Morgunblaðið - 21.01.1988, Síða 64

Morgunblaðið - 21.01.1988, Síða 64
SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S Þar vex sem vel er sáð! FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Flugleiðir: Um 400 milljóna tap á Atlantshafsfhiginu ÚTLIT er fyrir að tap Flugleiða á flugrekstri á flugleiðinni yfir N-Atlantshaf hafi numið um 400 milljónum króna á síðasta ári. Endurskoðaðar tölur um rekstur Flugleiða fyrstu niu mánuði síðasta árs sýna að afkoma félags- ins hefur versnað um 295 milljón- ir miðað við sama tímabil árið undan, og er þessa þróun fyrst og fremst að rekja til tapsins á N-Atlantshafsfluginu. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, er of snemmt Samningur til skamms tíma? SAMNINGARÁÐ VSÍ kemur saman til fundar í dag og þar verða rædd viðhorfin í samn- ingamálunum. Forystumenn V erkamannasambands Islands hafa varpað fram þeirri hug- mynd að kjarasamningar verði gerðir til skamms tíma. í vikunni hófust viðræður milli Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, verkakvennafélagsins og vinnuveitendafélags Suðumesja og hefur annar fundur verið boðað- ur á morgun, föstudag. Að sögn Karls Steinars Guðnasonar, form- anns Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins, kom á fundinum fram greinilegur vilji hjá báðum aðilum að ná samningum hið fyrsta og meðal annars rætt um hvort rétt væri að gera kjarasamninga til skamms tíma. „Þetta var mjög jákvæður fund- ur. Það var rætt um það launamis- rétti sem hefur skapast og þá vá sem væri fyrir dyrum ef ekki næð- ust samningar hið fyrsta," sagði Karl Steinar í samtali við Morgun- blaðið. „Ég heyri í íjölmiðlum að verka- lýðshreyfíngin er farin að ræða um samninga til skemmri tíma, en það hafa engin tilmæli komið til okkar um viðræður á þeim grunni," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ í gærkvöldi. „Á vettvangi samningamála er aldrei hægt að útiloka neitt. Hversu óheppilegt sem það kann að vera er alltaf svo að menn verða að vera þolanlega opnir fyrir möguleikum," sagði Þórarinn aðspurður um hvort VSÍ útilokaði möguleika á skammtímasamningum. „Skammtímasamningar eru ekki það sem við erum að leita eftir, því við lítum svo á að það sem þessi þjóð þurfi sé einhver festa fram á veginn," sagði Þórarinn. að segja til um útkomuna í rekstri félagsins í heild á síðasta ári og reyndar kemur níu mánaða upp- gjörið út með nokkrum hagnaði. Á hinn bóginn eru þrír síðustu mánuð- ir ársins jafnan erfiðir og tap á flugrekstrinum yfír vetrarmánuðina. Sigurður segir því of snemmt að segja til um fjárhagslega útkomu félagsins fyrir árið í heild en endan- legar tölur liggja væntanlega fyrir í mars, skömmu fyrir aðalfund Flug- leiða. Meginskýring^una á versnandi af- komu Flugleiða og þá einkanlega á N-Atlantshafsfluginu segir Sigurður vera verðhækkanir á eldsneyti, mikl- ar kostnaðarhækkanir innanlands á síðasta ári ásamt 11% lækkun doll- ars gagnvart krónu en félagið hafi ekki getað mætt þessari verðþróun með hækkun fargjalda á stærsta markaðssvæðinu. Bandaríska ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group vinnur nú að úttekt á N-Atlantshafsflugi Flug- leiða og væntanlega skila loka- skýrslu til stjómar félagsins með vorinu. Sjá nánar í viðskiptablaði B1 L' jy Morgunblaðið/Björn Blöndal. Skátamir brugðu á leik í sqjónum á Keflavikurflugvelli í gær. Ur sólinni í snjóinn SKÁTARNIR 113 sem héldu utan á heimsmót skáta i Ástr- alíu 23. desember sl. komu aftur til landsins síðdegis i gær eftir langt og strangt ferðalag. Viðbrigðin voru mikil fyrir skátana og sagði einn þeirra, Logi Jónsson, sem er 14 ára og næstyngstur í hópnum, við heimkomuna í gær að hitinn hefði á stundum farið langt yfir 30 stig. Logi sagði skemmtilegast við svona ferðir að eignast vini um allan heim. Hátt fiskverð dregur úr neyzlu í Bandaríkjunum: Líkur á verðlækkun á þorskí aukizt framboð SALA sjávarafurða í desember siðastliðnum í Bandaríkjunum var minni en venjulega. Fyrri hluta siðasta árs var salan mikil, næstu þrjá mánuði var hún talin eðlileg og síðustu þrjá mánuðina afar slök. Miklar birgðir eru nú í Bandaríkj unum af frystri blokk og flökum. Blokkarbirgðir voru i nóvember 89% meiri en á sama F.imskip eykur hlut sinn í Flugleiðum -Ekki heppileg þróun að Eimskip verði svo sterkur aðili, segir Kristjana Milla Thorsteinsson. - Flugleiða- bréfin fjárfesting og eðlilegt að Eimskip vilji hafa áhrif á framvinduna, segir Hörður Sigurgestsson EIMSKIPAFÉLAG íslands hef- ur aukið hlutabréfaeign sína í Flugleiðum i 27% en það festi nýverið kaup á hlutabréfum Einars Árnasonar og baraa hans sem svöruðu til um 4% af heildarhlutafé Flugleiða. Eimskip var fyrir stærsti ein- staki hluthafinn í Flugleiðum og með tvo fulltrúa í níu manna stjóm félagsins. Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, segir að ekki hafi verið rætt um að leita eftir §ölgun fulltrúa Eimskips í stjóm Flugleiða í krafti þessara síðustu hlutabréfakaupa. Kristjana Milla Thorsteinsson, einn stjómarmanna í Flugleiðum, sagði þegar leitað var álits hennar á auknum hlut Eimskipafélagsins í Flugleiðum, að það lægi í hlutar- ins eðli að henni þætti það ekki heppileg þróun að Eimskipafélag- ið væri orðið svo sterkur aðili innan Flugleiða. Hún minnti á að bæði Loftleiðir og Flugfélag ís- lands hefðu verið byggð upp af mörgum smáum hluthöfum og þetta væri því óneitanlega frá- hvarf frá þeirri hefð. Hörður Sigurgestsson segir hins vegar að ekkí sé áhugi hjá Eimskip að eignast öllu stærri hlut í Flugleiðum en Eimskip líti á hlut sinn í félaginu sem fjárfest- ingu og eðlilegt að það vilji geta haft áhrif á framvinduna hjá Flugleiðum, sem standi að mörgu leyti á tímamótum um þessar mundir. Sigurður Helgason, stjómar- formaður Flugleiða og aðaleig- andi Klaks sem kemur næst Eimskipafélaginu hvað hluta- bréfaeign í Flugleiðum varðar, er erlendis og fengust því ekki við- brögð hans við þessum hluta- bréfakaupum Eimskipafélagsins. Sjá einnig viðskipablað B1 tima í fyrra og birgðir flaka og flakastykkja tvöfalt meiri. Álitið er að eftirspura fari minnkandi og verð lækkandi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Búizt er við nokkrum breytingum á markaðnum á næstunni og eru helztu ástæður þess taldar vera hátt verð á sjávarafurðum með hlið- sjón af lágu verði á fuglakjöti; auglýsingaherferð fyrir kjötvörur, sem rúmlega 200 milljónum króna verður varið til, en takmörkuð aug- lýsingaherferð fyrir sjávarafurðir; bakslag í ímynd fisks sem sérstak- lega heilsusamlegrar fæðu og minnkandi áhugi ýmissa veitinga- húsa og matvælamarkaða á því að kynna og selja sjávarafurðir. Verð á fiskblokk var stöðugt um jól og áramót, en birgðir í frysti- geymslum i nóvember voru taldar 75,9 milljónir punda, 34.428 tonn. Það var 2% meira en í október og 89% meira en í nóvember árið áð- ur. Verð á þorskblokk hefur verið stöðugt í um 2 dollurum á pundið, en talið er að mikil veiði af þorski í norðurhöfum á næstunni valdi verðlækkun. Mest aukning af fisk- blokk hefur verið í Alaska-ufsa, lýsingi, Atlantshafs-ufsa og þorski. Birgðir af flökum og flakastykkj- um voru meiri en nokkru sinni áður síðustu 6 árin síðari hluta síðasta árs, voru þá 105,8 milljónir punda, 48.000 tonn. Þær höfðu þá aukizt um 14% frá því í október og tvö- faldazt frá árinu áður. Megnið af þessum birgðum eru í þorski, ufsa og karfa og virðist verð á þeim teg- undum vera að lækka. Nokkrar af stærstu fískveitingahúsakeðjunum hafa dregið úr þorsksölu og fært sig í auknum mæli yfir í sölu á ufsa og lýsingi til að lækka verð á fiskréttunum til að tapa ekki við- skiptum vegna samkeppni við matsölustaði, sem selja ftiglakjöt og nautakjöt. Pétur Másson, upplýsingafulltrúi Coldwater í Bandaríkjunum, sagði í samtali við Morgunblaðið, að upp- lýsingar þessar væru í meginatrið- um réttar. Birgðir af flökum og blokkum væru miklar og veitinga- húsakeðjumar hefðu minnkað hlutfall þorskflaka í sölu sinni. Hátt verð á þessum afurðum hefði greinilega dregið úr neyzlu á þorsk- inum. Kanadamenn ættu nú mikið af þorskflökum í birgðum og væru famir að lækka verð á þeim. Cold- water hefði haldið verðinu í 2,60 dollurum á pundið og getað selt allt sem fengizt hefði að heiman. Ykist framboðið hins vegar yrði hugsanlega erfitt að halda þessu verði. Verð á blokk hefði lækkað úr 2,05 dollurum í 2 og veruleg hætta væri á verðlækkun á henni. 4 á slysadeild HARÐUR árekstur varð í Sætúni um klukkan 23.00 i gærkvöldi. Tveir fólksbílar skullu þá saman og voru fjórir fluttir á slysadeild, en á miðnætti var ekki vitað hversu alvarleg meiðsli þeirra voru. Báðir bílarair skemmdust mikið og voru fjarlægðir með kranabifreið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.