Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1988 í ¦ SEX borgarabúnir lögreglu- þjónar frá V-Þýskalandi, verða sendir tíl London í mars. Lögreglu- þjónarnir verða viðstaddir leik Englands og Hollands á Wembley 23. mars. Ferð lögregluþjónanna er liður í undirbúningi V-Þjóðverja fyrir EM í sumar. Ahorfendur frá Englandi og Hollandi eru þeir grimmustu í Evrópu. Lögreglu- þjónarnir verða með vélar til að taka ýmislegt upp á myndband. Englendingar og Hollendingar mætast í DUsseldorf 15. júní í EM. Reiknað er með að 20 þús. Hollend- ingar mæti á leikinn og 5 þús. Englendingar. ¦ GRÉTAR Einarsson og Gest- ur Gylfason, leikmenn Keflavík- urliðsins í knattspyrnu, æfa með Oxford og Notts County, þegar þeir dveljast í Englandi við æfingar á næstunni. BANDARÍSKA knattspyrnu- félagið Fort Lauderdale Strlkers hefur mikinn áhuga á að kaupa Argentínumanninn Osvaldo Ar- diles frá Tottenham, eða þá fá hann leigðan eitt sumar. ¦ ARGENTÍNSKA félagið Ri- ver Plate hefur augastað á danska landsliðsmanninum Preben Elkjær Larsen, sem leikur með Veróna á ítalíu, segir forseti félagsins Hugo Santilli. ¦ GARY Bailey, sem var mar- kvöður Manchester United fyrir tveimur árum, hyggt nú taka fram skóna að nýju. Bailey, varð að hætta vegna alvarlegra hnémeiðsla, en hefur nú skrifað undir eins árs samning við suður-afríska liðið Kaizer Cheifs. Bailey,sem er fæddur í Suður-Afríku sagðist vera tilbúinn til að leika að nýju, þrátt fyrir a hann treysti sér ekki í enska knattspyrnu að nýju. Bai- ely og Manchester IJnited fengu greiddar bætur vegna meiðsla hans og samkvæmt þeim má Bailey ekki leika framar á Englandi. ¦ NEIL Webb enski landsliðs- maðurinn í liði Notingham Forest, skrifaði í gær undir nýjan samning við félagið til tveggja ára. Webb, sem Forest keypti frá Portsmouth, hefur verið orðaður við mörg félög í 1. deild. M GRAHAM Roberts hefur einnig endurnýfað samning við lið sitt, Glasgow Rangers. Samning- urinn gildir til þriggja ára eða þar til Roberts verður 32 ára. ¦ CARLTON Fairweather leikur ekki meira með Wimbledon á þessu keppnistímabili. Hann fót- brotnaði í leik gegn Watford, en það kom þó ekki í ljós fyrr en í gær. FELAGSMAL ÞorrablótKR HIÐ árlega þorrablót handknatt- leiksdeildar KR verður í félags- heimilinu við Frostaskjól á laugardaginn og hefst klukkan 19. Yfir borðhaldi verða skemmtiatriði og dans á eftir. Miðar eru seldir í félagsheimilinu og sportvöruversl- uninni Spörtu við Laugaveg, en miðaverð er 1.500 krónur. SKIÐI / ISLENSKA LANDSLIÐIÐ I SKIÐAGONGU Einar Ólafsson að ná sér eftir bakmeiðsli Varð í 14. sæti á sterku móti í Jerpen í Svíþjóð ÍSLENSKA landsliðið í skíða- göngu hef ur verið við æfingar og keppni í Svíþjóð síðan um áramót. Liðið hefur dvalið í Jerpen þar sem Einar Ólafsson, göngumaður frá ísafirði hefur verið við nám undanfarin ári. Einar Ólafsson verður líklega eini göngumaðurinn sem kem- ur til með að keppa fyrir hðnd íslands á Ólympíuleikunum í Calg- ary í febrúar. Einar hefur átt við meiðsli að stríða í baki að undanf- örnu en sagðist í samtali við Morgunblaðið vera að ná sér. „Ég æfði mjög vel í nóvember og held að þessi meiðsli séu afleiðing þess. Ég var ágætur í bakinu um jólin en varð að hætta í móti sem ég tók þátt í 10. janúar. Síðan hef ég lítið geta æft, verið hjá sjúkra- þjálfara og í nuddi," sagði Einar. „Ég tók þátt í móti hér í Jerpen í gærkvöldi [fyrra kvöld] og gekk það vonum framar. Þetta var ljósa- brautakeppni þar sem gengnir voru 5 x 2,5 km. Eg varð í 14. sæti af 36 keppendum þar sem flestir bestu skíðagöngumenn Svía voru meðal þátttakenda." Einar mun keppa á sænska meist- aramótinu um helgina. „Ég býst ekki við góðum árangri þar. Eg tek þátt í mótinu meira til að prófa mig í bakinu. Ætla að byrja rólega og ganga skynsamlega. Það kemur svo í ljós eftir mótið hvort ég er fullfær um að taka þátt í Ólympíuleikun- um," sagði Einar. Auk Einar eru sex íslenskir göngu- menn í æfingabúðum í Svíþjóð undur stjór landsliðsþjálfarans Mats Westerlund. Það eru þeir Baldur Hermannsson og Ólafur Valsson frá Siglufirði, Ólafur Björnsson og Sig- urgeir Svavarsson frá Ólafsfirði, lngþór Eiríksson, ísafirði og Hauk- ur Eiríksson frá Akureyri. íslenska liðið tók þátt í ljðsabrauta- keppninni í gærkvöldi. Ingþór varð í 27. sæti, Olafur Valsson, Sigur- geir og Olafur Björnsson komu síðan rétt á eftir. Ingþór Eiríksson og Baldur Hermannsson kepptu í yngri flokki og stóðu sig vel, urðu í 7. og 8. sæti. Að sögn Einar hafa íslensku strákarnir sýnt framfarir, sérstaklega Ingþór og Baldur.' íslenska liðið kemur heim á sunnu- daginn, nema Einar og Haukur, sem taka þátt í sænska meistara- mótinu. KORFUKNATTLEIKUR ívar Webster fékk vftur Slapp yið leikbann vegna hnefahöggs. Óvíst hvort Breiðblik áfrýjar. IVAR Webster slapp með vítur fyrir höggið sem hann veitti Birni Hjörleifssyni í leik UBK og Hauka ídesember. Dómur- inn samþykkti ákœruatriðin og vísaði á bug frávísunarkröfu lögmanns Hauka. ívar var því dæmdur fyrir hnef ahögg, en dómurinn hljóðaði þó aðeins upp á vítur, en ekki leikbann. álið var tekið fyrir í gær og stóð dómþing yfir í eina og hálfa klukkustund. Þar var tekin fyrir lögregluskýrsla og vitni að atburðinum. Að því loknu var dóm- ur upp kveðinn. Þar segir „Kærði ívar Webster skal hljóta vftur fyrir þá háttsemi sína að slá Björn Hjör- leifsson þannig að hann hlaut nokkur meiðsl af í leik UBK og Hauka í íþróttahúsinu í Digranesi 12.12. 1987." „Þetta finnst mér skrítinn dómur og kemur mér á óvart," sagði Björn Hjörleifsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það eru að vísu engin dæmi fyrir svona málum, en ég hefði átt von á a.m.k. nokkurra leikja banni. Ég veit ekki hvort við áfrýjum. Það er hlutverk stjórnar- innar að ákveða það." Mál Sturlu fbrdæmi? f fyrradag kom aganefnd KKI sam- an og dæmdi í máli Sturlu Örlygs- "(£^S Ivar Webster sonar, sem var kærður fyrír áflog í leik UMFN gegn ÍR. Hann var dæmdur f eins leiks bann, þrátt fyrir að óljóst væri hve áflogin hefðu verið alvarleg. Á þessum sama fundi var Valur Ingimundar- son dæmdur til sömu refsingar fyrír munnsöfnuð í leik UMFN gegn ÍBK. Þeir missa því báðir af síðari leik UMFN og ÍBK í bikarkeppn- inni á föstudag. „Mér finnst þetta furðulegur dómur og með ólíkindum að svona geti farið," sagði_ Björn Björgvinsson, formaður KKÍ. Eg vil taka það fram að stjórn KKÍ er ekkert keppikefli að menn fái bönn í lengri eða skemmri tíma, en þarna er um að ræða mjög alvarlegt brot. Það finnst mér furðulegt að hann skuli sleppa með vítur, rétt eins og um nöldur við dómara sé að ræða. Þetta finnst mér furðulegt." Dómnum áfrýjað? Breiðablik hefur hálfan mánuð til að áfrýja dómnum, en það er stjórn félagsins sem ákveður það. Hún kemur saman fljótlega og tekur ákvörðun um það. „Eg á ekkert frekar von á að við áfrýjum. Ann- ars eigum við eftir að ræða málin og ákveða okkur," sagði Pétur Ey- steinsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar UBK, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Elnar Ólafsson skiðagöngumaður frá íafirði varð í 14. sæti á sterku móti í Svíþjóð í fyrra kvöld. Hann mun keppa á sænska meistaramótinu um helgina. HANDBOLTI Jóhann lngiy Hecker og mmmm m m ¦ ''¦ gm '¦ Thiel gefa úthók Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Essen, er þessa dag- anna að skrifa bók ásamt handknattleiksmarkvörðunum heimsfrægu Andreas Thiel, Gummersbach og Stefan Hec- ker, Essen. Bókin mun bera nafnið Bestu markverðir heiins. í bókinni er sagt frá bestu mark- vörðum heims og hvernig þeir lesa leikinn. Þá segja þeir Thiel og Hecker frá hvernig þeir æfa og hvernig þeir hafa byggt sig upp. f bókinni eru mikið af teikn- ingum og leiðbeíningum fyrír markverði. Jóhann Ingl Qunnarsson FRJALSARIÞROTTIR Sautján við æfingar og keppni í Bandaríkjunum Fjórir æfa í Noregi, V-Þýskalandi og Englandi SAUTJÁN f rjálsíþróttamenn eru jiú við œfingar og keppni f Bandaríkjunum - og fjórir hafa aðsetur í Englandi, V-Þýska- landi og Noregi. Þetta eru flestir bestu frjálsíþróttmenn landsins. Frjálsfþróttamenn- irnir í Bandaríkjunum hafa aðsetur f Alabama, San Jose í Kalifornfu og Austin íTexas. Níu íþróttamenn eru í Alabama. Það eru hlaupararnir Ragn- heiður Ólafsdóttir, - Svanhildur Kristjónsdóttir, Rut Ólafsdóttir og Guðmundur Skúlason. Kúluvarpar- inn Guðbjörg Gylfadóttir. Kringlu- kastararnir Eggert Bogason og Vétsteinn Hafsteinsson og spjót- kastararnir Sigurður Einarsson og Sigurður Matthíasson. Þrír eru í San Jose í Kaliforníu. Grindarhlaupararnir Helga Hall- dórsdóttir og Þorvaldur Þórsson og tugþrautamaðurinn Þorsteinn Þórs- son. í Austín eru fjórir íþróttamenn. Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, Helgi Þór Helgason, kúlu- og kringlukastari, Oddur Sigurðsson, hlaupari og Óskar Jakobssonm, kastarinn gamalkunni. Erlingur Jóhansson, sem hefur æft í Osló og London, er á förum til Austin. Þar verður hann við æfingar í sex vikur. Egill Eiðsson, hlaupari og Guð- mundur Karlsson, sleggjukastari, eru í Köln í V-Þýskalandi og Hjört- ur Gislason, hlaupari, er ( Halden í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.