Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 37 Verk eftir Jussi Kivi, einn þeirra erlendu listamanna sem sýna i Nýlistasafninu. Fjórir erlendir listamenn sýna í Nýlistasafninu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg verður í dag, laugardaginn 30. janúar, opnuð sýning á verkum fjögurra erlendra listamanna. Listamennirnir fjórir eru Alan Johnston, Franz Graf, Jussi Kivi og Wolfgang Stengl. Alan Johnston er fæddur árið 1945 og býr nú í Edinborg. Hann hefur haldið reglulega sýningar í Köln, Tókýó ogNew York, en síðast var hann með sýningu á Orkneyj- um. Franz Graf er fæddur árið 1954 og býr í Vfn. Graf hefur sýnt víða erlendis. Hann átti verk á síðustu listahátíðarsýningu Nýlistasafns- ins. Wolfgang Stengl er fæddur árið 1957 og býr einnig í Vín. Jussy Kivi er fæddur árið 1959 og býr f Helsinki. Hann hefur sýnt víða meðal annars á finnskri sam- sýningu á Kjarvalsstöðum 1986, auk þess hefur hann sýnt á Sao Paulo Biennialnum. Sýningin í Nýlistasafninu er raunar §órar einkasýningar. Franz Graf og Wolfgang Stengl hafa unn- ið sínar sýningar sérstaklega fyrir myndlistasafnið Ganginn á Reka- granda 8. Sýningunni í Nýlistasafninu lýk- ur 14. febrúar. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um sýningu á sjálfsmyndum islenskra málara, slæddist mein- leg villa inn. Stendur þar að Jón Stefánsson sé eini listamaðurinn sem hafi mál- að sjálfsmynd af sér sem málara. Það er ekki rétt og er fullyrðing blaðamanns á misskilningi byggð. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum. íslenskjóla- skemmtun í Lúxemborg Lúxemborg. Frá Elínu Hansdóttur fréttaritara Morgunbiaðsins. FASTUR liður í félagslífi okkar íslendinga í Lúxemborg er jóla- skemmtunin annan dag jóla. Þar mæta foreldrar, afar og ömmur með bömunum til þess að ganga í kringum jólatréð og syngja islenska jólasöngva. Þaraa gefst okkur kostur á að hittast og óska hvert öðru gleðilegrar hátíðar. Síðan er drukkið súkkulaði og borðaðar gómsætar kökur með. Hápunkturinn á skemmtuninni er þegar jólasveinarnir hoppa í sal- inn með glensi og ærslum eins og þeim bræðrum er tamt, þeir eru auðvitað íslenskir, alvöru jólasvein- ar, sem koma langt að með poka fulla af góðgæti handa goðum böm- um. Mikill munur er á þeim og lúxemborgíska „Kleeschen" en hann er mjög alvarlegur að yfir- bragði, með öllu ólíkur sonum Grýlu og Leppalúða, hann klæðist skikkju og er með kórónu á höfðinu. „Kle- eschen" hefur aftur á móti með sér karl nokkum, er nefnist „Houseic- ker“, sá er ekki frýnilegur, kolsvart- ur og ljótur með prik mikið í hendi, sem nota skal til þess að jafna um þá er það eiga skilið. Engar sögur fara af vondum bömum hér, enda trúlega ekki til í Lúxemborg frekar en á Islandi. Að gamni mínu lagði ég spumingar fyrir fólk um hvað það hefði borðað yfir hátíðina og höfðu allir borðað hangikjöt á jóladag en á aðfanga- dag höfðu flestir ijúpur eða kalkún í matinn. Fólkið reynir að halda við íslenskum siðum í sambandi við jólin og vonandi verður svo í fram- tíðinni. Morgunblaðið/Elín Hansdóttir Börnin hvíldu sig frá dansinum og teiknuðu myndir. Það var dansað af innlifun í kringum jólatréð. Aiiar pottaplörrtur á útsölu T.d. Drekatré á haWðr. 385,- Stærð65sm.verðaður^7J, 220,- q+aerð 35 sm.verð aður _ 3 Drekatré plöntuð saman \ pott Sértilboð Fíkus í hvítri pottahlit Keramik 495,- pottahlífar Ótrúlega mikið úrval. 20-50% afsláttur. ny-i 'j npfa nim.vp vi& Sigtún. Sími 68 90 70. Kiinglunni. Sími 68 97 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.