiptahætti. Guði sé lof að samkeppni hefur hafizt í sölu símtækja. -1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.