Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR.30. JANÚAR 1988 Minning: Magnús Geir Þórar insson skipsijóri Fæddur 20. september 1937 Dáinn 8. janúar 1988 Föstudaginn 8. janúar síðastlið- inn þegar Maggi hringdi og boðaði Einar á sjóinn gat enginn séð fyrir þann hörmulega atburð sem átti sér stað síðar um daginn þegar mb. Bergþór KE 5 fórst og með honum 2 menn. ** Annar þeirra var tengdafaðir minn, Magnús Geir Þórarinsson skipstjóri og útgerðarmaður. Þegar harmleikur sem þessi á sér stað og maður er sjálfur allt í einu staddur í miðri atburðarásinni leita margar spumingar á hugann. Af hveiju var hann tekinn frá okkur, hann sem var alltaf svo glaður og ánægður og átti bara bjarta daga framundan. En lífið heldur áfram og við verðum að trúa því sem hann sagði sjálfur, að það færi enginn fyrr en honum væri það ætlað. Og ég veit að hann mun alltaf vera hjá okkur og fylgjast með okkur. Magnús Geir var fæddur og upp- alinn á Húsatóftum í Garði, næstyngstur af 9 systkinum. For- eldrar hans voru Sveinborg Jens- dóttir ættuð úr Önundarfirði og Þórarinn Guðmundsson frá Húsa- tóftum f Garði. Maggi fór ungur að stunda sjóinn með föður sínum og hélt sig við sjómennskuna alla tíð. Han hefur verið fengsæll og góður skipstjóri í 30 ár og allan tímann á sínum eigin bát. Árið 1959 kvæntist hann Astu Erlu Ósk Einarsdóttur úr Keflavík. Þau eign- uðust 3 böm. Einar Þórarin, fæddur 1959, Guðbjörg, fædd 1961, og Siguvin Bergþór, fæddur 1968. Hjónaband Ástu og Magga var mjög farsælt, þau voru samrýnd hjón og eyddu flestum sínum fnstundum saman. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra fyrir 10 ámm fann ég fljótt hve mikið traust og hve mikla virðingu þau bám hvort fyrir öðm og fjölskyldu sinni. Hans helstu áhugamál vom fjöl- skyldan, heimilið og vinnan og þau ræktaði hann mjög vel. Hann hafði unun af því að hlúa að tijánum sínum og blómunum í garðinum heima og við sumarbústaðinn. Þar þekkti hann hveija jurt og hvert tré. Maggi var bömunum sínum góð- ur félagi og þau bám mikla virðingu fyrir honum. Það segir sína sögu um þennan einstaka mann. Fljót- lega átti ég eftir að kynnast því af eigin raun að hann var alltaf tilbúinn að leysa úr þeim vandamál- um sem upp komu, hann hafði alltaf réttu lausnina og við gátum alltaf leitað til hans. Ég tel það einstaka gæfu að hafa fengið að vera samferða þess- um mæta manni þó að það sé stuttur tími þegar litið er til baka. Minningamar sem streyma upp í hugann em allar góðar. Við fjöl- skyldan áttum margar samvem- stundir og þá var oft gleði og hlátur. Litli Sævar Magnús, sem var auga- steinninn hans afa síns, fékk aðeins að vera með honum f 17 mánuði. Nú er það hlutverk okkar sem feng- um að þekkja hann lengur að miðla öllu því góða sem hann kenndi okk- ur áfram til bamanna okkar. Að lokum vil ég biðja Guð að styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda vegna þeirra sem fómst með mb. Bergþóri KE 5. Blessuð sé minning þeirra. Bryndís Sævarsdóttir Það var lítill máttur og fátt um skýrar hugsanir hjá mér þegar mér barst fregnin um að Bergþór KE 5 væri farinn niður. Enn einu sinni sannaði hafið yfir- burði sína yfir mannlegum mætti. Það tekur það sem það vill. Nút hefur það tekið yfírburðasjómann- inn Magnús Þórarinsson. Ég kynntist Magga fyrir 15 ámm. Þau kynni leiddu síðan til samstarfs sem stóð meira eða minna í tíu ár. Allt sem um var talað stóð. Ekkert þurfti að skjal- festa. Samningar vom staðfestir með handabandi. Hann skilur eftir minningar um heiðarlegan, stað- festan, þijóskan og einlægan mann, sem kenndi mér að taka aðeins eitt skref í einu. Þannig var Maggi. Ákvarðanir hans vom ekki markað- ar af fljótræði, heldur vandlegri yfirvegun. Hann færðist aldrei meira í fang en hann var viss um að geta staðið við. Hann var skipstjóri í 29 ár og alltaf á eigin bát. Sagt er að um- gengni lýsi innri mannú Bar bátur hans og heimili þeirra Ástu honum gott vitni um reglusemi og ná- kvæmni. Umhyggja Magga fyrir Ástu, eiginkonu sinni, bömunum og fjöl- skyldum þeirra stóð hjarta hans næst. Þau vom ekki aðeins Qöl- skylda hans, heldur og bestu vinir. Þeim votta ég mína dýpstu samúð og óska þess að samheldni þeirra hjálpi þeim til að yfírvinna sorgina og lifa við ljúfar endurminningar um einstakan mann. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þennan lífsglaða, ljúfa dreng sem skilur eftir sig óbætan- legt skarð í íslenskri sjómannastétt. Logi Þormóðsson Á þessum myrku dögum hjá íjöl- skyldu okkar langar okkur systkin- in að minnast föður okkar með örfáum orðum. Um huga okkar streyma margar góðar minningar með hlátri og gleði. Það er fátt sem við getum sagt á þessari stundu, en við vitum að lífið heldur áfram, og það er skylda okkar gagnvart honum að halda áfram að lifa í sátt og samlyndi við aðra menn og elska og virða náungann. Því mun- um við reyna að lifa eins og hann gerði með sálminn sem hér fer á eftir til fyrirmyndar. Þú, Guð sem stýrir stjama her og stjómar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott °g hyggja’ að vilja þínum, og má þú hvem þann blett á brott, er býr í huga mínum. Stýr minni tungu’ að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal, agg né spott í orðum mínum fínnast Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði’ ég öðram veiti, svo breytni mín þess beri vott, að bam þitt gott ég heiti. Stýr mínum fæti’ á friðar veg, svo fótspor þín ég reki og sátt og eining semji ég, en sundrang aldrei veki. Stýr mínum hag til heilla mér og hjálpar öðrum mönnum, en helst og fremst til heiðurs þér, í heilagleika sönnum. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem). Fyrsta bænin sem hann kenndi okkur og okkur þótti svo vænt um var: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú þér ég sendi, bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Hugurinn reikar aftur í tímann, til þeirra daga er við vorum lítil og sögðum við hann: „Elsku pabbi, leiddu mína litlu hendi." Einar Þórarinn, Guðbjörg og Sigurvin Bergþór. Stund fyrir myrkur. Hvemig lif- um við stundimar fyrir myrkur? Það er 8. janúar 1988 — ósköp venulegur föstudagur í byijun nýs árs. Úti veður vont. Hvassviðri og slydda. Ekki óvenjulegt miðað við árstíma. Ég rangla inn á kaffihús. Inn í hlýjuna. Notalegur kliður mannfólksins tekur á móti mér. Meira að segja kunnugleg andlit. Ásta frænka, Guðbjörg og Bryndís. Og litli Sævar Magnús. Þau höfðu farið í bæinn á svo hryssingslegum degi sér til dægrarstyttingar. Ég hafði orð á því við konumar hversu vel þær litu út. Þær brostu. Sævar Magnús hámaði í sig kleinu ljós- fagur yfirlitum. Að kvöldi þvoðu tárin burt gleði andlita þeirra. Ó hvað allt var ömur- legt. Aldrei hafði ég heyrt neitt svo óraunverulegt. Maggi dáinn. Andlit urðu hrímföl. Smátt og smátt breyttist fréttin í sannleika. Hörmu- legt sjóslys. Bergþór KE 5 hafði farist og með honum tveir menn. Sól sigin í haf. Hvers vegna? Þessi nálægð dauðans kom öllu á hreyfingu. Bara orð fundust ekki. Sársaukafull reynsla orðin til. Jörð- in sem við höfðum gengið á svo ömggum skrefum var færð úr skorðum. Hvers vegna hann? Þessi sterkbyggði. hlýi maður. Hann sem hafði ieitt böm sín þar sem hafgol- an lék um möstur skipanna. Myndir liðinna ára hrúgast upp. Vingjamleg og heiðarleg framkoma hans, sem var mikilvæg unglingi á viðkvæmu skeiði. Nærgætni hans var afdráttarlaus eins og gleði hans. Mér lærðist að greina þá eiginleika sem maður þekkir aðeins af raun. í hús hans komu margir. Magnús Geir talaði við alla, vísaði engum frá er til hans leitaði. Honum veitt- ist sú hamingja að verða gagnlegur fyrir aðra. Það var gott að biðja hann um hjálp. Hann brást aldrei. Árla morguns gekk hann síðan til skips. Hann kvaddi konu sína innilegar en nokkm sinni fyrr. Morguninn sá verður þannig hinn fegursti í lífi hennar. Slíkur var hann. 011 hegðun hans sem endra- nær í samræmi við einlægni hans. Það var engin undankomuleið. Öllu er afmörkuð stund. Skip hans bar hann í burtu frá ströndum okkar. Við stöndum eftir í flæðarmálinu. Hljóð. Öldumar sleikja fætur okkar. Eg trúi að hann hafi tekið þessum umskiptum með reisn. Hann elskaði lífið án skilyrða. Sfðasti jóladagur var ánægjuleg- ur í faðmi flölskyldunnar. Eg finn enn góðvildina í traustu handtaki hans. Við gengum saman kringum jólatréð. Eg er þakklát fyrir þá kveðjustund. Á svipstundu getur sólin brennt okkur. Hann er sjómaður. Hann gerði sér glögga grein fyrir smæð manns- ins í allri sinni stærð. Fjölskylda hans nýtur nú vel fyrirhyggju hans. Endalokin em hluti af lífi okkar — nokkuð sem fæst okkar kæra sig um að vita. Þannig verður minning hans okkur vinum hans öllum styrk- ur í lífsbaráttunni. Veit ég enn hvað það er að brosa? Við stöndum í flæðarmálinu. Það verður alltaf heilög stund. Indælt er ljósið og ljúft er fyrir augun að horfa á sólina. Guð blessi minningu Magnúsar Geirs Þórarinssonar. Rúna Hjartkæran vin okkar, Magga, höfum við misst í slysi. Við eigum mjög góðar minningar um hann sem geymast um alla framtíð. Hann var alltaf svo góður við okkur, bömin, ekki bara við okkur, heldur við alla. Þess vegna þótti öllum svo vænt um hann. Hann sagði alltaf já þeg- ar maður bað hann um eitthvað, hann var alltaf svo kátur og góður. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég lita má. Guðs míns ástarbirtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Hinsta kveðja. Sigurrós Ösp, Þórður Snær og Bjarki Freyr. Mig langar að minnast með ör- fáum orðum vinar míns og skip- stjóra, Magnúsar Þórarinssonar, sem fórst með Bergþóri KE 5 út af Garðskaga 8. janúar sl. Kynni okkar Magga hófust þegar ég sótti um pláss á bát hjá honum. Upp úr því þróaðist með okkur vin- átta, sem hvergi bar skugga á í þau 19 ár, sem liðin eru síðan 17 ára óhamaður unglingur sótti um há- setapláss á Andra KE 5. Það má segja að þá hafi ég gengið á fund þess manns sem átti eftir að hafa hvað mest áhrif á líf mitt. Hann reyndist mér eins og væri hann faðir minn og verða mér allt- af minnistæð einkunnarrorð hans: „Vinnan er móðir alls.“ Maggi var einstakur persónuleiki og hafði mikil áhrif á mig og lífsskoðun mína. Við vomm einmitt að heija okkar tuttugustu vertíð saman. Sárt er að horfa á eftir slíku mikilmenni og mjög hæfum skip- stjóra. Maggi reyndist mér og fjölskyldu minni einstaklega vel og þegar erf- iðleika bar að höndum var Maggi alltaf til staðar, ráðagóður vinur í raun, eins og endranær. Hann kom oft í heimsókn og hans er sárt sakn- að á heimili mínu. Ég, Haddý og bömin munum ævinlega minnast Magnúsar Þórar- inssonar með sérstökum hlýhug og söknuði. Vottum við Ástu, bömum hennar og tengdabömum okkar innilegustu samúð. Sverrir Víglundsson Það var bjartur og fallegur morg- unn þegar síminn hringdi hjá mér í Sönderborg f Danmörku. Þessi bjarti og fallegi morgunn varð eftir þetta símtal sá dimmasti sem ég hef nokkum tímann kynnst. Þetta var símtalið frá Islandi, þegar mér var tjáð að mb. Bergþór KE 5 hefði farist daginn áður og minn ástkæri t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tendaföður, afa og langafa, JÓNS V. DANÍELSSONAR frá Garðbæ, Grindavík. Loftur Jónsson, Daníel Jónsson, Elías Jónsson, Inga Jónsdóttir, Eyrún Samúelsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Elin Jónsdóttir, Birgir Davíðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GEIRS HERBERTSSONAR prentsmiðjustjóra, Bergþórugötu 59, Reykjavik. Geir Geirsson, Guðbjörg Geirsdóttir, Guðrún Geirsdóttir Anna Sólmundsdóttir, Hálfdán Örlygsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför GESTS GUÐMUNDSSONAR, Heimalandi, Hrunamannahreppi. Ása María Ólafsdóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, SIGMUNDAR JÓNSSONAR verkamanns, Hörgatúni 11, Garðabæ. Álfheiður Björnsdóttir, Gréta Þ. Sigmundsdóttir, Kristján Normann, Jóhanna S. Sigmundsdóttir, Eiríkur Hjaltason, Birna J. Sigmundsdóttir, Kolbrún S. Sigmundsdóttir, Jón Torfason, Kristján P. Sigmundsson, Oddríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.