Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 RÁÐHÚSRÁÐ Skráð fyrir önd og fyrir hönd okkar hinna Hvers vegna var tjarnarhomið ljótt? Var gamla húsið Ijótt, sem stóð þama um daginn? Hvort viljum við heldur: Sólríkan tjamarbakka með bekkjum og blómum frá Iðnó og yfir, eða flennistórt tvihús í hróplegu ósamræmi við umhverfið, en samt of lítið fyrir stofnanir borgarinnar? eftírJón Kristjánsson 1. í síðustu alþingiskosningum fór fylgi Sjálfstæðisflokksins niður fyrir 30 prósent. Er það kappsmál for- ystumanna flokksins í Reykjavík að slá metið í næstu borgarstjómar- kosningum? Margt bendir til þess að meiri- hluti Reykvíkinga vilji ekki að ráðhús verði byggt í norðvesturhomi tjamarinnar, en manni skilst að meirihlutann skorti skilning og feg- urðarskyn og hann skipti þess vegna ekki máli. Húsið skal upp hvað sem hver segir, og niður í tjömina hvað sem það kostar. Það hefur verið sagt um okkur mótmælendur að við séum á móti framförum. Það hefur verið sagt, að við ættum að kynna okkur málið betur, og við munum „fagna fegurð- araukanum" þegar húsið sé risið. Sagt er, að við séum hópur, sem mótmæli hverju sem er, og pólitískir andstæðingar hafí æst okkur upp. Yfirlýsingar ráðamanna um mis- skilning borgarbúa eru ískyggilega hrokafullar. Við erum agndofa, ótal mörg, sem höfum dáðst að ykkur fyrir dugnað. Voruð þið svona þegar við greiddum ykkur atkvæði, eða hafíð þið fyllst ofmetnaði og þverúð vegna þess að vel hefur gengið hing- að til? Það er svo sannarlega ekki að bera í bakkafullan lækinn að bæta í greinasafn ráðhússins. Ef orð fá ekki stöðvað ofríki í okkar samfélagi þá er voðinn vís. 2. Það má væntanlega mæla fyrir munn okkar mótmælenda yfirleitt, að við viljum ekki að hús sé byggt ofan í tjömina, ekki einu sinni ráð- hús, ekki einu sinni þó að besti arkitekt í heimi fengist til að teikna það. Þetta ættu stjómendur borgar- innar að vita nú orðið. Það er of þröngt um ráðhús Reykjavíkur í tjamarkrikanum. Tjömin er ekki byggingarlóð. Það þýðir ekkert að segja, að við höfum ekki vit á málinu. Það þýðir ekkert að segja, að þetta sé misskiln- ingur hjá okkur. Kæm fulltrúar okkar í borgar- stjóm. Af hveiju fannst ykkur tjamarhomið ljótt? Verður það fal- eftirRagnar Ingimarsson í desembermánuði sl. kannaði ég verð á frystum kalkúnum í mat- vöruverslunum Reykjavíkur og nágrennis. Mér þótti verðið með ólíkindum hátt. Hvert kflógramm var selt á 650—700 kr. Mér lék forvitni á að vita hvem- ig verði á kalkúnum væri háttað í öðrum löndum ög hringdi í kunn- ingja mína í fjórum löndum. Ég bað þessa aðila að kanna verð á kjúkl- ingum, eggjum og kalkúnum út úr búð í þessum löndum. Löndin voru: Noregur (Bergen), Danmörk (Kaupmannahöfn), Skotland (Edin- borg) og Bandaríkin (Chicago, Seattle). Umbeðnar upplýsingar fékk ég á næstu dögum og eru þær birtar hér á eftir. Verðin eru að sjálfsögðu í legt við það að taka eitt hús í burtu og setja tvö í staðinn, miklu stærri? 3. Vonandi leyfíst manni að velta vöngum yfír því, hvers vegna borg- arstjóm hefur valið svona fáráðlegan stað fyrir ráðhús. Borgarstjórinn segir í viðtali við Morgunblaðið 22. nóvember síðast- liðinn: „Ég hef ekkert á móti skoðanakönnunum. Þær geta verið fróðlegar. En það er hlutverk borg- arstjómar að taka ákvarðanir í málum sem þessum. Borgarfulltrúar em til þess kjömir af borgarbúum og óframkvæmanlegt er að hafa slíkar kannanir um öll þau mál, sem ágreiningur kann að vera um.“ Getur verið að kjami málsins fe- list í þessum orðum, eða leynist milli lína? Getur það verið, að stjómendur Reykjavíkur, þeir sem valdið hafa, þurfí að sýna mátt sinn og megin, einu sinni enn, á þennan furðulega hátt, að ætla sér að reisa ráðhús þar sem enginn annar fengi leyfi til að byggja, og skyggja örlítið á alþingis- reitinn norðan við um leið? Er það ekki út í hött að staðarval ráði stærð- inni? Er ekki nær að velja ráðhúsi Reykjavíkur stað þar sem fleiri stofnanir borgarinnar komast fyrir? Eða emð þið að hugsa um ykkur sjálf, huggulega kontora og fundar- sali og bflastæði í Iq'allaranum? Á að slá út krakkana hinum megin í sandkassanum, sem héldu að hægt væri að gera hvað sem er við pening- ana okkar, og gerðu það? Og enn má spyrja: Höfum við veitt ykkur vald til að ákveða hvað sem er? 4. Ekki verður hjá því komist að minnast lítillega á skringilegar skoð- anir og fullyrðingar fylgjendanna. Sumir hlakka til að gefa öndum brauð að bíta í undir ráðhúsvegg, og einnig af löngu brúnni. Aðrir, einkum borgarstarfsmenn, telja okk- ur trú um, að tjömin verði forarpytt- ur til eilífðamóns, ef ekki verði af framkvæmdum. Enn aðrir gefa hæ- versklega í skyn að þeir hafí vit á arkitektúr. Þeir reyna að útskýra fyrir okkur, vitleysingunum, fegurð ráðhússins. Hvemig það muni, ægi- fagurt með súlnaröð á einni hlið, rísa upp úr tjöminni og speglast í henni, stórt að innan en lítið að ut- an. Það minni á bámr tjamarinnar og flugvélar himinsins, og lífríkið muni renna upp og aftur niður. íslenskum krónum (miðað við kg), en í svigum er gefíð upp hvert verð- ið var í samanburði við meðalverð afurðanna í verslunum Reykjavíkur (uppgefíð í %). Gengi sem notað var við útreikninga var N. kr. = 5,80 kr., D. kr. = 5,75 kr., Sterlings- pund = 66 kr. og dollari = 38 kr. Kalkúnar Kjúklingar Egg Noregur 232-261 145-174 140 (34-38%) (43-51%) (70%) DanmSrk 200-280 160-185 120-140 (29-41%) (47-54%) (60-70%) Skotland 76-86 78-102 66-99 (11-13%) (21-30%) (33-60%) Bandarfkin 50-96 92 30-10 Igland (7-14%) (27%) (15-20%) 680 340 200 (100%) (100%) (100%) Ath. lægri verðin á fuglakjötinu voru fyrir frysta fugla en hin hærri fyrir nýslátrað. Ekki ætla ég mér að halda því fram að í ofangreindum tölum felist tæmandi verðupplýsingar. Eitt þyk- ir mér þó einsýnt, og það er að ekki sé vitglóra í því að framleiða Auðvitað fínnst mörgum húsið fallegt, en sumum fínnst það ljótt þrátt fyrir greinargóðar útskýringar. Hvemig er það annars, er ráð- húsið á heimsmælikvarða, eins og sumir segja? Stenst það samanburð við Norræna húsið eða Safnahúsið við Hverfísgötu, tvö nærtæk dæmi um byggingarlist að margra dómi. 5. Eigum við ekki að hætta að rífast? Við héldum nýlega upp á 200 ára afmæli borgarinnar með glæsibrag. Okkur langar í ráðhús, ef við höfum ráð á því, en hvers vegna að troða því í tjömina, ef það veldur úlfúð og deilum. Er ekki rétt að staldra við og líta snöggvast á skipulag gamla bæjar- ins? Af reynslu má ráða, að skipulag miðbæjarins sé eitthvað sem gert sé við og við og enginn fari eftir. Þess vegna fara hér á eftir fáeinar hug- leiðingar og tillögur. Um flest geta allir verið sammála. Hvers vegna eru sumar borgir skemmtilegar og sumar leiðinlegar? Hvers vegna er borg höfuðborg? Gefst nokkum tfma betra tækifæri til að taka frá og afmarka land- svæði f Reykjavík fyrir helstu stofnanir og embætti þjóðarinnar? Komandi kynslóðir munu verða okk- ur ævinlega þakklátar ef við gemm það sem fyrst og vel tekst til. Verð- um við ekki líka að gera okkur grein fyrir því, hvar við viljum að ekki verði byggt, og hvar gömul hús fái að standa í friði? Það er t.d. fásinna að saga í sundur húsið á homi Lækj- argötu og Austurstrætis, og reisa nýtt hús upp úr mæninum. Annað- hvort fær það að standa eða ekki. Hver leyfði hveijum hvers vegna að byggja norðan við Lælq'artorg? Hér fer á eftir upptalning á tillög- um til vinsamlegrar athugunar. Skrifstofa forseta íslands verði í stjómarráðshúsinu gamla, þar sem hún hefur verið síðustu árin. Reitur Stjórnarráðs íslands og annarra ríkisstofnana verði á milli Lindar- götu og Skúlagötu, Ingólfsstrætis og Klapparstfgs. Hæstiréttur fái Safnahúsið við Hverfísgötu, þegar söfnin flyija í annað húsnæði, þ.e. þegar við höfum manndóm í okkur til að taka við eigin gjöf frá af- mælinu 1974. Dómstólar Reykjavíkur verði austan við stjóm- arráðsreitinn, eða hvar eiga þeir annars staðar að vera? Alþingisreit- urinn verði á milli Vonarstrætis og Dr. Ragnar Ingimarsson „Eitt þykir mér þó ein- sýnt, og það er að ekki sé vitglóra í því að framleiða kalkúna hér á landi miðað við að uppsett verð þurfi að fá fyrir þá.“ „Eigum við ekki að hætta að rífast? Við héldum nýlega upp á 200 ára afmæli borgar- innar með glæsibrag. Okkur langar í ráðhús, ef við höfum ráð á þvi, en hvers vegna að troða því í tjörnina, ef það veldur úlfúð og deil- um.“ Kirkjustrætis, Templarasunds og Tjamargötu. Aldrei verði framar byggt fyrir sunnan' Vonarstræti, heldur verði þar útivistarsvæði á vænni uppfyllingu. Þarf þá ekki að hugsa meir um vandræðalega fram- lengingu alþingishússins sem nú er í bígerð? Stórhuga Oddfellowar kippa sér örugglega ekki upp við það, þó að manni detti í hug, að hús þeirra verði einhvem tíma eitt af alþingishúsunum. Er þá komið að ráðhúsinu, eða landsvæði fyrir stofnanir borgar- innar. Auðvitað koma ótal staðir til greina. Margir, ef ekki flestir, sem lagt hafa til málanna hafa bent á ákjósanlegan stað austan við gömlu höfnina, þ.e. allt svæðið sem af- markast af Kalkofnsvegi, Tryggva- götu og sjónum. Þar er landrými fyrir stofnanir borgarinnar langt fram í tímann. Er nokkur mót- fallinn þessum stað? Að vísu hefur borgarstjórinn sagt, að lóðin sé ekki laus vegna gatnakerfís og ráðhús þar muni verða á eyðieyju. Það er kalkúna hér á landi miðað við að uppsett verð þurfí að fá fyrir þá. Það liggur beint við að flytja þetta lostæti frá Bretlandi eða Bandaríkjunum, jafnvel þó svo að við þyrftum að fá fuglana forsoðna til að ekki flyttust með þeim sjúk- dómar. Það væri hinsvegar mjög fróðlegt ef einhver gæti birt samanburð á verðgrundvelli umræddrar fram- leiðslu t.d. samanburð milli fslands og Danmerkur. Ég reikna með að í slíkum samanburði kæmi t.d. fram hver launakostnaður (helst með kl.st. flölda) er vegna hverrar fram- leiðslueiningar (kg.), fóðurverð (grunnverð og gjöld), flármagns- kostnaður (þ.e. raunvextir af flármagni) o.s.frv. Eftir að hafa heyrt skítkast for- svarsmanns alifuglaframleiðenda í garð dr. Jónasar Bjamasonar, efna- verkfræðings, og sérstaka árett- ingu um að efnafræðingur eigi sko ekki að skipta sér af verðlagsmálum vil ég eindregið hvetja neytendur til að láta í sér heyra um verðlags- mál, óháð því hvaða starfsheiti þeir bera. Höfundur er byggingarverkfræð- ingur og prófessor við verkfræði- deild Háskóla íslands. kannski ekki svo galin hugmynd. Goðum lík borgarstjóm í ráðríkis- húsi á eyðieyju og bflamir þjóta „hring í kringum allt, sem er. Og utan þessa hrings er veröld" okkar hinna, en sleppum öllu gamni. Þetta átti að vera alvöruþrungin grein. Minnug orða borgarstjórans í áður- nefndu viðtali Morgunblaðsins leyf- ist okkur náðarsamlegast að spyija: Er ekki hjarta borgarinnar líka niðri við höfn? Er ekki Ingólfur líka á næstu grösum við Amarhól? Það hlýtur að vera heillandi verkefni fyr- ir verkfræðinga borgarinnar og arkitektana ungu, sem unnu til verð- launa, að ráða þrautimar sem þama eru framundan, og kóróna allt sam- an með glæsilegu ráðhúsi. Fisk- markaðurínn hlýtur að flytjast, fyrr eða síðar, út á Granda eða út í Or- firisey, til síns heima. Faxaskáli er eitt af stærstu og sterkustu húsum landsmanna. Hann hlýtur að öðlast nýtt og verðugt hlutskipti, ef vel er á teiknipennunum haldið. Ef um- ferðaröngþveiti er þymir í augum, skulum við gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Ráðhúsið tengist Amarhól með ráðhústorgi. Torgið er steypt á stólpum í sömu hæð og kolaportið nýja. Umferðin streymir fram og aftur og út á hlið undir torginu. Sætúnið nýja, eða hvað hún nú heitir nýja gatan, tengist þar götum gamla bæjarins og fer síðan sína leið eftir hafnarbakkanum vest- ur í bæ. Nýja gatan getur líka smeygt sér á milli ráðhúss og Faxa- skála, eða fylgt bakkanum utan við skálann. Bflageymslur verða grafnar inn í hólinn og verða nánast alls staðar neðanjarðar og sums staðar á götuhæð. Ifyrirhuguð súlnaröð yfír hólinn gæti jafnvel sameinast súlum ráðhússins. Útiskemmtanir og hátí- ðarhöld verða framvegis á torginu og á hólnum óháðar umferðinni, en mál er að linni hugmyndarausinu. Er nokkuð sem mælir á móti þessum stað? Verður ekki gamla höfnin smám saman eitt af skemmti- legustu svæðum borgarinar með farþegaskipum, feiju og smábátum? Verður ekki ráðhúsið enn þá glæsilegra við höfnina heldur en við tjömina, þar sem það stingur í stúf í tjamarkrikanum, og sker sig úr umhverfinu? 6. Það em ekki pólitískir andstæð- ingar, sem hafa raskað ró okkar, þvert á móti. Meira að segja rólynd- iskarl, eins og undirritaður, ryðst fram á ritvöllinn og stingur niður penna. Leyfíst manni að nota orðbragð hins háæmverðuga borgarstjóra. „Verður það ekki dapurlegur endir á strögglinu," fylgishmn Sjálfstæð- isfíokksins í Reykjavík þegar síst skyldi? Hver leyfir sér að taka áhætt- una? Það er ekki of seint að bæta ráð- húsráð sitt. Það er ekki skömm að fara að óskum okkar hinna. Auk þess legg ég til að Áburðar- verksmiðjan verði flutt strax. Höfundur er verslunarmaður I Reykjavik. Kjúklingar, egg og kalkúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.