Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 30. JÁNÚÁR 1988 Umsjón: KRISTÍN GESTSDOTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Ávaxta- og hnetu- bökur Fyrir nokkrum árum kom ég til Árósa í Danmörku og skoð- aði þar „smáþorp“ sem nefnt er „Den gamle by“. Þar eru varðveitt- ar minjar gamals bæjar, og er allt með þeim ummerlgum sem áður var. Þetta er ekki ólíkt okkar Árbæjar- safini. „Den gamle by“ gefur út árbók og í „Den gamle bys árbog“ frá 1944 er grein um lokpönnu, en í þessu safni eru tvær lokpönnur, og þær vöktu athygli mína. Lokpönnur þessar eru húðaðar með tini að innan. Stærri pannan er flöt með tveimur skáupp- stæðum handfongum. Hún stendur á þremur fótum til þess að hægt sér að leggja glóð undir. Umfangsmikið lok er á pönnunni. Þvermái þess er 45 sm, lóðrétti kanturinn 20 sm en lokið er 5,8 sm neðar inni í pönnunni. í miðjunni er handfang, og stendur reykháfur upp í gegnum það. Á reyk- háfnum á. að vera spjald, sem nú er glatað. Á lokið, sem er niðri í pönnunni, var sett glóð tilþess að það sem í pönn- unni væri, fengi yfírhita. í grein í árbókinni frá 1944 segir: „Aðallega voru bakaðar tertur í pönnunni, enda dregur hún nafti sitt af því (tærtepande). Melónulagaðar eplakökur, stórar sykurkökur og formkökur bökuðu menn líka í henni. En það sem er þó áhugaverðast fyrir nútímafólk eru hin fjölmörgu Pasteter, Poupeton og Postyer og margir aðr- ir margbrotnir réttir, sem eiga iokpönnunni að þakka að þeir þekkjast enn í dag. Þetta eru réttir, sem að mestu leyti eru horfnir af borðum okkar. Við viljum einfaldari matar- gerð og hefur þróunin orðið sú, að nú þekkist ekki lengur gamalt eldhúsáhald, sem er glóðum þakin lokpanna." Mér vitanlega er ekki mikið af slíkum lokpönnum til á íslandi, en þó held ég að ein sé til á safni í Þingeyjarsýslu. Þessi lokpanna var þó nokkuð algeng hér á landi á síðari hluta 19. aldar, og er furðulegt að ekkert skuli vera til af þeim núna. Já, Danir bökuðu Pasteter, Poupeton og Postyer í Iok- pönnunn;. og veit ég alls ekki hvað það altt er. Þó veit ég að Postyer er það sem við í dag köllum brauðkollu eða boku, sem er þjáli,a orð. Isiendingar hafa okki gert mikið af þv: að baka bökur, og þá helst epia- eða rabarbarabökur, enda ekki um margt að velja tii að setja í bökumar. En nú er öldin önnur. Búðar- hillur svigna undan alls konar ávöxtum og hnetum, svo að við getum bakað gómsætn" fjölbreyttar bökur að vild. Pecanhnetubaka Botninn: 250 g hveiti 180 g smjör eða smjörlíki örlítið salt 5 msk. kalt vatn 1. Setjið hveiti og salt í skál. Skerið smjörið smátt og myljið saman við. 2. Setjið vatnið út í og hnoðið deig. 3. Setjið deigið á botninn og upp með börmunum á bökumóti, 25 sm í þvermál. 4. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í •180°C. Setjið botninn í miðjan ofninn og bakið f 10—15 mínútur. 5. Minnkið hitann í 180°C, blástursofn í 160°C. Fyllingin: 4 egg 450 g hunang 40 g hveiti 60 g smjör V2 msk. vanillusykur örlítið salt 100 g marsipan 250 pecanhnetukjamar 1. Þeytið eggin, setjið hungang smám saman út í. 2. Hrærið smjörið út í, síðan vanillusykur, salt og hveiti. 3. Myljið marsipanið út í. Þeytið vel saman. 4. Setjið heila hnetukjarna út í. 5. Hellið þessu yfir bökubotninn, setjið í bakarofn- inn og bakið í 35—40 mínútur. 6. Berið fram heitt eða kalt. Valhnetubaka Botninn: 175 g hveiti 75 g smjör 40 g jurtasmjörlíki 1 tsk. flórsykur 1 2 msk. vatn eða mjólk 1. Setjið hveiti í skál. Skerið smjörið og smjörlíkið í sneiðar og setjið út í. Blandið saman þar til þetta er orðið jafnt en komótt deig. 2. Hrærið eggið með flórsykri, setjið vatn eða mjólk út í. Hellið út f deigið og hnoðið saman. 3. Setjið í skál, leggið plast yfir og geymið í kæliskáp í hálftíma. 4. Þrýstið deiginu í botninn og upp með börmun- um á bökumóti. 5. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Pikkið botninn með gaffli eða pijóni. 6. Sefjið botninn í miðjan bakarofiiinn og bakið í 10 mínútur. 7. Minnkið hitann í 190°C, en takið botninn úr ofninum og setjið fyllinguna á hann. Fyllingin: 25 g smjör 175 g púðursykur, ljós eða dökkur 3 egg 175 g maple-sýróp (fæst víða) V2 msk. vanillusykur örlítið salt 150 g valhnetukjarnar 1. Hrærið smjörið með púðursykrinum, setjið síðan 1 egg í senn út í. Hrberið vel. 2. Setjið sýróp, vanillusykur og salt út í. 3. Raðið valhnetukjömum ofan á botninn, þannig að flata hliðin snúi niður. 4. Hellið fyllingunni yfir hnetumar. Gerið það varlega svo að hnetumar riðlist ekki. 5. Setjið í bakarofninn og bakið \ 35—40 mínút- ur. Þetta lyftir sér vel í ofninum, en hjaðnar þegar það kólnar. Meðlæti: ís. Sítrónubaka með marengs Botninn: 150 g smjör eða smjörlfki 3 dl hveiti 3 msk. kalt vatn 1. Blandið saman hveiti og smjöri, þar til það verður komótt deig. Setjið vatn út í og hnoðið þar til þetta verður samfellt. 2. Setjið deigið í skál, leggið plast yfir og geymið í kæliskáp í 30 mínútur. 3. Þrýstið deiginu á botninn 0g upp með börmun- um á bökumóti, 22 sm í þvermál. 4. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Pikkið botninn með pijóni eða gaffli og bakið í miðjum ofninum í 10 mínútur. Fyllingin: 2 dl vatn 2 msk. maizenamjöl 1 dl sykur 3 eggjarauður rifínn börkur af 1 sítrónu safí úr 2 sítrónum 1. Blandið saman vatni, maizenamjöli, sykri og eggjarauðum, setjið í pott og hitið þar til þetta þykknar. Það á ekki að sjóða. 2. Rífíð sítrónubörkinn, setjið út í ásamt sítrónus- afanum. 3. Setjið þetta á bakaðan botninn. Yfir bökuna: 3 eggjahvítur 1 dl sykur 1. Stífþeytið hvítumar, setjð sykurinn varlega út í og hrærið saman. Setjið ofan á bökuna. 2. Minnkið hitann á ofninum í 150°C, blástursofn í 130°C, setjið bökuna í ofninn og bakið í 15—20 mínútur. Meðlæti: Þeyttur ijómi eða ís. Baka með mýrarberjum (Cranberries) Botninn: 150 g smjör eða smjörlíki V2 dl sykur 3V2 dl hveiti 1. Setjið hveiti og sykur í skál. Skerið smjörið smátt og hnoðið saman við. 2. Setjið deigið á botninn og upp með börmunum á bökumóti, 22 sm í þvermál. 3. Hitið bakarofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í 10 mínútur. 4. Minnkið hitann á ofninum í 180°C, blástursofn í 160°C. Fyllingin: V2 pk. mýrarber, 170 g U/2 dl sykur 2 epli 1 msk. kartöflumjöl V2 dl vatn 1. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann, skerið í sneiðar. Setjið eplasneiðamar í pott. , 2. Setjið mýrarber og vatn með eplasneiðunum í pottinn. Sjóðið við hægan hita í 10—15 mínútur. 3. Blandið saman sykri og kartöflumjöli. Hrærið út í pottinn um leið ogþið takið hann af hellunni. 4. Hellið epla/mýrarbeijamaukinu yfir bökubotn- inn. Setjið hann í miðjan bakarofninn og bakið í 10—15 mínútur. Mtkftætfc ís eða þeyttur rjómi. anáðL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.