Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Minning: Björn Konráðs- son fv. bústjóri Fæddur 6. desember 1894 Dáinn 21. janúar 1988 Við andlát og útför þess mæta manns, Bjöms Konráðssonar, finn ég hjá mér þörf til að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var kominn af léttasta skeiði þegar fundum okkar bar fyrst saman, orðinn 65 ára gamall. En hann var við góða heilsu, var þá bústjóri á Vífílsstöðum, og hafði verið lengi, og átti sæti í hreppsnefnd Garða- hrepps, sem þá svo hét. Það var einmitt á þeim vettvangi, sem við kynntumst. Ég hafði verið ráðinn sveitarstjóri í Garðahreppi frá 1. júlí 1960 að telja, og það var ein- mitt einhvem fyrsta daginn í júlímánuði það ár, sem ég sat fund með þáverandi hreppsnefndarfull- trúum. Mér em þeir fulltrúar allir minnisstæðir og samstarfíð við þá varð mér dýrmætt veganesti við upphaf hinnar eiginlegu starfsævi. Þama var oddvitinn, Einar Hall- dórsson á Setbergi, og hreppstjór- inn Guðmann Magnússon á Dysjum. Þeir em báðir látnir fyrir nokkmm ámm. Og svo vom þar Sigríður Johnsen á Marklandi og Jóhann Eyjólfsson í Sveinstungu. Og síðast en ekki síst var þar Bjöm á Vífilsstöðum, eins og hann var ævinlega nefndur. Mér er í minni handtak Bjöms á þessum fyrsta fundi okkar. Það var hlýtt og þétt. Og þannig varð sam- starf okkar næstu 10 árin, eða þann tíma, sem hann áfram sat í sveitar- stjóminni. Bjöm Konráðsson var fæddur að Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafirði þann 6. desember 1894. Foreldrar hans vom hjónin Konráð Amgríms- son, bóndi og kennari á Ytri-Brekk- um, og Sigríður Bjömsdóttir frá Hofsstöðum í Skagafírði. Ég má til með að skjóta því hér inn í, að þegar Bjöm varð 75 ára, skrifaði ég um hann dálitla afmælis- grein. Þar kom fram, að traustar og góðar ættir stæðu að honum. En í þeim ættum sem öðmm kæmu fram vissir brestir. I þessu tilfelli, hve margir framsóknarmenn kæmu þar fram. Þar á meðal Bjöm og systmngur hans, Hermann Jónas- son, fyrrv. forsætisráðherra. Ég tók það svo fram, að eina sönnunin, sem ég hefði fyrir því að Bjöm teldist framsóknarmaður væri, að hann færi flokksbundinn. Þessi orð vom skrifuð í þeirri vissu, að þau myndu ekki meiða neinn, og síst Bjöm, enda gerðu þau það ekki. Hins vegar fóm þau svo fyrir bijóstið á einhveijum, að hann sendi mér nafnlaust bréf þar sem mér var ráðið frá að vera með svona stráksskap. Slíkt hæfði að- eins Ólafí Thors. í afmælisveizlunni hjá Bimi var hins vegar lesið upp skeyti frá frænda hans, Hermanni Jónassyni, svohljóðandi: „Til ham- ingju með brestina." Bjöm varð búfræðingur frá Hól- um í Hjaltadal árið 1919 og stundaði framhaldsnám í búfræði í Danmörku og Noregi á ámnum 1920—1922. Hann varð bústjóri eða ráðsmaður á Vífilsstaðabúinu árið 1923 og gegndi því starfí til ársins 1965, eða í 42 ár, alla tíð með hin- um mesta sóma. Bjöm var kjörinn í hreppsnefnd Garðahrepps árið 1931. Þar átti hann síðan óslitið sæti til þess er kosið var á miðju ári 1970, en þá gaf hann ekki kost á sér enda orð- inn 75 ára, og rúmlega það. Hann sat því í sveitarstjóminni í 39 ár, eða lengur en nokkur annar, fyrr eða síðar. Á fyrsta fundinum, sem hann sat í hreppsnefndinni, var hann kjörinn oddviti og gegndi því starfí til 1958, síðan varaoddviti. Það var haft á orði, í gamni sjálfsagt, að lengi framan af hafi Bjiim verið cini framsóknarmaðurinn í hreppnum. Samt var hann ætíð endurkjörinn, og ég held oftast, ef ekki alltaf, með flestum atkvæðum. Kjósendur gerðu sér grein fyrir mannkostum hans en létu sig litlu varða stjóm- málaskoðanir. Kosningar vom óhlutbundnar í Garðahreppi til 1962, en þá kom fram listi fráfarandi hreppsnefndar með einni breytingu, og varð sjálf- kjörinn. 1966 komu svo í fyrsta sinn fram listar hinna fjögurra stjómmálaflokka er þá störfuðu. Bjöm skipaði efsta sæti á lista Framsóknarflokksins og var kjör- inn. Það var hans síðasta kjörtíma- bil, eins og áður sagði. Bjöm átti sæti í sýslunefnd Gull- bringusýslu í tæpa þijá áratugi, sýsluendurskoðandi hreppsreikn- inga í áratugi einnig, í stjóm Búnaðarfélags Garða- og Bessa- staðahrepps yfír 30 ár, í stjóm bæjar- og héraðsbókasafns Hafnar- fjarðar lengi, um skeið formaður nýbýlanefndar ríkisins. Sjálfsagt hafa honum verið falin fleiri trúnað- arstörf, þótt ég kunni ekki að rekja. Hitt veit ég með vissu, að öll þessi störf hefur hann rækt af einstökum grandvarleik og samviskusemi. Eins og hér hefur verið rakið hafa búskapur og félagsstarfsemi markað starfsdag Bjöms. Eftir að hann hætti þessum afskiptum, og sem bústjóri á Vífilsstöðum, byggði hann sér einbýlishús að Hagaflöt 5. Að þeirri byggingu vann hann mikið sjálfur með sonum sínum. Og í mörg ár eftir það gekk hann með þeim til vinnu við húsbygging- ar. Þann 30. nóvember 1927 gengu þau í hjónaband. Bjöm og Signhild, f. 7. júlí 1907, dóttir Hans Jakobs Joensen, skipstjóra í Þórshöfn í Færeyjum. Hún reyndist Bimi hinn bezti lífsförunautur, og hún reynd- ist líka vel því samfélagi, sem hún settist að í. Hún tók virkan þátt í starfí Bjöms og svo líka ýmsu fé- lagsstarfí' í sveit sinni. Þau eignuð- ust fjögur böm, sem öll bera merki sinna góðu foreldra. Sigurður, trésmíðameistari, er elstur, kvænt- ur Helgu Magnúsdóttur frá Lambhóli í Skeijafírði, þá Ragn- heiður, húsfrú í Ytri-Njarðvík, gift Þorleifí Bjömssyni frá Þórukoti, þriðji í röðinni er Borgþór, trésmið- ur, en hann hefur haldið heimili með foreldrum sínum, og yngst er Elísabet, húsfrú í Garðabæ, gift Grétari Karlssyni, trésmið frá Reykjavík. Því miður er .það svo, að sam- bandið við þá, sem reynst hafa manni vel, er ekki rækt sem skyldi. Einkum fer þetta þannig þegar starfsvettvangur verður ekki lengur sameiginlegur. Ég fínn til þessa nú, þegar Bjöm er allur. Ég hefði viljað segja honum hin síðari árin, hversu mikils ég met að hafa kynnst honum og starfað með honum á ámm áð- ur. Nú er það of seint. Fundir okkar urðu ekki margir síðasta áratuginn. En við vissum af hvor öðmm og skiptumst á kveðjum. Ég sá hann oft á gangi meðfram Vífílsstaða- veginum. Eg votta aðstandendum hans öll- um samúð við fráfall hans. Minningin um góðan dreng mun lifa. Ólafur G. Einarsson Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Elsku afí minn, Bjöm Jóhannes Konráðsson, er farinn á vit feðra sinna, 93 ára að aldri. Þótt hann væri lasburða síðustu mánuðina vonaðist hann alltaf eftir að komast aftur á fætur. Afí átti góða ævi, naut farsældar í lífi og starfí, en hans mesta gæfa var amma mín, Signhild, sem svo sannarlega leysti sinn hluta hjóna- bandsins vel af hendi. Hún annaðist hann og hjúkraði heima, jafnt á nóttu sem degi, meðan unnt var að hann væri heima. Nú er langri lífsgöngu lokið og afi hefur hlotið hvíídina. Eftir standa minningar, svo ótal margar og góðar. Margar minningar um bílferðir með afa upp í Vífílsstaðahlíðina, stað, sem hon- um þótti einna vænst um hér á landi. Þá var hann vanur að segja: „Héma á ég nú mörg sporin," og brosti um leið. í þessum ferðum sagði hann margar sögurnar frá fyrri tíð, bæði frá Vífílsstöðum og fæðingarsveitinni, Skagafirði, því alla tíð var hann mjög fróður og minnugur á ýmislpgt það er á dag- ana hafði drifið. Einnig er mér minnisstætt þegar afí gekk með stafínn sinn og lítill snáði á þriðja ári gekk á eftir honum með lítinn staf og vildi sem mest líkjast lang- afa sínum. Þá sem og oftar hafði langafi nú gaman af. Minningamar eru margar og góðar og best af öllu er sú gæfa að hafa átt því láni að fagna að fá að alast upp hjá afa og ömmu. Elskulegum afa mínum þakka ég samveruna í heimi hér, auk alls hins góða sem hann var mér og mínum. Ég bið honum Guðs blessunar og varðveislu um alla framtíð. Enn vér skulum skilja skaparans að vilja, hver fer heim til sín. Lát oss aftur langa, lífsins herra, að ganga hingað heim til þín. Og þótt vér ei hittumst hér, gef oss fund á gleðistundu, Guð, í ríki þínu. (V. Briem) Signhild í dag kveðjum við Bjöm Konráðs- son, fyrrverandi ráðsmann á heilsu- hælinu á Vífilsstöðum. Bjöm varð 93 ára, með mikið lífsstarf að baki. Foreldrar Bjöms vom Konráð Amgrímsson, bóndi og kennari á Ytri-Brekku í Skagafirði, og Sigríð- ur Bjömsdóttir frá Hofstöðum í Skagafírði. Hann var því skagfírsk- ur í báðar ættir og allir sem kynntust Bimi persónulega urðu fljótt varir við ást hans á heima- byggð. Bjöm var búfræðingur frá Hólum 1919 og var í framhaldsnámi í bú- fræði í Noregi og Danmörku árin 1920—1922, __ m.a. við búnaðar- háskólann í Ási í Noregi. Bjöm var þvi sérstaklega vel menntaður og fróður á sviði landbúnaðar, en gáfur hans og hæfileikar vom alhliða, enda kom fljótlega í ljós að til hans var leitað við úrlausn á margvísleg- um störfum og vandamálum á löngum starfsferli. Bjöm var ráðsmaður á heilsuhæl- inu á Vífílsstöðum árin 1923—1964 eða í 40 ár. Búið á Vífilsstöðum var eitt stærsta sinnar tegundar á landinu með 70 kýr í frjósi að jafn- aði og lengst af var rekin myndarleg svína- og hænsnarækt. Einnig var stunduð kartöflu- og rófnarækt, oftast nægjanleg fyrir heilsuhælið,- en þar vom lengst af um 250—300 manns, sjúklingar og starfsfólk. Bjöm var mikill ræktunarmaður og stórefldist búið undir hans stjóm, en vegna offramleiðsluvandamála landbúnaðarins vom öll ríkisbúin lögð niður, nema nokkurtilraunabú. Það var athyglisvert að búið á Vífílsstöðum var rekið með hagnaði. Bjöm var stór í lund og fastur fyrir. Hann hélt nákvæmt bókhald yfír nyt kúnna og var vel að sér í kynbótum. Bjöm byggði upp véla- kost í samræmi við afkomu búsins, en var fráhverfur stór-lántökum. Það var öllum ljóst, sem kynntust búrekstrinum á Vífílsstöðum, að þar var fylgst vel með öllum rekstri og hagkvæmni gætt í hvívetna. Bjöm hafði yfírstjóm á öllum verkum og skipulagði vinnuna hvem dag og gekk jafnan sjálfur til einhverra útiverka og á sumrin vann hann allan daginn við heyskapinn. Það er ljóst að svo mikill búskapur kall- aði á marga starfsmenn og þeim fyölgaði mikið á sumrin. Það er gaman að hitta gamla starfsmenn frá Vífilsstöðum við margvísleg störf víðsvegar í þjóðfélaginu. Áber- andi er hve mörgum þeirra hefur vegnað vel í lífsbaráttunni og þeir eru nær allir sammála um það, sem ég hef hitt, að vinnan við Vífíls- staðabúið hafí verið góður skóli fyrir lífið og allir þakka Bimi ráðs- manni og konu hans, Signhildi, fyrir frábæra stjóm og ógleymanleg kynni. Bjöm ráðsmaður var mikill íþróttamaður og hefði eflaust náð langt í þeim efnum, ef aðstæður hefðu verið þá eins og nú, en hann hafði kynnst fijálsum íþróttum sérstaklega þegar hann var við nám í búnaðarháskólanum í Ási í Nor- egi. Tók hann þar þátt í fjölmennu langhlaupi, þar sem margir góðir hlauparar frá Noregi vom mættir og náði öðm sæti. En íþróttaáhugi Bjöms smitaði alla starfsmenn hans til virkrar þátttöku, bæði í fijálsum íþróttum og fótbolta, sem var öllum til mikillar gleði og eiga margir ógleymanlegar minningar frá þeim tíma. Var hann virkur þátttakandi í þessum leikjum. Björn var í stjóm búnaðarfélags Garða- og Bessastaðahrepps í rúma 3 áratugi, svo og í stjóm Búnaðar- sambands Kjalamesþings til margra ára. Hafði hann og með höndum margvísleg störf að búnað- armálum fyrir starfandi ríkisstjóm- ir, t.d. formaður nýbýlanefndar ríkisins um tíma. Bjöm Konráðsson var félagslyndur að eðlisfari og frá- bær félagsmálamaður. Hann sat í hreppsnefnd Garðahrepps árin 1931—1970 eða tæp 39 ár og naut mikils trausts og var oddviti hrepps- nefndar í 27 ár. Hann var og sýslunefndarmaður í Gullbringu- sýslu í 27 ár. Er mér kunnugt um það, að störfum hans að sveitar- stjómamálum verða gerð skil af samstarfsmönnum hans, en fullvíst má telja að hann teljist meðal far- sælustu manna sem unnið hafa að sveitarstjómamálum hér á landi. Ég held að Björn Konráðsson sé minnisstæðasti máður, sem ég hef kynnst um ævina og kemur þar margt til, eins og lífshlaup hans sýnir. En hann hafði óvenjulega hlýjan persónuleika, mikla frásagn- argáfu, góður mannþekkjari og mannvinur. Bjöm Konráðsson og kona hans, Signhild, bjuggu á Vífílsstöðum í rösk 40 ár eins og fyrr var rakið, en foreldrar mínir voru á sama tíma á Vífílsstöðum og þar af bjuggu þau 15 ár í sama húsi. Var gagnkvæm vinátta milli þeirra öll þessi ár og lengur, þegar þau fluttu þaðan og man ég aldrei að þar félli skuggi á. Böm þeirra hjóna og við systkinin lékum okkur saman daglega í æsku og mikill samgangur var milli heimilanna. Björn giftist Signhild Soffie Konráðsson þann 30. nóvember 1927 og var það stærsta gæfuspor- ið í lífi hans. Voru þau hjón mjög samhent og áttu sérstaklega fallegt heimili og ólu upp myndarlegan bamahóp. Elstur er Sigurður, giftur Helgu Magnúsdóttur, þau eiga þijú . böm og, fyögur bamabörn; Ragn- heiður, gift Þorleifí Bjamasyni, þau eiga fjögur böm og sjö bamaböm; Borgþór, ógiftur og á tvö böm og eitt bamabam, og Elísabet, gift Grétari Karlssyni og eiga þau tvö böm. Afkomendur þeirra hjóna eru því 27 talsins. Andlát góðs vinar er sorgarfrétt, enda þótt við vitum að okkar allra bíða sömu örlög að lokum. En minn- ingin um Bjöm Konráðsson mun lifa um langa framtíð. Ég og fjöl- skylda mín sendum Signhild, bömum, tengdabömum og bama- bömum innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu hans og styrki alla aðstandendur. Sigurður Helgason í dag, laugardag, verður borinn til grafar Bjöm Konráðsson fyrrver- andi bústjóri á Vífilsstöðum, en hann lést 21. þ.m. Ég vil við aðskilnað minnast afa míns nokkmm orðum. Bjöm Konráðsson fæddist 6. des- ember 1894 á Miklabæ í Ós- landshlíð í Skagafírði. Hans foreldrar voru Konráð Arngrímsson bóndi og kennari og kona hans, Sigríður Bjömsdóttir frá Hofstöð- um. Hans uppeldi mótaðist af umhverfínu og tíðarandanum. Allt- af átti Skagafjörðurinn sterkar taugar í honum og oft sagði hann sögur frá uppvaxtarárum sínum í Skagafirði ásamt fyrstu skrefum sínum í og við búskap föður síns. Skólaganga hefur verið stopul til sveita á þessum árum í kringum aldamótin, samt fór hann eftir al- menna skólagöngu á búnaðarskól- ann á Hólum og var búfræðingur þaðan 1919. Eftir búfræðinámið hélt hann til framhaldsnáms við búnaðarháskólann í Ási í Noregi. Það hlýtur að hafa talist til stórtíð- inda að ungur maður færi utan til framhaldsnáms. Sögur hefur hann sagt af því þegar hann rak sauði sína til kaup- manns á Hofsósi til að selja þá áður en hann hélt utan. Kaup- maðurinn á Hofsósi keypti alla sauðina sem hann var með utan einn sem ekki náði lágmarksvigt, og er afí var á heimleið með þenn- an eina sauð sinn og peningana fyrir hina mætti hann bónda einum úr Skagafirðinum sem einnig var að reka sauði til kaupmannsins. Hann spurði hvers vegna afí væri með þennan eina sauð á leið til baka og er hann sagði honum hvers vegna þá tok þessi bóndi sauð hans og borgaði hann út í hönd og sagð- ist myndi selja kaupmanni sauðinn. En bóndanum tókst að snúa á kaup- mann með því að þá sauði sem bóndinn taldi of rýra rak hann á sund í á á leiðinni þannig að þeir náðu einnig lágmarksvigt. Sögur sagði hann einnig af því þegar hann var á leið heim frá námi í Ási. En þá voru ekki sömu samgöngur og nú eru og ferðalag hans heim tók fleiri vikur og Iá leiðin suður Noreg og Svíþjóð gegnum Sjáland og Fjón norður allt Jótland og með skipi heim til íslands. Eftir heimkomuna hefur hann sennilega verið einn lærðasti búfræðingur landsins og varð hann ráðunautur Búnaðarfé- lagsins og kenndi búskap ásamt því að hann stundaði rannsóknir og mælingar á Vesturlandi. Bústjóri var hann á búi Vífils- staðahælisins frá 1923 og til 1965. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Signhild Joensen 30. nóvem- ber 1927. Þau eignuðust fyögur böm sem öll eru á lífi. Elstur er Sigurður húsasmíðameistari, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, eiga þau þijú böm, Sigurð Sævar, Bjöm og Signhildi. Ragnheiður húsmóðir, hún er gift Þorleifi Bjömssyni, eiga þau fyögur böm, Sigurð, Björn Vífil, Sigurgeir og Guðrúnu. Borg- þór húsasmíðameistari, hann á tvö böm, Signhildi og Ómar. Elísabet húsmóðir, hún er gift Grétari Karls- syni, eiga þau tvær dætur, Maríu og Hrund. Undirritaður er alinn að hálfu upp hjá ömmu og afa á Vífilsstöð- um, þannig að í hveiju skólafríi var farið í heimsókn á Vífílsstaði. Allt líf á Vífílsstöðum var mjög sérstakt og ég held að allir sem því kynnt- ust taki undir það. Tveir voru þeir menn á st’aðnum sem voru hæstráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.