Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Slæmt atvinnuástand á Patreksfirði: Það vantar fleirí skip til að ástandið batni, segja Patreksflrðingar, en samt hefur vélbáturinn Þrymur legfið bundinn við bryggju i Patreksfjarðarhöfn í tvö ár. Þrymur var þá lýstur úreltur og nýtt skip keypt frá Afríku í hans stað. Nýi Þrymur hefur hins vegar aðeins fiskað um 200 tonn af þorski og eitthvað af úthafsrækju, en hefur lengst af verið frá veiðum í slipp. Nú er nýi Þrymur í slipp í Reykjavík, en lög og regiur banna gamla Þrym að fara úr höfn. isins, þ.e. Sambandsins. Jafnhliða þurfum við að fá skuldbreýtingar, og þá aðallega hjá Landsbankanum. Þetta dæmi leysist ekki nema þess- ir aðilar komi inn í myndina og Sambandið verður að veita fjár- magni til Hraðfrystihússins ef það á að fást fyrirgreiðsla fyrir fyrir- tækið í Landsbankanum og Byggðastofnun." Laxar og loðdýr til bjargar? Byggðastofnun hefur fjallað um málefni Patreksfjarðar á stjórnar- fundum, og stjómarmenn hafa heimsótt staðinn. í greinargerð stofnunarinnar um atvinnulíf og byggðaþróun á Patreksfirði er kom- ist að þeirri niðurstöðu að „það virðist vera nauðsynlegt að fínna leiðir til að auka fjölbreytni atvinn- ulífsins ef takast á að fá fólk til að búa áfram á Patreksfirði eða jafnvel að setjast þar að þannig að hægara verði að reka fiskvinnslu- fyrirtækin með auknum afköstum." Byggðastofnun bendir á aukn- ingu í laxeldi, sem er þegar komin á rekspöl í Patreksfírði, og stórt minkabú í viðbót við þá loðdýra- rækt sem þegar er fyrir hendi í nágrannasveitunum, en það gæti skapað grundvöll fyrir rekstri fóð- urstöðvar í bænum. Loðdýrarækt hefur reyndar dregist saman und- anfarin misseri í Rauðasandshreppi og á Barðaströnd, þannig að það virðist ólíklegt að vaxtarbroddurinn liggi þar, en laxeldi virðist lofa góðu, þó það sé aðeins stundað í litlum mæli ennþá. Við tókum Björn Gíslason, framkvæmdastjóra Vest- urlax, tali, og spurðum hann hvort lausnin á vanda Patreksfirðinga lægi í laxeldi. Orðnir nær bátalausir þeg- ar kvótinn kom „Hér er grundvöllur fyrir auknu fiskeldi og það gæti orðið góð bú- bót fyrir Patreksfirðinga, en út- gerðin er og verður undirstaðan í atvinnulífínu hér.“ Bjöm byrjaði á sjókvíaeldi á Patreksfírði árið 1986, og slátraði um 25 tonnum af mat- fiski síðasta haust, sem fór á Frakklandsmarkað. í ár reiknar hann með að slátra um 50 tonnum af laxi. Sjókvíaeldi er aðeins stund- að á tveimur stöðum á Vestfjörðum, í Patreksfirði og í Tálknafirði. „Að- stæður _hér eru betri en menn áttu von á. íshætta er lítil og hitastigið í sjónum er ekki lægra en í Faxa- flóa, en einu sinni höfðu fiskifræð- ingar dregið línu um Látrabjarg og sagt að norðan hennar væri fiskeldi ómögulegt.“ Bjöm sagði að laxeldið Þurfum enga „skyndiplástra“, en tímabundna aðstoð o g fleiri báta Atvinnuástandið á Patreksfirði hefur ekki verið björgulegt síðustu mánuði ef marka má fréttir í fjölmiðlum. Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga var lýst gjaldþrota I nóvember, bátarnir Patrekur og Vestri lágu bundnir við bryggju um mánaðartíma vegna kjaradeilu og þegar þetta er skrifað hefur Hraðfrystihús Patreksfjarðar verið lokað í rúmar fimm vikur vegna vanskila þess við Orkubú Vestfjarða. Morgunblaðsmenn brugðu sér vestur í fyrri viku til að heyra hvað heimamenn á Patreksfirði hafa að segja um horfurnar í atvinnumálum og hvað þeir telja að geti bætt ástandið. Skýringar á því hvers vegna svo illa árar í þessum gamalgróna útgerðarbæ sem liggur einstaklega vel við miðum eru margar. Meðal þess sem fólk nefndi var: of fáir bátar, skuldahali sem hefur fylgt Hraðf rystihúsinu vegna bygginga þess - og kvótakerfið. „Það hefur ekkert byggðarlag á íslandi orðið eins illa fyrir barðinu á kvótakerfinu og Patreksfjörður'* sagði Hjörleifur Guðmundsson, hreppsnefndarmaður og formaður V erkalýðsfélags Patreksfjarðar. Texti: Hugi Ólafsson Myndir: Þorkell Þorkelsson. Það er lítið um það að fólk sé að fara, það ríkir ekki of mikil svartsýni", sagði Hjörleifur, en þrátt fyrir stöðvun Hraðfrystihússins eru aðeins 9 manns á atvinnuleysisskrá á Pat- reksfirði. Fastráðnir starfsmenn, sem munu vera um 70, hafa fengið laun sín greidd, þó að þau séu kannski ekki eins há og þegar vinnsla er í fullum gangi. Kvótakerf ið kom illa við Patreksfjörð „Það þarf að auka aflann. Kvót- inn hefur komið ákaflega illa við Patreksfjörð vegna aðstæðna sem sköpuðust hér í kringum 1980 þeg- ar stórt og öflugt fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu, Skjöldur, varð að hætta rekstri. Síðan kom kvótinn á eftir því og við höfum haft lítil tök á að fara inn á þann svartamarkað sem er í gangi í sambandi við skipa- kaug og annað." „Á árunum um og upp úr 1980 var gífurleg uppbygging hjá Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar, sem virðist hafa verið fjármögnuð með dýru lánsfé, og það er kannski höf- uðvandinn, ásamt kvótanum" sagði Hjörleifur er hann var spurður um ástæðuna fyrir vanda hraðfrysti- hússins. „Þetta fyrirtæki þarf um 5.500-6.000 tonn af fiski á ári til að geta staðið við fjárskuldbinding- ar, en mér er sagt að það vanti um 2.000 tonn til að að það dæmi gangi upp.“ Hvað er þá til bóta? „Ég held að það liggi ljóst fyrir að það þurfi að endurskipuleggja allan fjárhag Hraðfrystihússins, sem er aðalburð- arás atvinnulífsins héma. Við höfum lítinn áhuga á að búa við einhveija skyndiplástra til lengdar." Hraðfrystihús Patreksfjarðar er langstærsta atvinnufyrirtækið í bænum, og flest önnur starfsemi er á einn eða annan hátt tengd því. Fyrirtækið gerir út eina togara Patreksfirðinga, Sigurey, og á þar að auki togskipið Þrym, sem nú er í slipp í Reykjavfk. Nokkur minni fiskvinnslufyrirtæki em á Patreks- firði, sem verka fískinn einkum í salt, en stærst þessarra fyrirtækja er Oddi hf. Þar starfa um 30 Þeir Pétur Hannesson og Ríkharð Sigurðsson eru atvinnulausir í augnablikinu, en þeir ætla alls ekki að flytja alfarnir frá Patreks- firði þó að það blási ekki byrlega eins og stendur. Þeir töldu að það þyrfti að fá fleirí vertíðarbáta til að ástandið batni, og ekki værí verra að fá annað frystihús til viðbótar til að auka atvinnu og sam- keppni. Hjörleifur Guðmundsson manns, og 24 í viðbót ef beitninga- menn og áhafnir á vertíðarbátunum Patreki og Vestra, sem Oddi gerir út, eru taldir með. SÍS, ríkið og-Lands- bankinn þurfa að hjálpa Gísli Ólafsson er bæði í hrepps- nefnd og stjóm Hraðfrystihússins. Hver er hans skýring á erfíðleikum H.P. og hvaða úrræði sér hann helst? „Þetta fyrirtæki hefur átt í erfíðleikum í gegnum tíðina, en aðalorsökin held ég að sé að hús Hraðfrystihússins er byggt á mesta verðbólguskeiði í sögu þjóðarinnar og það vafði síðan utan á sig, skuld- um og hefur raunvemlegá aldrei komist út úr þeirri stöðu. Hrað- frystihúsið fer ekki í gang aftur nema til komi aðgerðir af hálfu hins opinbera og eiganda fyrirtæk- Björn Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.