Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 63

Morgunblaðið - 21.01.1988, Side 63
MORGUNÍBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 63 HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD Þorlákur varði sem ber- serkur og skoraði tvö mörk Þegar Haukar stöðvuðu sigurgöngu Eyjamanna, 24:20, í Hafnarfirði ÞORLÁKUR Kjartansson, markvöröurinn kunni hjá Hauk- um, var heldur betur í sviðs- Ijósinu í Hafnarfirði í gœrkvöldi - þegar Haukar stöðvuðu sig- urgöngu Eyjamanna í 2. deild- arkeppninni íhandknattleik, 24:20. Þorlákur varði eins og berserkur og þá skoraði hann tvö mörk - fyrst með langskoti og síðan úr vítakasti. Strákamir náðu mjög góðum leik. Vömin var sterk hjá okk- ur og þá varði Þorlákur mjög vel. Við náðum strax góðu forskoti sem við héldum út leikinn,“ sagði Sigur- bergur Sigsteinsson, fyrrum lands- liðsmaður úr Fram og þjálfari Hauka, sem vom yfir í leikhléi, 11:5. „Sóknarleikur okkar heppnað- ist vel og var Ami Hermannsson atkvæðamestur og skoraði níu mörk." Helgi Harðarson skoraði fimm mörk fyrir Hauka. Sigbjöm Óskars- son, sem var í strangri gæslu Péturs Guðnasonar, skoraði 7 mörk fyrir Eyjamenn og Þorsteinn Viktorsson skoraði §ögur úr homi. Góður slgur Reynis „Við náðum okkur vel á strik og sigurinn, 31:29, var aldrei í hættu," sagði Willum Þór Þórsson, knatt- spymumaður úr KR og þjálfari Reynis í Sandgerði, eftir að Reynir hafði unnið góðan sigur yfir HK í Sandgerði. Reynir var yfir, 16:12, í leikhléi og um tíma í seinni hálfleik vom Reyn- ismenn með sex marka forskot. Mótlætið fór í taugamar á HK- mönnum og fékk Kristján Gunnars- son að sjá rauða spjaldið, fyrir kjaftbrúk, rétt fyrir leikslok. Páll Bjömsson skoraði 8 mörk fynr Reyni og Willum og Sigurður Óli Sumarliðasson sjö mörk hvor. Stef- án Amarsson, hinn þjálfari Reynis- liðsins, skoraði ijögur mörk. Kristján Gunnarsson skoraði 8 Morgunblaðiö/Einar Falur Sigbjörn Óskarsson, stórskytta Eyjamanna, var í strangri gæslu Péturs Guðnasonar úr Haukum í gærkvöldi í Hafnarfirði. HANDBOLTI / 1.DEILD KVENNA FH burstaði Þrótt Á mánudag léku Víkingur og Stjarnan í 1. deild kvenna í handknattleik og sigraði Víkingur örugglega 27:20. í gærkvöldi voru spilaðir tveir leikir. Valur vann KR 24:18 og FH burstaði Þrótt 33:14. Leikur Víkings og Stjömunnar var jafn framan af. Þégar líða tók á leikinn tóku Víkingsstúlkur fram úr og sigmðu 27:20. Staðan •mg í leikhléi var 13:11 Katrín fyrir Víking. Fríðríksen Markahæstar hjá skrífar Víkingi vom þær Svava Baldvinsdótt- ir með 9 mörk og Inga Þórisdóttir 7/2. Hjá Stjömunni skoraði Ragnheiður Stephensen mest 10/9 og Herdís Sigurbergsdóttir var með 5 mörk. Valur-KR 24:18 Valsstúlkur sigmðu ömggjega í frekar mistækum leik eftir að stað- an í leikhléi hafði verið 14:9.. Markahæstar hjá Val vom Kristín Amþórsdóttir með 9 mörk og Katrín Friðriksen með 7. Sigurborg Sigþórsdóttir var langat- kvæðamest hjá KR með 9/3 mörk. FH-Þróttur 33:7 Leikurinn var allan tímann í ömgg- um höndum FH-stúlkna. Þær unnu enda stórt og var staðan í leikhléi 15:7. Mörkin skiptust jafnt hjá FH-liðinu en flest þeirra skoraði Eva Baldurs- dóttir 6. Hjá Þrótti var Ágústa Sigurðardótt- ir markahæst með 5 mörk. Staðaní 2. deild Haukar - ÍBV 24 : 20 Njarðvík - Afturelding 24 : 23 Reynir - HK 31 : : 29 Selfoss - - Grótta 24 : : 28 ÍBV ...ii 9 1 1 292 : : 232 19 Grótta.... ...ii 7 2 2 306 : 273 16 HK ...ii 7 1 3 263 : : 242 15 Njarðvík. ...u 7 0 4 274 : : 267 14 Reynir.... ...ii 6 0 5 257 : : 259 12 Haukar... ...10 5 1 4 241 : : 223 11 Selfoss.... ...10 3 1 6 215 : : 255 7 Armann.. ... 9 2 1 6 188 : : 213 5 Fylkir ... 9 1 1 7 196 : : 234 3 UMFA.... ...11 1 0 10 227 : : 261 2 HANDBOLTI Hafsteinn skoraði tólf Hafsteinn Ingibergsson var óstöðvandi í gærkvöldi þegar Keflvíkingar unnu sigur, 30:12, yfir ÍH í 3. deildarkeppninni í hand- knattleik - í Keflavík. Hafsteinn skoraði tólf mörk í leiknum. mörk fyrir ÍH og Rúnar Einarsson 6. Páll Björgvinsson, þjálfari ÍH, skoraði þijú mörk. Gott hjð Njarövík Nýliðar Njarðvíkur unnu góðan sig- ur, 24:23, yfir Aftureldingu í miklum spennuleik - á lokamínút- unum. Njarðvíkingar, sem höfðu yfir, 13:11, í leikhléi, vom yfir, 22:18, rétt fyrir leikslok. Undir lok- in misstu þeir þrjá leikmenn af leikvelli. Það kom þó ekki að sök. Afturelding náði að minnka muninn í tvö mörk, 24:22, þegar ein mín. var til leiksloka og bætir við öðm marki, 24:23, þegar 20 sek. vom til leiksloka. Heimir Karlsson skoraði flest mörk Njarðvíkinga, sex. Snorri Jónsson, Pétur Ámason og Guðjón Hilmars- son skoraðu allir §ögur. Gamla kempan Bjöm Bjamason, úr Víkingi, skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu og Erlendur Davíðs- son, Gunnar Guðjónsson og Steingrímur Tómasson, fimm mörk hver. Sigurður Jónsson skrífar frá Selfossi Öruggur sigur hjá Gróttu Grótta vann öruggan sigur, 28:24, á Selfossi. Gróttumenn náðu strax forskoti í byrjun leiksins og vom yfir, 12:10, í leikhléi. Síðari hálfleikurinn var mun harðari en sá fyrri og átta leik- menn máttu ganga af velli. Sex frá Gróttu og tveir Selfyssingar. Undir lok hálfleiksins fékk Gunnar Gísla- son, Gróttu, að sjá rautt spjald og víkja af velli. Kapp leikmanna var mikið og yfírkeyrði leikinn. Dómar- amir, Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erlingsson, höfðu góð tök á leiknum og héldu leikmönnum í skeíjum þannig að úr varð þokka- legasta skemmtun. Einar Guðmundsson skoraði 6 mörk fyrir Selfoss og Magnús Sigurðsson 5. Vinstrihandarskyttan Halldór Ingólfsson skoraði 13 mörk fyrir Gróttu og Sverrir Sverrisson, sex. SKIÐI Gengið við Kjarvalsstaði Skíðafélag Reykjavíkur mun standa fyrir göngukennslu á túni Kjarvalsstaða í kvöld. Göngu- braut verður lögð á túninu og mun Ágúst Bjömsson leiðbeina göngu- fólki. Brautin verður tilbúin kl. 18.00. Aðgangur er ókeypis. KNATTSPYRNA / ENSKA DEILDARBIKARKEPPNIN tapaði fyrir Oxford Keflavík skoraði 112 stig gegn KR Keflavíkurstúlkumar unnu stórsigur, 112:29, yfir KR í bikarkeppninni í korfiiknatt- leik. Þess má geta að KR-liðið er bikarmeistari - lagði Keflavík í bikarúrslitaleik sl. keppnis- tímabil. 'Anna María Sveins- dóttir og Björg Hafsteinsdóttir skoraðu sín hvor 25 stigin fyrir Keflavík og Kristín Blöndal skoraði 23 stig. Man. Utd. OXFORD, Arsenal og Everton tryggðu sér sæti í undanúrslit- um ensku deildarbikarkeppn- innar í gærkvöldi, en auk þeirra verður Hattarborgarliðið Luton í hattinum, þegar dregið verður í dag. Deildarbikarmeistarar Oxford 1986, sem em við botninn í 1. deild, gerðu sér lítið fyrir og unnu Manchester United 2:0 í átta ■^■■■■1 liða úrslitum deild- Frá Bob arbikarkeppninnar. Hennessy Dean Saunders / Englandi skoraði fyrra markið á 21. mínútu, hans 15. mark á tímabilinu, og Gary Briggs bætti öðm við með skalla níu mínútum síðar. Þetta var 26. deildarbikarleikur Oxford á Manor Ground í röð, sem liðið hefur ekki tapað — tapaði síðast í ágúst 1979. Everton, sem hefur aldrei sigrað í keppninni, fór létt með Manchester City á Goddison Park að viðstöddum 40 þúsund áhorfendum og vann 2:0. Ádrian Heath skoraði fyrra markið með skalla á sjöundu mínútu eftir góða sendingu frá Trevor Steven og Graeme Sharp bætti öðm við í seinni hálfleik. Graeme Souness, stjóri Rangers, var á með- al áhorfenda. Sheffíeld Wednesday, sem síðast lék á Wembley 1966, tapaði óverð- skuldað 1:0 heima fyrir Arsenal. Nigel Winterbum skoraði eina markið af um 20 metra færi á 66. mínútu. Hodge var illa á verði í markinu, en kom við knöttinn án þess að bjarga marki. „Nærri því“ hefur verið viðkvæðið á Hillsborough í tvo áratugi, hefðinni átti nú að breyta sem mörg undan- farin ár, en það tókst ekki frekar en fyrr. í dag verður dregið í undanúrslit, en þar verður leikið bæði heima og að heiman. H FJÓRIR fijálsíþróttamenn fara til æfinga í Acoteias í Portug- al um páskana. Það em þeir Erlendur Valdimarsson, Pétur Guðmundsson, Andrés Guð- mundsson, kastarar og Guðni Sigurjónsson spretthlaupari. ■ ÍRIS Grönfeld, spjótkastari . frá Borgarfirði, mun fara í æfínga og keppnisferðalag til Noregs í mars. I UDO Lattek, tæknilegur ráð- gjafí hjá knattspymufélaginu Köin, mun að öllum líkindum setjast á varamannabekkinn hjá félaginu. Forráðamenn félagsins hafa óskað eftir þvi að Lattek setjist við hlið- ina á þjálfaranum Christoph Daum. Fram til þessa hefur Lattek verið á áhorfendabekkjunum, en hann hefur sagt að hann færi akir- ei aftur á bekkinn. Daum er ekki hrifinn af þessum óskum forráða- manna félagsins. ■ LEIKMENN DUsseldorf em ekki hrifnir þessa dagana. Þeir æfa tíu tíma á dag undir stjóm skap- mannsins Aleksander Ristic, þjálfara frá Júgóslavíu. Hann læt- ur leikmennina mæta á fyrstu æfinguna kl. 7, síðan aftur kl. 10 og 15. Leikmennimir leggja á stað heim á leið upp úr kl. 17,"eftir erfið- an vinnudag. I STJÓRN knattspymusam- bands Evrópu féllst ekki á tillögu skoska knattspymusambandsins. þess efnis að aflétta strax þátttöku- banni enskra liða í Evrópumótun- um. Á fundi stjómarinnar í Monte Carlo í gær var hins vegar ákveðið að ákvarða í málinu á næsta fundi, sem verður í Skotlandi í maí. Jacqu- es Georges, formaður UEFA, sagði að ýmis atriði þyrfti að skoða betur og tilnefndi í því sambandi, hvað ætti að gera við Liverpool og hvemig ætti að bregðast við ef er- lendar ríkisstjómir bönnuðu ensk- um liðum að leika f löndum sínum. Þá sagði hann að framkoma enskra áhorfenda í Evrópukeppninni í var hefði mikið að segja. Bert Millic- hip, formaður enska knattspynm- sambandsins, var bjartsýnn, en sagði að enskir áhorfendur yrðu að haga sér vel í Vestur-Þýskalandi í vor. ítalska íþróttablaðið Gazzetta skoraði á FIFA að aflétta banninu fyrir næsta keppnistímabil, því ensk lið hefðu þegar tekið út sína refs- ingu. „Við höfum ekki gleymt hörmungunum í Brússel, en það er óréttlátt að refsa aðeins Engiend- ingum og með fullri virðingu fyrir öllum, er kominn tími til að bjóða þá velkomna á ný.“ ■ IAN Rush virðist loks hafa fundið netamöskvana á Ítalíu. Hann skoraði fjögur mörk, eða jafn mörg mörk og hann hafði gert í alla vetur, fyrir Juventus í sigri, 6:2, á Pascara í ítölsku bikarkeppn- inni í gærkvöldi. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, -lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Li- verpool gegn Hull á Anfíeld í „Simod-bikarkeppninni“ í fyrra kvöld. Liverpool sigraði 4:1, en framkvæmdastjóranum tókst ekki að skora. ■ MANCHESTER City keypti í gærkvöldi Trevor Morley frá Northamton fyrir 100 þúsund pund. Morley er 25 ára framheiji og hefur skorað 16 mörk í vetur. ■ MICK Harford skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Luton í fyrrakvöld, — samning, sem færir honum hæstu laun, er leik- maður hjá félaginu hefður áður haft. Harford fær um 1.200 pund á viku eða um 88.000 íslenskra króna. í samningnum er tekið fram að Harford megi fara frá félaginu á tímabilinu, fái hann tilboð frá „stórliði", en ekki er frekar út- skýrt við hvaða lið er átt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.