Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 ísrælsmenn og arabar - lítilsháttar athugasemd að gefnum tveimur tilefnum Til Velvakanda. Þegar ísraelsmenn sæta gagn- rýni fyrir framkomu sína gagnvart Palestínuaröbum og nágrannaríkj- um sínum grípa ráðamenn lands- ins gjaman til þeirra „raka“, að gagnrýnendur séu gyðingahatarar og haldnir nasískum tilhneiging- um; þeir sem gagnrýni ísrael láti sig engu varða örlög þeirra millj- óna gyðinga sem nasistar myrtu á árum seinni heimsstyijaldarinn- ar. Auðvitað eru þetta engin rök gegn gagnrýni, heldur í besta falli lágkúra, sem lýsir í fyrsta lagi þeim hroka sem ísraelsmenn hafa komist upp með að sýna í sam- skiptum við aðrar þjóðir og í öðru iagi rökþroti í málefnalegri um- ræðu. Það er engan veginn sjálf- gefíð að þeir sem ekki geta orða bundist og hneykslast opinberlega á fjöldamorðum ísraelsmanna á aröbum séu gyðingahatarar. Það- an af síður að þeir séu nasistar. Mönnum getur einfaldlega blö- skrað. Ástæðan fyrir þessum vanga- veltum er furðulegt „svar“ Ola Tynes í Velvakandaþætti nýlega, við grein Skúla Helgasonar prent- ara, sem mun hafa birst í Morgunblaðinu 14. janúar sl. og enn furðulegri ánægja Árelíusar Níelssonar með þetta „svar“. Einnig tvær sgumingar „um fortíð Ísraels", sem Árelíus varpar fram. „Svar“ Óla Tynes er að því leyti furðulegt að hann fjallar ekki málefnalega um grein Skúla, sem hann kallar þó óhugnanlega og segir svo fulla af hatri, fordómum og viðbjóði að langt sé síðan önn- ur eins ritsmíð hafí sést í íslensku blaði. Einhver hefði haldið að jafn hrikaleg grein væri fullkomlega svara verð, auk þess sem orðalag Óla gefur til kynna að hann viti betur en greinarhöfundur. Óli hins vegar bætir við, eftir þessa lýs- ingu, að honum detti ekki í hug að eítast við einstaka liði hennar. Aftur á móti tekur hann eina setn- ingu og notar hana til að klína nasistastimpli á Skúla Helgason. Ég las ekki grein Skúla, en hef ekki ástæðu tii að ætla annað en að Óli tiifæri þessa setningu sam- viskusamlega: „Væri ekki tilvalið fyrir alheimsráð gyðinga að snúa sér að fullu afli að því að upplýsa heimsbyggðina um fortíð ráða- manna í ísrael, í stað þess að rembast eins og ijúpan við staur- inn að leita að einhveijum skít til að kasta í Kurt Waldheim." Útlegging Óla Tynes: „Þama er að leita aðalorsakanna fyrir bræði Skúla Helgasonar. Hann sækir greinilega hugmyndir sínar og siðfræði til vinnuveitenda Waldheims á árunum 1939—1945. í því ljósi skulu skrif hans skoðuð." Nú er best að taka það fram að ég hef enga tilhneigingu til nasisma, heldur fylli ég þann hóp manna sem lítur svo á að glæpa- verk Hitlers og hyskis hans megi aldrei gleymast og þær sakir aldr- ei fymast, hveru gamlir sem þeir böðlar kunna að vera þegar þeir eru dregnir fyrir rétt. Eg hef því nákvæmlega enga samúð með Kurt Waldheim, en er stórhneyksl- aður á þegnum Austurríkis fyrir að kjósa hann til forsetaembættis eftir að fortíð hans varð ljós. Ég get hins vegar ekki séð að þessi setning úr grein Skúla gefí ástæðu til að saka hann um nasisma. Aft- ur á móti les ég úr henni hneykslun á því að heimsráð gyðinga skuli 'WaJdheimog’vondu mennirnirl SlrAIi Áfatí VthnkaadL I fímmbjdMginn j I h"" ^ UnS I"■ •» ST5 I *» I ðir 8*“an öonur ein* ntamíð I hefur aést ( isieroku bUði. Gremin wM m ofi|ta*j1»,|| „g mír *tua-«kki I hug *» <HUrt einaukk Uk hannn-. g***"®.* g? «*“• <**»■» ■ t>ug*ð til <K ban *ð *««>■ *etiiiogunni «an er wotuu .Vwi ekkj thniið tyri, aiheim* r*ð Kyoingm að inila aér af fullu afli að þy inm um i (Btað þe an við • einhver Waidb Penti Wn. r*ns / rr , Tynes a . ■ »r í - ■f sem l- s^vjpA,- *w«id- : HeTJZn14- -Uv, umftun þnu tem þjeki herinn vnnn '■mennl I •tyijöWinni. En hknn er ' •***•“ í Bandarfkjun- j ‘--’tmðBegja | _ inn- ikanna I r- Hann I <r aínar 1 ?*svo aíUla , °8 láta voðaverk ísraelsmanna óátal- in. Á sama hátt les ég úr athuga- semd Óla sömu málefnasnauðu lágkúruna og ég nefndi í upphafi þessa greinarkoms. Svona vinnu- brögð fínnst mér einfaldlega ekki samboðin blaðamanni sem skrifar fyrir lesendahóp sem ég fullyrði að sé með upplýstari þjóðum í heimi hvað alþjóðamál snertir. Sú er einmitt ástæðan fyrir undmn minni á ánægju Árelíusar Níelssonar með þetta „svar“ Óla Tynes. Satt að segja hefði ég hald- ið að mannvinurinn og sóknar- presturinn fyrrverandi gérði meiri kröfur til málefnalegrar umræðu og bæri þar fyrir utan meiri um- hyggju en svo fyrir rétti með- bræðra sinna í heiminum til lífs, lands og mannréttinda, að hann reyndi að réttlæta morð á saklausu fólki. Eitt er nefnilega að hafa samúð með gyðingum vegna hör- munga þeirra fyrr á tímum, annað að loka augunum þegar framkoma leiðtoga þeirra er farin að minna óþægilega mikið á „vinnuveitend- ur Waldheims á áranum 1939-1945“. Árelíus varpar fram tveimur spumingum eftir að hafa lýst ánægju sinni með Óla Tynes: „Hvaða þjóðarbrot araba og Palestínumanna hefur notið meiri farsældar, framfara og frelsis hin síðari ár en sá hluti sem búið hef- ur innan landamæra ísraels við sömu mannréttindi og þessi foma og hin mesta menningarþjóð mannkyns? Og hvenær hafa fréttir borist af hefndarverkum og hefndum gyðingaþjóðarinnar þótt hún hafí verið ofsótt um þúsundir ára, ver- ið í útlegð í raun og vera um veröld alla og milljónir gyðinga myrtar og kúgaðar, hrelldar og þjáðar?“ Um fyrri spuminguna er fljót- sagt að hún er meginmisskilningur að efni til. Arabar þeir sem búa innan landamæra Ísraelsríkis búa ekki við sömu réttindi og þeir sem gyðingatrú játa. Þeir era þriðja flokks þegnar í landi sem var þeirra um árþúsundir en þeir hafa nú verið sviptir. Frelsi þeirra og mannréttindi lýsa sér í því að þeir fá lægri laun en gyðingar fyrir sömu vinnu, auk þess sem þeir verða í miklum mæli að láta sér nægja þá vinnu sem aðrir vilja ekki (eins og farandverkamenn í Vestur-Evrópu, svo dæmi sé tek- ið). Þá er markvisst unnið að því að eyða sjálfsvitund araba innan ísraelsríkis með aðstoð skólakerf- isins, þannig að arabísk böm læra ekkert um sögu sína, menningu og tungu, heldur er námsefnið byggt á sögu og menningu gyð- inga. Annaðhvort veit Árelíus ekki betur eða hann lokar augunum fyrir staðreyndum. Síðari spumingin er dálítið skondin, þrátt fyrir sorglegt inni- hald. Vandi sá sem „gyðingaþjóð- inni“ fylgir er nefnilega sá að ísraelsríki er reist á landsvæði araba, sem hraktir vora á brott með vopnavaldi og hafa síðan lif- að, ásamt afkomendum sínum, í flóttamannabúðum í mörgum löndum. Síðan hafa milljónir araba verið „myrtar og kúgaðar, hrelldar og þjáðar" um heim allan, eins og þeir vita sem vita vilja. Við þetta er þvi að bæta, þegar rætt er um átökin á Gaza-svæð- inu, að þar eigast við hemámslið og heimamenn. Aðferðir hemá- msliðsins era býsna dæmigerðar fyrir slík lið, hvar sem er í heimin- um. Og viðbrögð heimamanna era einfaldlega viðbrögð þeirra sem ekki sætta sig við erlent hemá- mslið í landi sínu. Ég þykist til dæmis viss um að almenningur sá á Gaza-svæðinu sem beitir gijóti gegn byssukúlum og brynvögnum myndi kallaður frelsishetjur en ekki öfgamenn, ef landið héti Afg- anistan og hemámsliðið væri sovéskt. Haukur Már Haraldsson Áhrifamikil viðtöl Kæri Velvakandi Þau vora áhrifarík og örlaga- þrangin viðtölin við skipbrots- mennina þijá í Ríkissjónvarpinu. Þessi þijú hreystimenni era pilt- amir okkar allra á öllum tímum. Þetta var allt ótrúlega skýrt og æðraiaust hjá þeim. Eg var með tárin í augunum, olíubragð í munninum og klökk í hálsinum. Þetta var átakanleg fræðsla um það hvemig slys verða. Einnig vil ég þakka Baldri Hermannssyni fyrir stjóm þáttarins. Það var mik- ið vandaverk sem hann leysti af hendi með sóma. Jóhanna Guðmundsdóttir WIKA TÖLVUPRENTARAR GEISLASPILARAR p;«“eft’á3 5 Þrýstimælar Allar staerðir og geröir ■LlLL SðyirilaQtuispuv’ <St Vesturgtttu 16, sími 13280 „Heilsumánuður“ í Krínglunni *6 . Þúiyttiroinboguntimró- tega upp og færir hend- umar uppogaftur. Sióan svsiflar þú hondun- um rótega fyr3t ttl vinstri og síóan tll hægri. Þáspenrtirþúgreipará hnakká og lærir hökuna rótegaaóbrjósti. Loks stigur þú óórum færi fram. krepptr ókklann og hsíar bolnum rólega yfir fótinn. Við byrjum hvern aag i „ heilsumánuðinum “ með laufléttum morg- unteygjum i Kringlunni kt. 9.30 undir stjórn Janusar Guðlaugsson- ar iþróttakennara. Þú getur gert þessar æf- ingar hér i Kringlunni með okkur eða hvar sem er. Þæreru sér- staklega ætlaðar vinnandi fólki: i búð- inni, frystihúsinu, i eldhúsinu, við tölvuna, ritvélina eða núna með: an þú lest Moggann. Munið að gera þessar æfingar rólega og anda eðlilega á meðan. Dagskráin á „heilstutorgum“ Kringlunnar í dag, laugardag 30. janúar, erþannig að öðru leyti og munu þá eftirtald- ir aðilar kynna starfsemi sfna: Kl. 13-19: Hjúkrunarfræðingar Kl. 14-15: Kramhúslð Kl. 10-16: Krabbamelnsfélaglð og Tóbaksvamanefnd Kl. 10-16: Landlæknlsembmttlð Kl. 11-16: Bandalag ísl. akita Kl. 14-16: Sjúkraþjitfarar Kl. 10-12: Júdósamband íslands Kl. 10-19: íþrótta- og tómstundaráð Reykjavikur Kl. 13-14: Líkamsræktarstöðln Hress Komdu viö og fáöu ráö og upplýsingar hjá sörfraöingum um RETRI HEILSU Á NÝJU ÁRV á „hrilsutorgum" Kringlunnar. Starfsfólk Kringlunnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.