Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 0 BERUN 750 ARA W'W ii **W n*(*= eftirBraga Asgeirsson FYRRI GREIN Hátíðarhöldin í sambandi við 750 ára afmæli Berlínarborgar höfðu góð áhrif og víðtæk. Slík hátíðar- höld hafa einnig iðulega ákveðinn tilgang í sjálfu sér, sem er að vekja athygli á viðkomandi borgum og gera úttekt á sögu þeirra. Berlínarbúum hefur og fundizt Iqorið að halda veglega upp á fyrsta stórafmælið eftir stríðslok, er borg- in var ein ijúkandi rúst að segja má. Vekja athygli á hinni miklu uppbyggingu og undirstrika, að borgin hefur nú öðlazt aftur sinn fyrri sess, sem ein af höfuðborgum heimsins í menningarlegu tilliti. Allt mun þetta hafa gengið eftir og margur sá, er heimsótti Berlín í fyrsta skipti, hefur vísast horfið þaðan forviða til baka. Þá er og ekki síst mikilvægt, að samskipti hinna tveggja aðskildu borgarhluta jukust til muna og voru vinsam- legri og gagnkvæmari en í annan tíma frá stríðslokum. Aftur á móti hófu A-Þjóðveijar afmælisárið þegar 1. janúar 1987 — vildu ekki hafa sameiginleg há- tíðarhöld vegna sérstöðu A-Berlínar sem höfuðborgar. Hins vegar hófust hátíðarhöldin í vestari hlutanum ekki fyrr en í marz og stóðu til ársloka, er eigin- lega ekki lokið, því að Berlín hefur hlotið útnefninguna menningarborg Evrópu árið 1988. í því tilefni má búast við hátíðardagskrá allt árið og er ekki að efa, að ýmislegt, sem var til sýnis og tengdist afmælinu, verði það áfram í einhverri mynd. Auðvitað eru slík hátíðarhöld einnig sett á svið til þess að auka að- streymi ferðalanga, sem hvarvetna er orðin mikilvæg og dijúg tekjulind á síðustu tímum. Og hér þurfti Berlín jrfír litlu að kvarta, því að ferðamannastraumurinn var gífur- legur jafnt innlendra sem útlendra. Aðstreymi slíkra hefur aukizt jafnt og þétt hin síðari ár, en að þessu sinni voru öll met slegin, þannig að einna mestu erfíðleikamir lágu í því að koma fólki í hús. Ég varð strax var við þetta í Kaupmannahöfn, er ég fór að grennslast fyrir um hentugar ferðir til borgarinnar. Flugfélög, ferða- skrifstofur og ríkisjámbrautimar, sem eru með mjög hagstæðar ferð- ir allt árið, gátu með engu móti útvegað hótelrými fyrr en að tveim vikum liðnum og Evrópumiðstöðin í Berlín, sem ég hafði samband við, kvaðst líklega aðeins geta útvegað herbergi hjá einkaaðilum utan mið- borgarinnar. Það ætlaði þannig að ganga brös- uglega hjá mér að komast þangað og seinkaði mér um heilan dag, en svo tók ég bara stökkið upp á von ' og óvon. Tók beint flug, sem þó er dálítið dýrara, en langoftast er flog- ið með viðkomu í Hamborg og tekur lengri tíma en að fljúga að heiman til Hafnar, auk þess sem allt að 80% flugtímans fara í bið í Hamborg. Þetta er vegna lofthelginnar yfir a-þýskt landsvæði og allrar skrif- fínnskunnar, sem því fylgir — jafnvel beina flugið kostaði meira en klukkutíma bið á Kastrup! Flugferðin sjálf tók lítið meiri tíma en að fljúga til Akureyrar og var hin þægilegasta og áætlun- arbfllinn, sem flytur mann frá Tegel-flughöfninni til miðborgar- innar, er varla meira en 25 mínútur og stanzar að auki steinsnar frá 'Evrópumiðstöðinni við Búdapest- erstrasse. Ég reyndist lúsheppinn, er þang- að kom, því ég fékk umsvifalaust herbergi á sama hóteli og ég gisti í fyrir tveim árum, „Sylter Hof‘, við Kurfurstenstrasse. Að vísu dýrt og einungis í eina nótt í senn, sem mun trúlega gert til að tryggja hótelinu hámarksverð. Allt er þetta upp talið, til þess að væntanlegir ferðalangar héðan til Berlínar á menningarári átti sig á aðstæðun- um og geri ráðstafanir í tíma, en það getur munað vænum skildingi. Svona er þetta að verða í ölíum stórborgum Evrópu, og þótt jafnan sé hægt að fá herbergi í kringum jámbrautarstöðvar, eru þau yfírleitt rándýr miðað við gæði og þjónustu þótt ódýrari séu að krónutölu. Hótel Sylter Hof er í háum gæða- flokki í öllu tilliti —' morgunverður er á heilmiklu hlaðborði og úrvalið eftir því — naut ég þess að vera vanur að birgja skrokkinn vel upp af eldsneyti á morgnana og tók jafnan ríflega til matarins, og dugði það mér vel til kvölds, jafnvel þá er ég tók daginn mjög snemma. Hótelið er mjög vel staðsett og stutt í miðborgina og beint gegnt Tiergarten. Hin fræga neðanjarðar- brautarstöð Wittenberg er í næsta nágrenni og þaðan er örstutt í KA DE WE (Kaufhaus des Westens), sem er víst þekktasta stórverzlunin og þaðan er einnig stutt í frægan flóamarkað. Það reyndist rétt ráðstöfun og mikið lán að taka dýrasta tilboðinu, vegna þess að daginn eftir að ég kom, tók sig upp bakveiki, sem ég hafði orðið var við um sumarið, en nú með margföldum krafti og átti eftir að fylgja mér alla ferðina. Fór ég hvað eftir annað í lás, eins og það heitir, og fyrir vikið var hreyf- anleiki minn mjög takmarkaður, þannig að ferð til A-Berlínar var sem íjarlægur draumur og náði ég þannig ekki að forvitnast um þann helming hátíðardagskrárinnar sem þar var boðið upp á. Og mér tókst ei heldur að skoða hlutina jafn vel í Vestur-Berlín og ég hefði óskað, en má vera þakklátur fyrir það, sem ég sá. — í stað þess að skoða hina miklu sýningu Berlín — Berlín strax í upphafí, eins og ég ráðgerði, byggði ég upp rólega dagskrá fyrsta dag- inn og fór á ríkislistasafnið, sem er allt á einni hæð og þannig auð- velt í skoðun. Ákvörðunina tók ég strax og ég vissi, að stærsta og yfírgripsmesta sýning á æviverki hins mikla myndhöggvara Alberto Giacometti stóð yfír þar. Hinn ítalsk-svissneskt fæddi Giacometti telst einn af mikilvæg- ustu myndlistarmönnum aldarinn- ar, þótt hann sé ekki jafn þekktur meðal almennings og margir aðrir, enda hefur verið miklu minni háv- aði í kringum hann en ýmsa aðra. Hann gekkst fullkomlega upp í list sinni og lifði frekar einangruðu lífí, og þannig eru hinar frægu andlits- myndir (portrett) hans einungis af örfáum nánum vinum og almennum fyrirsætum. Giacometti var allt í senn, málari, teiknari og mynd- höggvari og jafnvígur í allt sem hann tók sér fyrir hendur. Þekktast- ur hefur hann hingað til verið fyrir skúlptúrverk sín, en sýningin í Berlín undirstrikaði svo um mun- aði, að hann var engu síðri í málverkinu og rissinu. Sérsvið hans í öllu sem hann gerði var rýmið — hið mynd- og formræma rými, þar sem hann beizlar fjarvíddina undir sjónræn lögmál. Jafnvel einföldustu riss hans búa yfir þessari einstöku rýmistilfínn- ingu, sem lætur skoðandann eigin- lega verða þátttakanda í myndsköpuninni, sem einmitt er veigurinn í allri mikilli list. Ég læt það vera að segja ítarlega frá þess- ari sýningu, kýs frekar að skrifa sérstaka grein um snillinginn í næsta mánuði, sem er frímánuður frá listrýniskrifum. Vísa skal til þess, að sýningunni í Berlín lauk 3. janúar, en hún verður opnuð í Borgarlistasafninu í Stuttgart 29. janúar og stendur yfír til 20. marz. Þessi sýning ein er þess virði að bregða sér þangað, svo lærdómsrík sem hún er. Ekki sakar að geta þess, að safnið sjálft í Stuttgart er frábært, litlu síðra,_ en allt öðruvísi en safnið í Berlín. Ég dvaldi dijúga stund á sýningunni og safninu og naut þess út í fíngurgóma. Safnið sjálft er mjög gott, þótt segja megi, að því hafí verið skipt í tvennt árið 1948, þannig að annar hluti þess er í Austur-Berlín. Meðan á stríðinu stóð, voru hin dýrmæt- ustu listaverk flutt á örugga geymslustaði og þau, sem vestur- veldin björguðu, voru á árunum 1953—57 flutt til Berlínar að undir- lagi þáverandi borgarstjóra Ernst Reuter og opnað almenningi til bráðabirgða í vermihúsi Charlotten- borgarhallarinnar. Það sem sovézki herinn bjargaði er svo á safni í A-Berlín. Á árunum 1965—68 var svo nú- verandi bygging reist og er eftir engan annan en sjálfan Ludwig Mies van der Rohe (1886—1969) og er byggingarfræðilegt minnis- merki, sem sagt er að veiti verkun- um á safninu harða samkeppni, bæði hvað fegurð snertir og að- dráttarafl. Byggingin er mjög stflhrein og ber meistara sínum fag- urlegt vitni, en tilgangur húsa- meistarans var að reisa musteri jrfír listina, er væri í senn nútíma- legt og með rætur í fortíðinni. Safnið hýsir myndlistarverk frá 19. og 20. öld og eru hér mörg lykil- verk meistara þessa tímabils, auk þess sem stöðugt eru í gangi stór- sýningar -á verkum heimskunnra listamanna í nútíð og fortíð. Ég var þama á regnþungum októberdegi dularfulls, mettaðs ljósflæðis, og minnist ég þess helst, hve myndir Amolds Böcklin voru magnaðar og sterkar í þessari birtu. Það var í eina tíð lenzka að gera lítið úr myndum þessa ágæta málara og sennilega veit enginn um styrk hans, sem ekki hefur staðið and- spænis frumverkunum sjálfum. En það er kannski lærdómsríkara en allt annað, hvað mat manns á mjmdlist tekur miklum brejfingum við skoðun listasafna og þá einkum þegar maður hefur tekið út það mikinn þroska, að maður lætur ekki áróður og nýjungagimi glepja fyrir sér. Þótt heilmikið sé þama af lista- perlum allt fram á síðustu ár, þá vantar ýmislegt í heildarmyndina, — sumt er á safni þeirra austan- manna, en annað í hirslum safnsins svo og á safni rómantíska tímabils- ins á Charlottenborg. En einungis þar til fyrirhuguð viðbygging kemst í gagnið, hvenær sem það nú verð- ur. Ég var ánægður með þennan dag og eftir smáviðkomu á hótelinu leit- aði ég uppi lítinn grískan veitinga- stað í miðborginni, sem ég hafði haft góða reynslu af frá heimsókn minni fyrir tveim árum. Það er upplagt að borða á dálítið róm- antískum stað við kertaljós eftir safna- og sýningaskoðanir og skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.