Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Öllu tekið létt Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Nemendur Verzlunarskólans sýndu „Hot Nights" á Hótel ís- landi. Leikstjóri: Kolbrún Hall- dórsdóttir. Dansar: Shirley Alicia Blake og fleiri úr Dansstúdíó Sóleyjar. Nemendamót Verzlunarskóla ís- lands á sér ianga hefð, þá gera nemendur sér ærlegan dagamun og skemmtiatriði á nemendamóti hafa alla tíð verið hið mesta mál og oftast lögð í þau mikil vinna. Það mátti heyra á Hótel íslandi þar sem frumsýning var á fímmtu- dag, að mikill fögnuður ríkti með nemendum með „Hot Nights". Ekki get ég almennilega skilið af hverju er ástæða til að hafa titil- inn á ensku, sýnist íslenzk þýðing gæti verið fullboðleg. í kynningu sagði að sýningin væri byggð á söngleiknum „Fame“, en þar sem ég hef ekki séð hann, veit ég ekki hversu nærri lagi sýningin er þess- um söngleik. Kór Verzlunarskólans bar hita og þunga dagsins í söng og sveiflu og tókst það alveg prýðilega. Ýms- ir nemendur sungu einsöngva og bar þar af Hafsteinn Hafsteinsson, að mínum dómi, með létta og óþvingaða framkomu og ágætis söng. Þá voru dansar ósköp hressilegir en atriðin sem var skotið inn í og áttu greinilega að sýna spaugilegar hliðar hinna ýmsu kennara skólans og skólstjóra mæltust auðheyrilega ákaflega vel fyrir. Raunar var klappað af miklu kappi fyrir öllu og voru áheyrendur einhverjir hinir þakklátustu sem ég hef lengi vitað. Kolbrún Halldórsdóttir er sögð vera leikstjóri, en nær hefði senni- lega verið að nefna hana leiðbein- anda, enda sýningin þannig uppbyggð. Staðsetningar og út- göngur voru oft full tilviljana- kenndar. Listrænum mekki var úðað inn á sviðið öðru hveiju og var fullmikið af því góða. Matar- lykt úr eldhúsi fór ekki vel með dansi og söngvum. Ástæða er til að minnast á leikskrá, sem var vönduð og fallega unnin, en í hana Úr Heitum nóttum vantaði ýmsar upplýsingar fyrir utanskólafólk. Þessi nemendamótssýning var full af fjöri og kæti og fyöldi nem- enda sem hefur lagt metnað í að gera hana hressilega úr garði. Enda fékk sýningin konunglegar viðtökur nemenda eins og fyrr seg- ir. Þá hefur tilgangi verið náð. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL Erum að fá til sölu meðal annarra eigna: Stór og góð á góðu verði 5-6 herb. séríbúð á tveimur hæðum i tvíbhúsi við Ásgarð, 128,3 fm nettó auk kjherbergis og sameignar. Sér inng. Sér hiti. Tvennar svalir. Bílskréttur. Góð langtímalán. Einkasala. 3ja herb. íbúðir við Jörfabakka 2. hæð. Meðalstærð. Mikið endurnýjuð. Fráb. aðstaða fyr- ir börn í hverfinu. Laus í mai nk. Blönduhlíð i kj. 70,2 fm nettó. Nýtt gler og gluggar. Sérinng. Sérhiti. Góð sameign. Laus i mai nk. í fremstu röð við Funafold Stór op glæsil. raðh. í smiðum á útsýnisst. Rétt viö Gullinbrú. Tvöf. bílsk. Urvals frág. á öllu. Utanhúss frág. fylgir. Fokh. að innan. Afh. þannig i haust. Byggjandi er: Húni sf. Frábær grkjör. Einkasala. 4ra herb. íbúð við Vesturberg á 3. hæð 99 fm nettó. Vestursv. Danfosskerfi. Góð sameign. Glæsi- legt útsýni. Laus 1. júli nk. Hagkvæm skipti Góð 3ja-4ra herb. íb. óskast til kaups, helst miösvæðis i Kóp. Skipti mögul. á góðu raðh. rétt við miöbæinn í Kóp. m. stórum bílsk. Nánari uppl. trúnaðarmál. Þurfum að útvega m.a.: 2ja-4ra herb. góða ib. í Vesturborginni eöa nágr. 3ja-5 herb. ib. á Teigum, Hliðum eöa nágr. 3ja-4ra herb. ib. í Gbæ eða Hafnarfirði. Einbýlishús á einni hæð í borginni eða á Nesinu. 2ja-4ra herb. ib. i Árbæjarhverfi eða Breiðholti. Raðhús helst í Ártúnsholti, má vera í smíðum. Margskonar eignaskipti. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. ALMENNA FASTEIGHASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Einbýlishús í Austurbæ Til sölu fallegt einbýlishús við Litlagerði. Húsið er kjall- ari, hæð og ris auk rúmgóðs bílskúrs. Ræktaður garður. Húsið gæti hentað fyrir tvær fjölskyldur. Ekkert áhv. Gæti verið laust í maí. Allar upplýsingar veittar á skrif- stofunni. MÁLFL UTNINGSSTOFA N Jónalan Sveinsson I/róbjart/jr Jónatansson htrstarélíarlögmadur héraðsdómslögmaður Skeifunni 17, 108 Reykjavtk, sími (91) 68 87 33 Til sölu við Reykás 2ja herb. íbúð á jarðhæð ca 80 fm með sérþvottaherb. og geymslu innaf íbúðinni. íbúðinni fylgir bílskúr með geymslulofti. Upplýsingar í síma 671689 milli kl. 14.00 og 17.00 í dag og sunnudag. Samleikur á píanó Tónlist Jón Ásgeirsson Öm Magnússon og Robert Birc- hall léku á vegum Tónleikanefnd- ar Háskóla íslands samleiksverk eftir Ravel og þijá Ungverska dansa í umritun Jóhannesar Brahms. Gæsamamma er í fmm- gerð Ravels, samið fyrir píanótví- leik árið 1908 og eins og Ravel segir að hugmyndin hafí verið að semja fyrir böm og því „auðvitað einfaldað rithátt sinn og stfl“. Pía- nógerðin var fyrst flutt í apríl 1920 af tveimur stúlkum, sex og tíu ára gömlum, en hafði samt verið fyrr flutt opinberlega í hljómsveitargerð fyrir ballett, sem Ravel gerði árið 1912. Verkið er elskulegt og fallegt en handverks- lega ólíkt öllu því sem Ravel gerði, enda er þpð samið fyrir dætur eins vinar tónskáldsins og jafnvel talið að Ravel hafí ekki ætlað upphaflega að gefa það út. Seinna verkið var Þrír ung- verskir dansar, í umskrift Brahms en hann merkti þessi verk ekki sem eigin verk og taldi sig aðeins hafa verið að umrita söngva tatar- anna, eða eins og Brahms sjálfur sagði, að markmið hans hafí verið að kynna heiminum þessi lög, sem em „ekta tataraböm, ekki af- kvæmi mín, þó ég hafí samt alið þau á mjólk og brauði“. Brahms lagði áherslu á að þessum dans- verkum væri ekki ruglað saman við hans eigin verk og að hér væri aðeins um að ræða tónlist er ætluð væri helst til notkunar í heimahúsum. Til þess að góð skemmtan sé af flutningi slíkra verka, sem hér um ræðir, þarf samspil og túlkun að vera með eindæmum glæsileg. í samleik Amar og Birchall var margt þokkalega gert þó einnig brygði fyrir ónákvæmni í sam- spiii, éinkum í „Brahms“. Það má vel vera að Tónleikanefnd Há- skóla íslands hafí sett sér einhver viðmiðunarmörk varðandi efni- sval, bæði um endurflutning viðfangsefna og gæði þeirra. Hvað sem því líður era margir sem telja að tónleikar eigi ekki að vera hversdagslegur viðburður og fólk aðeins kallað saman þegar eitt- hvað umfram það er í boði. * Morgunblaðið/Matthfas Jóhannsson Frá sýningu ungra myndlistamanna á Krakkaviku Siglufjarðar. Krakkavikan vel sótt Siglufirði Krakkavikunni sem staðið hef- ur yfir á Siglufirði síðan siðasta sunnudag, lýkur i dag, laugardag. Á myndlistarsýningu 2 til 5 ára baraa, sem er í Ráðhússalnum, eru rúmlega 80 myndir og era þær allar seldar. Rúmlega 200 manns vora við opnun- ina á sunnudag og hefur sýningin verið vel sótt. Hefur margt verið til skemmtunar; við opnunina söng kór barnaheimilisins nokkur lög og á miðvikudag og fimmtudag kom Hall- veig Thorlacius með brúðuleikhús. Þá mun Leikfélag Siglufjarðar leika útdrátt úr „Dýranum í Hálsaskógi" I lok Krakkavikunnar. - Fréttaritari Sími 16767 Vindás Góð 2ja herb. íb. á 4. hæð. Fálkagata Rúmg. 2ja herb. íb. á 3. hæð. Norður- og suðursv. Grettisgata 2ja herb. íb. á hæð. Laus Grindavík Gott einbhús ásamt bílsk. Skipti á einbhúsi eða raðh. á Akureyri eða Húsavík æskileg. Vantar 4ra-5 herb. sérhæð fyrir mjög góðan kaupanda. Helst nálægt sundlaug Vesturbæjar eða í Laugardal. Einar Sigurðsson hrl. Laugavegi 66, sími 16767. Bók með upp- skriftum af náttúru- snyrtivörum ÚRANÍA hefur gefið út bók er nefnist Nýja snyrtihandbókin: Náttúrusnyrtivörur: Uppskrift- ir og ráðleggingar. Höfundur bókarinnar er Stephanie Faber sem er blaðakona og kennari í náttúrsnyrtifræði. Stephanie Faber hefur í rúman ártug safnað uppskriftum af snyrtilyfjum sem hún hefur síðan bætt með aðstoð efnafræðinga og húðsjúkdómalækna. Nýja snyrti- handbókin inniheldur yfir 300 bestu uppskriftir Fabers af hreinsi- og næringarkremum, andlitsvömum, sjampóum, hárlit, bætiefnum í baðið og öðrum snyrtilyfjum, gerðum úr náttúru- legum hráefnum sem fólk getur blandað sjálft með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði. Auk þess eru í bókinni teknir fyrir ýmsir útlits- gallar og gefín ráð hvemig ráða megi bót á þeim og fjallað um þau efni sem potuð eru í snyrtivörur almennt. í fréttatilkynningu segir að tilgangur höfundar með bók- inni sé annars vegar að miðla fomri þekkingu í gerð fegruna- rlyfja, þekkingu á áhrifum og meðhöndlun hinna einstöku hrá- efna svo sem jurta og olía og hins vegar að gera lesendur að upplýst- ari og gagnrýnni neytendum með tilliti til markaðssnyrtivara. Bókin sem er 264 bls. er þýdd úr þýsku. Prentun og bókband annaðist Offsetfjölritun hf., lit- greiningu annaðist Korpus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.