Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Neyðarrenni- brautir frá Viking verða í nýja Heijólfi, en við enda renni- brautanna sem eru úblásnar er einnig uppblásin bryggja fyrir gúmmíbjörgun- arbátana. Nýi Heijólfur áteikningunni sem búið er að samþykkja. Þar sem kýraugun eru eru farþegaklefar, þar fyir ofan eru veitinga og farþegasalir, en boglínan á skips- hlið fram undir stefni sýnir hvaða hluti stefnisins opnast fyr- ir bílaumferð. Smíði nýs Herjólfs boðin út á næstunni Vönduð undirbúningsvinna að skipi sem á að vera tilbúið á árinu 1989 Morgunblaðið/Ámi Johnsen Um borð í Peder Paars, einu fullkomnasta feijuskipi Norðurlanda í könnunarferðinni skömmu fyrir jól. Lengst til vinstri eru Jón Eyjólfsson skipsljóri á Heijólfi, Ólafur Bríem skipaverkfræðingur og Magnús Jónasson framkvæmdastjóri, en auk þeirra eru á myndinni verkfræðingar frá Dwinger skipa- verkfræðistofunni, fulltrúar frá Viking verksmiðjunum. Næst lengst til hægrí er Hans Otto Krístiansen skipaverkfræðingur hjá Dwinger og lengst til hægri er Jakob arkitekt skipsins. Magnús Jónasson framkvæmdastjórí Heijólfs og Jón Eyjólfsson skip- stjóri í brú einnar stóru feijunnar í Danmörku fyrir skömmu þar sem þeir voru á könnunarferð ásamt Ólafi Bríem skipaverkfræðingi frá Skipatækni. Teikningar að nýjum Heijólfi hafa verið samþyklrtar af stjórn Heijólfs hf. til útboðs og einnig hefur bæjarráð Vestmannaeyja samþykkt málið samhljóða fyrir hönd bæjarstjómar Vestmanna- eyja. í næstu viku verður málið kynnt formlega fyrir forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og sam- gönguráðherra og síðar fjárveit- inganefnd, en 125 milljónir króna hafa verið tryggðar á lánsfjárlögum til þess að ganga frá samningum um smíði skipsins og er reiknað með að nýja skipið komi til landsins á árinu 1989. Undanfarin tvö ár hefur stjóm Heijólfs hf. í Vestmannaeyjum unn- ið mjög skipulega og vandlega að undirbúningi nýs Heijólfs til þjón- ustu mitli lands og Eyja, en nýi Heijólfur verður sá þriðji í röðinni. Núverandi skip er orðið 12 ára gamalt og þjónar ekki auknum kröfum um aðbúnað og ferðahraða og öryggi vegna þess fyrst og fremst að skipið er aðeins búið einni vél. Það var í árslok 1983 að fyrst var reifað í stjóm Heijólfs að ástæða væri til að fara að huga að endumýjun skipsins, því betra væri að hafa vaðið fýrir neðan sig í þeim efnum og vanda til allra þátta sem taka þyrfti tillit til. Það var síðan í ársbyijun 1986 að skriður komst á málið er Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur var fenginn til þess að vinna á faglegum grunni hugmyndir um framtíðaráform Heijólfs. Þá þegar fóru Heijólfs- menn að bera sig eftir hugmyndum og teikningum frá ýmsum aðilum bæði á íslandi og erlendis og í árs- byijun 1987 voru komnar teikning- ar að nýju skipi frá 6 aðilum úr ýmsum áttum. Netið þéttist þannig smátt og smátt og á miðju ári 1987 var danska skipaverkfræðifyrirtæk- ið Dwinger Marineconsult A. S. valið til þess að hanna skipið á þeim forsendum sem þörf var talin á að hafa til þess að fullnægja öllum kröfum um hagkvæmni, aðbúnað og öryggi, en þessar forsendur voru byggðar á víðtækum könnunum, sem að sögn Magnúsar Jónassonar framkvæmdastjóra Heijólfs, var lögð ákaflega mikil vinna í því menn vildu til hins ýtrasta vanda til verksins og komast að eins hóf- legri og skynsamlegri niðurstöðu og frekast væri unnt. Danska verk- fræðifyrirtækið er mjög virt á alþjóðavettvangi á sínu sviði, en um leið og samið var við það var einn- ig samið við íslenska fyrirtækið Skipatækni um að vera faglegur ráðgjafí Heijólfs í málinu. Þá voru jafnframt settar fram óskir stjómar Heijólfs um grundvallarkröfur. í fyrsta lagi að lengd skipsins yrði takmörkuð svo sem kostur væri. í öðru lagi að gegnumakstur yrði á bílaþilfari. í þriðja lagi að ganghraði yrði 16, 5-17 mílur. í fjórða lagi að sæti yrðu í skip- inu fyrir 400 farþega og kojur í klefum fyrir 60-70 farþega og pláss fyrir 60-80 bfla á bflaþilfari og 6-7 dráttarvagna fyrir vörur. í fímmta lagi var lögð áhersla á að skipið yrði gott sjóskip með mesta mögulega öryggisbúnað, en nýja skipið er miðað við að geta farið tvær ferðir milli lands og Eyja á samtals 12-13 klukkustundum. í nýja skipinu verða tvær vélar, tvær skrúfur og tvö stýri, en vélar- afl nýja skipsins er stóraukið frá því sem er í gamla Heijólfí. Gert er ráð fyrir að nýja skipið dugi næstu 15-20 ár og því þarf að taka tillit til margra hluta í stærð og búnaði. A fyrsta ári núverandi Heij- ólfs, 1976, flutti skipið 21 þúsund farþega milli lands og Eyja og 3.300 bíla, en árið 1987 flutti Heijólfur 52 þúsund farþega og 12.000 bíla. í rekstraráætlun nýja skipsins er gert ráð fyrir 30% aukningu á far- þegum og bflum fyrsta heila árið en 5% á öðru ári og 3% eftir það. Vöruflutningar hafa aukist úr 6.600 tonnum 1976 í 14 þúsund tonn á síðastliðnu ári. Gert er ráð fyrir 50% aukningu í vöruflutningum á 1. ári, 10% á 2. og 3. ári, en 3% eftir það. Þess má geta að heildarút- flutningur á ári frá Vestmannaeyj- um er jrfír 60.000 tonn. Útlit er fyrir að Vestmannaeyjar verði afskiptar í framtíðinni með þjónustu flutningaskipa vegna þeirrar stefnu að hafa flutninga- skipin mun stærri en nú er. Heijólf- ur þarf því að brúa þennan þátt þannig að Eyjamar verði ekki ein- angraðar flutningalega. Með nýja skipinu er reiknað með aukinni ferðatíðni. Áætlanir Heij- ólfs gera ráð fyrir því að frá maíbyijun til septemberloka fari skipið tvær ferðir á dag og á tíma- bilinu október til apríl eina ferð á dag, en þó með þeim möguleikum að skipið fari tvær ferðir á föstu- dögum og sunnudögum. Mikilvægi samgönguleiðarinnar er óumdeilt, enda Heijólfur kallaður þjóðvegurinn milli lands og' Eyja. Bygging vegar á sömu vegalengd og er milli Eyja og Þorlákshafnar myndi kosta um 500-600 milljónir króna fyrir utan viðhald, snjómokst- ur og sitthvað fleira, en hins vegar má geta þess að Eyjamenn greiða nær 50 milljónir króna árlega í opinber gjöld af bensíni, gjöld sem ætluð eru til vegamála. Öruggar ferðir daglega milli iands og Eyja skipta sköpum varðandi samgöngur til og frá stærstu verstöð landsins í Vestmannaeyjum, því ótrúlega marga daga ársins getur verið ófært eða miklar tafír flugleiðis milli lands og Eyja. Heijólfur er því ómetanleg sjóbrú milli lands og Eyja. Markviss þróun hefur átt sér stað í stærð farþegaskipanna með Her- jólfsnafninu. Fyrsti Heijólfur var 49 metra langur, annar 60 metra langur og 12 metra breiður, en nýja skipið verður 79 metra langt og 16 metra breitt. í nýja skipinu er meira gert úr farþega- og vöru- flutningaplássi, en á hinu gamla og segja má að nýja skipið sé um 30-40% stærra en gamla skipið. Öll nýting á rými er mun betri og aðstaða farþega er jafnframt miklu betri auk þess að afgreiðsluhraði með gegnumakstri í skipinu er margfalt meiri og styttir raunveru- legan ferðatíma skipsins úr 5 klukkustundum í 3 klukkustundir með lestun og losun. Að sögn Magnúsar Jónassonar framkvæmdastjóra Heijólfs hefur stjóm Heijólfs undir formennsku Guðmundar Karlssonar. lagt mikið upp úr því í kröfum sínum að nýja skipið verði gott sjóskip og fari vel í sjó. Tilraunir í tilraunatönkum hafa undirstrikað að svo sé, en þar hafa meðal annars verið gerðar til- raunir með hraða og sjóhæfni. Kostnaðaráætlun um smíði skipsins gerir ráð fyrir að það kosti um 100 milljónir danskar miðað við bygg- ingu í Vestur-Evrópu, en bygging skipsins verður boðin út og ljóst er af fyrirspumum að ýmsir aðilar munu bjóða í smíði skipsins. Víðtækar athuganir hafa verið gerðar við undirbúninginn að smíði nýja skipsins, enda mikið í húfi að vel takist til bæði varðandi hlutverk skipsins og kostnað við byggingu og rekstur. Blaðamaður Morgun- blaðsins brá sér til Danmerkur fyrir skömmu þegar sendinefnd frá Heij- ólfí var að fylgjast með tankrann- sóknum á nær 5 metra löngu skrokklíkani af nýja skipinu þar sem meðal annars reyndi á sjó- hæfni og hraðamöguleika við ýmsar aðstæður. Komu þær ákvarðanir jákvætt út þótt alltaf sé erfítt að meta til fulls upp á gráðu hraða- möguleika skips þegar mótaldan er orðin veruleg, en hins vegar er það reglan að í þungri mótbáru er það talið eðlilegt að slá eitthvað af mesta hraða skips, eða breyta sigl- ingastefnu til þess að ná þægilegri siglingu fyrir farþegana. í þessari ferð skömmu fyrir jól voru ýmsir þættir málsins kannaðir auk tank- prófana. Það var rætt við sérfræð- inga um öryggisbúnað skipsins, við innanhússarkitekt skipsins, farið í siglingar með ýmsum feijum í Dan- mörku og þar á meðal þeim nýjustu og stærstu til þess að kanna ýmsa þætti í stjómbúnaði, aðstöðu fyrir farþega, aðstöðu í höfnum og sitt- hvað fleira sem þarf að vera klárt og hugsað til enda. Víða er mikið í lagt í þeim efnum en sendinefndin frá íslandi lagði mikla áherslu á hagkvæmni. í Heijólfi sem nú sigl- ir daglega milli lands og Eyja er ekki gegnumakstur í skipinu og því þurfa farþegar með bíla að mæta löngu fyrir brottför, eða um það bil einni klukkustund og oft tekur nokkum tíma að losa alla bfla úr skipinu, en með gegnumakstri verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.