Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 45 Thomas Palm Andreas Schmidt ^ Schubertíaða í Islensku óperunni — Andreas Schmidt með þrenna tónleika hér í febrúar Schubertunnendur og reyndar allir unnendur góðs söngs eiga hátíð í vændum. Þegar tekur að halla á febrúar verða þekktustu ljóðaflokkar þessa tónöð- lings fluttir hér á þrennum tónleik- um. Mánudaginn 22. febrúar verður það Myllustúlkan fagra, þriðjudag- inn 23. febrúar Vetrarferðin og fímmtudaginn 25. febrúar Svana- söngur og ljóðaúrval. Tónleikamir heflast allir kl. 20.30 og eru haldn- ir í íslensku óperunni í samvinnu við Styrktarfélag ópemnnar. Það félag hefur starfað ötuliega í vetur, verið með sýningar á óperukvik- myndum og -myndböndum, auk tónleika. Sá sem syngur er þýski barítón- söngvarinn Andreas Schmidt og píanóleikarinn er Thomas Palm. Schmidt er orðinn vel kynntur hér, hefur oft sungið hér, síðast fyrir ári síðan. Var þá með ljóðatónleika og aðra til, þar sem hann flutti ópemaríur við rífandi góðar við- tökur í bæði skiptin. Palm kennir við Tónlistarháskól- ann í Dusseldorf, fæst auk þess við kammertónlist og ljóðaundirleik, hefur unnið til alþjóðlegra verð- launa og komið fram víða í Evrópu og í Austurlöndum fjær. Leiðir þeirra Palms og Schmidts lágu sam- an á námskeiði hjá Dietrich Fisch- er-Dieskau, þar sem Palm var valinn til að vera undirleikari. Þeir hafa haldið saman síðan og það var Palm, sem lék- undir á tónleikum Schmidts hér í fyrra. Schmidt er á samningi við Berlíngarópemna. í vetur var fmm- flutt þar ný þýsk ópera, eftir eitt vinsælasta ópemtónskáldið þýska, Wolfgang Rihm. Ópemstjórinn, Götz Friedrich pantaði þá ópem í tilefni af 750 ára afmæli borgarinn- ar og sömuleiðis að hún skyldi vera eftir Ödipusarsögunni. Óperan var frumsýnd í haust, vakti að vonum mikla athygli og sitt sýndist hveij- um, en söngvarinn í titilhlutverkinu, Andreas Schmidt, hlaut einróma lof og prís. Þótti eiga ekki minnstan hlut í hversu til tókst. Af öðmm hlutverkum söngvar- ans í Berlínarópemnni í vetur má nefna Ottokar fursta í Töfraskyttu Webers, Valentínó í Faust eftir Gounod og Rogdrígó markgreifa í Don Carlosi Verdis. Þess utan kem- ur Schmidt víða fram á tónleikum, söng í Des Knaben Wunderhom Mahlers ásamt Luciu Popp í Amst- erdam í haust undir stjóm Bem- steins, svo eitthvað sé tínt til. Þeir t ónleikar koma út á plötu. 1986 söng hann í Requiem eftir Fauré á plötu ásamt sópransöngkonunni Kathleen Battle undir stjórn Carlo Maria Giulini. Sama ár söng hann í Faust eftir Gounod undir stjórn Colin Davis á plötu frá Philips. Schmidt er að ljúka upptökum á ljóðabálki Brahms, Die schöne Mag- elone. Jörg Demus spilar þar á píanó. Sú plata kemur út hjá Deutsche Grammophon, einsog Fauré platan. Schmidt hefur sungið sem gestur í ópemhúsum víða, sungið undir stjóm hljómsveitar- stjóra eins og Colin Davis, James Levine og Giuseppi Sinopoli, auk áðumefndra manna. Stutt söngnám — langt tónlistarnám í viðtali við Schmidt í Morgun- blaðinu í síðustu söngferð hans hingað var sagt undan og ofan af náms- og söngferli hans. Formlegt söngnám hans var stutt, en hins vegar er hann þrautþjálfaður í tón- list, alinn upp í henni, svo í henni stendur hann tveimur fótum föst- um. Áður er drepið á ópemferil hans, en það er ekki síður sem ljóða- söngvari, sem Schmidt hefur þótt standa sig glæsilega. í áðurnefndu viðtali var haft eftir honum að hann kæmi fram á góðum tíma, markaðs- lögmálin hafí nefnilega líka nokkuð að segja. Ýmsir þekktir söngvarar komnir að lokum söngævi sinnar og sviðið því autt fyrir nýja menn. I stað þess að taka upp á arma sína söngvara, sem hingað til hafa stað- ið í skugga þeirra eldri, en sem sjálfír séu komnir langleiðis með söngævi sína, sé vænlegra fyrir til dæmis plötufýrirtæki að koma ung- um mönnum á framfæri og hafa not af þeim alla söngævi þeirra, næstu þijátíu ár eða svo. I viðtalinu segir Schmidt enn- fremur að hann þurfí á báðum greinunum að halda, bæði óperu- og ljóðasöng, af tæknilegum ástæð- um en líka af öðrum. „Ljóð höfða til tilfinninga. Ljóðatexti kallar á mismunandi tónlist, sem útheimtir aftur mismunandi túlkun . . . Ljóð er kammertónlist, óperur hljóm- sveitarverk ... Ég sækist einnig eftir þeirri vitsmunalegu ögrun og öfgum, sem er að fínna í ljóðasöng ... Ungir söngvarar þurfa að hafa ást á ljóðasöng til að leggja sig eftir honum. Flestir áheyrendur vilja óperur og því syngja þeir þær frekar. Það er líka erfítt að fínna umboðsmenn, sem nenna að huga að ljóðasöng. En með því að skapa mér nafn í óperum hef ég góða möguleika til að halda úti ljóða- kvöldum." Og það virðist ganga bærilega hjá Schmidt að stunda hvort tveggja, óperu- og ljóðasöng. í litl- um bæ í Austurríki, Hohenems, rétt undir landamærum Sviss, er árlega haldin Schuberthátíð og þar virðist Schmidt ætla að verða fasta- gestur. Söng þar í fyrra úrval Schubertlaga og á öðrum tónleikum ásamt þremur öðrum söngvurum kvartetta eftir Schubert og Schu- man og í sumar Die Schöne Magelone eftir Brahms. Þeir, sem leggja leið sína um London geta hlustað á Schmidt syngja Jesús í Matteusarpassíunni undir stjóm Gardiners, ásamt hljómsveit, sem spilar á Bachtímans. í þessari ferð flytur söngvarinn einnig Vetrar- ferðina. En bráðum er röðin sumsé komin að Schubert og okkur, þijú ljóða- kvöld í vændum. Sannkölluð Schubertíaða, eins og félagar Schu- berts kölluðu kvöldin þegar þeir komu saman og fluttu lögin hans ... Schubertíaða í íslensku óper- unni! Manuela vekur hrifningu Inn á blaðið hafa borist um- sagnir úr erlendum blöðum um Manuelu Wiesler flautuleikara. Varla þarf að minna nokkum tón- listaráhugamann á að hún bjó hér og starfaði í mörg ár. Nú býr hún í Málmey í Svíþjóð, en er annars á stöðugum tónleikaferðum. Manuela hefur spilað töluvert í Danmörku. í blöðum þar hefur mátt lesa umsagnir einsog að þama sé á ferðinni einn af heims- ins bestu flautuleikurum og að jafnt gömul og ný verk liggi opin fyrir henni. Músíkalítet hennar bregðist aldrei. I Svíþjóð hefur Manuela heldur ekki látið sitt eftir liggja, komið þar fram á tónleikum og spilað inn á plötur, meðal annars einleiks- plötu. Platan ber heitið Lux eftir fyrsta verkinu á henni eftir Yngve Sletholm. Önnur verk þama eru eftir Ame Mellnás, Anders Elias- son, Hans-Ola Eriksson og Magnús Blöndal Jóhannsson. Verkin em öll skrifuð fyrir Manuelu. Um leik hennar þama segir að hún hafi á valdi sínu makalausa tækni, sem sé á mörkum hins ómögulega, hvísl, hróp og margröddun. Ekki síst eigi tæknimennimir heiður skilinn fyrir að ná með stórkostleg- um, blæbrigðaríkum og kjarnmikl- um hljómi hennar, þar sem sérhver yfírtónn skili sér. Platan rati beint inn á blöð sögunnar. í annarri umsögn segir að Manuela sé undraverður tónlistar- maður, tækni hennar sé hreinasta list, vald hennar á hljóðfærinu slíkt að hún geti laðað fram úr hljóð- færi sínu eitthvað sem sé langt Manuela Wiesler handan þess, sem halda mætti að væri hægt. En þetta er bara það hálfa ... Auk þessa hafí Manuela einstaka hæfíleika til að ná tökum á áheyrendum sínum, því þeir kom- ist ekki hjá að verða snortnir af því hvað henni sé það mikilvægt að spila. Og það er ekki látið hjá líða að nefna hvað hún auðgi tón- listarlífið f Svíþjóð, ekki síst á Skáni, þar sem hún býr. Manuela spilar hér alltaf öðru hveiju, síðast á sumartónleikunum í Skálholti í sumar, en mikið væri gaman að heyra bráðum í henni með sinfóníuhljómsveitinni okkar eða þá í einhveijum öðrum góðum hópi... íít, . - -. ..r ' i. . ' . Í . ■ Amnesty International: Fangar mánaðarins - janúar 1988 Mannréttindasamtökin Am- nesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í janúar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig i verki andstöðu sína gegn því að slfk mannréttinda- brot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póst- kort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Paraguay: Hermes Rafael Saguir er lögfræðingur og forystu- maður í fijálslyndum, róttækum stjómmálaflokki. Hann var hand- tekinn 31. ágúst 1987 eftir að hafa tekið þátt í fundarhöldum þar sem farið var fram á stjómarskrárbreyt- ingar. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa hvatt til ofbeldis og brotið lög. Hermes Rafael Saguier hefur hlotið harða meðferð frá handtöku sinni, m.a. var hann bar- inn af lögreglunni og síðan fluttur í Guardia de Seguridad-fangelsið þar sem honum var haldið í nokk- urs konar skáp. Nú er hann í fangelsi í Asunción þar sem hann er í einangrun. Handtaka Saguiers er dæmi um þá meðferð sem stjóm- arandstæðingar og verkalýðsfélag- ar verða fyrir og em handtökur í kjölfar mótmæla algengar. Saguier Var pólitískur flóttamaður í mörg ár en snéri til baka í júní 1986. Indónesía: Ali Masrum al- Mudhoffar er 26 ára gamall forystumaður ungra Múhameðstrú- armanna og útvarpsþulur. Hann afplánar 12 ára fangelsisdóm frá því í september 1985. Samkvæmt uppíýsingum saksóknara hafði Ali Masmm tekið þátt í námskeiðum árin 1983 og 84 þar sem m.a. var hvatt til að stofnað yrði nýtt islam- iskt ríki. Enginn af fyrirlesumnum á námskeiðunum hafa verið hand- teknir. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa átt og dreift bækling- um og segulbandsspólum með gagnrýni á stjómvöld. Ali Masmm hefur ekki verið ákærður fyrir að hafa beitt eða hvatt til ofbeldis. Búlgaría: Ibraim Ismailov Arifov er 48 ára gamall læknir. Hann var handtekinn ásamt þremur öðmm í júní 1986 eftir að hafa gefið út bækling þar sem Tyrkir í Búlgaríu vom hvattir til að taka ekki þátt í komandi kosningum og mótmæla þannig stefnu stjómar- innar í að þvinga aðlögun minni- hlutahóps tyrkneskættaðra Búlgara. Þeir vom dæmdic í 8—10 ára fangavistar. Síðan 1984 hafa búlgörsk stjómvöld stöðugt afneit- að tilvist tyrkneskættaðra Búlgara, sem þó em 10% af íbúum landsins, og hafa staðið fyrir ýmsum þving- unaraðgerðum sem eiga að stuðla að samlögun þeirra. Þeir em m.a. látnir taka upp búlgörsk nöfn í stað sinna tyrknesku og þeim er bannað að tala tyrknesku. Tyrkneskættaðir Búlgarar hafa verið handteknir og jafnvel drepnir vegna mótmælaað- gerða. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, em vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15. Þar fást nánarí upplýsingar sem og heimilis- föng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfa- skriftir ef óskað er. Cy) PIONEER SJÓNVÖRP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.