Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 <k. Útgefandi - Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Brauð, fiskur og1 kjúklingar Verðmjmdun vöru og þjón- ustu hefur mikil áhrif á kjarastöðu fólks. Sá laga- rammi, sem framleiðslu og verzlun er búinn, og vinnulag verzlunarinnar í samfélaginu, hefur ríkuleg áhrif á alla þætti almennra viðskipta: vöruúrval, vörugæði og vöruverð. Hvar- vetna í veröldinni er niðurstað- an ein og söm. Viðhorf og sjónarmið neytenda mega sín meir þar sem verzlunin er fijáls — þar sem samkeppni söluaðila eru ekki settar óeðlilegar höml- ur. Óðavarðbólgan, sem hér réð ríkjum til skamms tíma, skekkti almennt verðskyn landsmanna. Reynsla grann- þjóða sýnir á hinn bóginn að stöðugleiki í verðlagi og efna- hagslífí styrkir verðskyn neytandans. Hjöðnun verð- bólgu hér (1984-87) — með og ásamt verðsamanburði Verð- lagsstofnunar — hefur eflt almennt verðskjm, sem reynzt hefur bezta verðlagseftirlitið með öðrum þjóðum. Sú al- menna umræða, sem nýleg hækkun á físki og brauðum hlaut, ber þessu vitni. Sama má segja um viðleitni til að koma „framleiðslustýringu“ á egg °S kjúklinga. Neytenda- samtökin hafa harðlega mótmælt þeim gjömingi, sem þau telja að leiði til verð- hækkana. Fækkun undanþága í sölu- skatti, samkvæmt nýjum lögum, hafði þríþættan til- gang: 1) að auka tekjur (ríkisútvarp, sími, rafmagn, áfengi og tóþak o.fl.) ríkis- sjóðs, sem rekinn var með halla, 2) að koma við betra skatteftirliti og ná fram betri skattskilum, 3) að búa í haginn fyrir virðisaukaskatt, sem væntanlega verður tekinn upp á næsta ári. Þessi breyting leiddi til hækkunar á nokkrum tegundum matvöru. Til að vega 'á móti þeim hækkunum vóru tollar lækkaðir og bætur al- mannatrygginga til bamafólks og bótaþega hækkaðar. Ahrif- in á framfærsluvísitölu vóru því sem næst engin. Þau lækka hinsvegar byggingarvísitölu og lánskjaravísitölu lítið eitt. Sem fyrr segir hækkuðu söluaðilar verð físks og brauða, í kjölfar skattkerfísbrejdingar- innar, meira en stjómvöld töldu efni standa til. Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra, beindi þeim tilmælum til fisksala síðastliðinn mánudag, að þeir hefðu frumkvæði um að lækka útsöluverð á ýsu, sem umdeilt var. Verðlagsstofnun gerði og athugasemdir við verðhækkan- ir bakara. Þessi.tvö deildumál hafa nú fengið lyktir. Smásölu- verð ýsu verður lækkað um 8%. Hækkun á verði brauða, um- fram það sem breyttur sölu- skattur stendur til, verður dregin til baka. Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, hefur látið í ljós þá skoðun, varðandi framleiðslu- stýringu á eggjum og kjúkling- um, að óheppilegt sé að taka fleiri framleiðslugreinar undir búvörulög en þar eru fyrir. Rangt sé að hverfa frá frjálsum verðákvörðunum einstakra framleiðenda á þessum vörum, enda líklegt að það „leiði til óeðlilegrar hækkunar á verði á þessum vamingi, líkt og tals- menn Neytendasamtakanna hafa sagt. Eg deili áhyggjum með þeim“, sagði ráðherrann. Fagna ber því að umræða um verðmyndun og verðþróun vöru og þjónustu fer vaxandi. Nauðsynlegt er að almenning- ur geri sér glögga grein fyrir því, hvaða leikreglur gilda í þessu efni og hvað orsakar verðþróun. Hvarvetna í veröld- inni er rejmslan sú að sam- keppnishömlur leiða til verðhækkana. Opinber skattheimta er mik- ilvirk í verðþróun. Hér á landi eru þijár af hveijum fjórum krónum af tekjum ríkisins óbeinir skattar, það er felast í verði vöm og þjónustu. Ríkið er og söluaðili margskonar vöru og þjónustu. Opinber þjónusta hækkaði að minnsta kosti til jafns við vísitölu fram- færslukostnaðar 1987. Stund- um verulega meira. Þannig hækkuðu afnotagjöld RÚV um rúmlega 100% frá í desember 1986 til og með janúar 1988. Barátta Neytendasamtak- anna gegn „framleiðslustýr- ingu“ á eggjum og kjúklingum er til marks um það, að hér sem annars staðar þjónar eðli- leg sölusamkeppni betur hagsmunum almennings en höft og miðstýring. SKÁKEINVÍGIN í KANADA Nigel Short og Guylia Sax að tafli. Fj örug jafnteflis- skák frá St. John Vitaskuld hafa augu íslenskra skákáhugamanna einblínt á einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsjnojs í St. John í Kanada. Glæsileg framganga Jóhanns í ein- víginu hefur vakið óskipta athygli og aðdáun þeirra sem fylgjast m eð skákfréttum reglulega. Kortsjnoj er líka víðreyndur einvígisjaxl og fyrirfram talinn líklegur til að blanda sér í baráttuna um áskor- endaréttinn. En það eru fleiri skemmtileg ein- vígi í gangi nú á sama stað. Portisch frá Ungveijalandi leiðir með vinn- ingsforskot gegn Armenanum óstýriláta, Vaganjan. Sokolov frá Sovétríkjunum hefur óvænt átt í nokkrum erfiðleikum gegn heima- manninum Spraggett, hefur unnið eina skák og jafnteflin eru þijú. Speelman frá Englandi hefur unnið tvær skákir gegn Seirawan, og bendir fátt til þess að Seirawan verði að draumi sínum að verða heimsmeistari í þetta sinn a.m.k. Eistlendingurinn Ehlvest hefur valdið vonbrigðum í einvígi sínu gegn Jusupov og situr með einn vinning gegn þremur hjá Jusupov. Skákir Timmans og Salovs hafa allar endað með jafntefli, ef undan- skilin er hin fjórða, sem fór í bið. Timman er næstur í röðinni á skák- stigalista Elo eftir Kasparov og Karpov, en virðist taugaóstyrkur og hefur klúðrað vænlegum stöðum í einvíginu nú. Short frá Englandi er vel kunnur hér á Iandi eftir glæsi- legan sigur í IBM-skákmótinu í fyrra. Honum er spáð framgangi í áskorendaeinvígjunum og mætir lítilli mótstöðu hjá andstæðingi sínum, Sax frá Ungveijalandi. Short mætir nýgiftur til leiks og þykir hafa teflt skynsamlega, gegn örvæntingarfullum árásum Sax. Short bar sigurorð í tveimur fyrstu einvígisskákunum, og jafntefli hef- ur orðið niðurstaðan í næstu tveimur, eftir harða baráttu eins og þriðja einvígisskákin, sem hér fylgir, ber með sér. Hvítt: Niegl Short Svart: Gylia Sax Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - e5, 6. Rdb5 - d6, 7. Bg5 - a6, 8. Ra3 - b5, 9. Bxf6 - gxf6, 10. Rd5 - f5, 11. Bd3 - Be6, 12. Dh5 - f4 Lasker-afbrigði í Sikileyjarvörn er hér beitt. Það átti mikilli lýð- hylli að fagna fyrir fáeinum árum, og hafa ungverskir stórmeistarar haldið tryggð við það. 12. — Bg7, 13. 0-0 — f4 er hið algenga fram- hald en Sax hefur endurbætur í huga. 13. c3 - Hg8, 14. g3 - Bg4, 15. Dxh7 Hvítur hefur nú unnið peð. Svart- ur hefur hinsvegar gagnfæri sökum klaufalegrar staðsetningar liðs- manna hvíts. 15. - Hg6, 16. Dh4 - Dxh4, 17. gxh4 - Bf3, 18. Hfl - Hc8, 19. Rc2 - f5! Upphafíð að bráðskemmtilegri taflmennsku. Svörtu peðin á mið- borðinu verða nú stórhættuleg. 19. — Bg2, 20. a4! var síðra. 20. exf5 — Hh6, 21. Rcb4 — Rxb4, 22. Rxb4 - d5, 23. a3 - d4! Liðstjómandi svarta liðsins verð- ur svo sannarlega ekki sakaður um efnishyggju! 24. cxd4 - e4, 25. Be2 - Bxe2, 26. Kxe2 - f3+, 27. Kdl 27. Ke3? — Hxh4 var hættulegt sökum máthótunarinnar 28. — Bh6++. 27. - Hxh4, 28. Hcl - Hxcl, 29. Kxcl — Bg7 , 30. Rxa6 Vitanlega reynir hvítur að kom- ast í uppskipti á mönnum, því meiri not verða þá af umframpeðunum. 30. - Bxd4, 31. Rc7+ - Kf7, 32. Rxb5 — Be5, 33. a4 — Hxh2, 34. Rc3 - Kf6!, 35. Rxe4+ - Kxf5 Það er óvenjulegt að sjá liði sífellt fómað í endatafli. Venjulega reyna menn þá að halda í lið sitt og vinna á því sem umfram er. í þessari stöðu tryggir á hinn bóginn virkni svörtu mannanna honum mótspil fyrir hið tapaða lið. 36. Rc5 - Hh4, 37. b3 - Bd4, 38. Rd3 - He4, 39. Hdl - He2, 40. Hd2 - Bc3, 41. Hc2 - Ke4! Kórónan á bráðskemmtilegri taflmennsku. Svartur skilur biskup- inn eftir valdlausan en innheimtir hann í næsta leik með 42. — Kd4 og ekki gengur þá 43. Hc2 — Kd3, 24. Hxe2?? — fxe2 og peðið verður að drottningu. Hvítur leikur á hinn bóginn 43. Hc8 og eftir 43. — Kxd3, 44. Kdl blasir jafnteflið við. 42. Hxc3, jafntefli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.