Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 63
MORGUNÍBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 63 HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD Þorlákur varði sem ber- serkur og skoraði tvö mörk Þegar Haukar stöðvuðu sigurgöngu Eyjamanna, 24:20, í Hafnarfirði ÞORLÁKUR Kjartansson, markvöröurinn kunni hjá Hauk- um, var heldur betur í sviðs- Ijósinu í Hafnarfirði í gœrkvöldi - þegar Haukar stöðvuðu sig- urgöngu Eyjamanna í 2. deild- arkeppninni íhandknattleik, 24:20. Þorlákur varði eins og berserkur og þá skoraði hann tvö mörk - fyrst með langskoti og síðan úr vítakasti. Strákamir náðu mjög góðum leik. Vömin var sterk hjá okk- ur og þá varði Þorlákur mjög vel. Við náðum strax góðu forskoti sem við héldum út leikinn,“ sagði Sigur- bergur Sigsteinsson, fyrrum lands- liðsmaður úr Fram og þjálfari Hauka, sem vom yfir í leikhléi, 11:5. „Sóknarleikur okkar heppnað- ist vel og var Ami Hermannsson atkvæðamestur og skoraði níu mörk." Helgi Harðarson skoraði fimm mörk fyrir Hauka. Sigbjöm Óskars- son, sem var í strangri gæslu Péturs Guðnasonar, skoraði 7 mörk fyrir Eyjamenn og Þorsteinn Viktorsson skoraði §ögur úr homi. Góður slgur Reynis „Við náðum okkur vel á strik og sigurinn, 31:29, var aldrei í hættu," sagði Willum Þór Þórsson, knatt- spymumaður úr KR og þjálfari Reynis í Sandgerði, eftir að Reynir hafði unnið góðan sigur yfir HK í Sandgerði. Reynir var yfir, 16:12, í leikhléi og um tíma í seinni hálfleik vom Reyn- ismenn með sex marka forskot. Mótlætið fór í taugamar á HK- mönnum og fékk Kristján Gunnars- son að sjá rauða spjaldið, fyrir kjaftbrúk, rétt fyrir leikslok. Páll Bjömsson skoraði 8 mörk fynr Reyni og Willum og Sigurður Óli Sumarliðasson sjö mörk hvor. Stef- án Amarsson, hinn þjálfari Reynis- liðsins, skoraði ijögur mörk. Kristján Gunnarsson skoraði 8 Morgunblaðiö/Einar Falur Sigbjörn Óskarsson, stórskytta Eyjamanna, var í strangri gæslu Péturs Guðnasonar úr Haukum í gærkvöldi í Hafnarfirði. HANDBOLTI / 1.DEILD KVENNA FH burstaði Þrótt Á mánudag léku Víkingur og Stjarnan í 1. deild kvenna í handknattleik og sigraði Víkingur örugglega 27:20. í gærkvöldi voru spilaðir tveir leikir. Valur vann KR 24:18 og FH burstaði Þrótt 33:14. Leikur Víkings og Stjömunnar var jafn framan af. Þégar líða tók á leikinn tóku Víkingsstúlkur fram úr og sigmðu 27:20. Staðan •mg í leikhléi var 13:11 Katrín fyrir Víking. Fríðríksen Markahæstar hjá skrífar Víkingi vom þær Svava Baldvinsdótt- ir með 9 mörk og Inga Þórisdóttir 7/2. Hjá Stjömunni skoraði Ragnheiður Stephensen mest 10/9 og Herdís Sigurbergsdóttir var með 5 mörk. Valur-KR 24:18 Valsstúlkur sigmðu ömggjega í frekar mistækum leik eftir að stað- an í leikhléi hafði verið 14:9.. Markahæstar hjá Val vom Kristín Amþórsdóttir með 9 mörk og Katrín Friðriksen með 7. Sigurborg Sigþórsdóttir var langat- kvæðamest hjá KR með 9/3 mörk. FH-Þróttur 33:7 Leikurinn var allan tímann í ömgg- um höndum FH-stúlkna. Þær unnu enda stórt og var staðan í leikhléi 15:7. Mörkin skiptust jafnt hjá FH-liðinu en flest þeirra skoraði Eva Baldurs- dóttir 6. Hjá Þrótti var Ágústa Sigurðardótt- ir markahæst með 5 mörk. Staðaní 2. deild Haukar - ÍBV 24 : 20 Njarðvík - Afturelding 24 : 23 Reynir - HK 31 : : 29 Selfoss - - Grótta 24 : : 28 ÍBV ...ii 9 1 1 292 : : 232 19 Grótta.... ...ii 7 2 2 306 : 273 16 HK ...ii 7 1 3 263 : : 242 15 Njarðvík. ...u 7 0 4 274 : : 267 14 Reynir.... ...ii 6 0 5 257 : : 259 12 Haukar... ...10 5 1 4 241 : : 223 11 Selfoss.... ...10 3 1 6 215 : : 255 7 Armann.. ... 9 2 1 6 188 : : 213 5 Fylkir ... 9 1 1 7 196 : : 234 3 UMFA.... ...11 1 0 10 227 : : 261 2 HANDBOLTI Hafsteinn skoraði tólf Hafsteinn Ingibergsson var óstöðvandi í gærkvöldi þegar Keflvíkingar unnu sigur, 30:12, yfir ÍH í 3. deildarkeppninni í hand- knattleik - í Keflavík. Hafsteinn skoraði tólf mörk í leiknum. mörk fyrir ÍH og Rúnar Einarsson 6. Páll Björgvinsson, þjálfari ÍH, skoraði þijú mörk. Gott hjð Njarövík Nýliðar Njarðvíkur unnu góðan sig- ur, 24:23, yfir Aftureldingu í miklum spennuleik - á lokamínút- unum. Njarðvíkingar, sem höfðu yfir, 13:11, í leikhléi, vom yfir, 22:18, rétt fyrir leikslok. Undir lok- in misstu þeir þrjá leikmenn af leikvelli. Það kom þó ekki að sök. Afturelding náði að minnka muninn í tvö mörk, 24:22, þegar ein mín. var til leiksloka og bætir við öðm marki, 24:23, þegar 20 sek. vom til leiksloka. Heimir Karlsson skoraði flest mörk Njarðvíkinga, sex. Snorri Jónsson, Pétur Ámason og Guðjón Hilmars- son skoraðu allir §ögur. Gamla kempan Bjöm Bjamason, úr Víkingi, skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu og Erlendur Davíðs- son, Gunnar Guðjónsson og Steingrímur Tómasson, fimm mörk hver. Sigurður Jónsson skrífar frá Selfossi Öruggur sigur hjá Gróttu Grótta vann öruggan sigur, 28:24, á Selfossi. Gróttumenn náðu strax forskoti í byrjun leiksins og vom yfir, 12:10, í leikhléi. Síðari hálfleikurinn var mun harðari en sá fyrri og átta leik- menn máttu ganga af velli. Sex frá Gróttu og tveir Selfyssingar. Undir lok hálfleiksins fékk Gunnar Gísla- son, Gróttu, að sjá rautt spjald og víkja af velli. Kapp leikmanna var mikið og yfírkeyrði leikinn. Dómar- amir, Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erlingsson, höfðu góð tök á leiknum og héldu leikmönnum í skeíjum þannig að úr varð þokka- legasta skemmtun. Einar Guðmundsson skoraði 6 mörk fyrir Selfoss og Magnús Sigurðsson 5. Vinstrihandarskyttan Halldór Ingólfsson skoraði 13 mörk fyrir Gróttu og Sverrir Sverrisson, sex. SKIÐI Gengið við Kjarvalsstaði Skíðafélag Reykjavíkur mun standa fyrir göngukennslu á túni Kjarvalsstaða í kvöld. Göngu- braut verður lögð á túninu og mun Ágúst Bjömsson leiðbeina göngu- fólki. Brautin verður tilbúin kl. 18.00. Aðgangur er ókeypis. KNATTSPYRNA / ENSKA DEILDARBIKARKEPPNIN tapaði fyrir Oxford Keflavík skoraði 112 stig gegn KR Keflavíkurstúlkumar unnu stórsigur, 112:29, yfir KR í bikarkeppninni í korfiiknatt- leik. Þess má geta að KR-liðið er bikarmeistari - lagði Keflavík í bikarúrslitaleik sl. keppnis- tímabil. 'Anna María Sveins- dóttir og Björg Hafsteinsdóttir skoraðu sín hvor 25 stigin fyrir Keflavík og Kristín Blöndal skoraði 23 stig. Man. Utd. OXFORD, Arsenal og Everton tryggðu sér sæti í undanúrslit- um ensku deildarbikarkeppn- innar í gærkvöldi, en auk þeirra verður Hattarborgarliðið Luton í hattinum, þegar dregið verður í dag. Deildarbikarmeistarar Oxford 1986, sem em við botninn í 1. deild, gerðu sér lítið fyrir og unnu Manchester United 2:0 í átta ■^■■■■1 liða úrslitum deild- Frá Bob arbikarkeppninnar. Hennessy Dean Saunders / Englandi skoraði fyrra markið á 21. mínútu, hans 15. mark á tímabilinu, og Gary Briggs bætti öðm við með skalla níu mínútum síðar. Þetta var 26. deildarbikarleikur Oxford á Manor Ground í röð, sem liðið hefur ekki tapað — tapaði síðast í ágúst 1979. Everton, sem hefur aldrei sigrað í keppninni, fór létt með Manchester City á Goddison Park að viðstöddum 40 þúsund áhorfendum og vann 2:0. Ádrian Heath skoraði fyrra markið með skalla á sjöundu mínútu eftir góða sendingu frá Trevor Steven og Graeme Sharp bætti öðm við í seinni hálfleik. Graeme Souness, stjóri Rangers, var á með- al áhorfenda. Sheffíeld Wednesday, sem síðast lék á Wembley 1966, tapaði óverð- skuldað 1:0 heima fyrir Arsenal. Nigel Winterbum skoraði eina markið af um 20 metra færi á 66. mínútu. Hodge var illa á verði í markinu, en kom við knöttinn án þess að bjarga marki. „Nærri því“ hefur verið viðkvæðið á Hillsborough í tvo áratugi, hefðinni átti nú að breyta sem mörg undan- farin ár, en það tókst ekki frekar en fyrr. í dag verður dregið í undanúrslit, en þar verður leikið bæði heima og að heiman. H FJÓRIR fijálsíþróttamenn fara til æfinga í Acoteias í Portug- al um páskana. Það em þeir Erlendur Valdimarsson, Pétur Guðmundsson, Andrés Guð- mundsson, kastarar og Guðni Sigurjónsson spretthlaupari. ■ ÍRIS Grönfeld, spjótkastari . frá Borgarfirði, mun fara í æfínga og keppnisferðalag til Noregs í mars. I UDO Lattek, tæknilegur ráð- gjafí hjá knattspymufélaginu Köin, mun að öllum líkindum setjast á varamannabekkinn hjá félaginu. Forráðamenn félagsins hafa óskað eftir þvi að Lattek setjist við hlið- ina á þjálfaranum Christoph Daum. Fram til þessa hefur Lattek verið á áhorfendabekkjunum, en hann hefur sagt að hann færi akir- ei aftur á bekkinn. Daum er ekki hrifinn af þessum óskum forráða- manna félagsins. ■ LEIKMENN DUsseldorf em ekki hrifnir þessa dagana. Þeir æfa tíu tíma á dag undir stjóm skap- mannsins Aleksander Ristic, þjálfara frá Júgóslavíu. Hann læt- ur leikmennina mæta á fyrstu æfinguna kl. 7, síðan aftur kl. 10 og 15. Leikmennimir leggja á stað heim á leið upp úr kl. 17,"eftir erfið- an vinnudag. I STJÓRN knattspymusam- bands Evrópu féllst ekki á tillögu skoska knattspymusambandsins. þess efnis að aflétta strax þátttöku- banni enskra liða í Evrópumótun- um. Á fundi stjómarinnar í Monte Carlo í gær var hins vegar ákveðið að ákvarða í málinu á næsta fundi, sem verður í Skotlandi í maí. Jacqu- es Georges, formaður UEFA, sagði að ýmis atriði þyrfti að skoða betur og tilnefndi í því sambandi, hvað ætti að gera við Liverpool og hvemig ætti að bregðast við ef er- lendar ríkisstjómir bönnuðu ensk- um liðum að leika f löndum sínum. Þá sagði hann að framkoma enskra áhorfenda í Evrópukeppninni í var hefði mikið að segja. Bert Millic- hip, formaður enska knattspynm- sambandsins, var bjartsýnn, en sagði að enskir áhorfendur yrðu að haga sér vel í Vestur-Þýskalandi í vor. ítalska íþróttablaðið Gazzetta skoraði á FIFA að aflétta banninu fyrir næsta keppnistímabil, því ensk lið hefðu þegar tekið út sína refs- ingu. „Við höfum ekki gleymt hörmungunum í Brússel, en það er óréttlátt að refsa aðeins Engiend- ingum og með fullri virðingu fyrir öllum, er kominn tími til að bjóða þá velkomna á ný.“ ■ IAN Rush virðist loks hafa fundið netamöskvana á Ítalíu. Hann skoraði fjögur mörk, eða jafn mörg mörk og hann hafði gert í alla vetur, fyrir Juventus í sigri, 6:2, á Pascara í ítölsku bikarkeppn- inni í gærkvöldi. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, -lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Li- verpool gegn Hull á Anfíeld í „Simod-bikarkeppninni“ í fyrra kvöld. Liverpool sigraði 4:1, en framkvæmdastjóranum tókst ekki að skora. ■ MANCHESTER City keypti í gærkvöldi Trevor Morley frá Northamton fyrir 100 þúsund pund. Morley er 25 ára framheiji og hefur skorað 16 mörk í vetur. ■ MICK Harford skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Luton í fyrrakvöld, — samning, sem færir honum hæstu laun, er leik- maður hjá félaginu hefður áður haft. Harford fær um 1.200 pund á viku eða um 88.000 íslenskra króna. í samningnum er tekið fram að Harford megi fara frá félaginu á tímabilinu, fái hann tilboð frá „stórliði", en ekki er frekar út- skýrt við hvaða lið er átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.